Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Fréttir Sjómannasamband íslands festir kaup á myndarlegum sumarbústað: 8,4 milljóna sumarhöll fyrir stjórn og formenn - keyptur til að forðast „leiðindi milli formanna og einstakra félagsmanna“ Stjórn Sjómannasambands íslands hefur fest kaup á sumarbústaö í Út- hlíð í Biskupstungum fyrir 8,4 millj- ónir króna - eingöngu ætlaöan stjórn félagsins og formönnum stéttarfélag- anna. Húsið kostar fullfrágengið með heitum potti 7,4 milljónir en áætlað- ur kostnaður við húsgögn er 1 millj- ón króna. Þær skýringar hafa verið gefnar hjá framkvæmdastjóranum aö kaupin séu gerð til aö koma í veg fyrir leiöindi milli formanna og ein- stakra félagsmanna sambandanna. Stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur hyggst leggja fram tillögu á sam- bandsþingi sjómannasambandsins um að húsið verði selt. Opnunar- veisla var haldin um síöustu helgi í bústaðnum. Birgir Björgvinsson, hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, segir kaupin algjörlega úr takti við raun- veruleikann. „Við erum alfarið á móti þessum kaupum. Þetta er úr öllu samhengi við ástandið í þjóðfélaginu - að kaupa bústað fyrir framkvæmdastjórnina eina og formenn félaganna. Flest þessara félaga eiga sjálf sumarbú- staði. Þessir menn geta bara notað þá eins og almennir félagar. Mér finnst nær aö lækka gjöldin hjá stétt- arfélögunum til sambandsins í stað þess að kaupa sumarhöll sem er rugl og úr takti viö raunveruleikann," sagði Birgir. Hómgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, hefur gefið eftirfarandi skýringar á þvi að bústaðurinn var keyptur: Eins og kunnugt væri ættu flest aöildarfélög Sjómannasambandsins orlofshús og ekki væri „vel séð með- al félagsmanna ef formaður félags fengi afnot af sumarbústað félagsins á sama tíma og þeir sjálfir óskuðu efir orlofsdvöl“. Þetta hefði leitt til að formenn fengju ekki tækifæri til að njóta orlofsdvalar í húsum félag- anna. Ástæða þess að stjórnin hefði ákveðið að festa kaup á sumarhúsinu í Úthlíð væri m.a. að gefa formönn- um aðildarfélaganna kost á orlofs- dvöl án þess að slíkt þyrfti aö valda leiðindum milli viðkomandi form- anns og einstakra félagsmanna. Hús- ið væri eingöngu ætlað formönnum aðildarfélaganna, stjórnarmönnum og starfsfólki sambandsins. Sumarhús stjórnar Sjómannasambandsins í Úthlíö i Biskupstungum. DV-mynd Kristján Einarsson Stuttar fréttir Jafnstórar fylkingar Þjóðin er klofin í tvær jafn stór- ar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort rétt sé að sækja um aöild að ESB. Skv. könnun Fé- lagsvísindastofnunar eru 50,2% fylgjandi en 49,8% andvíg. Mbl. skýrði frá þessu. Vígsla á fósturreit Duftreitur, heigaöur fósturlát- um, verður vígður í Fossvogs- kirkjugarði á morgun klukkan 13.30. Framvegis er gert ráð fyrir að jarðsett verði mánaðariega i reitinn. Lögbann samþykkt Hæstiréttur lagði í gær fyrir sýslumannsembættin í Reykja- vík og á Blönduósi aö leggja lög- bann á sölu hiutabréfa i Sýn. Fyrrum meirihluti Stöðvar tvö seldi bréfin Jóhannesi Torfasyni bónda í óþökk núverandi meiri- hiuta. Höfða þarf staðfestingamál innan viku. Ferfram á Vestfjörðum Ólafur Hannibalsson blaða- maður hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. í samtali við MbL segist hann ekki gefa kost á sér í eitthvert ákveöið sæti.. Hertarreglur Stjórn Húsnæðisstofnunar samþykkti í gær um hertar reglur vegna vegna greiðslumats í hús- bréfakerfinu. Sjónvarpið skýrði frá þessu. Nýgámaskip Eimskip hefur gengiö frá kaup- um á Bakkafossi en skipiö hefur veriö í leigu félagsins undanfarin ár. Kaupverð skipsins er 530 mÍHjónir. Þá hefur skipafélagið tekið á þurrleigu annað skip sem verður gefið nafnið Goðafoss. Skattheimtan hefur aukist árlega frá tilkomu staðgreiðslukerfisins: Rikið hagnast mest á yf irvinnunni - dæmi um að einungis fjórðungur aukatekna skili sér í launaumslögin Frá því staðgreiðslukerfi skatta var tekiö upp árið 1988 hefur almenna skatthlutfallið hækkað um 6,6 pró- sentustig, eða úr 35,2 prósentum í 41,8 prósent. Útsvarið hefur hækkað úr 6,7 prósentum í 8,69 prósent og tekjuskattur hefur hækkað úr 28,5 prósentum í 33,15 prósent. Að teknu tilliti til hátekjuskatts er hæsta skatt- þrepið komið upp í 46,84 prósent. Skatthlutfallið er enn hærra sé tek- ið mið af jaðarskatti; þeim skatti sem leggst á síðustu krónumar sem fólk vinnur sér inn. Samkvæmt upplýs- ingum frá efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins fer jaðarskattur- inn í 55 prósent hjá hjónum með eitt barn og 250 þúsund króna mánaöar- laun. Samkvæmt gögnum frá OECÍ) er ísland í 5. sæti þegar horft er á jaðarskatt á meðaltekjur, á eftir Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og Belgíu. Atygli vekur í þessu sambandi að í Svíþjóö er jaöarskatturinn lægri. í nýlegri grein í Vísbendingu eftir Guðna Níels Aðaisteinsson, hag- fræðing VSÍ, er gerð grein fyrir því að jaðarskattur venjulegrar fjöl- skyldu getur numið allt að 76 pró- sentum. Það þýðir að ef hjón auka tekjur sínar um þúsund krónur þá 45%" Skattahlutfall - í staðgreiðslu 1988-1994 — aukast ráðstöfunartekjur þeirra ein- upphæðar þegar tekið hefur verið ungis um tæpan íjórðung þeirrar tillit til skatta, gjalda og lækkunar Hátekjuskatturinn: Leggst þyngst á unga skuldara Hátekjuskatturinn leggst á tekjur aUs 11.340 einstaklinga, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyt- inu. Reiknað er með að einhleyping- ar greiði samtals 145 miUjónir í há- tekjuskatt, einstæðir foreldrar 12 miUjónir og hjón 278 miUjónir. Alls þýðir þetta 435 miUjónir í tekjur fyr- ir ríkissjóð. Um er aö ræða 5 prósent viðbótarskatt sem leggst á tekjur yfir 200 þúsund hjá einstaklingi og 400 þúsund krónur hjá hjónum. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis- skattstjóra leggst skatturinn hlut- fallslega þyngra á skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Tæplega helmingur þeirra hjóna sem borga skattinn býr í Reykjavík þrátt fyrir aö þar búi einungis þriðjungur framteljenda. Fjórðungur þeirra sem borga skatt- inn er undir 30 ára aldri, 60 prósent eru yngri en 40 ára en innan við fimmtungur er eldri en 50 ára. Um það bU tveir þriðju hlutar þeirra ein- hleypinga og um það bU þriðjungur þeirra hjóna sem borga hátekjuskatt borga engan eignaskatt. Athygli vekur að því meiri vaxta- gjöld sem framteljendur greiða þeim mun líklegra er að þeir lendi í há- tekjuskattinum. Um fjóröungur þeirra sem greiöa 500 til 600 þúsund krónur í vaxtagjöld greiða hátekju- skatt. ýmiss konar bóta, svo sem launa- og vaxtabóta, barnabóta og barnabóta- auka. Fram kemur hjá Guðna að auk skattahækkana hafi ýmislegt fleira breyst í skattalegu umhverfi fólks. Hátekjuskattur hafi verið tekinn upp og reglum um vaxta- og barnabætur verið breytt. „Þannig hafa íslending- ar mátt treysta því að eins og nótt fylgir degi þá breytist skattalegt umhverfi ár frá ári,“ segir Guðni. Að mati Guðna hafa aUar þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattakerfinu miðað að aukinni tekjutengingu. EðUlegt sé aö bætur og styrkir gangi ekki til þeirra sem ekki þurfi á þeim að halda. Afleiðing- in hafi hins vegar orðið sú að upp hafi byggst margfalt tekjuskattskerfi sem geri einstakUngunum erfitt fyrir að gera sér grein fyrir raunveruleg- um skattgreiðslum. Að sögn Guðna er full ástæða til að snúa af þessari braut og gera skattakerfiö jafnara sem aftur gefur tækifæri til að lækka skatthlutfaUið. Núverandi kerfi tekjutengingar dragi úr hvata tU vinnu þar sem sjá- anlegur ávinningur af auknum tekj- um er rýr. Nýrríkisbókari fljótlega Starf rfldsbókara verður aug- lýst laust tíl umsóknar fljótlega eftir aö starfsmenn fjármála- ráöuneytisins hafa endurskoðað lög um bókhaid og fjárlög ríkis- ins. Kári Sigfússon, staðgengiU ríkisbókara, gegnir nú starfinu. Torben Friðriksson, fyrrver- andi ríkisbókari, sinnir nú skrán- ingu á eignum ríkisins í ráöu- neytinu. Hann óskaði eftir lausn frá störfum frá 1. ágúst sl. eftir tfu ára starf sem ríkisbókari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.