Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Afmæli Sigurjón Þóroddsson Sigurjón Þóroddsson húsgagna- smíðameistari, Skagfirðingabraut 37, Sauðárkróki, er áttræður í dag. Starfsferill Sigurjón fæddist að Alviðru í Dýrafirði og ólst þar upp. Um tíu ára aldur hófu þeir bræður sjósókn á árabát með föður sínum en Sigur- jón stundaði síðan sjósókn á stærri bátum frá Flateyri og ísafirði er hann var sextán ára. Hann réð sig að Núpsbúinu 1935, starfaði þar um sumarið en var nemandi við skólann um veturinn og vann síðan við búið næsta ár. Hann fór í iönnám til Akureyrar 1938 til Kristjáns Aðalsteinssonar húsgagnameistara, lauk þar sveins- prófi og fékk meistarabréf í iðninni 1945. Sigurjón flutti til Sauðárkróks 1950 og starfaði þar við trésmíðar, fyrstu þrjú árin hjá Kaupfélagi Skagfirðinga en síðan sjálfstætt næstu árin. Loks starfaði hann hjá Byggingafélaginu Hlyn hf. á Sauðár- króki 1971-86. Á Akureyri tók Siguijón virkan þátt í félagslífi staðarins, söng í Kantötukór Akureyrar og í kirkju- kór Akureyrarkirkju, auk þess sem hann starfaði meö Leikfélagi Akur- eyrarínokkurár. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 4.7.1943 Huldu Ingibjörgu Sigurbjörnsdóttur iðn- verkakonu, f. 4.9.1922, en foreldrar hennar voru Sigurbjörn Tryggva- son, b. á Grófargili í Seyluhreppi í Skagafirði, og k.h„ Jóhanna Jóns- dóttir húsfreyja. Börn Sigurjóns og Huldu eru íris Dagmar, f. 24.10.1942, hárgreiðslu- meistari, gift Skúla Jóhannssyni iðnverkamanni og eiga þau fjögur börn; Guðbjörg Elsa, f. 25.9.1946, skrifstofustúlka hjá Pósti og síma í Kópavogi, gift Níelsi Níelssyni bif- vélavirkja og eiga þau þrjú börn; Jónanna María, f. 3.11.1951, af- greiðslustúlka, gift Þorvaldi Sveins- syni, búfræðingi og b. á Kjartans- stöðum í Flóa, og eiga þau tvö börn. Foreldar Sigurjóns áttu ellefu börn. Foreldrar Sigurjóns voru Þórodd- ur Davíðsson, b. að Alviðru í Dýra- firði, f. 1874, og kona hans, María Bjamadóttir, f. 1881, d. 1969. Ætt Þóroddur var sonur Davíðs, b. að Vöðlum í Dýrafirði, Pálssonar, b. á Melanesi á Rauðasandi, Pálssonar. Móðir Davíðs var Bergljót Jónsdótt- ir Thorberg, verslunarstjóra á Pat- reksfirði, bróður Hjalta, prests á Kirkjubóli í Langadal, föðurafa Bergs Thorbergs landshöfðinga. Systir Bergs var Kristín, fóður- amma Einars Guðfmnssonar í Bol- ungarvík. Móöir Bergljótar var Sig- ríður Þóroddsdóttir, systir Þórðar, ættföður Thoroddsenættarinnar. Móðir Þórodds var Ragnheiður, dóttir Hallgríms, b. á Brekku á Ingj- aldssandi Guðmundssonar, og Guð- rúnar, systur Bergljótar. María var dóttir Bjarna, b. á Arn- arnesi í Dýrafirði, Jónssonar, b. á Ytra-Lambadal, Bjarnasonar. Móðir Jóns í Ytri-Lambadal var Elísabet Markúsdóttir, prests á Söndum í Dýrafirði, Eyjólfssonar. Móðir El- ísabetar var Elísabet, systir Mark- úsar, prests á Álftamýri í Arnar- firði, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Elísabet var dóttir Þórðar, ættföður Vigurættarinnar, Systir Þórðar var Ingibjörg, amma Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Maríu var Sólveig Zakar- íasdóttir, b. í Holti á Barðaströnd, Jónssonar, b. í Kvígindisfirði, Gísla- sonar. Siguijón verður að heiman á af- mælisdaginn. Eggert Egill Lárusson Eggert Egill Lárusson flokksstjóri, Túngötu 22, Keflavík, er sextugur í dag. Starfsferill Eggert fæddist á Blönduósi og ólst upp í foreldrahúsum í Grímstungu í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Hann var fjóra vetur í far- skóla Ásahrepps, stundaði nám í Reykholti í Borgarflrði, við Iðnskól- ann á Sauðárkróki og lauk búfræði- prófl frá Hvanneyri 1955. Auk þess hefur Eggert sótt ýmis námskeið er lúta að verkstjórn og öðru sem tengst hefur störfum hans. Eggert starfaði síðan á búi for- eldra sinna í Grímstungu til 1958, hóf þá sjálfur búskap á hluta jarðar- innar og stofnaði nýbýlið Hjarðar- tungu úr Grímstungulandi 1959. Hann keypti síðan Grímstungujörð- ina alla auk jarðarinnar Kvisthaga 1969 og stundaði áfram búskap til 1984. Eftir að Eggert brá búi átti hann heima á Blönduósi í rúmt ár, var síðan bæjarverkstjóri á Seyðisfirði í rúm fimm ár en flutti til Keflavík- ur 1991 og hefur verið þar flokks- stjóri hjá Keflavíkurbæ síðan. Eggert var gangnastjóri á Gríms- tunguheiði, sat í hreppsnefnd Ása- hrepps og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreppinn. Fjölskylda Eggert kvæntist 15.6.1963 Kristínu Hjördísi Líndal, f. 26.6.1941, hjúkr- unarfræðingi. Hún er dóttir Jónat- ans Líndal, hreppstjóra á Holtastöð- um í Langadal, og Soffíu Pétursdótt- ur Líndal, hjúkrunarfræðings og húsfreyjuþar. Börn Eggerts og Kristínar Hjör- dísar eru Sigríður Jóna, f. 17.11. 1958, gift Lýði Viktorssyni og eiga þau þrjú börn, Hjalta, Ernu og Sig- urdísi Sóleyju; Soffla, f. 6.9.1964, en sambýlismaður hennar er Stein- grímur Reynisson og eiga þau eina dóttur, Hafdísi; Páll Örn Líndal, f. 22.5.1967, en sambýliskona hans er Ólöf Sigurjónsdóttir og er dóttir þeirra Eydís Arna; Þröstur Heiðar Líndal, f. 24.5.1972; Jónatan Líndal, f.26.6.1973. Systkini Eggerts: Helga Sigríður, f. 19.5.1916, d. 2.11.1920; Björn Jak- ob, f. 10.9.1918, kvæntur Erlu Guð- mundsdóttur; Helgi Sigurður, f. 11.8. 1920, d. 13.4.1939; Helga Sigríöur, f. 14.4.1922., gift Helga Sveinbjörns- syni; Ragnar Jóhann, f. 5.7.1924, kvæntur Elínu Jónsdóttur; Grímur Heiðland, f. 3.6.1926, kvæntur Magneu Halldórsdóttur; Kristín Ingibjörg, f. 5.12.1931, gift Jóni Bjarnasyni. Foreldrar Eggerts voru Lárus Björnsson, f. 10.12.1889, d. 27.5.1987, bóndi í Grímstungu, og Pétursína Eggert Egill Lárusson. Björg Jóhannsdóttir, f. 22.8.1896, d. 27.7.1985, húsfreyja. Lárus var sonur Bjöms Eysteins- sonar, b. í Grímstungu, og Helgu Sigurgeirsdóttur húsfreyju, af Hraunkotsætt. Pétursína var dóttir Jóhanns Skarphéðinssonar, b. á Hvoli í Vest- urhópi, og Höllu Ragnheiðar Egg- ertsdóttur. Ólöf J. Sigurgeirsdóttir Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir síma- dama, Rituhólum 3, Reykjavík, er fimmtugídag. Starfsferill Ólöf fæddist í Vestmannaeyjum, ólst þar upp og lauk þar gagnfræða- prófi. Auk húsmóðurstarfa stundaði hún skrifstofu- og verslunarstörf. Þá hefur hún stundað heimilisiðn- að, verið meö iðnrekstur í tólf ár og unniö við símavörslu. Ólöf er félagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur og systir í Oddfellow Rebekkustúkunni nr. 1, Bergþóru. Fjölskylda Ólöf giftist 14.11.1964 Jóni Sig- urðssyni, f. 8.12.1941, framkvæmda- stjóra. Hann er sonur Sigurðar Jó- hannssonar, sem lést 1965, og Ásu Bjömsdóttur. Börn Ólafar og Jóns eru Ólafur Jón, f. 5.8.1966, fulltrúi markaðs- deildar Stöðvar 2, kvæntur Gerði Petreu Guðlaugsdóttur og em börn þeirra Guðjón Bjarki, f. 26.3.1989, og Jón Axel, f. 2.11.1992; Ásgeir, f. 1.10.1967, nemi við Handíða- og myndlistaskólann, en unnusta hans er Guðbjörg Matthíasdóttir; Elísa Guðlaug, f. 16.4.1973, nemi í uppeld- isfræði í Seattle í Bandaríkjunum, en unnusti hennar er Valtýr Þóris- son. Alsystir Ólafar er Ruth Halla Sig- urgeirsdóttir, gift Ólafi Axelssyni og eigaþauþrjásyni. Hálfsystir Ólafar, sammæðra, er Guðrún J. Jónsdóttir, gift Sveini Kr. Péturssyni og eiga þau einn son. Hálfsystkini Ólafar, samfeðra, eru Eiríkur Heiðar, kvæntur Sigríði Dagbjartsdóttur og eiga þau þijár dætur; Guðfmna Guöný, var gift Hermanni Inga Hermannssyni og eiga þau fjögur börn; Sæfinna Ásta, gift Þorbimi Númasyni og eiga þau þrjú börn, Emma Hinrikka, gift Ól- aíi Lárussyni og eiga þau tvö syni; Þór, var kvæntur Hjördísi Kristins- dóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Ólafar: Sigurgeir Ólafs- son, f. 21.6.1925, starfsmaður hafn- arstjórnar í Vestmannaeyjum og fyrrv. forseti bæjarstjórnar þar, og Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir. Ólöf var ahn upp hjá móðurfor- eldram sínum í Vestmannaeyjum, Jóni Einarssyni, f. 13.6.1895, d. 27.11. Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttlr. 1989, og Ólöfu Friðfinnsdóttur, f. 11.11.1902, d. 5.11.1985. Ólöf Jóna og Jón taka á móti gest- um í Akogessalnum, Sigtúni 3, milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Georg Már Michelsen Georg Már Michelsen bakarameist- ari, Heinabergi, Þorlákshöfn, verð- ur fimmtugur mánudaginn 19.9. nk. Starfsferill Georg Már fæddist í Hveragerði og ólst þar upp. Hann lærði bakara- iðn í Hveragerði hjá fóðurbróður sínum, Georg Michelsen, og starfaði þar um skeið, auk þess að vera í slökkviliði Hveragerðis. Georg Már rekur nú sitt eigið bak- arí í Þorlákshöfn sem hann stofnaöi ásamt konu sinni árið 1982. Þá er hann einn af stofnendum og rekstraraöili að Innkaupasambandi bakara sem var stofnað 1989. Fjölskylda Georg Már kvæntist 19.9.1963 Önnu Sigurlaugu Þorvaldsdóttur, f. 19.3.1944, verslunarmanni. Hún er dóttir Þorvalds Sveinssonar sjó- manns og Sigríðar Einarsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Georgs Más og Önnu Sigur- laugar em Páll Michelsen, f. 1.6. 1963, bakari í Þorlákshöfn, kvæntur Leu Michelsen og eru böm þeirra Eva Rún, f. 7.6.1984 og Axel Nic- olai, f. 15.9.1992; Sigríður Michelsen, f. 12.8.1964,húsmóðiríReykjavík, gift Svani Ö. Tómassyni smið og em böm þeirra Ragnar Már, f. 5.8.1981, Hreiðar Örn, f. 29.6.1988, og Aron Ingi, f. 27.12.1990; Örvar Már Mic- helsen, f. 3.7.1973, nemi í foreldra- húsum. Bræður Georgs Más eru Frank Michelsen, f. 10.11.1941, sendibíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Svein- björgu Steinþórsdóttur og eiga þau þijá syni; Ragnar Michelsen, f. 4.7. 1945, blómaskreytingamaður í Reykjavík. Foreldrar Georgs Más: Paul Valdi- mar Michelsen, f. 17.7.1917, fyrrv. forstjóri í Reykjavík, og Sigríður R. Michelsen, f. 14.2.1916, d. 7.6.1988, hárgreiðslukona. Georg Már tekur á móti gestum í Georg Már Michelsen. Hótel Örk í Hveragerði laugardag- inn 17.9. milli kl. 17.00 og 19.00. Sigurjón Þóroddsson. Til hamingju meö af- mælið 16. september Þórunn Ágústsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Kristín Helgadóttir, Njálsgötu 87, Reykjavík. Bjarni M. Stefánsson, Lindargötu 61, Reykjavík. Svanhvít Hávarðsdóttir, Múlavegi28, Seyðisfirði. Gísli Ólafur Emilsson, Hjallabraut62, Haiharílrði. Gíshverður að heiman. Hjálmar Júlíusson, Lundargötu 13b, Akureyri. 60ára Eirikur Sigurjónsson, bóndi á Lýtingsstöðum, iHolta-ogLandsveit. Eiginkonahans er Sigrún Har- aldsdóttir, hús- freyja ogbóndi. í tilefni dagsins býðurQöl- skvldan sveit- ungum. vinum ogvandamönn- um til kvöldverðar i Hreppssaln- um að Laugalandi laugardaginn 24.9. kl. 20.30. 50 ára Jórunn Andersen, Amarheiði 12, Hverageröi. Valgerður Jónasdóttir, Hafnarbraut 6, Bíldudal. Guðný Halldórsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Birkivöllum29, Selfossi. Guðný tekur á móti gestum að heimilí sínu að kveldi 17.9. Arndís Helgadóttir, Hagamel 51, Reykjavík. Ingi Karl Ingvarsson, Hlíðarvegi 16, Bolungarvík. 40ára Sólrún Björg Kristinsdóttir, Kringlunni 67, Reykjavik. Ásta Lunddal Friðriksdóttir, Lyngbaröi 3, Hafnaríirði. Guðmundur Jóhann Gíslason, Foldahrauni 39a, Vestmannaeyj- um. Hanna I. Sigurgeirsdóttir, Rauðarárstíg 33, Reykjavík. Andrés Kristjánsson, Setbergi 16, Þorlákshöfh. Eiríkur Rúnar Hauksson, Stapaseli 8, Reykjavík. Ómar Guðjónsson, Breiðvangi 3, Hafnarfirði. Sigrún Axelsdóttir, Hraunbæ 134, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.