Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Neytendur i m. „Þaö margborgar sig aö kaupa þær [bækurnar] á skiptibókamörkuöum. Þar er hægt að spara i kringum 10 þúsund krónur yfir árið,“ sagði Snorri Heim isson, bóksölustjóri MH, i samtali við DV. DV-mynd GW Gömlu námsbækurnar úreltar eftir árið: Ástandið er fáránlegt - segir bóksölustjóri hjá MH „Ástandið í þessum bókamálum er fáránlegt. Ég get t.d. nefnt dæmi um tölvubækur en þar eru einna verstu dæmin að fmna. Á síðustu önn áttu nemendur að kaupa Excel 1.5 á 1.500 kr. og tvær bækur með henni, Word Qg Windows, á 1.200 kr. stykkið. Þannig átti hver nemandi að kaupa bækur fyrir 4 þúsund krónur fyrir einn áfanga. Ég lofaði þeim því að taka þær inn á næsta ári þar sem ég var alveg sannfærður um að þær yrðu notaðar aftur. Nú er hins vegar komin ný tölvubók fyrir þennan áfanga og hinar ekki teknar inn. Nemendur geta því fleygt þeim gömlu,“ sagði Snorri Heimisson, bóksölustjóri hjá MH, í samtali við DV. Nokkuð hefur borið á óánægju nemenda með hversu ört skólabók- unum er skipt út. Sumar þeirra eru einungis kenndar einn vetur og svo eru nemendur látnir kaupa nýjar. Skipt ótrúlega ört „Það er búið að skipta alveg ótrú- lega oft um þessar tölvubækur und- anfarin ár og alltaf eru þetta tiltölu- Bókin Heilsugæsla heimilanna kost- ar 4.950 kr. á kynningarverði en hún er nú sýnd i sýningarsal Listhússins við Engjateig. DV-mynd GVA lega dýrar bækur og alltaf tvær í einu. Við erum að selja eina núna sem kostar 1.800 kr. og það á eftir að koma önnur í viðbót fyrir sama áfanga sem kostar eitthvað svipað," sagði Snorri. Aöspurður sagðist hann heyra þær skýringar að tölvu- þróunin gengi svo hratt fyrir sig, það væru alltaf að koma einhverjar nýj- ungar. „Mér flnnst það þá furðulegt að ekki skuli vera skipt um tölvur líka. Ef það er alltaf hægt að nota sömu tölvurnar hlýtur að vera hægt að nota sömu bækumar. Þótt það komi skemmtilegri forrit á markað- inn réttlætir þaö ekki 5 þúsund króna aukakostnað fyrir nemendur," sagöi Snorri. Fullir pokar „Nemendur koma hingað með fulla poka af gömlum bókum sem upp til hópa eru orðnar úreltar. Þeir verða foxillir þegar við tökum e.t.v. bara við helmingnum af þeirn." Snorri nefndi einnig sem dæmi stærðfræði- bókina Gamma. „Hún var gefin út áriö 1985 og aftur 1989. Þessar útgáfur em báðar orðnar of gamlar, nú má bara nota útgáfu frá 1994. Það er tal- að um að það hafl þurft aö breyta einum kafla í nýju bókinni sem skipt- ir miklu máli fyrir kennarana.“ Hann sagði nemendur ekki hafa farið fram á skýringu fram að þessu en e.t.v. væri tími til kominn. Hann taldi meðalnemanda eyöa að minnsta kosti 15 þúsund krónum fyrir hverja önn, allt upp í 25 þúsund krónum. „Nýjar skólabækur kosta á bilinu 3-5 þúsund krónur stykkið. Það marg- borgar sig að kaupa þær á skipti- bókamörkuðum. Þar er hægt aö spara í kringum 10 þúsund krónur yfir árið. í stað þess að kaupa t.d. sögubók á 4 þúsund fá þeir hana á 1.900 kr. hér. Þeir spara helming. Það er hins vegar vandamál að það er mjög misjafnt hvaö kemur inn af notuöum bókum og getur verið erfitt að nálgast þær. Núna er t.d. sama og ekkert eftir," sagði Snorri. Ástandið mjög mismunandi Við fengum senda bókahsta nokk- urra framhaldsskóla og bárum þá saman við bókahsta ársins á undan. í ljós kom að mjög mismunandi er á milli faga hversu mörgum bókum er skipt út á mhli ára og einnig virðist það vera mismunandi milli skóla. í fljótu bragði virðist MR vera sá skóhnn sem minnstar breytingar gerir á bókalistunum enda er þar ekki virk bóksala á vegum stúdenta en hún féll t.d. niður í ár. Svo dæmi séu tekin var engin þeirra þriggja dönskubóka sem nem- endur í 2. bekk MS þurftu að kaupa núna kennd í fyrra og tvær af fjórum stærðfræðibókum voru nýjar í ár. í 4. bekk sama skóla voru 5 af 8 bókum í íslensku notaðar aftur í ár, allar enskubækurnar en einungis þrjár af sex þýskubókum. Helmingur ís- lenskubókanna (603) í FB var sá sami og í fyrra, báðar þýskubækurnar en einungis 2 af fjórum enskubókum (603). Fimm bækur eða fiölrit þurfti fyrir ákveðinn dönskuáfanga í MH og af þeim voru tvö síðan í fyrra. Önnur af tveimur enskubókum var frá fyrra ári og sögubókin var sú sama. Ráðleggingar í nýútkominni læknabók: C-vitamín og heit sturta Þó engin ein lækning sé til við kvefi geta sum húsráð hjálpað okkur th losna við það fyrr en ella. í nýút- kominni læluiabók sem ber heitið Hehsugæsla heimhanna er aö finna 29 leiðir til að „vinna slaginn" við kvefið. Reyndar eru þau hehræði aðeins brot af þeim þúsundum heil- ræða í bókinni sem snúast um hvern- ig bregðast megi við ýmsum algeng- um sjúkdómum, stórum sem smáum. Ahs eru bókin 643 bls., auk ítarlegrar efnisatriöaskrár en að sögn Tryggva Ámasonar, sem á höfundarréttinn að bókinni hér á landi, hefur hún verið í vinnslu í tvö ár. Hér nefnum viö nokkrar ráðleggingar úr bókinni sem miðast að því að vinna gegn kvefi. 1. Vefðu þig í fót til að halda á þér hita. Þá einbeitir ónæmiskerfi líkam- ans sér að því að berjast gegn kvefsmitinu í stað þess að eyöa orku í að halda á þér hita. 2. Drekktu 6-8 glös af vatni sem kemur í stað mikhvægs vökva sem líkaminn hefur glatað vegna kvefs- ins. Auk þess hreinsar vökvinn út óþrifnað sem kann að vera að herja á líkama þinn. 3. Heit sturta með meðfylgjandi gufu getur orðið að liði við að losa um kvef. Einnig geturðu hitaö vatn í katli eða potti og andað að þér guf- unni. Þetta losar kvefið, mýkir háls- inn og léttir þér þar með að hósta. 4. C-vítamín vinnur á líkamanum eins og skransafnari og tínir upp alls kyns drasl, þar með veirudót. Það getur stytt þann tíma sem kvef varir frá sjö dögum niður í þrjá-fióra. Þaö dregur einnig úr hósta, hnerra og öðrum einkennum. Óttar heldur hér á 10 iítra pakka af nýrri isblöndu fyrir isvélar. Samkeppni á ísmarkaði „Kjarna-ísinn er örlítið fitu- minni en hinir, þaö er minni syk- ur í honum og svo erum við með nýjustu gerð af vanhlu frá Dan- niörku," sagði Óttar Felix Hauks- son en Kjarnavörur hf. í Hafnar- firði hafa nú hellt sér út í sam- keppni viö Kjörís og Emmess ís meö því aö framleiða sína eigin ísblöndu, eins konar jurtaís, th sölu í ísvélum borgarinnar. „ísbúðin í Álfheimum seiur nú Kjama-ísinn á sérstakri ísvél og svo á einnig viö um ísbúðina, Hagamel, og Laugalæk, Bónus-ís og fleiri íbúðir. Þröstur Björgvins- son mjólkurfræðingur hefur haft yfirumsjón meö ísgerðinni en hann hefur stundað slíka vöru- þróun um árabfl," sagði Óttar. Unnið fýrir hamborgara Nígeríumenn eru meira en ell- efu klukkustundir að vinna sér inn fyrir hamborgara og frönsk- um á rneðan það tekur skrifstofu- mann í Cliicago fiórtán mínútur. Þetta kemur fram i könnun sem svissneskur banki lét gera með þaö að markmiði aö bera saman laun hér og þar í heiminum. Ahs staðar var miöað við hversu lengi þaö tæki íbúa á viðkomandi stað að vinna sér inn fyrir hamborg- ara og frönskum og spannaði tíminn frá 14 mínútum í Chicago uppí 683 mlnútur í Lagos. Að meðaltali tekur það íbúa Norður-Ameríku 19 mínútur að vinna sér inn fyrir Big Mac og stórum skammti af frönskum segir í könnuninni en í borgum eins og Nairobi, Caracas og Lagos er litiö á hamborgara sem lúxus- mat. í Caracas tekur það meðal- mann 243 mínútur að vinna sér inn fyrir hamborgara og frönsk- um og 177 mínútur í Nairobi. Ekki langa eyrnalokka Að sögn Önnu Gunnarsdóttur, lita- og fatastílsfræðings, eiga langleitar konur ekki að nota laf- andi eymalokka þvi það undir- strikar andlitslagið og ýkir þaö. Ef konur eru famar aö eldast og hálsinn farinn að láta á sjá gildir sama lögmáliö, enga laf- andi lokka. Langir lokkar liggja niður á hálsinn og beina athygl- inni þangað. Ef hálsinn er ekki þesslegur að konur vilji beina athyglinni þangaö eiga þær að fá sér stutta lokka. 264 útfærslur Eigi konur tvær dragtir (þ.e. eina buxnadragt og eina phs- dragt), fimm skyrtur, tvær peys- ur, tvær slæður og eitt vesti geta þær að sögn.Önnu þar með búið til 264 mismunandi útfærslur af klæðnaði. Það er t.d. hægt að nota rauðan jakka við bláar buxur, blátt phs, rauðar buxur eöa rautt pils, fimm mismunandi skyrtur, vesti, slæð- ur o.s.frv. Þaö þarf því ekki meira th ef konur vhja vera útsjónar- samar en þó ekki alltaf eins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.