Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 Utanríkisráðherra Noregs er sannfærður um að miklu léttara sé að eiga við Arafat en Jón Baldvin Hannibalsson. Arafatmiklu léttari en Jón Baldvin „Það er mun léttara að eiga viö Arafat en þig,“ sagði Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, við starfsbróður sinn, Jón Bald- vin Hannibalsson, þar sem báðir voru á skemmtisiglingu með strandferðaskipinu Rögnvaldi jarli við Tromsö í fyrradag. Ummæli Að halla höfðinu, stífna í hálsinum og stara er ekki nóg, segir Súsanna „I hlutverki Macbeths er Þór Tulinius. Hann hefur því miður ekkert í þennan geggjaða og ílókna mann að gera. í fyrsta lagi skorti Þór þá útgeislun og vald á sviði sem dregur skilyrðislaust að sér athygli áhorfandans. I öðru lagi er raddbeitingu hans og framsögn mjög ábótavant. Svip- brigði og textameðferð eru rýr og komust sveiflur Macbeths, illska, ótti og örvænting, ekki nógu vel til skila. Það er ekki nóg að halla höfðinu út á hlið, gera sig stífan í hálsinum og stilla augasteinana á störu,“ segir Súsanna Svavars- dóttir í leiklistargagnrýni sinni um uppfærslu Frú Emilíu á Mac- beth. Getur rýtingur í bakið verið annað en óþægilegur? „Þetta er rýtingur í bakið og það óþægilegur," sagði Birgir Bjarna- son, forstjóri Loðskinns á Sauð- árkróki, í DV í gær um kaup Skinnaiðnaðar á hiut Sláturfé- lags Suðurlands í Loðskinni. Innbrotaþreyta í Borgarnesi „yið erum orðnir þreyttir á þessu," sagði Þórður Sigurðsson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, í samtah við DV í gær um öll þau innbrot sem hafa verið framin í umdæminu að undanförnu. Virð- ist sem góðkunningjar lögregl- unnar í Reykjavík séu farnir að „heimsækja" nágrannasveitir í skjóh myrkurs. Sagtvar: Þessir tveir flokkar fengu sinn- hvorn manninn. Gætum tunguimar Rétt væri: ... fengu sinn mann- inn hvor. Skýjað og súld sunnanlands í dag er búist við hægri vestan- og norðvestanátt á landinu en vestan- Veðriö í dag og suðvestanátt í nótt. Skýjaö mun verða sunnanlands og súld á landinu vestanverðu. Annars staðar verður bjartviðri. Hiti verður frá 0 stigum upp í 8 stig, hlýjast sunnan- og vest- anlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður vestan eða norðvestan gola eða kaldi en vestan og norövestan kaldi í nótt. Hiti verður á bihnu 6 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.51 Sólarupprás á morgun: 6.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.23 Árdegisflóð á morgun: 4.47 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 5 Akurnes léttskýjað 3 Bergsstaöir úrkoma í grennd 5 Keflavíkurflugvöllur skýjað 8 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 6 Raufarhöfn rigning 6 Reykjavík skýjað 8 Stórhöföi■ skýjað 7 Bergen rigning .11 Helsinki skýjað 13 Kaupmannahöfn rigning 12 Berlín rigning 12 Feneyjar þokumóða 12 Frankfurt rigning 10 Glasgow léttskýjaö 8 Hamborg rigning 11 London skýjað 10 Nice hálfskýjað 14 Róm hálfskýjað 18 Vín léttskýjaö 16 Washington þokumóða 23 Winnipeg skýjað 13 Þrándheimur rigning 6 Heiðar Astvaldsson hefur kennt dans í 40 ár: Dansinn eins og tré sem bætir við sig laufurn „Eg hef eiginlega meira gaman af þessu í dag en nokkru sinni fyrr. Það stafar sjálfsagt af því að ég hef meiri þekkingu nú. Það er auöveld- ara að kenna þegar þekkingin er meiri. Þetta verður aldrei leiði- gjamt því dansinn er eins og tré sem alltaf bætir við sig laufum. Maður dagsins Maður er alltaf að fá ný og ný lauf til að skreyta tréð með,“ segir Heið- ar Ástvaldsson danskennari en nú í haust er hann búinn að kenna dans í 40 ár. Heiðar hóf að kenna dans haustið 1954 með Rigmor Hansen sem var vinsælasti danskennari bæjarins, en Heiðar var þá nýbyrjaður í Verslunarskólanum. Hann aðstoð- aði Rigmor þau tvö ár sem hann Heiðar Astvaldsson danskennari. var 1 skólanum. Heiðar fór út til náms I Englandi 1 eitt ár og kom síðan heim og stoíhaði Dansskóla Heiðar Ástvaldssonar 1956. Skól- ann hefur hann rekið óslitið síðan og ávallt verið nóg að gera. Hann hefur menntað sig í danslistinni víða um heim í gegnum árin. Heiðar var kosinn formaður Dansráðs íslands í júní sl. Þá sam- einuðust Félag íslenskra dans- kennara og Danskennarasam- bands íslands í eitt félag, Ðansráð íslands. „Áhugamál mín eru kannski aht of mörg en mestan áhuga hef ég á mannkynssögu og lögfræði en ég heflíka mikið gaman af þvi aðferð- ast. Ég hefði í sjálfu sér getað hugs- að mér að læra margt annað en að verða danskennari," segir Heiðar Foreldrar Heiöars hétu Ingibjörg Ingvarsdóttir og Ástvaldur Krist- jánsson en þau eru bæði látin. Kona hans heitir Hanna Frímanns- dóttir og sonurinn Ástvaldur Heið- arsson. Heiðar er fæddur og uppal- inn á Siglufiröi. Mikill fótbolti á morgun Engir stóratburðir eru í íþrótta- lífinu í dag en á morgun verða umferöir bæði í fyrstu og annarri deild karla i knattspymu. 10 leik- ir eru á dagskrá og hefjast þeir íþróttir allir kl. 14. FH og Stjarnan spila, ÍBV og Fram, ÍBK og ÍA, KR og Þór, UBK og Valur, Selfoss og Þróttur N, KA og HK, Víkingur og ÍR, Þrótt- ur R. og Fylkir og Grindavík og Leiftur. Skák Frá minningarmótmu um Donner í Amsterdam. Fyrrverandi heimsmeistari, Vassily Smyslov, hafði svart og átti leik í þessari stöðu gegn Pachman, Tékklandi. bI 1 # 7 A 1 iii 6 * 1 ft JLá 5 í:a & w& jt 3 'W 4A & 2 A A íiá & A á c-aq 1 s ABCDEFGH 14. - Rbxd5! 15. cxd5 Dxh4 16. Dxb7 Db4! 17. Dxb4 cxb4 18. Rb5 Rxd5 19. Bf3 Bd3 29. Bxd5 Bxb5 30. Bxa8 Bxfl 31. Be4 Ba6 og í þessari vonlausu stöðu gafst Pach- mann upp. Skákin var tefld í flokki samferða- manna Donners þar sem Smyslov, Unzic- her og Gligoric deildu sigrinum með 5,5 v. Næstir komu Velimirovic og Ligterink með 5, Bronstein og Hort fengu 4,5, Ree 3,5 og Hartoch og Pachman 3 v. Jón L. Árnason Bridge Flestir þeir sem nota Stayman sagnvenj- una eftir opnun á einu grandi hafa aðeins þrjú möguleg svör hjá opnara. Eftir tveggja laufa spurninguna segir opnari tvo tígla sem neita fjórht í hálit, tvö hjörtu sem lofa fjórlit i hjarta (og hugsanlega einnig í spaða) og tvo spaða sem neita fiórlit í þjarta og lofa tjórlit í spaða. Önn- ur svör eru ekki leyfð - mest vegna þess að sagnir hafa tilhneigingu til þess að fara of hátt, ef svarhendi hefur til dæmis veik spil og háliti. í sumum tilfellum get- ur það þó komið sér vel að nota fleiri svör eins og í þessu spili sem kom fyrir í tvímenningskeppni í Noregi fyrir skömmu. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, norður gjafari og enginn á ♦ G87543 V 94 ♦ D85 + 74 Norður Austur Suður Vestur 1 g pass 2+ pass 3+ pass 3V pass 4? p/h Svar norðurs á þremur laufum neitaði flórlit í háht en lofaði fimmlit í laufi. Suður sá fram á veikleika í spaðalitnum í gröndum og kynnti þess vegna Qórht sinn í hjarta. Norður lyfti samningnum í fjóra sem reyndist góð lokaniðurstaða eftir að út kom tromp. Spilið var sphað á 23 borðum í keppninni og á 21 þeirra var lokasamningurinn 3 grönd. Þau fóru niður á öllum borðunum eftir spaðaút- sph frá austri. Þeir sem nota Stayman og geta svo spurt aftur um hendi opnara með endurspumingu á tveimur spöðum eöa þremur laufum, ættu einnig að eiga möguleika á að ná rétta samningnum. ísak Örn Sigurðsson hættu: * Á62 V Á852 ♦ K72 + G106 ♦ D10 V D76 ♦ Á106 + ÁK9 ♦ K9 V KG1( ♦ G943 + D85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.