Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 25. nnska liðinu HJK Helsinki í Evrópukeppni ð skora fyrra mark Besiktas í leiknum. Simamynd Reuter ^ærkvöldl: aliðið idoria nn gegn Inter Milan inu. í tvígang varði hann vel frá Steve Staunton og síðar frá Dean Saunders. Dennis Bergkamp skoraði eina mark leiksins sem kann að reynast lítið vega- nesti í síðari leikinn á Villa Park eftir hálfan mánuð. Inter fékk einnig sín færi en Nigel Spink, sem orðinn er 36 ára gamall, sýndi að hann hefur engu gleymt í markvörslunni. „Pagliuca hafði meira að gera í mark- inu en Nigel Spink. Við eigum góðan möguleika að vinna þennan mun upp en við verðum að leika betur en við gerð- um hér á San Síró,“ sagði Ron Atkinson, framkvæmdstjóri Aston Villa, eftir leik- inn við fréttamenn. Síðari leikurinn formsatriði fyrir Arsenal Lögreglan hafði í nógu að snúast meðan á leik Omonia og Arsenal stóð yfir. Nokkrar enskar fótboltabullur voru handteknar. Síðari leikurinn er forms- atriði fyrir Arsenal sem lék án Tony Adams, Kevin Campbell og Ian Selley. stu umferð þýsku liðanna fyrir timabilið. Flest liðin í úrvalsdeildinni eiga við mikla fjárhagsöröugleika að etja. Handknattleikurínn á sífellt erfiðara uppdráttar í Þýskalandi, samkeppnin við aðrar íþróttagreinar um styrkta- raðila fer harðnandi og sumir telja gott ef öll 16 liðin í deildinni lifi veturinn af. Þýsku deildakeppninni lýkur óvenju snemma að þessu sinni, 9. apríl, vegna heimsmeistarakeppninnar á íslandi sem hefst 7. maí. leikiðáný íBosníu Ðeildakeppni i knattspymu er hafin í hinni stríðshrjáðu Bosníu en liðin þaðan hættu að spila í júgóslavnesku deildakeppninni í byrjun apríl 1992 þegar stríðið braust út í landinu. Leikirnir ganga þó ekki snurðulaust fyrir sig og um síðustu helgi var leik Zeljesnicar Sarajevo og Zmaj Tuzla hætt eftir 35 mínútur. Léikmenn og áhorfendur heyrðu drmrnr í lofti, héldu að loftárás væri yfirvofandi og forð- uðu sér í skjól. Síðan kom í ljós ■ aö herílugvél frá Nato haföi rofiö hljóðmúrinn í nágrenninu, en fmna þurfti nýjan dag fyrir leik- inn. Ewópukeppni kvenna Tólf þjóðir hefja um helgina úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í kvennaflokki í hand- knattleik í Þýskalandi. Þar leika Noregur, Danmörk, Austurríki, Svíþjóð, Úkraína og Króatía í A-riöii en í B-riðli eru Þýskaland, Rúmenía, Ungverja- land, Rússland, Tékklana og Sló- vakía. Kvennalandsliðið ntætir úrvalsliði Kvennalandsliðiö í knatt- spymu, sem leikur við Holland og Grikkland í Evrópukeppninni síðar í þessum mánuði, mætir úrvalsliði á Kópavogsvellinum á sunnudaginn klukkan 16. Það er Arna Steinsen, þjáifari KR, sem stjórnar úrvalsliðinu. Leikurinn er á vegum Mizuno- umboðsins sem er aðalstyrktar- aðili 1. deildar kvenna. Frjálsiþrótta- námskeiðhjáFH Frjálsíþróttadeild stendur fyrir tveggja vikna námskeiöi fvrir böm og unglinga og er þátttöku- gjaldíð 800 krónur. Tekiö er við skráningum í síma 51015 til 17. september. Nilssonráðinn landsiiðsþjálfari Borðtennissamband íslands héfur gengið frá ráöningu lands- liðsþjálfara. Fyrir valinu varð Peter Nilsson og hefur hann í umsjón sinni A-landsliðin og ungUngalandsliðin. Fyrstapunktamót íborðtennis Fyrsta punktamót keppnis- tímabilsins í borðtennis verður haldið í TBR-húsinu á sunnudag- inn kemur. Keppt veröur í sjö flokkum og hefst keppnin í byrj- endaflokki kl. 10. Siðan tekur við hver flokkurinn af öðrum en í meistaraflokki hefst keppnin kl. 15. Fræóslunefnd ÍSÍ meðtvönámskeið Fræðslunefhd ÍSÍ gengst fyrir tveimur þjálfaranámskeiðum á þessu hausti. Fyrra námskeiðið, 1. grunnstig, verður 7.-9. október fyrir bama- og unglingaþjálfara. Það síöara, A stig Isí, verður 4.-6. nóvember fyrir þjálfara fullorð- inna. Námskeiöin veröa bæöi haldin í íþróttamiðstöð jSI í Laugardal. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ. _________________________fþróttír Niðurstaða í kærumálinu 1 torfæru fengin: Einar meistari - kæra Gísla G. Jónssonar ekki tekin til greina Niðurstaða úr kærumáh Gísla G. Jónssonar vegna torfærukeppni í Grindavík 27. ágúst er fengin. Kæra Gísla var ekki tekin til greina og því er Einar Gunnlaugsson á Norðdekk- drekanum íslandsmeistari. Keppni þessi var hrein úrslita- keppni og þrátt fyrir sigur Gísla tryggði Einar sér íslandsmeistaratit- ihnn með því að lenda í 3 sæti. Sig- urður Axelsson var í fjórða sæti að- eins tíu stigum á eftir Einari. Gísh kærði úrslit og sagði Einar ekki hafa fengið refsingu fyrir að fella dekk sem hann tók og var með upptöku af þeirri braut sem við átti. Ef Einar hefði fengið mínus fyrir þetta dekk hefði hann færst í fjórða sæti og Gísh staðið uppi sem íslandsmeistari. Leitað álita hjá sérfræðingum Afgreiðsla kæru þessarar þykir hafa tekið langan tíma en ástæða þess er að leitað var til sérfræðinga FIA (al- þjóða bílasambandið) í reglum, en þeir voru uppteknir vegna annarra kærumála. Mörgum sem fylgjast með mótor- sporti þykir kannski skrítið að ekki skuh hafa verið tekið mark á mynd- um sem sýndu að Einar felldi um- rætt dekk en í reglum segir að ekki skuh undir nokkrum kringumstæð- um taka myndefni frá öðrum en keppnishaldara sjálfum gilt sem sönnunargagn í málum sem þessum. Norðurlandamót Um síðustu helgi var haldin torfæru- keppni í Jósepsdal sem var kölluð Norðurlandamót í torfæru þrátt fyrir að aðeins einn Svíi mætti. Að vísu var mál manna að hann keppti undir hentifána þar sem hann er Islending- ur búsetttur í Svíþjóð. Keppnin var opin öhum keppendum og mættu flestir af þeim sem slegist hafa í sum- ar. Á fundi fyrir keppnina var ákveðið að enginn einn yrði titlaður sem Norðurlandameistari heldur væri landshð íslands Norðurlandameist- ari í torfæru. Tvær keppnir voru haldnar úti í vor og sigraði Einar í báðum keppnunum í flokki útbúinna og Þorsteinn Einarsson í báðum 1 götubflaflokki en þrátt fyrir þann árangur fá þeir engan titil sem ein- staklingar. Þórir sigraðl i flokki útbúinna Af keppninni er það að segja að hún var nánast tilþrifalaus og htið fyrir áhorfendur. Þórir Sahiöth sigraði í flokki útbúinna 20 stigum á undan Gunnar Egilssyni, Benidikt Eiríks- son varð þriðji en hvorki Gunnar né Benidikt voru í landsliðinu. í götu- bílaflokki sigraði Ragnar Skúlason, en hann segist ákveðinn í að hætta eftir þetta timabil, Kjartan Guðvarð- arson varð annar og Sigurður Jóns- son þriðji. Þórir Schiöth á fleygiferð i flokki sérútbúinna bíla. Þýska úrvalsdeildin 1 knattspymu: 91 erlendir leikmenn á mála hjá liðunum - Þórður Guðjónsson hjá Bochum fulltrúi íslands Það er samtals 91 erlendur leikmað- ur á mála hjá liðunum 18 sem skipa þýsku úrvalsdeildina i knattspymu. Þetta er htríkur hópur, ahs eiga 34 þjóðir fuhtrúa í deildinni, þar á meðal Island, en Þórður Guðjónsson leikur með Bochum. Danir og Rússar eru fjölmennastir Eins og sést hér að ofan eru Ðanir og Rússar fjölmennastir í deildinni og síðan koma Júgóslavar, þ.e. Serb- ar og Svartfellingar. Allar heimsálfurnar, nema Asía, eiga nú leikmenn í úrvalsdeildinni. Frá Evrópulöndum koma 64, níu koma frá Suður-Ameríku, átta frá Afríku, sjö frá Norður- og Mið- Ameríku og þrír frá Eyjaálfu. Útlendingar í 44 aörir frá 28 löndum þ.á m. Þóröur Guðjónsson frá íslandi Gústaf Adolf Björnsson, landsliðs- þjálfari í knatt- spyrnu, spáir í leiki 17. og næstsíðustu umferðar Trópídeildarinnar í knattspyrnu. Þeir fara ahir fram klukkan 14 á morgun, laugardag. FH-Stjarnan 3-1 Stjarnan er búin að fá marga möguleika til aö bæta stöðu sína en hefur ekki nýtt þá. FH tryggir sér Evrópusætið með sigri. Keflavík-Akranes 1-1 Skagamenn losa sig við pressuna og ná í stigið sem þeir þurfa til að titilhnn sé í höfn. ÍBK reynir aö ná Evrópusæti en mótherjarn- ir eru of sterkir. KR-Þór 2-0 KR er á góðri sighngu og ætlar að klára mótið með glans. Þórsar- ar verða áfram í fallbaráttu í lokaumferðinni. UBK-Valur 1-1 Bhkar eru í fallbaráttu og þar er hvert stig dýrmætt. Valsmenn munu sakna Guðna Bergssonar ilhlega úr vöminni en hann hefur bundið hana saman. ÍBV-Fram 3-2 Tvö lið sem leika nánast pressu- laust þó þau séu ekki algerlega úr fallhættu. Opinn og skemmti- legur leikur og heimavöllurinn ræður úrshtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.