Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Merming______________________________ Opnunartónleikar SÍ Tónlistarlifið er nú sem óðast að komast í fullan gang. Sinfóníuhljóm- sveit íslands hélt sína opnunartónleika í Háskólabíói í gærkvöldi. Stjórn- andi var Rico Saccani og einleikari á píanó var Þorsteinn Gauti Sigurðs- son. Kynnir á þessum tónleikum var Edda Backmann. Á efnisskránni voru verk eftir Dimitrij Shostakovitsj, Sergeij Rachmaninoff, Antonin Dvorak, Aiexander Borodin, Emmanuel Chabrier og Igor Stravinsky. Verkefnavalið var heldur af léttara taginu. Fyrst var fluttur hinn glæsi- legi Hátíðarforleikur Shostakovitjs og það með svo miklum tilþrifum að sproti hljómsveitarstjórans hljóp úr hendi hans í lokin eitthvað út í sal. Þorsteinn Gauti lék einleik í Tilbrigðum Rachmaninoffs um stef eftir Paganini. Verkið sjálft er heldur losaralegt og ekki fullkomlega sjálfu sér samkvæmt. Nóg er þar hins vegar af skrautlegu píanóflúri sem Þorsteinn Gauti lék af öryggi og með sérstaklega fallegum hljómi. Kamival forleik- ur Dvoraks er mun betur samið verk, heilsteypt og áheyrilegt. Því næst kom hin gullfallegi þriðji þáttur úr strengjakvartett Borodins nr. 2 í út- setningu fyrir strengjasveit. Espagna eftir Chabrier er af ólíkum toga spunnið, eins konar syrpa byggð á spönskum þjóðlögum, sem höfundi Tónlist Finnur Torfi Stefánsson tekst býsna vel að gera heilsteypt verk úr, meðal annars með góðri útsetn- ingu. Ixikaverkið á tónleikunum og rúsínan í pylsuendanum var Eldfughnn eftir Stravinsky. Þar má heyra bæði enduróm hinnar gömlu rússnesku hefðar og fyrirboða um nýja tíma. Það er einkum annar kaflinn sem er hrífandi frumlegur og ríkur. Þar má heyra ávæning af sumu því sem síðar kom fram í verkum hins mikla meistara Strávinskys, m.a. í Vor- blóti sem verður flutt af Sinfóníunni síðar í vetur. Leikiu- hljómsveitarinnar var svolítið misjafn. Sumt var vel gert, ann- ars staðar gætti nokkurrar ónákvæmni, eins og hljómsveitin væri ekki enn búinn að samspila sig eftir hvíld sumarsins. Saccani er skemmtilega hressilegur stjómandi sem virðist hafa gott vald á því sem hann gerir. Heildarefnisskrá yfir tónleika Sinfóníunnar í vetur lá frammi og má af henni sjá að margt athyglisvert verður á döfinni sem gaman verður að heyra. Má benda á að sala áskriftarskírteina stendur nú yfir og rétt hjá lysthafendum að hyggja að þvi. Sinfóníuhljómsveitin hefur verið noKk- uð til umræðu í íjölmiðlum undanfarið. Alltaf virðast vera einhveijir sem standa í þeirri trú að þeir hlutfallslegu smáaurar sem ríkiö lætur renna til þessarar mikilvægu menningarstarfsemi ráði úrslitum um stöðu ríkis- sjóðs. Fræðilega geta menn haft ýmsar skoðanir á því hvernig fjármagna eigi starfsemi af þessu tagi. í samfélagi eins og okkar, þar sem hið opin- bera ráðstafar með beinum og óbeinum hætti stærstum hluta þjóöartekn- anna, er hins vegar um enga valkosti að ræða í þessu efni. Þeir sem telja sig geta fundið að fjármálastjóm hljómsveitarinnar ættu að leggja á sig það ómak að finna dæmi um hljómsveit einhvers staðar annars staðar af sambærilegu listrænu ágæti sem rekin er fyrir minna fé. Slík dæmi eru áreiðanlega ekki auðfundin. Þóröur Hall sýnir í Norræna húsinu: Landslag, Ijós oglitir Það að segja að htir og birta séu viðfangsefni málarans þykir líklega frekar klént nú þegar hvert skólabam veit að litir em ljós og að ljósið er það sem augu okkar nema - að sjónheimurinn er ekki annað en leikur birtunnar. Engu að síöur veröur stundum að skoða viðtekna þekkingu af þessu tagi aftur gagnrýnum augum og þá er okkur hollt að muna að allt sem okkur þykir sjálfsagt núna hefur þótt orka tvímælis áður, jafn- vel fyrir aðeins örfáum árum. Þegar við skoðum það sem við þykjumst vita um sjónheiminn ættum við líka að gæta þess að málarar byggja ekki á kenningum eða fyrirfram gefinni þekkingu um skynheiminn heldur aðeins á þvi sem þeir reyna sjálfir. Verk þeirra eru því ein helsta heimild- in sem við eigum völ á þegar við viljum endurskoða kenningamar. Verk Þórðar Hall á sýningu hans í Norræna húsinu gætu kennt okkur ýmis- legt um veröld htanna. Látir em ljós, segjum við af newtónskri sannfær- ingu og þykjumst geta stutt það mælingum en í litafræði sinni hélt Goet- he því hins vegar fram að htir væru skuggar. Liturinn sem við greinum á skuggahhðum hlutanna er breytilegur eftir birtunni sem varpast ekki á þær og eftir sjónarhorni okkar. Á svipaðan hátt ræðst htur bjartra hluta Myndlist Jón Proppé að nokkru af skuggunum sem við greinum um leið í sjónsviðinu. Þetta má auðveldlega sannreyna með einfóldum tilraunum líkum þeim sem Goethe byggði á. Ohumálverkin sem Þórður Hall sýnir núna eru tilraun- ir með liti í birtu og skugga þótt auðvitað séu þau um leið miklu meira en það og þótt auðveldlega mætti einnig fialla um þau út frá ýmsum öör- um forsendum. Þau sýna landslag, en þó fremur birtu og skugga landslags- ins. Þórður velur sér þau augnabhk þegar skýrar hnur landslagsins víkja og htir og birta eiga það til að ummynda allt sem við sjáum og heiti myndanna endurspegla þetta glögglega: „Rauður morgunn", „Dögun", „Heiðmyrkur", „í ljósaskiptunum", „Síðsumardagur", „Speglun". Á slík- um augnabhkum er eins og litir landslagsins losni frá því og fari að lifa sjálfstætt fyrir auganu. Það að fanga þá aftur á myndflötinn án þess að fóma því sem er magískt og órætt í slíkri augnabliksreynslu er þrek- virki. Þórður gengur lengra í þessari thraun sinni en málarar hafa al- mennt hætt sér og fiölbreytni myndanna sýnir að hann tekst á við hvert viöfangsefni - hvert augnablik í landslaginu - í stað þess að draga þau öh út í eina þokumynd sem síðan breytist aðeins að forminu th, líkt og sum- ir ungir landslagsmálarar hafa gert. Um leið verður sýning hans eins konar ferðalag í gegnum htveröld íslands - yfirht yfir pallettu landslags- ins hér úti. Það er því eiginlega synd að þessi sýning skuh eiga eftir að sundrast og myndimar að dreifast, en vonandi heldur Þórður þessum thraunum áfram og það er aö minnsta kosti huggun að Listasafn Há- skóla Islands hefur keypt eina af bestu myndunum, „Síðsumardag", svo að hana mun almenningur hafa tækifæri til að skoða aftur. Fréttir ÁttræðuríVola: Stefán veiddi maríulaxinn „Volasvæðið hefur gefið 800 shunga og er stærsta bleikjan 5,5 pund en stærsti sjóbirtingurinn 9 pund. Lax- arnir, sem komnir eru á land, em 44 og hann er 12 pund sá stærsti,“ sagði Ág- úst Morthens í Veiðisporti á Seifossi er við spurðum frétta af veiðiskapnum á svæðinu, en það hefur verið frekar róleg í þeim stóm í kringum Ágúst í sumar, í Ölfusá, Soginu og Hvítá. „Stefán Jasonarson í Vorsabæ, göngugarpurinn frægi sem labbaði hringinn fyrir fáum árum, veiddi maríulaxinn á miðsvæðinu í Vola á maðk en Stefán á fáa daga í áttrætt. Þetta var 7 punda lax og það tók 30 mínútur að landa fiskinum. Ekki vhdi hann vera eftir- bátur Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og beit af veið- iuggann en það var hið mesta basl en hafðist að lok- um. Stefán hefur farið i sumar i veiði í Borgarfiörð- inn og víðar og hafði gaman af að fá svo að lokum fyrsta laxinn við túnfótinn heima hjá sér,“ sagði Ágúst enn fremur. Stefán Jasonarson með maríulaxinn sinn úr Vola fyrir skömmu og hann beit af veiðiuggann eins og Ingibjörg Sólrún bogarstjóri gerði. DV-mynd Ágúst Gæsaveiðin: Fuglarnir mikið uppi á heiðum „Veiðitúrinn gekk ágætlega hjá okkur Davíð, við fengum vel af gæs,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í gærkveldi en hann var að koma úr gæsaveiðitúr fyrir norðan með Davíð Viöarssyni fyrir fáum dög- um. „Maður þarf að hafa mikiö fyrir þessu þessa dagana, fuglinn er mest uppi á heiðum ennþá. Það þarf að kólna verulega til að heið- argæsin komi niöur aö einhverju Veidivon Gunnar Bender ráði,“ sagði Ingólfur enn fremur. „Þaö er allur gangur á gæsaveiði- skapnum th að byrja með, sumir veiða vel, aðrir minna. Menn eru með aht frá fáum fuglum upp í eitt hundrað,“ sagði Einar Páll Garð- arsson sem er sannarlega innan um skotveiðimennina þessa dag- ana. „Heiðargæsin er ekkert mætt ennþá niður en blesgæsin aöeins farin aö láta sjá sig þessa síðustu daga. Þetta kuldakast sem kom núna dugir engan veginn th að af fughnn komi niður. Þaö þarf meiri kulda th en þetta. Það sem maður hefur heyrt á gæsaveiöimönnum þessa fyrstu daga en allt í lagi,“ sagði Einar Páh í lokin. Byijunin í gæsaveiðinni lofar Þeir voru að koma af gæsaslóðum fyrir norðan þeir Davíð Viðarsson og Ingólfur Kolbeinsson og fengu vel í soðið. DV-mynd GG góðu fyrir framhaldið, sums staðar annars staöar. Þannig er gangur- hefur sést mikið af fugh en minna inn í þessari veiði eins og annarri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.