Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 15 Alþingi verði þjóðþing „Tímarnir breytast og mennirnir með“ - eða hvað? Löggjafarþingið okkar, Alþingi, á erfitt með að horf- ast í augu við hreytta tíma. Stuðlað hefur verið að fálmkenndum að- gerðum til þess að breyta sýslu- nefndum í héraðsnefndir og sam- eina sveitarfélög hér og þar. Þegar kemur að sjálfu Alþingi ríkir mikil frostharka. Eins og sitjandi þing- menn séu fastir í spólfari löngu úreltrar hugsunar um skiptingu þjóðarinnar um hagsmuni hennar eftir búsetu, að ekki sé minnst á víðtæk afskipti og sérgæsku þeirra um hvaðeina sem tilheyrir fram- kvæmdavaldinu. Löggjafarþingið hefur lengi verið í þeim heimatilbúnu fjötriun að misnota aðstöðu sína til þess að hafa hvers konar áhrif á fram- kvæmdavaldið. Því hefur jafnvel tekist að lögfesta áhrif sín á fram- kvæmdir, eins og um að þingmenn skipti milli sín og kjördæma sinna framkvæmdum í samgöngumál- um. Hámarki nær þessi hagsmuna- gæsla þegar þingmenn eru valdir í ráðherrastóla. Því miður er þetta svo og hefur verið svo langalengi. Fyrir utan þá nauðsyn að sameina íslendinga um raunverulegt þjóð- þing er það brýnast að skilja fram- kvæmda/ráðherravaldið skýrt frá þinginu. Svo sem með því að ráð- herrar sitji ekki á Alþingi sem þingmenn með atkvæðisrétti. Nú- gildandi samkrull í löggjöf og fram- kvæmd hennar felur í sér alls kon- ar hagsmunaárekstra og dreiflr svo ábyrgð að stjórnmálaforysta okkar er nánast ósakhæf. Alþingi fyrir eina þjóð Það að tilraunir hafa verið gerðar til þess að endurskoða innbyrðis landamæri um héruð og sveitarfé- lög er vitanlega merki um nokkur sinnaskipti úr allt að því fornöld til nútíma og framtíðar. Stokkun löggjafarvaldsins á Alþingi og framkvæmdavalds ríkisins er al- veg óleyst vandamál. I nútimaver- öld okkar íslendinga er það út úr öllum kortum að við skiptum liði innbyrðis og berumst á banaspjót- um eftir búsetu. Löggjafarsam- kundan, Alþingi, á að verða eins Kjallaiinn Herbert Guömundsson félagsmálastjóri Verslunarráðs íslands fljótt og framkvæmanlegt er raun- verulegt þjóðþing um leikreglur okkar sem standi hverju sinni fremst um löggjöf og stjórnsýslu sem þarf til þess að við náum ár- angri í lífsbaráttunni. Aformin um að „heimastjórn" öflugra sveitarfélaga og stórra landshlutasamtaka um innri stjórnunar- og þjónustumálefni fái staðist lúta vitanlega að því að rík- ið sjálft skorði starfsemi sína við miklu takmarkaðra hlutverk en það sem mótað var fyrr og við ger- ólíkar aðstæður. Það er ekki bæði hægt að halda og sleppa og það hlýtur að standa til að stjórnkerfi ríkisins verði breytt um leið. Þá er komin röðin að Alþingi annars veg- ar og skipulagi ráðuneyta og um- svifum þeirra hins vegar. Það á kjósa til mjög hóflega skip- aðs Alþingis fyrir þjóðina í einu kjördæmi með kostum á veruleg- um áhrifum á val einstaklinga. Við eigum að útbúa okkur sem einfald- ast kerfi til vals á löggjafarþingið og gera það að þeirri forystusveit sem við þörfnumst. Það á að gera framkvæmdavaldið undir forystu ráðherra ábyrgt gagnvart löggjaf- anum. Agnarsmátt fyrirtæki I raun og veru er íslenska þjóðin eitt agnarsmátt fyrirtæki, ekki að- eins á alþjóðlegan mælikvarða heldur í öllum skilningi. Ef við ætlum okkur að vera til og gera það gott í þessari að'stöðu, þýðir vitan- lega ekki annað en að standa sam- an og endurskipuleggja „fyrirtæk- ið“. Til þess að ná árangri í slíkri viðleitni kemur sterklega til álita að fórna minnst þriðjungi núver- andi sæta á Alþingi, kjördæma- skiptingunni, ráðuneytum um helming og ráðherrum um þriðj- ung. Þetta er raunar ekki kallað fórn, almennt talað, þetta nefnist hagræðing, jafnvel í munni þing- manna, alla vega þegar þeir eru ekki að tala um sjálfa sig. Herbert Guómundsson „Þegar kemur að sjálfu Alþingi ríkir mikil frostharka." „í raun og veru er íslenska þjóðin eitt agnarsmátt fyrirtæki, ekki aðeins á al- þjóðlegan mælikvarða heldur í öllum skilningi.“ Góð íþrótt gulli betri Öll þekkjum við hin alkunnu orð: - Góð íþrótt, gulli betri. Oft hafa þau orð í hug mér komið að undanfórnu í öllum þeim keppni- særanda sem yfir hefur glumið nú í sumar. Allt þetta keppnistal alls staðar og í öllu vekur ærna umhugsun um það hvort áttum sé haldið eða út í öfga komið. Meginspurningin snýr auðvitað að því hversu mörgum nýtist í alvöru, hversu almenn og altæk íþróttaiðkunin er og hvort keppnisáráttan sé að bera ýmislegt annað mikilvægara ofurhði. Og að sjálfsögðu hlýtur að eiga að spyrja hversu varið sé hinum miklu fjármunum sem hér eru með í spilinu - íjöldanum til farsældar eða fáum útvöldum? Hér verður allt öfgalaust að skoða i ljósi þess að viss keppni er býsna öruggur og trúlega eðlilegur fylgi- fiskur íþróttaiðkana, þaö að ná lengra, gera betur, standa sig sem best, allt er þetta samslungið mannlegu eðli. Ofurkappið eitt eftir? Hitt er alvarlegra ef menn hafa misst svo sjónar á leiknum, hollri þjálfuninni, mannræktinni sjálfri, að ofurkappið eitt sé eftir og þar með að fáir einir fái i raun notið. Ekki er ég að fullyrða að svo sé, en vissulega spyr maður sig áleit- inna spurna í þessu efni í ljósi KjaUaiinn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður þeirrar ótrúlegu áherslu sem lögð er á t.d. fréttaflutning af keppni hér og keppni þar og keppni alls staðar. í hverju byggðarlagi, hjá hverju því félagi sem vill standa undir nafni er byrjaö að æfa barnungt fólk - aðallega þó barnunga drengi - einkum í boltaíþróttum og oft fer svo eins og hendi sé veifað að leik- urinn er orðinn aukaatriði, keppn- in með hörku sinni og allt yfir í grimmd miskunnarleysisins er orðið megininntakið og keppnis- ferðir út og suður til að mæla get- una, kanna árangurinn skipta orð- ið öllu máh, að manni finnst. Og af því á miskunnarleysi var minnst þá er það oft óvægið þegar verið er að velja til keppni, að sjálfsögðu aðeins þá allra bestu og hinir sem eflaust hafa' ekki síður lagt sig fram, en eru einfaldlega af ein- hveijum ástæðum lakari, fá að verma varamannabekki utan enda án þess að fá tækifæri eða þá að þeir eru alls ekki með í þessu kalda spili keppnisáráttunnar. Góð íþrótt, gulli betri, hvar er þá grunninntak þessara orða ef þessi getur orðið staðreyndin, sem mig grunar að sé æði oft? Áherslubreytinga þörf Kunnur maður í þessu, sem þjálf- ar barnunga drengi, sagði viö mig á dögunum: „Það verður að velja og hafna, því þetta er enginn barna- leikur, þetta er spurning um hreina og harða keppni, árangur þar öhu öðru fremur og mælikvarðinn á þjálfarana eru mörkin, útkoman í heild í keppni, ekki hve mörgum ég hefi leiðbeint, leyft að spreyta sig á æfingunum, í leiknum sjálf- um.“ Þessi orð hafa mér umhugsunar- efni orðið. Veit ég vel að ýmislegt er gert einnig til að virkja fjöldann, fá sem flesta til að vera með, efla almenn- ingsíþróttir utan keppnisfjötra. Öfurljóst er mér einnig að í bar- áttunni við vímuefnin geta íþrótt- irnar og iðkun þeirra verið árang- ursrík hið besta og afar dýrmætt er það. En er ekki þörf á áherslubreyt- ingu, þar sem ofurkapp gildir ekki? Því sannleikurinn er sá, ef alls hófs er gætt, að góð íþrótt getur verið gulh betri. Helgi Seljan „Hitt er alvarlegra ef menn hafa misst svo sjónar á leiknum, hollri þjálfun- inni, mannræktinni sjálfri, aö ofur- kappið eitt sé eftir og þar með að fáir einir fái í raun notið.“ Regluleg úrelding námsbóka Nemendur hafðirað „Flestir geta verið sammála um aö endumýj- un námsbóka sé af hinu góöa ef hún gagnast þeim sem brúka þær. Kröf- Jl^'flarnason, urnar eru <°™aðurnem- miklar, bæk- enda,éla9sMH' ur þurfa að vera aðgengilegar bæði fyrir nántsmenn og kenn- ara, og því þarf að endurnýja þær, spurningin er bara hversu oft. Sjálfur hef ég fundið fyrir því að bækur úreldast fljótt. Stund- um eru þær stokkaðar upp en oftar leiðréttar frá fyrra upplagi. Þessi „bókaþróun" kemur óþægi- lega við pyngju nemenda. Gömlu skruddunum er ekki hægt að skipta upp í nýjar á skiptibóka- mörkuðum og bóksalar taka ekki við þeim vegna þess að þær selj- ast ekki í gömlu útgáfunum. Nemendur neyðast því oft til þess að kaupa sér nýjar bækur á 3-4 þúsund kr. stykkiö sem þeír nota e.t.v. aðeins eina önn. Vonandi er þetta ekki gróöahyggja útgef- enda eða höfunda en menn leiða óneitanlega hugann að því. Markaðm'inn er stór því að menntun er fjárfesting sem flestir kjósa. Til þess að sem flestir hafi aðgang að menntun þarf að halda bókakostnaði í lágmarki. Stjórn- völd gætu komið th móts við nemendur meö því t.d. að fella niður bókaskatt af kennslubók- um Námsbækur eru verkfæri „Það er eng- in regla í gildi varöandi framhalds- skólana um það hvort skipta skuli út námsbók- um árlega. sem sjaldnást eöa eftir þörf- um. Það síð- asttalda er líkast til hin viður- kennda almenna regla. Eðlilegt og sjálfsagt tilefni til að skipta um bók er væntanlega þegar fram koma nýjungar í námsefninu, viðbótarefni sem vantaði í eldri útgáfu og ekki síst ef námsefhið er tekið öðrum tökum en áöur sem gerir það aðgengilegra. Þá er hugsanlegt að nýr kennari, sem kemur til starfa við skóla og er einn um að kenna viðkomandi áfanga, fái heimild til að nota aðra bók en fyrr. Námsbækur eru raunar meðal þeirra mörgu verk- færa sem notuð eru í skólastarfi og þeir sem þurfa að nota verk- færi í starfi sínu, kennarar sem aðrir, vilja gjaraan beita góðum verkfærum. Haldi einhver því fram að kennarar láti skipta út námsbókum árlega að nauð- synjalausu þá er það alvarleg ásökun. Enginn kennari hefur heimild til aö taka slíka ákvörð- un. Ákvarðanir m.a, um val á námsefni byggjast á faglegu matí. Þær eru teknar sameiginlega af viökomandi kennurum og deild- arstjóra og eru á ábyrgð skóla- meistara.“ Ingibergur Elíasson framhaldsskóla- kennari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.