Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 13 Menning Úlfamaöurinn og friða: Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer. Stjömubíó - Úlfur: ★★ !4 Heit ástin úlfanna efni stóðu kannski til þar sem hinum innra hryllingi voru ekki gerð jafn góö skil og hinum ytra, enda auðveld- ara að láta góða fórðunarmeistara í málið og setja úlfafés á hvaða sak- leysislega dóna sem er. Úlfur (Wolf). Handrit: Jim Harrison og Wesley Strick. Kvikmyndataka: Giuseppe Rotunno. Leikstjóri: Mike Nichols. Leikendur: Jack Nicholson, Michelle Pfeif- fer, James Spader, Kate Nelligan, Richard Jenkins, Christopher Plummer. NYúrI Vissulega ^ höfðu þeir farið illa að ráði sínu gagnvart ungu hjúkrunar- nemunum - En hver þeirra bar þvílíkan hefndarhug í brjósti eftir öll þessi ár? ^ 895 kr, á nœsta sölustað og ennþá ódýrari í áskrift i sima 63-27-00 Þjóðsagan um varúlfinn, manninn sem breytist í úlf á fullu tungli og hungrar þá í mannakjöt, hefur oft og lengi verið kvikmyndagerðar- mönnum hugstætt yrkisefni, bæði í gaihni og alvöru. Sá gamalreyndi og oft á tíðum frambærilegi leikstjóri Mike Nichols hefur bætt einni slíkri í safnið og fékk til liðs við sig ekki ómerkara fólk en Jack Nicholson, Michelle Pfeiffer, James Spader og Christopher Plummer, svo einhverj- ir séu nefndir. Nicholson leikur útgáfustjórann Will Randall sem er á heimleiö til New York um snæviþakta vegi Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Vermont eða New England (hann er ekki samkvæmur sjálfum sér) þegar hann verður fyrir því að úlfur bítur hann, á fullu tungli. Fljótlega eftir heimkomuna fer Randall að líða eitthvað undarlega, hið fyrsta sem hann verður var við er að hár fer að vaxa í kringum bit- sárið og skynfæri hans verða öll miklu næmari en ella, skynfæri sem siðmenningin hefur slævt. Og hvað er dæmigerðara fyrir menningu okk- ar en einmitt bókaútgáfa? Á sama tíma og hann er hægt og bítandi að breytast í úlf verður út- gáfustjórinn að glíma við vargabælið sem útgáfufyrirtækið er eftir að auðkýfingur nokkur, Alden að nafni (Plummer), tók það yfir og hyggur á róttækar breytingar. Eiginkonan (Nelligan) er honum líka ótrú með Stewart (Spader), helsta lærisveini han9 í útgáfunni og manninum sem sækist eftir stööu hans og völdum, þótt samviskan nagi þann kauöa að innan. Nú, svo á Randall í sambandi við Lauru Alden (Pfeiffer), dóttur auðkýfingsins og vandræðabarn. Vald án sektarkenndar. Ást án skil- yrða. Þannig er það hjá úlfmum en sjéddnast hjá manninum. Það er því ekkert undarlegt að innst inni viiji menn breytast í úlfa. Úlfur hefur margt sér til ágætis, skemmtilega og drungalega kvik- myndatöku (sérstaklega er upphafs- atriðið eftirminnilegt þar sem það leiðir okkur inn í heim ævintýranna, jafnvel ímyndananna og einhvers konar klikkunar)' og góðan leik helstu karla og kvenna, þótt Jack Nicholson sé þar líklega fremstur meðal jafningja. En þrátt fyrir öll þessi góðu tilþrif nær myndin aldrei að verða jafn sterk og áhrifamikil og Flaututónleikar Tónleikar voru í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gærkvöldi. Friðrik Óðinn Þórarinsson lék á ílautu og Peter Máté á píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Johann Sebastian Bach, Frederich Chopin, C.W. Gluck, Francis Poulenc, F. Borne, Claude Debussy og Sergei Prokofiev. Verkefnavalið á þessum tónleikum var fjölbreytt en samt býsna hefð- bundið. Þau verk sem mest var í spunnið voru hin fræga Svíta Bachs nr. 2, Sónata Poulencs og Sónata Prokofievs. Þessi verk eru öll verðug við- fangsefni, vel gerð og fallega hljómandi. Það sama má segja um dans Glucks úr óperunni Orfeus og Evrídís og Syrinx eftir Debussy. Önnur verk, sem flutt voru þarna, verða að teljast léttvægari enda þótt þau Tónlist Finnur Torfi Stefánsson reyndu nokkuð á fingrafimi flautuleikarans. Það hefði hresst töluvert upp á efnisvalið ef einhver nútímaverk hefðu fengið að fljóta með, enda er af nógu að taka af góðum nýlegum verkum fyrir flautu. Friðrik Óðinn hefur búið lengst af á Bretlandi og þar hefur hann feng- ið tónlistarmenntun sína. Leikur hans var yfirleitt skýr og tær og komst flest vel til skila. Túlkunin var yfirleitt hógvær, jafnvel fullhógvær. Stund- um hefði hann mátt leika af meiri sannfæringu og krafti en það er nokk- uð sem áreiðanlega á eftir að koma þegar þessum unga flautuleikara, sem enn er í námi, vex reynsla og þroski. Peter Máté skilaði sínu hlutverki vel eins og við var að búast. Honum virðist ekki láta neitt síður að leika kammertónlist en einleiksverk og sýndi hann flautunni tilhlýðilega tillits- semi svo sem vera ber. Samleikur þeirra félaga var yfirleitt nákvæmur en stundum var eins og tilþrif mættu vera meiri. RúRek - föstudagur og laugardagur: Siórsveit Reykja- víkur og Bob Grauso Það vantar eitthvað á djasshátíð ef erigin er stórsveitin. Að þessu sinni var það Stórsveit Reykjavíkur sem sá um þann þátt mála. Stjórnandi hennar er trompetleikarinn Sæbjörn Jónsson. Sérstakur gestur stórsveit- arinnar var bandaríski trommarinn Bob Grauso. Hann var líka gestur Tríós Ólafs Stephensens sem lék í Menningarstofnun Bandaríkjanna á föstudagseftirmiðdag. Um kvöldið stjórnaði hins vegar Grauso Stór- sveitinni í Súlnasal. Voru þar fluttar allviðamiklar útsetningar eftir Bob Mantooth á ýmsum þekktum lögum auk hans eigin lags, „Shoehorn Shuffle", en í því lék Grauso sjálfur á trommurnar. Eitthvað var nú hljómsveitin óþétt á köflum í þessum lögum og ljóst að meiri tími hefði mátt vera til æfinga. Stefán S. Stef- ánsson sýndi bærilegustu takta á alt- saxófón í lagi eftir Cannonball Add- erley en Veigar Margeirsson tromp- etleikari virtist ekki nógu vel kunn- ugur hljómunum í „Alfie“. Hann stóð sig miklu betur í Ráðhúsi Reykjavík- ur daginn eftir en þar lék hljómsveit- in það sem hún hefur verið aö æfa nýverið undir stjórn Sæbjörns auk nokkurra laga frá því í fyrra. Hljómsveitin var miklu þéttari þarna í Ráðhúsinu en kvöldið áður og saxófóngeirinn sérstaklega í ess- inu sínu. Grauso tók við af Einari Val Scheving trommara í tveimur verkum. í því síðara, „Outside St. Louis", ásamt viðkomu í „St. Louis Blues" áttu allir saxamir sóló, hvert öðru betra, auk Gunnars Hrafnsson- ar bassaleikara sem tengdi lögih tvö með skemmtilegu sólói. Grauso sjálf- ur var með ágætt stutt sóló og svo framvegis en heildarsvipurinn var Djass Ingvi Þór Kormáksson samt ekki góður. „Blues for Thad“ í lokin var hressi- legt og sýndi Stórsveitina frá sinni bestu hlið. Með einhverjum fjárhags- legum stuðningi væri örugglega hægt að gera heilmikiö meira. Sérunniö timbur Heflað, sagað og fræst eftir ykkar óskum HUSASMIÐJAN Verkstæði, Súðarvogi 3-5 ©687700, beinns 34195

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.