Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 48
FRÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í sima 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnieyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað ( DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Kjarasamningamir: Samkomulag talið vera í burðarliðnum - starfsaldurshækkanir og hærra námskeiðsálag lausnin? '(»► (ir- Eftir sáttafund meö samninga- nefndum Sunnlendinga og Vest- lendinga í fyrrakvöld og Vestmannaeyingum í gær og nótt hafa vonir manna um, aö sam- komulag í kjaradeilunrii sé í buröarliðnum, aukist verulega. Verkalýðsleiðtogar, sem DV ræddi við í raorgun, fullyrtu að mjög stutt væri í samkomulag og það sam- komulag væri raeð þeim hætti að bæði verkalýðsfélögin og vinnu- veitendur „héldu andlitinu“, eins og einn þeirra komst að orði. Það sem talið er að leysi deiluna er að starfsaldurshækkanir verði meiri en gert var ráð fyrir í samn- ingi Verkamannasambandsins og vinnuveitenda á dögunum. Sömu- leiðis verði námskeiðsálag hjá fólki í fiskvinnslu hækkað verulega frá þvi sem þar var gert ráð fyrir. Enn- fremur mun ákvæðið um brey tileg- an vinnutíma falla út, en það var eitur í beinum þeirra sem felldu samninga á dögunum. Ekki er búist viö að launapró- sentan, sem samið var um á dögunum, 13,45%, hækki að neinu ráði. Þó er ekki útilokað að hún hækki eitthvað örlítiö, bara til aö sýna breytingu. Áfangahækkan- irnar, sem rætt var um, verða að öllum líkindum þær sömu og í samningunum sem féllu. Vinnu- veitendur eru ekki til viðræöu um Bílstjórarnir aðstoða SEJlDIBiUiSTÖÐin að hækka þessa liði sem neinu nemur vegna allra annarra félaga sem eiga eftir aö seraja. Þess vegna er valin sú leið að bjóða kjarabætur i öðru formi, eins og að framan greinir. Samkværat heimildura DV var samkomulagið, sem gert var í Vest- mannaeyjum i nótt um að Snót fresti verkfalli, byggt á þessum hugmyndum. Snótarkonur voru að funda um málið þegar DV fór í prentun í morgun. Ef félagar í Snót fresta verkfalli því sem þeir hafa verið í um 10 daga skeið, eins og talið var líklegt í morgun, er það vegna þess að beinagrind að sam- komulagi er orðin til. Þeir aðilar, sem DV ræddi við í morgun, tóku þó fram að málið væri á svo viðkvæmu stigi að ekki þyrfti mikið að gerast til þess að allthlypiíbaklásafturog með þeim fyrirvara spáðu þeir að samkomu- lag væri á næsta leiti. -S.dór Samninganefnd Vinnuveitendasambandsins við komuna til Vestmannaeyja í gær. Þar virðist hafa verið unnið árangurs- ríkt starf í gær og í nótt. DV-mynd ómar Launamál Guðjóns B. Enn deilt um tugi milljóna „Skýrsla Geirs Geirssonar er löng, reiknisleg uppstilling á því sem þeg- ar hefur komið fram. Hann gerir enga tilraun til þess að leggja mat á deiluefnið sjálft. Þeir aðilar, sem vildu magna þessa deilu upp og báðu um skýrsluna, geta því sjálfsagt not- að hana til þess,“ sagði Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks og stjórnar- maður Iceland Seafood Corporation, um skýrslu endurskoðanda Sam- bandsins um launamál Guðjóns B. Ólafssonar. Skýrsla Geirs breytir því litlu um deiluna innan Sambandsins. í út- reikningum, sem Erlendur lagði fyrir stjórn fyrirtækisins, tók hann saman umsamin laun, bónus og ákveðna hámarksupphæð sem þátt- töku fyrirtækisins í skólagjöldum barna Guðjóns. Hann dró þessa upp- hæð frá þeim greiðslum sem Guðjón hafði fengið frá fyrirtækinu og mis- munurinn hljóðaði upp á tugi millj- óna íslenskra króna. Að sögn Marteins Friðrikssonar reiknaði Er- lendur ekki þátttöku Iceland Seafood í bifreiðakostnaði, húsnæðiskostn- aði, tryggingum og auk þess jólabón- us sem allir starfsmenn fyrirtæksins fengu. Erlendur kvittaði þó fyrir þessu í samningum við Guðjón en engar hámarksupphæðir voru nefndar. „Erlendur reiknar ekki einu sinni inn í greiðslur vegna tjóns þegar hitalagnir í húsi Guðjóns sprungu en hann skrifaði þó upp á það með eigin hendi að fyrirtækið skyldi greiða það,“ sagði Marteinn. Við þennan ágreining bætist deila um hvort Guðjóni eða Iceland Sea- food bæri að standa straum af rúmlega 50 prósent skatti af þessum greiðslum. -gse Innbrotsþjófur með brákaða hnéskel: Hefur kært lögregluna fyrir líkamsmeiðingar Lögreglumenn í Reykjavík hafa verið kærðir fyrir líkamsmeiðingar. Sá sem kærði lögreglumennina var handtekinn á innbrotsstað. Maður- inn veitti lögreglunni mótspyrnu við handtökuna. Til átaka kom með þeim afleiðingum að önnur hnéskel mannsins brákaðist. Eftir handtökuna var maðurinn settur næturlangt í fangageymslur. Um morguninn kvartaði hann undan eymslum í hné. Þá var farið með hann á slysadeild. Við skoðun þar kom í ljós að önnur hnéskel manns- ins var brákuð. Efdr skoðunina kærði maðurinn lögregluna fyrir lík- amsmeiðingar. Máhð er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þegar Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn var spurður um þetta atvik sagði hann þetta vera eitt þeirra mála sem erfitt væri að segja til um. Maðurinn hefði verið handtekinn á innbrotsstað og hefði veitt mót- spyrnu við handtökuna. Hann sagði þó að það hefði komið fram hjá lækn- inum sem skoðaði manninn að sama hnéskel heföi brotnað síðastliðið haust og því virtist sem gömul meiðsl hefðu tekið sig upp á ný. Að öðru leyti vísaði Bjarki á RLR þar sem máhð er jil rannsóknar. Maðurinn, sem kærði lögregluna, er nú í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg þar sem hann situr af sér refsingu. -sme Halldór Halldórsson óðum að jafha sig eftir bakslagið: Losnar af sjúkrahúsinu á morgun „Halldór er óðum að ná sér aftur eftir bakslagið á föstudaginn. Ef aht gengur vel fær hann jafnvel að fara heim af sjúkrahúsinu á morgun en í gær fékk hann að fara út og fór í gönguferð í nágrenni Harefield spít- alans,“ sagði Hahdór Sigurðsson, faðir Halldórs Halldórssonar hjarta- og lungnaþega. „Okkur brá mikið þegar hann veiktist á fóstudaginn því að þetta kom svo snögglega yfir hann. Lækn- arnir eru nú vissir um að þessi sterku lyf sem hann hefúr orðið að taka inn hafi valdið veikindunum. Lyfin höfðu áhrif á heilastarfsemina, hann varð máttfarinn, ruglaður og sá illa. Þegar Halldór var svo tekinn af lyfjunum fór hann fljótlega að ná sér,“ sagði Hahdór Sigurðsson. Að sögn hans má nú gera ráð fyrir því að læknarnir á Harefield vhji hafa eftirht með Hahdóri í þrjá mán- uði til viðbótar og því ekki við því að búast að hann komist heim til ís- lands fyrr en í júní. -ATA LOKI Þar lét löggan kné fylgja kviði! Veðrið á morgun: Austlæg átt ogfrostlaust víðast hvar Á morgun verður austlæg átt um land aht, stinningskaldi eða all- hvasst. Slydda eða rigning um sunnanvert landiö, en él á annesj- um norðanlands. Nyrst á landinu er búist við vægu frosti, annars hiti á bihnu 0 til 4 stig. Skýringar lagðar fram á fúndi lce- land Seafood „Þetta er alveg fráleitt. Ég tel að fyrir liggi fuhnægjandi og eðhlegar skýringar á öllum greiðslum sem hér eru til umræðu. Þær skýringar munu verða lagðar fram á næsta stjórnarfundi Iceland Sefood," sagði Sigurður Markússon, stjómarmaður í Iceland Seafood, aðspurður hvort skýrsla Geirs Geirssonar um launa- mál Guöjóns B. Ólafssonar gæfi thefni th að ætla ágreining Erlends Einarssonar og Guðjóns upp á 20 milljónir króna, eins og segir í Al- þýðublaðinu í dag. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.