Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Fréttir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, kallar kennarasamninga stórtíðindi: Samningar á allt öðrum nótum en við vorum á - sams konar samningar við opinbera starfsmenn setja allt úr skorðum, segir Þórarinn V. „Það verður haldinn fundur for- manna landssambanda innan ASÍ í dag. Ég efast ekki um að kjarasamn- ingar kennara verði þar teknir til umræðu enda er þama um stórtíð- indi að ræða. Enda þótt við höfum ekki farið nákvæmlega ofan í kenn- arasamninga er alveg ljóst að þeir eru á allt öðrum nótum en við vorum á með okkar kjarasamninga á dögun- um. Hitt er svo annað mál að það er hveijum frjálst að semja á þann veg sem þeir geta fengiö viðsemjendur til að semja við,“ sagði Benedikt Dav- íðsson, forseti Alþýðusambands ís- lands, í samtali við DV, spurður álits á kennarasamningunum. „Það er ákvæði í kjarasamningum ASÍ og VSÍ þess efnis að ef verðlag í landinu fer yfir ákveðin mörk eru samningamir uppsegjanlegir. Svo vitlausir geta kjarasamningar verið að þeir setji verðlag. úr böndunum. Það er alveg á hreinu að ef allir samningar opinberra starfsmanna, sem eftir er að gera, yrðu sama merki brenndir og kennarasamningamir myndi það að sjálfsögðu hafa verð- lagsáhríf upp á við í for með sér. Þá held ég að markmiö okkar samninga, stöðugleikinn, sé í hættu,“ segir Þór- arinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, um kennarasamningana. „Það er langt frá því að ég telji kennara ofsæla af þessum samning- um. Hitt er aftur alveg ljóst að með þeim hlýtur ríkið að vera búið að móta þama ákveðna launastefnu og auðvitað munum við fara fram á það sama og aðrir fá,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnanna. Öll félög innan BSRB og BHM era með lausa samninga og ljóst að ekk- ert þeirra mun sætta sig við lakari samninga en kennarar fengu. Þau hafa í raun verið látin bíða meðan verið var að semja við kennara. Flugfreyjuverkfallið: Sjöflugáhafnir fastarerlendis Þaö era ekki bara farþegar sem sitja fastir erlendis vegna verkfalls flugfreyja. Sjö íslenskar flugáhafnir sitja fastar erlendis og komast ekki heim. Hér er um skiptiáhafnir að ræða, alls 35 manns. Um leið og verk- fall er skollið á missa flugfreyjurnar, sem sitja fastir erlendis, greiðslur fyrir gistingu og uppihald. „Við höfum engar áhyggjur af því. Félagið mun greiða þann kostnað sem þær þurfa aö leggja út fyrir er- lendis vegna verkfallsins," sagði Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufé- lagsins, í samtali við DV í gær. Það er ein áhöfn sem situr föst í Orlando á Flórída, tvær áhafnir eru í Baltimore, tvær í New York og tvær í Hamborg. Náist ekki samkomulag milli Flugfreyjufélagsins og Flug- leiða lýkur verkfalli flugfreyja á mið- nætti annað kvöld, fimmtudag. Stuttar fréttir Yfirmenn Flugleiða gengu i störf flugfreyja í verkfallinu i gær. Hér má sjá Sigurð Helgason, forstjóra félagsins, aðstoða farþega. DV-mynd Ægir Már. Afleiöingar flugfreyjuverkfaflsins: Heilu hóparnir hafa af- pantað ferðir hingað - mikil röskun orðin á öflu flugi til og frá landinu „Það hefur orðið og mun verða mjög mikil röskun á öllu flugi til og frá landinu meðan verkfall flugfreyja stendur. Jafnvel þótt allt sé gert sem hægt er til þess að það verði sem minnst. Ég hygg að mesta röskunin sé í Ameríkufluginu. Ég veit til að mynda að tvær fullar vélar áttu að koma frá Bandaríkjunum í morgun, aðrar tvær í fyrramálið og þijár vél- ar á fimmtudagsmorgun. Þama var í mörgum tilfellum um aö ræða ferðamannahópa, allt upp í 50 manna hópa. Margir þeirra hafa afpantaö og hætt við ferðina af ótta við að fest- ast hér vegna verkfalls. Þar er um að ræða fólk sem ætlaði bara að stoppa fáeina daga á íslandi," sagði Margrét Hauksdóttir, upplýsinga- fulltrúi hjá Flugleiðum hf. Hún sagði að reynt heföi verið að fá vél frá flugfélaginu Tower Air í Bandaríkjunum. Þegar fréttist að um verkfall væri að ræða hætti flugfé- lagið við. Breiðþota frá því átti að koma með farþega í gærmorgun og taka farþega aftur út til Bandaríkj- anna. Nú er verið að leita eftir vél á leigu frá öðram flugfélögum vestra. Margrét sagði að flogið hefði verið til Amsterdam, Kaupmannahafnar og Lúxemborgar í gær. Ekki hafi veriö flogið til Óslóar og Stokkhólms. Reyna átti að koma farþegum þangað og þaöan í gegnum Kaupmannahöfn. „Það er 1 raun ekkert að gerast í deilunni. Við eram hér að skipu- leggja verkfallsdagskrá og verkfalls- vörslu okkar. Við erum með verk- fallsvörslu bæði í Reykjavík og á KeflavíkurflugveUi,“ sagði Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufé- lagsins, í samtali við DV í gær. Hún sagði að ekki heföi neitt veriö ákveðið um framhaldið þegar þessu þriggja daga verkfalli lyki á fimmtu- dagskvöld. „Við munum ganga rösklega fram í verkfallsvörslunni þar til verkfall- inu lýkur á fimmtudagskvöld hafi ekki verið samið við okkur fyrir þann tíma,“ sagði Erla Hatlemark. Kalliárikíssjóði Halli ríkissjóðs fyrstu 2 mánuði ársins var 3,4 milljaröar sem er tæplega 1.4 milijarði meiri halli en á sama tíma í fyrra. Draumadísir á filmu Hafnar era tökur á nýrri ís- lenskri kvikmynd, Draumadisir eftir Ásdísi Thoroddsen. í mynd- inni segir á gamansaman hátt irá tveimur reykvískum vinkonum. Tíminn greindi frá. GróðiíSkagafirði Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 25 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Heildarvelta félagsins ásamt samstarfsfyrirtækja nam samtals 5,4 milljörðum. RÚV greindi frá þessu. Nýheilsugæslustöð Borgarráð ákvaö í gær aö út- hluta heilbrigðisráöuneytinu rúmlega 3 þúsund fermetra lóð við Efstaleiti í Reykjavík undir nýja heilsugæslustöð fyrir Foss- vog. Timinn greindi frá. Tilrædiviðalmenning Formaður Neytendasamtak- anna segir fyrirhugaöa tolla á mnfluttar landbúnaöarvörar vera tilræði við almenning og bjamargreiða við landbúnað. Um er að ræða háa vemdartolla í kjölfar Gatt-samninganna. Skv. verðsamanburði Neytendasam- takanna er matarkarfan 52 pró- sent ódýrari í Danmörku en á Islandi. Alþýðublaöið greindi frá. Áleidinninofður Tveir íslendingar, Ari Trausti Guðraundsson og Ragnar Th. Sig- urðsson, héldu í gær af stað í leið- angur á Norðurpólinn. Mbl. greindi frá þessu. Sparisjóöur Hafnarfjarðar var rekinn með tæplega 60 milljóna króna hagnaöi i fyrra. Hagnaöur Sparisjóös Vélstjóranamteplega 40 milljónum. Mbl. greindi frá. Villandi upplýsingar Ríkisendurskoöun hefur vakiö athygli á þvi að afkoma ríkissjóðs var sögð verri en hún var þegar gengiö var frá framvarpi til fjáraukalaga í desember. Fjár- laganefnd Alþingis hafl því fengið villandi upplýsingar. -kaa Verkalýðsfélagið Baldur: Verkfall boðað 5.aprfl „Við boðuðum verkfall vegna árangurslauss samningafundar með atvinnurekendum í gær. Þeir sögöust ekkert hafa við okk- ur að ræða um annað en það sem samið var um viö ASÍ,“ segir Pét- ur Sigurösson, formaöur Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafiröi, sem boðað hefur til verkfalls 5. apríl nk. Pétur segir aö málið fari nú til sáttasemjara sem væntanlega boði til sáttafundar fyrir vestan. Verkalýðsfélög í Súðavík, Hólma- vík og Patreksfirði felldu samn- ingana auk Baldurs og er búist við aö þau muni einnig boða til aðgerða. -rt CurtHansen vannAgdestein Stighæsti keppandinn á NM í skák, Daninn Curt Hansen, er hreint óstöðvandi. Vann Norður- landameistarann Agdestein í 7. umferð í gær og hefur vinnings- forskot - 6 v. Pia Cramling og Margeir gerðu jafntefli og era í næstu sætum. Pia með 5 v. og Margeir með er 4» ásamtHector sem vann Berg Hansen. Jóhann og Gausel gerðu jafntefli, einnig Hannes og Tisdall. Helgi vann Emst og Þröstur og Degermann gerðu jafntefli. Jóhann hefur 4 v. Hannes og Helgi 3# og Þröstur 2« v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.