Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Stuttar fréttir Viðsegjumnei Bosníu-Serbar ítrekuöu and- stööu sína við friðaráætlun Vest- urlanda. ESBámóti Lönd Evrópusambandsíns eru andvig afnárai vopnasölubanns á Bosníu en Bandaríkin fylgjandi. Carisson enn fyrstur Ingvar Carls- son og félagar hans í sænska jafnaðar- mannailokkn- um hafa cnn forustuna í skoðatiakönn- unum, aðeins tveimur dögum fyrir kosningarn- ar, en bilið milli flokkanna minnkar. Meiritíma Bresk stjórnvöld segjast þurí'a meiri tíma til að dæma um tveggja vikna gamalt vopnahlé IRA. Umsáturáenda Afrískar friðarsveitir í Líberíu afléttu umsátri um stjómarsetrið í höfuðborginni þegar uppreisn- armenn hypjuöu sig. Friður í alvöru ísraelar segja Sýrlendinga vera í alvöru að hugsa um frið. Freigátu bjargað Dráttarbátur frá Chile bjargaði breskri freigátu af strandstað viö klettóttan suðurodda landsins. Herlög í T sjetsjeníu Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjeníu, hefur lýst yfir herlögum í lýð- veldinu. Dreginnfyrirrétt Konstantín Mítsotakis, fyrrum forsæt- isráöherra Grikklands, vcrður drcginn fyrir rétt þar sem fjallað verður um fjór- ar ákærur gegn honum, m.a. fyr- ir mútuþægni í sölu ríkisfyrir- tækis. Ekki skemmdarverk Yfirvöld segja engar sannanir um að skemmdarverk hafi grand- að þotu USAir viö Pittsburgh. Tóku gervihnött Geimfarar í skutlunni Disco- very björguðu vísindagervihnetti með aðstoð róbótaarms. HálshöggniriAisir Heittruaðir múslimar í Alsír hafa hálshöggviö 13 óbreytta borgara í vikunni. Allar á pilluna Fiokkur frjálsiyndra demó- krata í Englandi vill að stúlkum allt niöur í ellefu ára verði afhent pillan án samþykkis foreldra. SöngurLennonsdýr Upptaka meö söng Johns Lennons, sem gerð var sama dag og hann hitti Paul McCartney í fyrstaskiptiár- iö 1957, var seld á uppboöi fyrir um átta millj- ónir króna. Stjórn samþykkt Þing Lettlands lagöi blessun sína yfir nýja samsteypustjórn Maris Gailis. Arabidrepinn ísraelsk lögregla drap araba í morgun eftir bílaeltingaleik í suð- urhlutaísraels. Reuter,TT Utlönd Norðmenn reiðir eftir að utanríkisráðherrann lét undan í Smugudeilunni: Jón Baldvin sigraði - þorskurinn tapaði - sögðu norðumorsk blöð 1 morgun og saka sinn mann um svik við málstaðinn „Sigurvegarinn er íslenski utan- ríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson. Sá sigraði er þorskur- inn í Barentshafi," segir Tromsö- blaðið Norðurljós í aðaluppslætti sínum í morgun. Þar er Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, harðlega gagnrýndur fyrir aö hafa svikið málstaðinn og gefið eftir á öll- um sviöum í þorskastríðinu við ís- lendinga. í gær náðist samkomulag um að taka upp embættismannaviðræður um Smuguveiðamar þann 11. nóv- ember. Andrei Kosyrev, utanríkis- ráðherra Rússlands, tók að sér að miðla málum. Niðurstaðan varð sú að hefja viðræður án allra skilyrða af íslands hálfu. í Norður-Noregi segja menn að uppgjöf Godals sé alger því íslend- ingar fái eftir sem áður að veiða óhindrað í Smugunni. Þá hafi utan- ríkisráðherra þeirra látið lönd og leið kröfur sjómanna um að neyðarrétti verði beitt til að færa út landhelgina og loka þannig Smugunni. í ritstjórnargrein er sagt að „sum- arklædda sjarmtrölhð og málrófs- maðurinn Jón Baldvin Hannibalsson hafi gert daginn að degi allra Srnuga". Um leið hafi Godal opnað stóra „smugu“ í málstað ríkisstjórn- ar sinnar vegna inngöngunnar í Evr- ópusambandið. í Norðurljósinu er þeirri skoðun lýst að íslendingar muni nú fara fram á stóran kvóta í Barentshafi. Þegar Jón Baldvin kom til Tromsö hafi verið raunhæft að krefjast 10.000 tonna af þorski. Nú fari íslendingar örugglega fram á miklu meira þegar þeir finna hvaö norska ríkisstjórnin er veik fyrir. Ekki var tiltakanlegur vinskapur með Jóni Baldvin og starfsbróður hans, Björn Tore Godal, eftir utanrikisráðherra- fundinn í Tromsö í gær. Godal er nú harðlega gagnrýndur fyrir undanlátssemi í garð íslendinga en Jón Baldvin lýstur sigurvegari í Smugudeilunni. símamynd ntb Bill Clinton sneri mörgum á sitt band í hjartnæmri ræðu: Byrjuðu á að sigla herskipi í strand við Haítí í morgun „Fall er fararheill,“ sögðu hersljór- ar Bandaríkjamanna þegar þeir við- urkenndu að eitt herskipa þeirra hefði siglt á land upp í morgun. Um er að ræða þungvopnaðan eftirlits- bát, um þúsund tonn að stærð. Lenti hann upp á sandrifi skammt frá höf- uðborginni Port-au-Prince en engan sakaði. Bandaríkjamenn hafa nú mikinn viðbúnað við Haítí og er búist við innrás um helgina. Bill Chnton Bandaríkjaforseti setti herstjórninni á Haítí úrslitakosti í sjónvarpsræðu í nótt. Jafnframt reyndi hann að telja löndum sínum hughvarf en þeir hafa upp til hópa verið á móti innrás. „Megi guð blessa bandarísku þjóð- ina og málstað frelsisins," sagði Clinton í lokaorðum sínum. Þetta hreif því í skoðanakönnum, sem gerð var strax að ræðu lokinni, reyndust aöeins 48% aðspuröra vera á móti innrás. Fyrir ræðuna voru 70% á móti. Herstjórnin á Haítí gefur dauðann og djöfulinn í hótanir Clintons. í morgun lýsti Raoul Cedras herhöfð- ingi því yfir að innrásarliði Banda- ríkjamanna yrði mætt af hörku og spáði miklu mannfalh. Ekki er þó talið að bandaríski her- inn mæti mikilli mótspyrnu. Heima- menn hafa ekki öflugum her á að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt hjartnæma sjónvarpsræðu i nótt. Hann setti herforingjunum á Haíti úrslitakosti og hét á þjóð sina til stuðnings við innrás á eyjuna. Átaka er nú beðið. Símamynd Reuter skipa og eru nær vopnlausir. Þó má búast viö skærum og gætu þær reynst langvinnar. „Við munum veija Haítí til síðasta blóðdropa," sagði Cedras eftir að hafa hlýtt á boðskap Bandaríkjafor- set. Hann ítrekaði jafnframt bón sína til þjóða heims að þær stöðvi Banda- ríkjastjóm í stríðsæsingum sínum. Herstjórnin á Haítí hefur á undan- förnum mánuðum gerst sek um víð- tæk mannréttindabrot og lætur dag hvem myrða einn eða fleiri andstæö- inga sinna. Jean-Bertrand Aristide, útlægur forseti Haítí, hefur hvatt til innrásar og uppgjörs við herforingja- StjÓrina. Reuter Louise Jensen. Simamynd Reuter Likdönsku stúlkunnar illa útleikið Nakið lík dönsku stúlkunnar Louise Jensen, sem þrír breskir hermenn myrtu á Kýpur á þriðju- dag, var svo hrikalega illa útleik- ið að í fyrstu reyndist erfitt að bera kennsl á það. Þaö tókst þó um síðir vegna húöflúrs sem hún var meö. „Krufningin leiddi í ljós að hún haföi veriö barin í höfuðið með þungum hlut, eins og t.d. steini,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Kýpur. Louise Jensen var leiösögu- maöur fyrir danska ferðaskrif- stofu á Kýpur og átti að fara það- an í næsta mánuöi. Morðingjarnir eiga lífstíðar- fangelsi yfir höfði sér. Rítzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.