Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDÁGUR 17. MARS 1988. Jarðarfarir Minningarathöfn um Guðriði Krist- insdóttur frá Ráðagerði fer fram í dag 17. mars kl. 15 frá Seltjamarnes- kirkju. Hallgrímur Guðmundsson, Háholti 25, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akra- ness laugardaginn 12. mars. Jarðsett verður frá Akraneskirkju föstudag- inn 18. mars kl. 14.15. Baldur Sveinsson rafvirkjameistari, Hrafnistu, áður Rauðalæk 18, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. mars kl. 10.30. Kristín Lilja Berentsdóttir, Eskihlíð 20a, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.30. Kveðjuathöfn um Ólaf Konráð Sveinsson rafvirkjameistara, Nökkvavogi 12, Reykjavík, sem lést þann 9. mars síðastliðin, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 18. mars kl. 15. Jarðsett verður frá Breiðabólsstaö í Fljótshlíð laugar- daginn 19. mars kl. 14. Ferð verður frá BSÍ laugardaginn 19. mars kl. 11.15. Þórhallur Leósson, Hvassaleiti 56, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.30. Pétur Torfason bóndi, Höfn, Mela- sveit, veröur jarðsunginn föstudag- inn 18. mars kl. 13.30 frá Leirár- kirkju. Sætaferðir verða frá Fólksbílastöðinni, Akranesi, kl. 13 og frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30. Kristín Jenný Jakobsdóttir lést 7. mars. Hún var fædd 14. apríl 1931. Jenný hóf störf á Póststofunni í Reykjavík árið 1966 og starfaði þar til dauöadags, fyrst sem póstaf- greiðslumaður, en síðar sem fulltrúi. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Gunnar Ingvarssón. Þau hjónin eign- uðust þrjá syni. Útför Jennýjar veröur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15.' Þórarinn E. Hafberg lést 9. mars. Hann var fæddur í Reykjavík 7. jan- úar 1915. Foreldrar hans voru Oddrún Jónsdóttir og Engilbert E. Haíberg. Þórarinn starfaði lengst af hjá Reykjavíkurborg. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Ólafs- dóttir. Þau hjónin eignuðust 4 börn. Andlát Jóhanna Þorsteinsdóttir, Skaga- braut 44, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 14. mars. Ragnheiður Jóna Sigurðardóttir, frá Hafnarnesi viö Fáskrúðsíjörð, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaup- stað þriðjudaginn 15. mars. Nanna Guðmundsdóttir, Berufiröi, lést 14. mars. Fundir Félagiö Island-lsrael heldur fund i kvöld 17. mars í Haligríms- kirkju, noröursal. Fundurinn hefst aö þessu sinni kl. 20 stundvíslega meö létt- um kvöldveröi „A la ísraelT Á eftir verður sýnd ný kvikmynd frá ísrael. Fé- lagsmenn eru vinsamlegast beðnir aö athuga aö fundardagur hefur misritast í nýpóstlögðu fundarboði. Tilkynningar Neskirkja Föstuguöþjónusta í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 í umsjá sr. Ragnars Fjalars Lárussonar. Félag eldri borgara Opiö hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14, frjáls spilamennska, t.d. bridge eöa lomber, kl. 19.30 félagsvist, hálft kort, kl. 21 dans. Orator félag laganema er með ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld, fimmtudag, mUli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Safnaðarfélag Ásprestakalls Sunnudaginn 20. mars nk. verður glæsi- leg kaffisala aö lokinni messu sem hefst kl. 14. Tekið verður á móti þeim, sem vilja aðstoða með því að gefa kökur, í félagsheimUinu eftir kl. 11 sama dag. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík er með góukaffl fyrir félagsmenn og gesti í Drangey, Síðumúla 35, fóstudaginn 18. mars kl. 20.30. Fundir Kvenfélag Oháða safnaðarins heldur aðalfimd sinn í safnaðarheimilinu Kirkjubæ, laugardaginn 19. mars kl. 15. Veryuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Merming Tregablandin Irfsgleði Sverrir Guðjonsson og Snorri Öm Snorrason á Háskólatónleikum Sverrir Guðjónsson og Snorri Örn Snorrason. Kontratenór og lúta eru sannarlega ekki hvunndagsfyrirbæri, hvorki hér né annars staðar. Það fer ekki hjá að maður álykti sem svo að tónlistarlíf, sem býður upp á tón- leika, þar sem evrópsk 16du aldar músík er sungin á slík hljóðfæri, sé býsna háþróað og búi við mikla rausn. Þetta gerðist í hádeginu í gær, á Háskólatónleikum vestur í Nor- ræna húsi. Sverrir Guðjónsson og Snorri Örn Snorrason fluttu þar fyrir fullu húsi lög eftir Caccini, Besard og Dowland, og reyndar fleiri, en ónafngreinda snillinga. Þegar Sverrir hóf upp raust sína, í Blástjarnan þótt skarti skær, mið- aldalegu íslensku þjóðlagi, og fylgdi því síðan eftir með Vestros ojos, lagi óþekkts höfundar frá Spáni, þá hreifst maður á stundinni inn í heim tregablandinnar lífsgleði sjaldgæfrar listar. Eftir þetta kom hver perlan eftir aðra, Amarilli mia bella eftir Caccini, In darkness let mee dwell eftir Dowland, lútulög út Thesaurus harmonicus eftir Besard, að ógleymdum tveim ís- lenskum gimsteinum, Móðir mín í kví kví og Eitt sinn fór ég yfir Rín. Þessu slúttaði svo með Come Again eftir Dowland. Tónlist Leifur Þórarinsson Rödd Sverris er björt og sterk og virðist eðlilega vaxin upp úr karl- mannlegri tenórrödd. Til þess að ná þessum „falsettu“tónum á tón- sviði mezzosóprans þarf eflaust langa og stranga þjálfun, í það minnsta ef þeir eiga að skila músík- ölsku og póetísku samhengi. Sverrir hefur greinilega unnið vel, og hann hefur umtalsverða tónhst- arhæfileika sem ættu að duga honum langt. Og ekki er hann þá á flæðiskeri staddur,' í samvinnu við Snorra Örn. Þar er kúnstner sem að vísu lætur ekki mikið yfir sér en hefur gott og öruggt lag á dýrmætum efnum. LÞ Fréttir Alþjóðaskákmótið á Akureyri: Snilldartilþrif þegar Margeir lagði Gurevits - en Jóhann og Adorjan gerðu jafntefli í mest spennandi skák mótsins til þessa steins heföi ekki átt að láta Sovét- manninn Dolmatov sleppa með jafntefli. Karl sem hafði hvítt hafði betra tafl allan tímann og var peði yfir þegar jafntefli var samið eftir 41 leik. Akureyringarnir Jón G. Viðars- son og Ólafur Kristjánsson áttu aldrei möguleika í gær. Jón G. tefldi við nafna sinn Ámason og þegar hann gat litið á stöðuna eftir heiftarlegt tímahrak sá hann að hún var gjörtöpuð. Ólafur náði aldrei að jafna taflið gegn Norð- manninum Tisdall og gafst upp eftir 30 leiki. - Sjá fréttir á bls. 32 Tónleikar Kvikmyndir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það var ljóst á skákum 7. um- ferðar á alþjóðlega skákmótinu á Akureyri í gærkvöldi að nú hyggj- ast kapparnir fara að láta sverfa til stáls. Hörkuskákir voru á boðstól- um og taugar áhorfenda voru spenntar. Sérstaklega var spennan mikil í skák Jóhanns Hjartarsonar og Ungverjans Adorjan og margir voru búnir að spá Jóhanni ósigri þegar komið var fram yfir 40 leikja mörkin. Þeir tefldu „enska leikinn" og fórnað var á báða bóga. Jóhann fórnaði þremur peðum fyrir sókn- arfæri en Adoijan fórnaði drottn- ingu fyrir biskup. Við þaö náöi hann frumkvæðinu og í endatafli var hann með hrók gegn drottn- ingu Jóhanns en hafði þremur peðum meira. Tvö peða hans vora komin langleiðina upp í borð og Jóhann var í vörn og í leikþröng. En hann fór í „leiðangur“ með drottninguna og gat skákað sífellt þar til jafntefli var samið eftir 53 leiki. Lengsta skák kvöldsins var á milli Margeirs og Sovétmannsins Gurevits sem hafði forustuna fyrir umferðina í gær. Gurevits tefldi „Drottningar-indverska“ vörn en Margeir fékk fljótlega rýmra tafl. í tímahraki lék Gurevits ónákvæmt og þegar komið var út í hróksenda- tafl hafði Margeir tveimur peðum meira. Sá sovéski þumbaðist þó við en eftir 61 leik sá hann sína sæng upp reidda og gafst upp við lófa- klapp áhorfenda. Helgi átti erfitt uppdráttar gegn gamla „refnum" Polugajevsky sem var ánægður eftir skákina og sagð- ist hafa teflt vel. Sovétmaðurinn fómaði drottningu fyrir tvo hróka og eftir 44 leiki þegar Helgi sá fram á að tapa riddara neyddist hann til að gefast upp. Margir vildu meina að Karl Þor- Bítlavinafélagið í Lækjartungli Stórtónleikar veröa meö Bítlavinafélag- inu í Lækjartungli, Lækjargötu 2, í kvöld. Þetta eru fyrstu tónleikar Bítlavinafé- lagsins á þessu ári og eflaust margir sem bíöa spenntir eftir að sjá þessa sveina stíga á sviö aftur. Eins og' nafniö gefur til kynna þá spila þeir félagar Bítlatónlist auk þess sem þeir flytja sitt eigiö efni á þessum tónleikum. Bítlavinafélagiö er: Jón Ólafsson, Eyjólfur Kristjánsson, Stef- án Hjörleifsson, Rafn Jónsson og Harald: ur Þorsteinsson. Stefán Hjörleifsson er staddur hér á landi í aðeins nokiira daga, gagngert til að fara í hljóðupptökur og hverfur síðan aftur í nám til Bandaríkj- anna. Þaö gæti því liðið nokkur tími þar til hljómsveitin kemur fram opinberlega aftur. Fyrirlestur Fyrirlestur um sundtækni sæ- skjaldbaka Dr. John Davenport, sjávarlíffræðingur frá Sjávarrannsóknastöö Háskólans í Wales í Menai Bridge, heldur fyrirlestur um sundtækni sæskjaldbaka (Swimming mechanism of sea turtles). Fyrirlesturinn veröur fóstudaginn 18. mars 1988 kl. 15.15 i stofu G-6 á Líffræðistofnun háskólans, Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn verður á ensku og eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Stjörnubíó/Án dóms og laga Ógeðfelld gömul lumma Án dóms og laga/Outlaw Force Bandarísk 1987 Leikstjóri: David Heavener Aðalhlutverk: Paul Smith, Frank Stall- one Bandaríkjamenn eru iðnir við að halda uppi goðsögunni um útlag- ann sem fer sínu fram í trássi við lög en hefur réttlætið sín megin. Enda eru lög ekkert annað en kerl- ingabækur sem sannir karlmenn eiga ekkert að taka mark á, ef marka má þessar kvikmyndir. Flestir heföu þó haldið að afurð á borð við þá sem nú getur að líta í Stjömubíói hefði dáið út með Rambó en það er nú öðru nær. Mynd þessi hefur ekkert sér til ágætis annað en að vera öðrum til viðvörunar um að gera ekki slíkar myndir, og vonandi að það hrífi. Söguþráður þessarar makalausu kvikmyndar er á þá (drep)leið að kúreki nokkur í smáþorpi nálægt Los Angeles þjargar bensínaf- greiðslumanni úr klóm pönkara- gengis. Pönkararnir hefna sín með því að ráðast inn á heimili kúrek- ans kvöld eitt og drepa konu hans. í leiðinni ræna þeir dóttur hans. Fljótlega kemur í ljós að fyrirliði pönkara er í tengslum við menn sem kaupa börn og selja til vændis og er þá nokkuð ljóst hvaða hlut- skipti bíður dóttur kúrekans. Nú, kúrekinn reynir að leita að- stoðar lögreglu en eins og öllum er ljóst, sem séð hafa slíkar kvik- myndir, er lögreglan bundin af einhverjum óútskýranlegum lög- um um mannréttindi og getur því ekkert gert. Okkar maður verður að sjá um þetta sjálfur. Það sem eftir er myndarinnar gengur kúrekinn berserksgang í stórborginni enda haföi hann verið í sérstökum víkingasveitum í Víet- nam. Er yfir lýkur er hann búinn aö slátra hveijum einasta pönkara í borginni, búinn að uppræta barnavændismafíuna og tæla til lags við sig fylgikonu fyrirliöa glæpaflokksins. Fólk er eindregið hvatt til að halda sig heima við og horfa á sjón- varpið þar til þessi ósköp ganga yfir. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.