Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 5 Fréttir i Jón Baldvin heldur áfram að ráða krata til utanríkisráðuneytisins án þess að auglýsa stöðumar: Tólf kratar ráðnir eða hækkaðir í tign á 5 árum - nýjasta ráðningin er Bjarni Sigtryggsson sem blaðafulltrúi ráðuneytisins Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráöherra og formaður Alþýöu- flokksins, hefur á síðustu fimm árum ráöið eða hækkað í tign 12 flokks- bræður sína í utanríkisráðuneytið eða stofnanir sem heyra undir það. Nýjasta krataráöningin átti sér staö á dögunum þegar Bjarni Sigtryggs- son var ráðinn blaðafulltrúi utanrík- isráðuneytisins. Engar af þessum 12 stöðum hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. Jón Baldvin réð Bjarna Sigtryggs- son til sín sem blaðafulltrúa i ijár- málaráðuneytið þegar hann varð íjármálaráðherra 1987. Bjarni hætti þar síðan um leið og Jón Baldvin. Síðan hefur Bjarni unnið við eitt og annað, meðal annars verið dagskrár- gerðarmaður á rás 1. Hann hefur hins vegar haft þaö að aukastarfi að senda daglega fréttir í símbréfi til sendiráða íslands erlendis um nokk- urt skeið. Þeir 12 alþýðuflokksmenn sem Jón Baldvin hefur ráðið til starfa í utan- ríkisráðuneytið eða stofnanir þess, án þess að stöðurnar væru auglýstar eru: Kjartan Jóhannsson, fyrrum for- maður Alþýðuflokksins, ráðinn til starfs sem búiö var til handa honum í Brussel 1989. Nú er hann nýskipað- ur sendiherra í London, en tekur ekki við því starfl fyrr en starfslok verða hjá honum sem framkvæmda- stjóri EFTA í Genf. Þröstur Ólafsson, kom úr Alþýðu- bandalaginu yfir í Alþýðuflokkinn og var ráðinn til sérverkefna 1990. Síðan aðstoðarmaður utanríkisráð- herra 1991. Þorbjörn Jónsson til starfa í ráðu- neytinu 1990. Hann er sonur Jóns Sigurðsson fyrrum iðnaðarráðherra. Jakob Frímann Magnússon hljóm- listarmaður verkefnaráðinn menn- ingarfulltrúi sendiráðsins í London 1991. Nú fastráðinn í utanríkisráðu- neytinu og settur sendiherra í Lon- don frá næstu áramótum þar til Kjartan Jóhannsson tekur við. Björgvin Guömundsson, fyrrum borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, for- stjóri BÚR og fiskútflytjandi, ráðinn til starfa í viðskiptadeild utanríkis- ráðuneytisins 1992. Árni Páll Árnason, áður alþýðu- bandalagsmaður en gekk í Alþýðu- flokkinn, ráðinn í sérverkefni 1992. Síðan fastráðinn 1994. Eiður Guðnason, fyrrverandi þing- maður og ráðherra, geröur að sendi- herra 1993. Gottskálk Ólafsson hækkaður í tign úr stöðu deildarstjóra í stöðu aöaldeildarstjóra í' tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Einar Birgir Eymundsson var um leið færður úr stöðu yflrtollvarðar í stööu deildarstjóra. Og þetta sama ár réð Jón Baldvin Guðfinn Sigurvinsson, fyrrum bæj- arstjóra í Keflavík, í stöðu skrifstofu- stjóra hjá Flugmálastjórn á Keflavík- urflugvelli. Loks var svo Kristinn T. Haralds- son, (Kiddi rótari) látinn hætta sem ráðherrabílstjóri Jóns Baldvins og ráðinn nokkru síðar til starfa í Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli. Borgarráð: Starfsmaður vinni að bættri borg fyrir börn Borgarráð hefur samþykkt að leggja til við gerð fjárhagsáætlunar 1995 og 1996 að ráðinn verði starfs- maður með hjúkrunar- eða uppeldis- menntun til að vinna að átaksverk- efni undir yflrskriftinni „Betri borg fyrir börn“. Sérstakur verksamning- ur verður gerður við Slysavamafélag íslands vegna þessa og verður starfs- maðurinn með aðsetur hjá Slysa- varnafélaginu. Akveðið hefur verið að skipa fram- kvæmdanefnd til að vinna að átaks- verkefninu og verður hún skipuð fulltrúa frá umferðarnefnd, embætti borgarverkfræðings og slysadeild Borgarspítalans en í vor ákvað borg- arráð að koma á fót vinnuhópi með tiu fulltrúum undir stjórn fram- kvæmdastjóra íþrótta- og tóm- stundaráðs. Kratarnir hans Jóns Eiöur Guönason Jakob Fr. Magnússon Björgvin Guömundsson Gottskálk Ólafsson Arni Páll Árnason Kristinn T. Haraldsson Kjartan Jóhannsson Guðfinnur Sigurvinnsson Þorbjörn. Jónsson- Þröstur Ólafsson mmm ;:'vlííSÁí;fe#í\ jL m&=! KALLA KANÍNU KLÚBBURINN! DRECIÐ VERÐUR: 30. NÓVEMBER, 15. DESEMBER OC 15. JANÚAR. TAKTU ÞATT I NESQUIK LEIKNUM OC ÓERSTU S/ÁLFKRAFA MEÐLIMUR í KALLA KANÍNU KLÚBBNUM. STUNDASKRÁ MEÐ ÞÁTTTÖKUSEDLI FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERSLUN LITAÐU KALLA OC SENDU INN FYRIR15. NÓVEMBER1994. MEÐAL VERDLAUNA ERU 3 FJALLAHJÓL, 15 SNJÓÞOTUR MED STÝRI, 45 NESQUIK HANDKLÆÐI OC LOKS KALLI KANÍNA HANDA45 HEPPNUM KRÖKKUM q\,K ER MEÐ KVEÐJU! fALU MN'á/4 X*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.