Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Lífsstni EiríKssym- Þessar < íslenska ullin á haegri uppleið bundnu síw r„'Sakka "»« l»». ^ZSStSZT"-- íslensku lopapeysurnar í sauðalit- unum hafa af mörgum veriö taldar hallærislegar og eingöngu nothæfar í skítverk. Tískusinnaðir íslendingar létu ekki sjá sig á götum úti í þessum flíkum og ef íslensk lopapeysa var til á heimilinu var hún yfirleitt geymd í kassa niðri í kjallara. Þessi hugsunarháttur er því miður enn við lýði og mikið hefur verið Tískan rætt um hvers vegna íslensku peys- urnar eru ekki vinsælar hérlendis á meðan þær seljast erlendis sem tískuflíkur. En íslendingar, þekktir fyrir þijóskuna, hafa haröneitað að bregða peysu framleiddri innanlands yfir höfuðið nema í algerri neyð. En nú er að verða einhver breyting á þessu og ullarfyrirtæki hérlendis eru farin að framleiða nýjar, tísku- sinnaöar línur. Þessar peysur eru að mestu ætlaðar á erlendan markað því innanlandsmarkaöurinn er enn- þá ekki tilbúinn fyrir þessa vöru. Þessar nýju flikur fást þó á nokkrum stöðum hérlendis. Tískuáhrif í ullarpeysum Viðmælendur DV telja að íslenska ullin sé á hægri uppleið. Miklar breytingár eiga sér nú stað í ullariön- aði innanlands og framleiðendur ullarflíka eru að setja á markaðinn nýjar línur sem eru mjög ólíkar hin- um hefðbundnu lopapeysum. Hinn nýi Álafoss er til að mynda með þrjár nýjar línur sem eru mjög ólíkar þeim ullarpeysum sem við eig- um að venjast. Þetta eru svokallaðar tilraunalínúr og er eingöngu ákveðið magn af stykkjum framleitt í hverri línu. M. Eiríksson og Hilda hf. eru einn- ■•g með nýja hönnun og nýjar litasam- setningar í línum sínum fyrir árið 1988. Ullarframleiðendur em yfirleitt ekki með ákveðnar línur fyrir hveija árstíð eins og hefðbundnari fata- framleiðsla heldur er línan sett fyrir árið. Hressilegri litir 'Þessi nýja hönnun er mjög frá- Álafoss hinn nýi setur fram nýjar tilraunalínur fyrir árið 1988. Litirnir eru fjörlegri en mynstrið er hefðbundið. brugöin gömlu hefðbundnu lopa- peysunum. Hún er líflegri og alþjóð- legri og ætti því að falla í betri jarðveg hjá íslendingum. Litimir eru líklega hvað stærsta breytingin í ár, fjólublátt, bleikt og ferskjulitir, tískulitir sumarsins, verða mikið í kvenfatnaði en grátt, brúnt og ryð- rautt verður ríkjandi fyrir karlmenn. Dragtir fyrir kvenfólkið Kvenlinan hjá ullarfyrirtækjunum leggur áherslu á fjöruga liti. Grunn- liturinn er ýmist svartur, brúnn eða blár með bleikt eða fjólublátt sem áhersluliti. Þessi lína stílar frekar upp á yngri konur og eru margar peysur símynstraðar. Dragtir, pils og peysa, eru mjög vinsælar í ár. Álafoss-Sambandið framleiðir dragtir í dekkri haustlit- um, brúnu, ryðrauðu og gráu. Pilsin eru ýmist síð eða stutt, rétt eins og tískan býður upp á. Tvílitar herrapeysur Herrapeysurnar eru yfirleitt tvilit- ar, grunnlitur ýmist grár, blár eða brúnn en áhersluliturinn allavega. Líflegir litir og ný snið á þessum ís- lensku ullarpeysum standa erlend- um fatnaði ekkert að baki. Þessar peysur eiga lítið sem ekkert sameig- inlegt með gömlu, góðu lopapeysun- um og ættu því að höfða til yngri kynslóðarinnar. Ódýrar ullarpeysur Margir íslendingar standa í þeirri trú að íslenskar ullarpeysur séu dýr- ari en innfluttar peysur í sama gæðaflokki. Þetta er ekki rétt. íslen- skar peysur eru á mjög sambærilegu verði og oft á tíðum ódýrari. í Ram- magerðinni, sem selur mikið magn af lopapeysum, eru þær seldar á milli 2.500-3.200 krónur. Jakkar og síðar ullarkápur fara þó allajafna yfir 5.000 krónur. Að sögn viðmælenda okkar hefur áhugi íslendinga á íslensku ullinni aukist. Hversu mikil þessi aukning er eru ekki allir sammála um. Lopapeysur í sauðalitunum eru enn- þá vinsælastar meðal erlendra ferðamanna en landinn hefur þó sýnt þessum peysum vaxandi áhuga á síð- astliðnum þremur árum eða svo. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.