Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1994 3 Fréttir Atvinnumálanefnd Reykjavíkur: Ræður þrjá ráðgjafa Atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt að ráða Sig- urð P. Sigmundsson, atvinnuráð- gjafa í Eyjafirði, Sigurð Helgason, atvinnuráðgjafá í Kanada, og Hans- ínu Einarsdóttur rekstrarráðgjafa í tvær og hálfa stöðu atvinnuráðgjafa hjá Reykjavíkurborg til áramóta. Ráðningarnar voru samþykktar með þremur atkvæðum en fulltrúar sjálf- stæðismanna sátu hjá. „Við ákváðum að ráða atvinnuráð- gjafa meðal annars til að örva at- vinnulíf í borginni, vinna að stofnun nývirkjamiðstöðvar og veita fyrir- tækjum ráðgjöf. Kostnaðurinn nem- ur rúmum þremur milljónum króna og peningana fáum við úr atvinnu- þróunarsjóði borgarinnar," segir Pétur Jónsson, formaður atvinnu- málanefndar. „Ekki liggur fyrir nein ákveðin stefnumörkun í atvinnumálum í borginni og því fmnst okkur óljóst til hvers er ætlast af þessum ráðgjöf- um. Það þjónar litlum tilgangi að ráða fólk til starfa þegar ekki er vitað hvaða verkefnum það á að sinna. Það eina sem við getum lesið út úr þessu er að ráðgjafarnir eigi að móta at- vinnustefnu R-listans," segir Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi minni- hlutans í atvinnumálanefnd. Samkvæmt heimildum DV taka atvinnuráðgjafamir til starfa um mánaðamót en alls sóttu sex um þessi störf. Isaíjarðarflugvöllur: Það hefur verið baráttumál flug- samgöngur. mannaáísafirðiaðgefiðverðileyfi Hálfdán Ingólfsson flugmaður fyrir næturflugi til og frá ísafjarð- hefur nýlega skrifað flugmálayfir- arflugvelli en í svartasta skamm- völdum bréf vegna málsins og Þor- _deginu eru aðeins um sex klst. til geir Pálsson flugmálastjóri segir að umráða fyrir farþegaflug. Þegar við það sé í athugun að leyfa blindflug bætist hversu flug til ísafjarðar er frá ísaflarðarflugvelli. Sigurvon ÍS-500 týndi stýrinu: Handvömm skipa- smíðastöðvarinnar - segir framkvæmdastjori Fiskiðjunnar Freyju Siguijón J. Sigurösson, DV, fsafirði: „Mín persónulega skoðun er að hér sé um að ræða handvömm Skipa- smíðastöðvarinnar Marsellíusar hf., þ.e.a.s. því fyrii tæki sem varð gjald- þrota fyrir stuttu, því 4. október á síðasta ári fór skipið niður úr slippn- um á ísafirði eftir gagngerar endur- bætur á stýribúnaðinum," sagði Óð- inn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju hf„ á Suðureyri, en fyrirtækið hans gerir út Sigurvon- ina. Stýri snurvoðarbátsins Sigur- vonar ÍS-500 frá Suðureyri datt af skipinu er það var að veiðum útaf Dýrafirði unl hádegisbil á fimmtudag í síðustu viku. Hrútafjörður: Frágangi á vegar- kaflalokið Guðfirmur Finnbogason, DV, Hólmavilc Nýlokið er frágangi á vegarkafla frá Fjarðarhorni í Hrútafirði að Valdasteinsstöðum, um 3,4 km. Fyrir umferð sem kemur að sunnan og austan og fer um Strandir er hér um verulega góða framkvæmd að ræða því að vegurinn, sem fyrir var, reyndist mörgum farartækjum erfið- ur yfirferðar, sérstaklega þá er klaki var að fara úr jörð og er alltaf hættu- legur ókunnugum. með Frodigy, einni vinsælustu danshljómsveit í heimi, i Kaplakrika 24. september. kynnir Mýr geisladiskur B JEfc | mi Stórtónleikar með Prodigy í Kaplakrika laugardaginn 24. sept. frá kl. 20.00 ásamt Bubbleflies, Scope + Svala, Keith Dyce o.fl. Forsala aðgöngumiða er hafin JA WrmWi&r*1' tg þvVL- '’-Ssfc. m Brautarholti og Kringlunni S. 625200 63 27 00 markaðstorg tækifæranna FÖSTUDAGSKVÖLD LAUGARDAGSKVÖLD Hljómsveitin Útlagar m/sveitatónlist PULSINN Vitastíg 3 - sími 628585 Mannakorn m/gömlu góðu iögin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.