Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Virðisaukaskattssvikin Ungur maður úr viðskiptalífinu hefiir verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald vegna gruns um 40 milljóna króna svik á virðisaukaskatti. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem einstaklingur er hnepptur í varðhald vegna slíkra skatt- svika. Þessi hörðu viðbrögð rannsóknarlögreglunnar og skattrannsóknarstjóra eru tímabær. Skattsvik fara vax- andi og á það bæði við um virðisaukaskattinn og tekju- skattinn. Skattrannsóknarstjóri giskar á að virðisauka- skattur allt að tveim milljörðum króna komist ekki til skila og enginn veit hversu miklu er stohð undan í tekju- skatti. Á þessu sviði eru framin stórfehdustu auðgunar- brotin og öll innbrot og þjófnaðir eru smámunir í saman- burði við skattsvikin. Á sínum tíma var horfið frá söluskatti yfir í virðisauk- ann, meðal annars á þeirri forsendu að auðveldara væri að rekja skattinn og innheimta hann. Annað hefur kom- ið á daginn. Einyrkjar í hvers kyns þjónustu eiga auð- velt með að inna hana af hendi án nótu og án lögboðins virðisaukaskatts. Viðskiptavinimir sjá sér hag í þeim viðskiptum einfaldlega vegna þess að þjónustan verður þeim ódýrari. Ekkert hvetur eða neyðir fólk til að greiða virðisaukann og hvers vegna þá ekki að hafa viðskiptin nótulaus ef þau spara peninga? í ofanálag fylgir náttúrlega að tekjur eru ekki gefnar upp og þannig eru umtalsverðar upphæðir ekki taldar fram til tekna og viðkomandi sleppur við greiðslu tekju- skatts. Skattrannsóknarstjóri hefur þar að auki upplýst að virðisaukaskattssvik milh tveggja eða fleiri fyrirtækja séu vaxandi og gæsluvarðhaldið á manni, sem stundað hefur framleiðslu og útflutning, er staðfesting á því að virðisaukaskattur sé svikinn undan hjá fleirl en ein- yrkjum í smáiðnaöi og þjónustustörfum. Sviksemi af þessu tagi, sem grassérar í þjóðfélaginu, er því alvarlegri að hún bitnar ekki aðeins á ríkissjóði heldur einnig öðrum þeim þjóðfélagsþegnum sem enn eru að reyna að telja heiðarlega fram. Hún bitnar harð- ast á launafólki sem greiðir sífeht hærri skatta sem hækka vegna þess að ríkiskassann vantar peninga til að standa undir samhjálpinni og samneyslunni. Tekjuskatt- urinn fer síhækkandi af þessum sökum og þegar fólk með meðaltekjur bætir við sig vinnu og launum er meira en helmingur af hverri viðbótarkrónu tekinn í skatt. Á sama tíma baðar annað fólk sig í vellystingum sem með- al annars stafa af undanskotum undan skatti. Það fer heldur ekki á milli mála að virðisaukaskattur- inn er of hár. Hann er það hár að það munar verulega um hann. Freistingin verður meiri. Undanskotin fleiri. Þegar þau fara að skiptá mihjörðum króna hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá ríkisvaldi og fjármálavaldi að ná þeim peningum sem beinlínis er verið að stela eða vanrækja að innheimta. Hér er ekki aðeins um fjármála- legt misferh að ræða heldur og siðferðislegt réttlæti í ljósi þeirrar skattheimtu sem bitnar af auknum þunga á þeim sem standa í skilum. Skattgreiðendur verða að vera jafnir fyrir lögunum og gjaldheimtunni. Það þjóðfélagslega óréttlæti, sem þrífst í skjóh skattsvikanna, er graftarkýh sem verður að stinga á. Skattgreiðendur geta ekki sætt sig við hærri skattheimtu meðan þessi stórfehdu skattsvik blasa við allra augum. Það er ekki nóg að stinga einum manni í fangelsi. Hér verður ahsherjarhreinsun að eiga sér stað. Hér er verk að vinna. Ehert B. Schram Benny Hinn og þjóðkirkjan Eg brá mér í Kaplakrikann til þess að hlusta á predikarann. Prestur sem ég kannast viö sagði mér að Benny Hinn væri mesti predikari heimsins í dag. Ég taldi það ómaks- ins virði að hlusta á slíkan mann. Upphaf samkomunnar kom mér dálítið í opna skjöldu. Sálmalögin sem sungin voru líktust lögunum sem ég dansaði jitterbug eftir í gamla daga. Framkoma Bennys á sviöinu líktist mest framkomu þekktra sjónvarpsmanna, skemmtikrafta í Bandaríkjunum. Fram á síðustu ár hef ég lítið leitt hugann að trúmálum, of sjaldan farið í kirkju og trúað svona slæð- ingi við jarðarfarir. Á síðari árum hefi ég meira og meira hugsaö um þessi mál og nálgast kristna trú eft- ir því sem ég hef meira leitt hugann að lífsgátunni. Ég hugsaði með mér að vafalaust yrði þessi samkoma Bennys Hinns umdeild svo best væri að sjá með eigin augum. Sam- koman hefur og vakið verðskuldaða athygli og sýnist sitt hveijum. Sjálf- ur sá ég þama ýmislegt sem ég get ekki skýrt með lögmálum eðlisfræð- innar, lögmálum efnisheimsins, að minnsta kosti ekki þeim lögmálum sem við þekkjum. Ræðusnilldin Þegar leið á samkomuna varð mér ljóst hvað gerir Benny þennan að ræðusniliingi. Á einfaldan hátt kristallaði hann aðalatriðin í þeim boðskap Biblíunnar sem hann fjall- aði um. Og hann beitir mjög endur- tekningastíl, þannig hamrar hann inn í viðstadda það sem máli skipt- ir. Eitt sinn var kveðiö: „Biblían er sem bögglað roð fyrir bijósti mínu, lærði ég hana alla í einu, þó ekki kæmi að gagni neinu.“ Þannig hefur sjálfsagt mörgum farið. En Benny skýrði setningar sem allir þekkja en fæstir hafa hugsað til hlítar. „Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lifið.“ Flestir kannast við þessa ‘ tilvitnun. Megináhersla Bennys í þessari predikun var: „Jesús hefur ekki, Jesús er.“ Ef þú finnur ekki leiðina, ratar ekki, vili- ist, segir hann ekki: ég hef landa- kort handa þér. Hann segir: ég er vegurinn. Ef þú ert í myrkrinu seg- ir hann ekki: ég hef ljósker handa þér. Hann segir: ég er ljósið. Þessar útlistanir voru mjög áhrifaríkar og margar í þessum dúr. Þannig mætti lengi telja. „í upphafi var orðið.“ Hann skýrði út að hebreska orðið þýddi í raun ekki „í upphafi" held- ur hinn eilífi gærdagur, og gríska orðið hefði líka merkingu. Kraftaverkin Margir biöu eftir kraftaverkun- um. Eftir mikinn sálmasöng og eld- heitar bænir, sem mér virtist fólk taka þátt í af mikilli inniifun, hófst lækningaþátturinn. Ég sat á tiltölu- lega góðum stað í troðfullu húsinu og reyndi að fylgjast með. Og viti Kjalíarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur menn. Gangarnir fylltust af fólki sem taldi sig hafa fengið lækningu eða kraft. Fólkið streymdi upp á sviöið. Börn lýstu því yfir að þau hefðu læknast af asma og öðrum sjúkdómum. Ein kona gekk við hækju öðrum megin. Hún gat lagt frá sér hækjuna og sagði á sviðinu „Ég hef veriö lömuð í 15 ár“, og gekk óstudd niður. Ungur maöur kom upp á sviðið með tvær hækjur og gekk óstuddur niöur hækjulaus. Þónokkur athyglisverð dæmi komu fram, þó engan veginn allir fengju lækningu. Ég verð að játa að þetta hafði allnokkur áhrif á mig. Vinur minn sagði'við mig dag- inn eftir aö hann hefði heyrt að áhrif svona lækningar væru horfin eftir tvo daga. En hver læknar lam- aða í tvo daga? Þarf ekki eitthvað til? Annað athyglisvert var aö menn féllu er Benny blessaði þá. Dá- leiðsla, segja sumir. Ekki veit ég það, en hitt veit ég að þessi maður getur ýmislegt sem fáir geta. Þjóðkirkjan Mér fannst biskupinn okkar í nokkrum vanda þegar fjölmiðlar sjmrðu hann um þessa samkomu. Eg varð dálítið hugsi þegar ég sá viðtal við hann þar sem hann sagði að þeir tímar væru Uðnir að guðs- lög réðu ef landslög og guðslög greindi á. Einhvem veginn fannst mér allir geta sagt þetta nema bisk- upinn. En þjóðkirkjan á í vanda. Mörgum finnst ríkiskirkjan litið láta til sín taka upplausnarvanda- mál nútímaþjóðfélagsins. „Látið Kína sofa,“ sagði Napóleon. „Þegar Kína vaknar skelfur heimurinn." Skyldi kirkjan verða stórveldi ef hún hætti að sofa við brjóst ríkis- íns? Guðmundur G. Þórarinsson „Ég varð dálítið hugsi þegar ég sá viðtal við hann þar sem hann sagði að þeir tímar væru liðnir að guðslög réðu ef landslög og guðslög greindi á. Einhvern veginn fannst mér allir geta sagt þetta nema biskupinn." „Margir biðu eftir kraftaverkunum. Eftir mikinn sálmasöng og eldheitar bænir, sem mér virtist fólk taka þátt í af mikilli innlifun, hófst lækningaþátt- urinn. Skodanir aimarra Á móti stjórnvöldum „Jóhanna Sigurðardóttir nýtur velvildar þeirra sem hafa á móti kefinu og stjómvöldum, og þaö er gildur hópur. Auk þess nýtur hún þess aö hafa sagt af sér ráðherradómi, sem er nýlunda í stjómmálum hérlendis. Þessar andstæöur skerpast enn í þeirri umræðu sem nú er um eftirmann hennar og stjórnar- athafnir Alþýðuflokksins.“ Úr forystugrein Tímans 15. sept. Upplýsingar f yrir ferðamenn „Samhliða þessu mætti líka upplýsa ferðamenn um það hversu viðkvæm náttúra íslands er og hvetja þá til að umgangast hana með virðingu. Þetta verður æ brýnna eftir því sem ferðmönnunum fjölgar. Marg- ir af helstu ferðamannastöðum landsins em famir að láta á sjá vegna átroðnings ferðamanna. Má nefna Dimmuborgir, Landmannalaugar og Gullfoss í því sambandi." Úr forystugrein Mbl. 15. sept. Storkunarorð Ólafs Ragnars „Þaö er því ljóst, að framundan er harður for- mannsslagur í Alþýðubandalaginu. Átök milli ann- ars vegar arms Olafs Ragnars og hins vegar arms þríeykisins Steingríms Jóhanns, Svavars og Hjör- leifs Guttormssonar hljóta að verða hörð. Sambúð núverandi formanns og varaformanns hlýtur jafn- framt að taka mið af þeim storkunarorðum, sem Ólafur Ragnar hefur látið falla um framboð Stein- grims.“ Úr forystugrein Alþýðublaðsins 15. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.