Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Sviðsljós Guðlaugssund í Vestmannaeyjum > Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Á hverju ári minnast nemendur stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum hins frækilega afreks Guðlaugs Friðþjófssonar þegar hann synti sex km leið eftir að bát- ur hans, Hellisey, fórst stutt frá Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Sl. laugardag, 12. mars, minntust nemendurnir þessa. Til- högun sundsins er sú að allir nemendurnir synda í öllum fótum og skipta niður á sig þessari sex km vegalengd. Hver nemandi synti í rúmar 15 mínútur í þetta skipti. Sundið var að þessu sinni, að ósk Guðlaugs Friðþjófssonar, helgað baráttu fyrir auknum slysavörnum á sjó. Myndin er tekin að afloknu sundi nemenda og má sjá Guðlaug lengst til vinstri. Að loknu Guðlaugssundi var efnt til boðsunds á milli nemenda 1. og 2. stigs stýrimannaskólans og var þaö með þeim hætti að hver nem- andi synti fram og til baka í laug- inni sem er 25 metrar að lengd. Hindrun var í lauginni þar sem nemendur þurftu í báðum ferðum að fara upp í gúmbjörgunarbát og út úr honum aftur. Talsvert fjör við það. DV-myndir Omar. Skólaskák í Eyjum Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: Að forgöngu Skákfélags Vest- mannaeyja var haldið skólaskákmót. um síðustu helgi og voru keppendur á aldrinum &-12 ára. Þeir ijölmenntu á staðinn og er greinilegt að mikill áhugi er á skákinni hjá ungum Vestmannaeyingum. Þá skipti ekki aðalmáli hvort menn unnu eða ekki. Hluti keppenda á motinu. DV-myndir Ómar Búið að stilla upp fyrir átökin. Mikill áhugi er á skák í Vopnafirði og i skólunum má sjá krakka af báðum kynjum við taflborðin. DV-mynd Jóhann Árnason Dansað á Vopnafirði Jóhaxm Ámason, DV, Vopnafirði: Krakkar úr 9. bekk grunnskólans þér í Vopnafirði gengust nýlega fyrir „áheitadansi“. Þeir skiptu bekknum í tvo hópa og síðan var skipst á að dansa í tvo tíma í senn. Samtals döns- uðu þau í 36 klukkustundir. Aheitin runnu í ferðasjóð bekkjarins en fyr- irhuguð er ferð til Færeyja í sumar. Áheitadansinn gekk það vel að krakkarnir fengu inn 100 þúsund krónur og hafa nú unnið sér inn fé fyrir ferðinni. Dansað í skólanum. DV-mynd Jóhann Árnason „Þangað til ég gifti mig' Júlía Imsland, DV, Höfii: Þessir ungu menn, sem allir eru Horníirðingar, voru á leið niður á bryggju til að fylgjast með þegar bátarnir kæmu að. Þeir sögðust vel geta hugsað sér að verða sjómenn „en bara þangað til ég gifti mig“, sagði einn þeirra. Það er svo leiðin- legt fyrir konu og börnin þegar maðurinn er alltaf að heiman. Hin- um fannst þetta alveg rétt athugað og með það héldu þessir hressu strákar áfram niður að höfn. Talið frá vinstri: Sigurður Jóhannesson, Jóhannes Ottósson, Einar Stef- án Aðalbjörnsson og Óskar Arason. DV-mynd Ragnar Imsland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.