Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 33 DV Afmæli Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson, forstjóri öryggis- þjónustunnar Vara, Þóroddsstöðum við Skógarhlíð, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Baldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, auk þess sem hann dvaldi á sumrum að Ölvaldsstöðum í Borg- arfirði. Hann lauk landsprófi og síð- an loftskeytaprófi 1963, lauk grunn- prófi í flugumferðarstjórn 1966, prófi í vallarstjórn Reykjavíkurflug- vallar 1967 og prófi í aðflugsstjórn 1971. Þá hefur hann stundað nám í þjófavörnum, brunavörnum og öðr- um öryggismálum, einkum í Bret- landi og Bandaríkjunum. Að loknu loftskeytaprófi var Bald- ur loftskeytamaður til sjós í nokkra mánuði. Hann hóf síðan störf hjá Flugmálastjóm í árslok 1963 og var skipaður varðstjóri í vallar- og að- flugsstjórn á Reykjavíkurflugvelli 1967. Baldur stofnaði öryggisþjón- ustuna Vara 1969 og hefur átt það fyrirtæki og stjórnað því frá upp- hafi, fyrst í hlutastarfi en síðan í aðalstarfi frá 1984. Baldur var formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra á tutt- ugu og fimm ára afmæhsári félags- ins. Hann starfaði í Skátafélagi Reykjavíkur sem almennur skáti og foringi og fyrir Bandalag íslenskra skáta við kennslu og ritstjórn. Bald- ur hefur skrifað greinar í dagblöð um öryggismál og þjóðfélagsmál. Fjölskylda Baldur kvæntist 2.11.1968 Björk Thomsen, f. 28.10.1945, kerfisfræð- ingi. Hún er dóttir Laufeyjar Sigurð- Baldur Agústsson. ardóttur, húsmóður í Reykjavík, en fósturfaðir hennar er Sigurður Sím- onarson vélstjóri. Baldur og Björk skildu 1978. Dóttir Baldurs og Bjarkar er Dögg, f. 12.11.1972, verslunarstjóri í Reykjavík, í sambúð með Braga Björnssyni lögfræðingi. Alsystir Baldurs: Helga, f. 5.5.1947, kennari á Hrafnagili í Eyjafirði. Hálfsystkini Baldurs, börn fóður hans og seinni konu, Pálinu Jóns- dóttur, f. 28.7.1924, eru Viðar, f. 9.11. 1950, framkvæmdastjóri öryggis- þjónustu Vara; Hilmir, f. 9.2.1952, sjúkraþjálfari í Reykjavík; Auðna, f. 18.7.1957, hjúkrunarfæðingur viö nám í Bandaríkjunum. Foreldrar Baldurs: Ágúst Sigurðs- son, f. 29.4.1906, d. 9.12.1977, skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur og kennari við KHÍ, og f. k. h., Magga Alda Eiríksdóttir, f. 10.11.1922, lést afslysfórum6.11.1947, húsmóðir. Baldur tekur á móti gestum að Hótel Holti, Þingholti, laugardaginn 17.9. kl. 17.00-19.00. Sölvi Ragnar Sigurðsson Sölvi Ragnar Sigurðsson, kennari og launafulltrúi á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Álfhólsvegi 99, Kópa- vogi, er sextugur í dag. Starfsferill Sölvi fæddist á Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Hann flutti ungur til Reykjavíkur, lauk lands- prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, stundaði nám við MR og lauk kennaraprófi frá KÍ1961. Sölvi var kennari við Barnaskóla Fáskrúðsfjaröar 1957-59, stunda- kennari við Hagaskóla í Reykjavík 1961-62, við gagnfræðadeild Mið- bæjarskólans 1962-69, við gagn- fræðadeild Austurbæjarskólans 1969-71, kennari við gagnfræðadeilc Laugarnesskóla 1961-69 og við I Laugarlækjarskóla 1969. Hann hef- ur verið starfsmaður á Skólaskrif- stofu Reykjavíkur frá 1961. Sölvi var einn af stofnfélögum Þjóðdansafélags Reykjavíkur, form- aður þess 1967-81 og hefur verið fulltrúi þess í Nordleik, samstarfs- nefnd félagssamtaka á Norðurlönd- um um varðveislu þjóðhátta frá stofnun samtakanna 1975. Þá hefur hann setið í stjórn Orlofshúsaeig- enda í Húsafelli frá 1982. Fjölskylda Sölvi kvæntist 4.8.1957 Maríu Ein- arsdóttur, f. 30.4.1939, tónmennta- kennara. Foreldrar hennar voru Sigvaldi Jóhannes Þorsteinsson og María Jóhannsdóttir. Kjörforeldrar Maríu voru Einar Benediktsson loftskeytamaður og Þórunn Ingi- björg Þorsteinsdóttir. Börn Sölva og Maríu eru Hildur Ingibjörg, f. 21.11.1956, tækniteikn- ari, gift Gunnari Jóni Hilmarssyni starfsmanni viö Landspítalann og eru börn þeirra Ólafía María, f. 6.7. Sölvi Ragnar Sigurðsson. 1975, en sambýlismaður hennar er Óskar Júlíus Bjarnason, Guðjón Ægir, f. 21.11.1980 og Anna Kristín, f. 6.4.1990; Þórunn Osk, f. 3.1.1958, þroskaþjálfi, gift Guömundi Helga- syni íþróttakennari og er synir þeirra Helgi Ragnar, f. 13.3.1980, Sölvi Rúnar, f. 17.6.1985, og Þor- steinn Rafn, f. 26.1.1991; Einar, f. 25.10.1962, grafíklistamaöur; SöM, f. 5.10.1963, lögfræðingur, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur leikskóla- kennara. Bróðir Sölva er Guðmundur Heið- ar, f. 10.6.1936, skólastjóri í Borgar- nesi, kvæntur Hildi Þorsteinsdóttur kennara og eiga þau ijögur börn. Foreldrar Sölva voru Sigurður Jónsson, f. 19.8.1906, d. 30.9.1982, verkamaður í Reykjavík, og Hildur Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 3.5.1894, d. 24.4.1945, ljósmóðir. Foreldrar Sigurðar voru Jón Jóns- son, b. í Flatey á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu, og Guðrún Sigurð- ardóttir. Foreldrar Hildar Ingibjargar voru Halldór Magnússon, b. á Bóndastöð- um í Norður-Múlasýslu og Sigur- björg Snorradóttir. Tilkyrmingar Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Fannborg 8, (Gjábakka) fóstudaginn 16. september kl. 20.30. Húsið opið öllum. FR-félagar Félagsvist verður sunnudaginn 18. sept- ember í Dugguvogi 2 og hefst kl. 13.30. Fjölmennið, takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd Fr-deildar 4. Orlofsnefnd húsmæðra iKópavogi verður með myndakvöld í kvöld, 16. sept- ember, fyrir konur sem dvöldu að Hvanneyri í sumar. Myndakvöldið byijar kl. 20.30 og er haldið að Digranesvegi 12. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Guðmundur Guðjónsson stjómar félags- vist kl. 14 í dag í Risinu, Hverfisgötu 105. Göngu-Hrólfar fara að venju frá Risinu kl. 10 laugardag. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 25. SEPT. Stóra sviðið kl. 20.00 Óperan VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Frumsýning Id. 17/9, uppseit, 2. sýn. þrd. 20/9, uppselt, 3. sýn. sud. 25/9, uppselt, 4. sýn. þrd. 27/9, uppselt, 5. sýn. föd. 30/9, uppselt, 6. sýn, Id. 8/10, örfá sæti laus, 7. sýn., mán. 10/10,8. sýn. mvd. 12/10. Ósóttar pantanir seldar daglega. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd.23/9, Id. 24/9, fid. 29/9. Smiðaverkstæöið kl. 20.30 SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson i leikgerö Viðars Eggertssonar. Frumsýning fid. 22/9 kl. 20.30. 2. sýn. sud. 25/9,3. sýn. föd. 30/9. Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti simapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 E1 60. Bréfsimi 6112 00. Símil 12 00-Greiðslukortaþjónusta. Tjarnarbíó DANSHÖFUNDAKVÖLD Höf.: Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, David Greenall Frumsýn. 18. sept. kl. 20, önnur sýn. styrktarsýning 19. sept. kl. 20,3. sýn. 23. sept. kl. 20,4. sýn. 24. sept. kl. 20,5. sýn 25. sept. sunnud. kl. 15. Miöasala opnuð kl. 16.00 alla daga nema sunnudaga kl. 13.00, i sima 610280 eða 889188 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Snyrtistofa Halldóru Snyrti- og fótaaðgerðastofa Halldóru hef- ur nú flutt starfsemi sína í nýtt og betra húsnæði í Kringlunni 7, Húsi verslunar- innar. Snyrtistofan býður AHA-ávaxta- sýrumeðferðir, sem eru bylting í meðferð hinna ýmsu húðvandamála eins og varð- andi hrukkur, bólur, litamismun í húð og húðþurrk. Að öðru leyti býður snyrti- stofan upp á flesta þá þjónustu sem þekk- ist á snyrtistofum. Af þessu tilefni verður 15% afsláttur af allri þjónustu til 1. nóv- ember. VERA, tímarit um konur og kvenfrelsi Ný Vera er komin út. Þetta fjórða tölu- blað ársins er tileinkað athafnakonum til stjávar og sveita. Vera fæst á flestum blað- sölustöðum og kostar 570 kr. í lausasölu. Áskriftarsími Veru er 91-22188, opinn all- an sólarhringinn. Hafnargönguhópurinn Um þessar mundir er Hafnargönguhóp- urinn tveggja ára. í því tilefni verður fyrsta gönguferð hópsins endurtekin en hún var farin 16. september 1992 frá Hafnarhúsinu aö vestanverðu ki. 20. Gengið var með Tjöminni suður í Hljóm- skálagarð og Vatnsmýri og komið við í Ráðhúsinu í bakaleið. í lok göngunnar um kl. 21.30 verður afmælisins minnst í Miðbakkatjaldinu. Þar verður dansað og ýmislegt sér til gamans gert. Allir sem farið hafa í gönguferð með Hafnargöngu- hópnum eru velkomnir og gestir þeirra. Ekkert þátttökugjald. Leikfélag Akureyrar í dag hefst sala aðgangskorta fyrir leikár- ið 1994-1995 og gilda þau á þijár sýningar vetrarins. Miðasalan verður framvegis opin virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og verða þar veittar allar upplýsingar um aðgangskort og sýningar vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar. Síminn 24073. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson í kvöld, uppselt. Laugard. 17. sept., uppselt. Sunnud. 18. sept., uppselt. Þriðjud. 20. sept., uppselt. Mlðvikud. 21. sept., uppselt. Föstud. 23. sept., uppselt. Laugard. 24. sept., uppselt. Sunnud. 25. sept., örfá sæti laus. Mlövikud. 28. sept. Fimmtud. 29. sept. Föstud. 30. sept. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Leikmynd: Jón Þórisson, búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson, leik- stjóri Ásdis Skúladóttir. Leikarar: Guðlaug E. Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Hanna Maria Karlsdótt- ir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartar- son, Karl Guðmundsson, Katrin Þor- kelsdóttir, Magnús Jónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karls- son, Þórey Sigþórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Börn: Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Kar- en Þórhallsdóttir, Kári Ragnarsson, Tinna Marína Jónsdóttir. Frumsýning fimmtud. 22. sept. 2. sýn. föstud. 23. sept. Grá kort gilda 3. sýn. laud. 24. sept. Rauð kort gilda. 4. sýn. sunnud. 25. sept. Blá kort gllda. ATH. Sala aðgangskorta stendur yfir til 20. sept. 6 sýningar aðeins kr. 6.400. Miðasala er opin alla daga kl. 13.00- 20.00 á meðan kortasalan stendur yfir. Pantanir í sima 680680 alla virka daga frá kl. 10. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú i Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 17. september. Lagt af stað frá Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað mola- kaffi. Nýjar smásögur - Upplestur í Norræna húsinu Bókmenntaupplestur undir yfirskriftinni Nýjar smásögur verður haldinn í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 18. september og hefst kl. 16. Að framtakinu stendur óformlegur félagsskapur sem hefur að markmiði að auka veg og vanda smá- sagnagerðar á íslandi og koma á fram- færi smásögum eftir þekkta jafnt sem óþekkta höfunda. Eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum: Ágúst Borg- þór Sverrisson, Kristín Ómarsdóttir, Þór- arinn Torfason, Stefanía Þorgrímsdóttir, Bjarni Bjarnason og Sigfús Bjartmarsson les eigin þýðingu á smásögu eftir banda- ríska rithöfundinn Raymond Carver. Kynnir er Kristján Franklin Magnús. Aðgangseyrir er 300 krónur. Kvöidmessa í Hallgrimskirkju Við upphaf vetrarstarfs í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra er boðið til kvöld- messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. september kl. 20. Við þessa messu þjóna fulltrúar frá hinum ýmsu prestaköllum í prófastsdæminu. Dómkórinn leiðir söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Fólk úr prófastsdæminu er hvatt til að koma þó það starfi ekki við kirkju sína. Eftir messu er öllum boðið að þiggja veit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Skagarokk ’94 Föstudaginn 16. september verða haldnir stórtónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi. Fram koma Bubbi Morthens, Lipstick Lovers, Silfurtónar ásamt gítarleikaran- um Eðvarð Lárussyni, Ólympía, 13 og Jógúrt. Tónleikamir hefjast kl. 21 á leik Bubba og standa til miðnættis. Miðaverð er vægar 1200 krónur. Go-kart keppni á Faxaskála 17. og 18. september fer fram keppni í Go-kart bílum, í brautinni á þaki Faxa- skála, við Reykjavíkurhöfn (yfir bensín- stöð Esso viö Geirsgötu). Þátttökurétt öðlast þeir sem láta skrá sig og fá tíma- töku dagana 10.-17. sept. Laugardaginn og sunnudaginn fara fram undanrásb- og keppni þeirra sem bestum tíma hafa náð í forkeppninni. Verðlaun eru ESSO-bikar í hverjum flokki og vinnast bikaramir til eignar. Leikhús Leikfélag Akureyrar Aðgangskort kosta nú aðeins kr. 3.900 og gilda á þrjár sýningar: ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Priestley ÁSVÖRTUM FJÖÐRUM eftir Davið Stefánsson og Erling Sigurðarson ÞARSEM DJÖFLAEYJAN RÍS eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Þú sérð sýninguna þegar þér hentar, drifur þig i leikhúsið og skemmtir þér konunglega! Frumsýningarkort fyriralla! Stórlækkað verð. Við bjóðum þau nú á kr. 5.200. Með frumsýningarkorti tryggir þú þér sæti og nýtur þeirrar sérstöku stemningar sem fylgir frumsýningu i leikhúsinu! Kortagestir geta bætt við miða á KARMELLUKVÖRNINA fyrir aðeinskr. 1000. Kortasalan hefst föstudaginn 16. september. KVÖRNIN Gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna! Frumsýning laugardaginn 24. sept. kl. 17. 2. sýning sunnud. 25. sept. kl. 14. Miðasala í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Sími 24073. Simsvari tekur við mióapöntunum utan afgreiöslutima. Greiðslukortaþjónusta. FR-félagar Laugardaglnn 17. september næstkom- andi verður farið í réttir. Farið verður í Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit frá Dugguvogi 2 kl. 9 f.h. Fjölmennið, takið með ykkur gesti. Ferðanefnd FR-deildar 4. Skílapejsiir,. Tískií-iiaSlar'-i dg liúfurl [rskai pe jsiir lirklaðiii ijariíi[iLif GAMNUÓMM Tim Prjónablaðið Ýr komið út Nýlega kom út í 12. sinn Prjónablaðið Ýr. í blaðinu eru 26 uppskriftir aö peysum auk uppskrifta að húfum, kollum, skírn- arkjól og vettlingum. Þá eru uppskriftir að peysum hannaðar af Höllu Einarsdótt- ur frá Akureyri en hún hefur getið sér gott orð fyrir frábæra hönnun. Blaðið er gefið út í 4500 eintökum og má geta þess að síðasta tölublað er uppselt. Það er Garnbúðin Tinna sem gefur blaöið út en Frjáls fjölmiðlun sér um umbrot og prentun. Safnaðarstarf Föstudagur 16. september Laugarneskirkja: Mömmumorgunn kl. 10-12. Tapað fundið Hvítur plastpoki með gallabuxum og persónuskilríkjum tapaðist viö Sæbraut þriðjudagskvöldið 13. september um sexleytið. Finnandi hafi samband í síma 670837.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.