Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 39 Lífsstm Heimatilbúin veisla er ódýrari Alltaf eru nokkuð margir sem bæði hafa getu og áhuga á að útbúa sína veislu sjálfir. Við höfðum spurnir af einni húsmóður sem gerði slíkt í fyrra og fannst þaö lítið mál - bara að passa sig að vera ekki með of flókna rétti eða rétti sem taka mikinn tíma, sagði hún. Hún hafði heitan mat og taldi það síst meiri fyrirhöfn en kalt borð. Forrétturinn var graflax m/sinneps- sósu og aðalrétturinn hamborgar- hryggur með soðnu grænmeti og brúnuðum kartöflum. Reyndar var veislan haldin í sal úti 1 bæ en ekki í heimahúsi ,en hún sagðist hafa að- stoðað við svipaða veislu í heimahúsi stuttu seinna og allt gengið að ósk- um. Veislan var fyrir 40 manns og að gamni reiknuðum við út hvað slíkt myndi kosta í dag. Tekið skal fram að við erum með verðið í hærri kantinum. Forrétturinn Áætlaður skammtur af graflaxi fyrir einn er 80 g, þannig að fyrir 40 manns er magnið 3,2 kg. í heildsölu í íslenskum matvælum kostar kg í heilu 1475 kr. Sinnepssósan er á um 108 kr. krukkan sem inniheldur 345 g og við áætlum fjórar eða fyrir sam- tals 432 kr. Þessi vinkona okkar keypti smjör- deigsskálar í bakaríi í stað þess að hafa ristað brauð. Heildarkostnaður við forréttinn (án smjördeigsbrauðs) er því um 5.500 kr. Aðalréttur Áætlaður skammtur fyrir einn er um 250 g eða alls 10 kg. í heildsölu í Kjötveri fæst hamborgarhryggurinn á kr. 740 pr/kg eða á 7.400 fyrir 40 manns. Meðlætið er frosið grænmeti, brokkoli og gulrætur, tvö kíló af hvoru og 2-3 kíló af súrsuðu rauðk- áh. Notaðar voru soðnar kartöflur, lofttæmt pakkaðar, sem voru brún- aöar. Heildarkostnaður við meölætiö er um 3000 kr. Vinkona okkar hafði þetta þannig að kvöldið áður sauð hún allt kjötið og sneiddi graflaxinn niður. Á ferm- ingardaginn setti hún graflaxinn á 40 forréttardiska og skreytti með sal- atblöðum, agúrkum og tómötum (áætlað á 1000 kr.). Kjötið steikti hún í sykurhúö á pönnu og hélt heitu í ofninum. Það skal tekið fram að í fyrri veisl- unni hafði hún aðstoð í eldhúsi, þar sem allur matur var skorinn niður á fót ásamt grænmetinu og gengiö um beina. í seinni veislunni var kjötið sneitt niður í eldhúsi og borið á borð og hver sótti fyrir sig. Heildarkostn- aður við matinn í þessari veislu er um 17.000 kr. og er það vel ríflega áætlað. Einnig er hægt að útbúa pottrétti úr lamba-, nauta-, og kjúklingakjöti og bera fram með þessu hrásalat, hrísgrjón og heitt brauð. Um að gera að nota hugmyndaflugið og ef fólk vill spara verður það aö leggja aðeins á sig við vinnuna. -JJ iKAUPSW® ggpiss I v'v/- Skialataska.2^ ísleRsk orðaboi Vandaöaroröa 2.475.- , Passíusálmar Salmabók'. 52 Biblían'. -375 Nátngv"'n9 á _ Siónvarpf. io-*' Feröatabkl 27.835.- Otvarpsvekia Qröabaekur'. ‘ Hárbláfari'. 1 i,- og 2.8 bók25b jakkar:: Hringsk pííupik' Skór: 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.