Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 21 Aftur met hjá Igor Polyanski Sovéski sundmaðurinn, Igor Poly- anski, lét ekki deigan síga í lands- keppni í sundi á milli Sovétríkjanna og Austur-Þýskalands sem lauk í gær í Sovétríkjunum. í fyrradag setti hann heimsmet í 100 metra baksundi og synti á 55,17 sek. í gær synti hann síðan sama sund á 55,16 sek. í 4x100 metra boðsundi. Þess má geta að Sovétmenn uröu að láta í minni pok- ann í landske'ppninni, lokastigatölur 174-208, Austur-Þjóðverjum í vil. -SK Blakúrslit: Víkingur sigraði Breiðablik í fyrri úrslitaleik liðanna um íslandsmeist- aratitihnn í kvennaflokki í blaki í gærkvöldi. Víkingar sigruðu í fjórum hrinum, 15-9, 6-15, 15-12 og 15-12. Seinni leikurinn fer fram á sunnu- daginn og vinni Víkingsstúlkurnar eru þær íslandsmeistarar en ef Breiðabbk vinnur verður aukaleik- ur. Þróttur sigraði KA, 3-1, í bikar- keppni karla í gærkvöldi. Hrinurnar fóru: 15-4, 15-9, 12-15 og 15-8. Það verða því Þróttur og ÍS sem leika til úrsbta. -B Enska knattspyman: Foiysta Liverpool nú 15 stig Forysta Liverpool í 1. deild ensku knattspyrnunnar er nú 15 stíg eftír að liðið gerði jafntefh við Derby Qo- unty í gærkvöldi á Baseball Ground, 1-1. Þar meö jafnaði Liverpool met Leeds United frá 1974. Liðið hefur ekki tapaö leik í 1. dehdinni í 29 leikj- um. Litlu munaði að Liverpool færi með öll stigin þrjú frá heimavelh Derby í gærkvöldi. Craig Johnstone skoraði fyrir Liverpool í fyrri hálfleik en fimm mínútum fyrir leikslok jafnaöi varnarmaðurinn Mike Forsyth fyrir Derby. Var þetta annað markið sem Liverpool fær á sig í síðustu 16 leikj- um. • Önnur úrsbt í 1. deildinni ensku í gærkvöldi urðu þau, að Norwich sigraði Oxford, 4-2, og QPR vann Nottingham Forest, 2-1. í 2. debd gerðu Leicester og Stoke jafntefh, 1-1. Rotherham sigraði Brighton, 1-0, í 3. deild og Cardiff og Wrexham gerðu, 1-1, jafntefb í 4. deild. -SK Stærsti sigur UBK áFHfraupphafi! Eins og sjá má á myndinni hér að ofan var fögnuð- ur mikill í búningsherbergi leikmanna Breiðabliks eftir sigur hðsins gegn FH í bikarkeppni HSÍ í Digra- nesi í gærkvöldi. Breiðablik kom mjög á óvart, lék stórvel gegn efsta hði 1. deildar, og sigraði með 28 mörkum gegn 21. Breiðabhk sló þar með FH út úr bikarnum og er kom- ið í undanúrslit. Er þetta stærsti sigur Breiðabhks á FH frá upphafí og höfðu lærlingar Geirs Hahsteins,- sonar því æma ástæðu til að fagna að leik loknum. Sjá nánar um leik UBK og FH og aðra bikarleiki í gærkvöldi á blaðsíðu 22. -SK/DV-mynd G. Bender Blikamir slógu topplið FH í 1. deild út úr bikamum í gærkvöldi: Þjálfari Evrópumeistara Porto: „Amór stendur einn undir nafni“ Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Þjálfari Evrópumeistaranna Porto, Júgóslavinn Tomoslav Ivic, segir í viötali við stórblaöið Het Nieuwsblad í gær að Anderlecht bfi á fornri frægð. Ivic þjálfaði Anderlecht í tvö ár með góðum árangri og hefur fylgst með bðinu lengi. „Það er aðeins einn leikmaður á miðjunni sem stendur undir nafni og er það íslendingurinn Amór Guðjohnsen. Hina vantar alla hraða, hugmyndir og framtakssemi. En þetta abt hefur íslendingurinn. And- erlecht verður að kaupa þijá tb fjóra leikmenn og halda þeim sem bestir eru, annars verður félagjð ekkert annað en nafnið í náinni framtíð," segir Ivic. • Arnór Guðjohnsen er i miklum metum hjá þjálfara Porto. í gær- kvöldi skoraði hann gegn Benfica, sjá nánar á bls. 23. I „Féllum í 1. deild imeð sæmilegri sæmd“ I „Það var mikil barátta í mínum Imönnum en í lokin gætti óþobn- mæði hjá strákunum og Keflvík- I ingar gengu á lagið. Það má 1 kannski segja að við höfum falhð | með sæmilegri sæmd,“ sagði Sig- . urður Hjörleifsson, þjábari Breiöa- I bliks í körfuknattleik, en í Igærkvöldi vann ÍBK mjög nauman sigur gegn Breiðabbki, 57-68, og I þar með féll bö UBK í 1. debd. Breiöabbk hafði ávallt forystu í I fyrri hálfleik og það var ekki fyrr ^n þrjár mínútur voru tb leiksloka að ÍBK náði að komast yfir í leikn- um, skora átta stíg í röð og sigra, 57-68. • Stíg UBK: Kristján 15, Sigurð- ur 12, Guðbrandur 8, Hannes 7, Óskar 4, Ólafur 4, Jón Gautí 3, Kristínn 2. • Stíg ÍBK: Sigurður 24, Falur 18, Jón Kr. 10,.Magnús 7, Brynjar 4, Hreinn 2, Egbl 2 og Gestur 1. Þeir Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúlason og Axel Nikulásson léku ekki með. ___________________________fli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.