Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 13 DV Ástands- myndir Einar Garibaldi Málverk og teikningar ungs ísfirð- ings, IJinars Garibalda, sem nú stundar framhaldsnám í Mílanó, eru ólíkar flestu því sem hér er gert í nafni listarinnar. Verk hans látast ekki vera augna- bliksmyndir af mannlegum ástríð- um, skráðar í hita leiks - sjá nýexpressjónismann - heldur gætu þau hæglega verið skrásetningar á viðvarandi ástandi, einsemd, eftirsjá eða trega. Þessar tilfmningar má lesa út úr fasi þeirra einstæðinga (sem margir bera svipmót listamannsins sjálfs) sem horfast í augu við okkar í verk- unum, en umfram aUt úr litrófi Einars Garibalda, htameðferð og lög- un myndanna. Hann beitir sígUdu Utarafti firring- í Nýiistasafninu arinnar, folbleikum, fjólubláum og dumbrauðum blæbrigðum, en grisjar það og kembir uns það hefur tapað lunganum af skynrænu að- dráttarafli sínu en myndar í staðinn þrúgandi og blæbrigðaríka voö utan um atburði í myndunum. í því sambandi leyfist manni von- andi að vitna til viðlíka "ástands- mynda" frá því fyrir aldamót og frameftir, frá Munch til Boccionis. Breytileg lögun myndanna gegnir síðan tvíþættu hlutverki, að árétta hlutgUdi þeirra, það er að þær til- heyri heimi listarinnar, en séu ekki hrá viðbót við þá veröld sem viö hrærumst í, eins og hvért annað Popp-hstaverk. Lögunin er einnig notuö til aö styðja við það sem gerist á mynd- Einar Garibaldi ásamt einu verka sinna Raftækniorðasafn Út er komin á vegum Menningar- sjóðs orðabókin Þráðlaus fjarskipti. Þessi bók er fyrsta bindi nýs orða- safns, Raftækniorðasafns, sem fjallar um efni er snertir málfar vaxandi fjölda íslendinga nú á dögum. Er hér um að ræða íðorð á mörgum tungu- málum yfir hugtök úr þráðlausri fjarskiptatækni og tengdum fræðum, svo sem á sviði útvarps og síma, senditækja og viðtækja, rafrása, út- breiðslu útarpsbylgna, loftneta, þráðlausra staðarákvarðana og leið- sögu. íðorðin eru tilgreind á íslensku og átta öðrum tungumálum: frönsku, ensku, þýsku, spænsku, ítölsku, hol- lensku, pólsku og sænsku. Skilgrein- ingar þeirra eru birtar hér á frönsku og ensku, svo að orðasafnið hefur á sér svip alfræðibókar að þessu leyti. Orðunum er raðað eftir efni, en staf- rófsskrá.og einfalt alþjóðlegt núm- erakerfi gerir alla leit auðvelda og aðgengilega þegar flnna þarf skil- greiningu orðs. í bókinni eru nærri 1400 uppflettiorð. Þráðlaus fjarskipti er 60. kafli í orðasafni Alþjóða raftækninefndar- innar (International Electrotechnic- al Commission, IEC) en hann var gefinn út í Genf 1970. Orðanefnd RVFÍ og aðrir sérfræðingar hafa unnið hinn íslenska hluta kaflans, safnaö þýðingum, búið til nýyrði, valið út tillögum óg búið hann til prentunar. Orðanefnd RVFÍ skipa einkum áhugamenn um íslenskt mál úr röð- um rafmagnsverkfræðinga, en hin síðari ár hafa aðrir en verkfræðingar komið við sögu, samstarfsmenn um lengri eða skemmri tíma. Verð kr. 2500. Krossgátubók ársins Útgefandi: Ó.P. útgáfan, Hverfisgötu 32, Reykjavik. Vandaðar krossgátur. Höfundar: Haukur Svavars og Sig- tryggur Þórhahsson. Útgefandi þessarar bókar gefur einnig út hið útbreidda rit Heimihskrossgátur. Þetta er fimmta bókin sem séð hefur dagsins ljós. Bókin kemur alltaf út um hver áramót. Verð kr. 399. Af ráðnum hug Regnbogabækur hafa nú sent frá sér sjöttu kiljuna en hún heitir Af ráðnum hug og er eftir breska met- söluhöfundinn Barbara Taylor Bradford. Hún hefur skrifaö fjölda bóka sem notið hafa mikiUa vinsælda og þá ekki hvað síst í krafti þeirra sjónvarpsþátta sem gerðir hafa verið eftir sögum hennar. íslenska ríkis- sjónvarpið sýndi á síðastUðnu ári sjónvarpsþætti eftir sögu Bradford Menning Einar Garibaldi - Tveim dögum sið- ar, 1987 fletinum, þrengja enn frekar að aðþrengdu fólki, ítreka einsemd ein- mana fólks, skapa fjarlægðir milli manna eða gefa Ul kynna áttavUlu einstakUngsins, sjá kringlóttar manna- og sjálfsmyndir sem snúa má á ýmsa vegu. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Minnstu málverk Einars Garibalda eru stúndum svo efnismikil að þau mætti flokka með lágmyndum. Á hinn bóginn getur hann verið svo fíngerður í teikningunni, að verkin virðast næstum brothætt. Einhvers staðar þarna í mUlum er líklega sá vegur serri listamaðurinn á eftir að þræða. Allt um það er hér sleginn nýr og hljómblíður tónn sem vert er að hlusta eftir. Sýning Einars Garibalda í NýUsta- safninu stendur til 27. mars. -ai Nýjar bækur sem nefndir voru Kjarnakona á ís- lensku. Á þessu vori mun sjónvarpið síðan sýna nýja þætti byggða á sögu hennar. Af ráðnum hug er nýjasta bók höfundar og naut gífurlegra vin- sælda erlendis þegar hún kom út sl. sumar og var lengi á vinsældaUstum. Bókin er um 350 blaðsíöur að lengd. 'málniny' ’nmhtinffi UXMAIf AKI WvHAliy*i.»itNo, N.oUAsr/c, s 4 6VJAST/C, \dvJAsr/a Regnbogabækur fást í bóka- og smávöruverslunum um land allt og einnig í áskrift. Verð kr. 490. Þvottheldni og styrkleiki í hámarki í fjórum gljástigum • Kópal Innlmálningln fæst nú í fjórum gljástlgum. • Nú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málnlngln er tllbúln belnt úr dóslnni. • l\lú heyrlr það fortíðlnnl tll að þurfa að blanda málninguna með herði og óðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJÁSTIGUM: Iff mnlniiH) m nuUniiiffj Kynníngarþjónustan/SiA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.