Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Fréttir Byggðastofhun endurreisti aðalíyrirtækið á Bíldudal: Fyrirtækið aftur í þrot eftir sjo manuði - óvissa um atvmnuhorfur og fólksflótti frá staðnum „Við erum búnir að taka bátinn aftur. Það er þó markmið okkar að halda þeim veiðiheimildum sem á honum eru heima í héraöi,“ segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, en stofnunin hefur leyst bátinn Stapa BA, sem hún seldi Sæfrosti hf. á Bíldudal, til sín aftur. í vor var Sæfrost hf. á Bíldudal innsiglað vegna vanskila á staðgreiðsluskatti. í framhaldi af því missti fyrirtækið bát sinn, Stapa BA. Það sem vekur athygli í þessu máli er aö Sæfrost, sem var stofnað á rústum Fiskvinnslunnar á Bíldudal, átti ekki langa lífdaga í rekstri. Fyrirtækið starfaði aðeins sjö mánuði áður en það fór í þrot. Sömu einstaklingar eru í lykilstöð- um í hinu nýja fyrirtæki og voru í því gamla. Einstaklingar lögðu fram um 15 milljónir í hlutafé. Þeir sem þar eru stærstir eru jafnframt þeir sem stjórnuðu hinu fallna fyr- irtæki. Byggðastofnun lagði fram það fé sem lagt var í hlutafjárkaup. Þá seldi Byggðastofnun fyrirtæk- inu bátinn Stapa BA sem kostaði rúmar 100 milljónir. Hann byrjaði róðra um áramót en var innsiglað- ur í maí eða 5 mánuðum síðar. Það sem kannski er einkennileg- ast við málið er það að fyrirtækið hélt ekki dampi nema sjö mánuði. Nú virðist hlutaféð vera glatað og lítið fram undan í rekstrinum. Bráðabirgðalausn „Við erum með á bilinu 15 til 18 manns í vinnu við Rússafisk. Við leigjum þetta af Sæfrosti hf. í þrjá mánuði eða þar til um miöjan nóv- ember. Sveitarfélagið fékk styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði til atvinnuátaks á Bíidudal. Þetta er gert til að brúa bil meðan eigendur fyrirtækisins og aðrir eru að finna lausn á atvinnumálum Bílddæl- inga,“ segir Sigm-ður Viggósson, framkvæmdastjóri Ödda hf. á Pat- reksfirði. Sigurður vitnar þama til þess að Oddi hf. er með frystihús Sæfrosts hf. á Bíldudal í leigu. Hann segir að þegar fyrirtækið hafi komið að þessum málum hafi verið um 50 manns á atvinnuleysisskrá en nú sé aftur á móti enginn á skrá. Samkvæmt heimiidum DV hefur verið fólksflótti frá Bíldudal í kjöl- far þess að Sæfrost var innsiglað og hætti starfsemi. Margar íjöl- skyldur hafa tekið sig upp og farið. Nú. virðist ríkja fuUkomin óvissa um það hvað tekur við á staðnum þegar leigutími Odda hf. rennur út. Sæfrost mun vera meðal um- sækjenda um Vestfjarðaaðstoð eftir því sem næst verður komist. Sú umsókn er þó ekki talin líkleg til aö skila árangri þar sem ekki er um það að ræða að fyrirtækið sam- einist öðru fyrirtæki. Foldahverfi: Oánægjameð gamatt hús I nýju hverfi „Mikil óánægja er með þetta hús en við getum lítið gert. Við ákváðum aö kaupa nýtt hús í nýju hverfi og þess vegna vorum við ákaflega undr- andi þegar við sáum einn morguninn að gamalt hús var komið inn í hverf- ið okkar. Húsið stingur mjög í stúf héma og hver veit nema við fáum fjárhús eða hlöðu á lóðina við hlið- ina. Mér finnst að gömul hús eigi aö vera í gömlum hverfum," segir Margrét Aronsdóttir, íbúi við Vestur- fold í Grafarvogi. íbúar við Vesturfold 1 Grafarvogi em óánægöir með að Borgarskipulag skuli hafa íbúum gamals húss í Sel- áshverfi leyfi til að flytja húsiö á nýja lóð við Vesturfold en þar standa einungis nýbyggingar. Kristinn El- íasson, eigandi hússins, segir að tek- ið hafi sex mánuði að fá lóð hjá borg- aryfirvöldum. Húsið hafi verið flutt að Vesturfold að tillögu Borgarskipu- lags. Starfsáætlun Alþingis: Alþingi mun starfa í þrjá og hálfan mánuð Drög að starfsáætlun Aiþingis hafa verið lögð fram og þau rædd innan ríkisstjómarinnar. Síðan verður þau rædd og endanlega ákveðin af þingflokkum. Samkvæmt þeim drögum sem fyrir liggja kemur Alþingi saman 1. október næstkomandi eins og lögboðiö er. Þá er gert ráð fyrir að jólaleyfi þingmanna hefjist laugar- daginn 17. desember. Þess em hins vegar nánast engin dæmi að jóla- leyfi þingmanna hefiist þann dag sem ætlað er, þing stendur í lang- flestum tilfellum lengur í desember en ráð er fyrir gert. Alþingi kemur svo saman eftir jólaleyfi mánudaginn 23. janúar og mun þá starfa í einn mánuð því þinglok em fyrirhuguð fóstudaginn 24. febrúar. Þinglokin em miðuð við kosningaundirbúning flokkanna fyrir alþingiskosningamar sem fram fara laugardaginn 8. apríl. ibúar við Vesturfold í Grafarvogi eru óánægðir með að gamalt timburhús skuli hafa verið flutt úr Seláshverfi i Vesturfold nýlega. íbúunum þykir húsið stinga í stúf við nýbyggingarnar. Húsið var flutt með leyfi Borgarskipulags og því ekkert við þvi að gera. DV-mynd BG Breytingar á stjómkerfi og embættum Reykjavíkurborgar: Faglegan undirbúning vantar -segirGunnar JóhannBirgisson borgarfulltrúi „Ef menn ætla að fara í stjóm- skipulegar breytingar á borgarkerf- inu þarf að gera það með faglegum hætti. Engin slík vinna hefur átt sér staö ennþá og engin umræða hefur farið fram innan skipulagsnefndar um þessar hugmyndir. Mikilvægt er að hafa stjómsýsluna rétt upp byggða miðað við þær stjómsýslu- reglur sem gilda í þessu þjóðfélagi. Þá er hugmyndin um borgararkitekt ekki ný af nálinni," segir Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi, sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, segir að ýmsar hugmyndir séu uppi um að auka samvinnu milh Borgarskipulags og embættis borgarverkfræðings og koma á fót embætti borgararkitekts. Samkvæmt heimildum DV er fyrir- hugaöur fundur um hugmyndir í þessa vera með skipulagsnefnd og starfsmönnum Borgarskipulags í lok mánaðarins. Fimm bama faðirmn sem var látinn hætta kennslu á Sauðárkróki: Meint kynferðisbrot rannsakað í Noregi - niðurstöðu að vænta innan tveggja vikna Mál grunnskólaleiðbeinandans á Sauðárkróki, sem sendur var í veik- indafrí eftir að upplýsingar bárust um að hann sætti rannsókn vegna kynferðisafbrota, er enn í rannsókn hjá lögreglunni í Noregi. Umræddur maður er fimm bama faðir. Nýlega sviptu norskir dómstól- ar manninn forrceði yfir börnunum. Það mál er nú til meðferðar hjá dóm- stólum og samkvæmt upplýsingum DV má vænta niðurstöðu í því máli innan tveggja vikna. Ástæða þess að það mál er komið upp er vegna grun- semda um að hann hafi beitt böm sín líkamlegu ofbeldi og elsta son sinn, 9 ára, kynferðislegu ofbeldi. Lögregluyfirvöld í Noregi rann- saka nú hvað hæft er í þessum grun- semdum en rannsókn málsins hófst í kjölfar þess að Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar sendi bréf til Noregs um að maðurinn hefði sætt eftirliti hér heima vegna sömu grunsemda. Eins og greint hefur verið frá í DV sætti maðurinn gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn málsins stóð og eftir því sem næst verður komist má vænta að rannsókn þess ljúki fyrir mánaðamót. í framhaldi af því verð- ur tekin ákvörðun um hvort ástæða séað gefa út ákæru á hendur honum. í kjölfar þess að forræðiö var dæmt af fóðumum, fékkst samþykki hans fyrir því aö böm hans fimm, sem em á aldrinum 2ja til 9 ára, yrðu vistuð saman og hafa barnavemdaryfirvöld í Noregi fundið þeim heimili þar til rannsókn málsins lýkur. Maðurinn er skilinn við móöur bamanna og að hans sögn er hún ekki hæf til að annast bömin sökum heilsufars- brests. Þá má og geta þess að ríkissaksókn- ari hefur til meðferðar skjalafalsmál á hendur manninum en þaö kom til í kjölfar þess að hann falsaði undir- skriftir skyldmenna sinna á skulda- bréf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.