Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 11 i>v _______Merming Kirkjusöngur á vargöld - ennumgregoríanskatónlist Ekkert lát ætlar að verða á vinsældum gregoríansks kirkjusöngs. Lát- laus kirkjusöngur munkanna í Silos á Spáni selst sem aldrei fyrr og önn- ur trúarleg söngtónlist nýtur eflaust góðs af. Sjálfsagt eru margar ástæð- ur fyrir þessum vinsældum fomrar kirkjutónlistar á okkar trúlausu varg- öld; upphafinn einfaldleiki hennar og árétting á mikilvægi hins andlega, ef til vill einnig meðvitundin um sögulegt gildi hennar. Gregoríanskur kirkjusöngur er jú ein helsta undirstaða vestrænnar tónlistar - hugmynd- in um tóntegundir sprettur upp úr henni - og nútímatónskáld á borð við Peter Maxwell Davies og John Taverner vitna iðulega til hennar. Út af fyrir sig er ekki nauðsynlegt að vera inni í öllum þáttum gregor- íansks kirkjusöngs til að njóta hans. Þó er ekki verra að vita að söngur- inn er að stofni aðallega frá fjóröu og fimmtu öld e.Kr, tekur miö af ka- þólskum kirkjusiö, helstu helgidögum sem þar eru haldnir hátíðlegir og Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson hinum ýmsu messugjörðum sem þeim tengjast. „Introitus" er til dæmis skreyttur víxlsöngur, „Graduale" er margbrotið mynstur forsöngs og andsvars, „Kyrie“ er þríþætt mynstur endurtekinna stefja og svo framveg- is. Upplýsingar um innviði gregoríansks kirkjusöngs fylgja bestu geisla- plötiun með þessu efni, þar á meðal þeim plötum sem hér eru til umræðu. Verulega áhrifamikill Ég hef áður rætt um geislaplötu með söng munkanna frá Silos. Vissu- lega er allt gott um þeirra tilgerðarlausa söng að segja. En þeir eru hins vegar ekki þjálfaðir söngvarar, sem gerir röddun þeirra fremur krafthtla og óheflaða á köflum. Vilji menn hlusta á verulega háþróaðan og áhrifam- ikinn gregoríanskan kirkjusöng vil ég benda á upptöku (1983) roeð kór Hofburkapellunnar í Vín undir stjórn föður Huberts Dopf (Phihps), en sá kór er víðfrægur fyrir túlkun sína á þessari tónhst. A þeirri geisla- plötu sem ég er með undir höndum syngur kórinn „Graduale" í tíu vers- um og síðan Maríumessu er tengist 8. desember. Bestu kaupin í kirkjusöng eru hins vegar í geislaplötu frá Naxos (ca 500 kr.), þar sem ítalskur kór undir stjórn kirkjusöngfræðings mikhs, Alberto Turco, syngur „týpíska“ gregoríanska messu, sem ekki tengist sérstakri messugjörð eða helgidegi. Röddunin er vissulega ekki eins blæ- brigðarík og innfjálg og það sem berst úr börkum Vínarbúanna en nýtur þess hins vegar að upptakan er bæði nýrri (1992) og fullkomnari. Choralschola der Wlener Hofburgkapelle - Gregorianlscher Chant Philips (411 140-2) Umboð á islandi: Skifan Nova Schola Gregoriana - Adorate Deum, Gregorian Chant from the Proper of the Mass Naxos (8.550711) Umboð á íslandi: Japis RúRek - laugardagur Lokatónleikar RúRek -ArchieShepp Archie Shepp er sennilega frægastur þeirra erlendu gesta sem leika á RúRek að þessu sinni þótt aðrir séu kannski þekktari hérlendis. Hann er fæddur í Flórída 1937 og er um margt athyghsverður maður. Hann yrkir ljóð og hefur samið leikrit og söngleiki og er virkur í mannréttinda- baráttu svartra í heimalandi sínu. í fyrstu var þessi sérstæði tenór- og sópransaxófónleikari ótvírætt tengdur „hinum frjálsa djassi", og hóf feril sinn með því aö taka upp plötur m.a. með píanistanum villta, Cecil Tayl- or. Með Bih Dixon og seinna meö New York Contemporary Five var þræð- inum haldiö áfram fram í byrjun sjöunda áratugarins. En hann var utan- garðsmaöur í hópi utangarðsmannanna og þegar hann byijar með eigin hljómsveit um miðjan áratuginn fer hann að færa sig inn á hefðbundn- ari svið djassins. Þótt það hljómi kannski undarlega mætti kannski segja að leikur Shepps hafi verið að færast í sífellt hefðbundnara horf og í því liggi kannski helsta framlag hans til djassins. Bylting Ornette Colemans Djass Ársæll Másson var ekki bein framþróun þess sém hafði verið að gerast áður en hugsan- lega er sthl Archies Shepps þaö öllu heldur. Hann blæs í aðra röndina ótrúlega hefðbundið, í ætt við Ben Vebster, en er auk þess litaður af John Coltrane, og tónn hans er hrjúfur og blæbrigðaríkur sem er eflaust ar- fleifð frá upphafsárunum. Hann hefur hljóðritað með flestum þekktustu djassleikurum heims, m.a. dúóplötu með Niels Henning, heiðursgesti RúRek. Meðleikarar Shepps á Sögu voru Wayne Dockery á kontrabassa og Steve McCraven á trommur. Á píanóið lék svo Richard Clemens, í forfóllum Horace Parlan. Shepp átti ekki í miklum vandræðum með að heiha tón- leikagesti með leik sínum, og skipti þá engu þótt repertúarið væri svo aö segja tómur blús af hefðbundnustu djassgerð og þaðan af einfaldari, það var bara „ekki máhð“, eins og sannir nútíma íslendingar segja. Hryn- sveitin stóð sína phkt; íhlaimagikkurinn heihaði þó undirritaöan minna en hinir. Það sem máli skipti á tónleikunum kom frá Shepp, hvort sem hann lék á tenórinn, sönglaði sinn blús eða fór með ljóö, og enginn vafi er á því að flestir fóru ánægðir heim. Áður en kvartett Archies Shepps steig á svið flutti Tala-tríóið nokkur lög, en það skipa þeir Steingrímur Guðmundsson slagverksleikari, Birgir Brágason rafbassaleikari og Óskar Ingólfsson sem lék á bassaklarínett. Tónlist þeirra félaga var htuð af austrænum áhrifum en þó greinilega evrópsk. Þeir sýndu ágætan leik og er gott að vita að það er gerjun í tón- hstinni hér heima og verið er að fást við hluti af ýmsum toga. Að lokum vil ég þakka stjóm RúRek fyrir frábæra djasshátíð og þá ekki síst hinum óþreytandi framkvæmdastjóra hátíöarinnar, Vemharði Linnet, en án hans væri sess RúRek-hátíðarinnar í hjörtum Reykvíkjnga ekki sá sem hann er nú orðinn. Sviðsljós Um síðustu helgi gafst landsmönnum kostur á því að skoða skip og kafbát úr þýska flotanum sem stödd eru hér á landi í kurteisisheimsókn. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Miöbakka Reykjavíkurhafnar til að berja skipin augum og biðu margir í biðröð í langan tima til að komast um borð. Eggert Magnússon opnaði sýningu á verkum sínum í Gallerí Fold um helgina. Eggert er sjálfmenntaöur hstamaður og er saga á bak við hverja mynd hans, annaðhvort úr hans eigin reynsluheimi eða ann- arra. Eggert hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í nokkr- um samsýningum bæði innan- og utanlands. Nemendur úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýndu gestum og gangandi dans við Miðbakka Reykj- arvíkurhafnar á laugardaginn. Mik- ið var um að vera við höfnina, þar sem m.a. voru kafbátar og skip úr þýska flotanum th sýnis. Sýslumaðurinn í Reykjavík bættist í hóp yfir 200 seljenda í Kolaportinu um helgina þegar uppboð var haldið á lausafjármunum í hhöarsal Kola- portsins. Þar kenndi ýmissa grasa og til sölu var m.a. fullur kassi af þessum nærfótum og er nokkuð ljóst að einhver heppin fjölskylda verður ekki nærfatalaus á næstunni. Kristín Geirsdóttir myndlistarkona opnaði sýningu á verkum sínum 1 Gaherí Fold um helgina. Kristín stundaði nám við Myndhstaskólann í Reykjavík 1981-1983 og við MHÍ 1985-1989. Kristín er ennfremur með kennararéttindi frá Kennaraháskóla íslands. Kristín hefur haldiö 6 einka- sýningar og hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum innanlands og ut- an. Ólafur Jensson, forstöðumaður Geysishússins og formaöur íþrótta- sambands fatlaðra, hélt upp á sex- tugsafmæli sitt, fimmtudaginn 8. sept. Á myndinni er Ólafur ásamt Maríu Guðmundsdóttur konu sinni sem þarna heilsar Birgi Isleifi Gunn- arssyni seðlabankastjóra. ffÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆr Aukablað um TÖLVUR Miðvikudaginn 5. október mun aukablað um tölvur fylgja DV. Blaðið verður að vanda fjölbreytt og efnismikið. í því verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. Upplýsingar verða í blaðinu um hugbúnað, vélbúnað, þróun og markaðsmál, að ógleymdum smáfréttunum vinsælu. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um tölvunám hvers konar. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda uppjýsingar til Björns Jóhanns " Björnssonar á ritstjórn DV fyrir 27. september í síðasta lagi. Bréfasími ritstjórnar er 63 29 99. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfs- dóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 29. september. ATH ! Bréfasími okkar er 63 27 27. FERÐIR ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ alltaf á laugardögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.