Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Hringiðan Camilla Söderberg, Snorri Örn Snorrason og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir I Borgarneskirkju. DV-mynd: Olgeir Helgi Barokk í Borg- arneskirkju Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Skemmtilegir tónleikar voru ný- lega haldnir í Borgarnesi. Þar voru á ferö Camilla Söderberg, Ólöf Sess- elja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason, allt virtir tónlistarmenn hér á landi. Þau fluttu 6 verk frá 5 þjóðlöndum. Öll áttu verkin það sam- merkt að vera frá barokktímabilinu. Þau byrjuðu á því að kynna hljóð- færin. Camilla lék á blokkflautur, Ólöf Sesselja á viola da gamba og Snorri Örn lék á lútu og theobra. Tónleikarnir voru í heild vel fluttir og sérstaklega skemmtilegir. Það er ekki á hveijum degi sem Borgfiröing- ar fá að heyra tónhst af þessu tagi. Menning Réttnyrnd nattura - Aöalheiöur Valgeirsdóttir í Galleríi Greip Það er margt að gerast í grafíkinni hér á landi um þessar mundir. Fyrir skömmu opnaði íslensk grafík nýtt verkstæði að Tryggvagötu 15 þar sem grafiklista- mönnum mun gefast færi á að nota grafikaðferðir sem ekki hafa allar verið aðgengilegar og jafnvel hefur þurft að leita út fyrir landsteinana til að unnt sé að Myndlist Ólafur J. Engilbertsson iðka. Enn fremur hafa einþrykk færst í vöxt og graflk- hstamenn hafa í auknum mæli leitast við að brjótast út úr viðteknum heföum innan grafíkhstarinnar. Þeirra á meðal er Aðalheiður Valgeirsdóttir sem nú hefur opnað sýningu í Galleríi Greip, á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Dýpt og áferð Á sýningu Aðalheiðar eru níu verk, öll unnin með blandaðri tækni á pappír. Verkin eru í stærri kantinum og þau vinnur hstakonan að stofni til sem dúkþrykk sem hún síðan málar og skefur og þrykkir loks aftur yfir. Þannig fæst í senn dýpt og áferð sem ekki er alla- jafna að finna í grafíkverkum. Þegar skoðaðar eru upprunaplötur grafíkverka eins og t.a.m. tréristu kem- ur oft í ljós áferð og dýpt sem hiö eiginlega grafíkverk skortir. Með þessari blönduðu tækni nálgast Aðalheið- ur að mörgu leyti þetta viðhorf, að viðhalda uppruna- legum eiginleikum plötunnar. Einföld uppbygging og litasamsetning Verkin eru einföld að uppbyggingu og byggjast á stór- um einlitum rétthyrndum flötum sem ýmist taka yfir stóran hluta myndarinnar eða ganga í gegnum hana. Litir eru markvissir og djúpir tónar regnbogahtanna, ögn dempaðir og í samhljómi við náttúrublæbrigðin. Best tekst Aðalheiði til þegar hún opnar miðbik myndflatarins þannig að samspil andstæðra hta verð- ur áhrifamikið eins og í verkum 6 og 8, Úða og Vatni í jörðu. f verki 7, Bhki, kemur skýrt fram vald listakon- unnar yfir htnum og hvernig henni lætur vel að skapa stemningar með einfóldum htasamsetningum. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir i Gallerii Greip. Fjall undir niðri Aörar myndir eru einhæfari, en þó flestar athyghs- verðar fyrir litaspilið. í neðri sal hangir ein mynd sem er að nokkru frábrugðin hinum. Þar er þríhyrnings- form ráðandi og á að tákna Sjávarfjah. í verkinu er meiri teikning en hinum í efri salnum og það er ekki eins heilsteypt og hin verkin, en hefur ýmsa eiginleika fram yfir eins og steingervingakennda teikninguna. Verkið sómir sér best þannig afsíðis, enda myndi það ella trufla sterka heildarmynd hinna. Hér er í heildina tekið um að ræða athyglisverða sýningu sem er tíl vitnis um þá grósku sem nú er í grafíklistinni. Sýning Aðalheiðar í Galleríi Greip stendur til 9. apríl. Verð kr. 39,90 mínútan rðlaun Taktu þátt í skemmtilegum leik meö Jjjar3hercl íielniilu/ui- og þú getur átt von á aö vinna gómsætt páskaegg frá • 'iíúf Allt sem þú þarft aö gera er aö hringja í 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um 'Jþarjjjíeítl huímíisuun- sem nú hefur veriö dreift í öll hús á höfuðborgarsvæöinu. Þann iptí næstkomandi veröur dregiö úr pottinum og hljóta hvorki meira ná minna en 500 heppnir þátttakendur páskaegg frá flóu í verölaun. f Þú sem þátttakandi í leiknum getur kannaö hvort þú sért einn af þeim heppnu meö því aö hringja í síma frá 12. apríl næstkomandi. Páskaeggin veröa afhent vinningshöfum laugardaginn 15. apríl. Dansað eftir dönskum gleðidjassi - Fessor’s BigCityBand Margir hafa í gegnum tíðina reynt að útskýra á fræöilegan máta hvers konar tónhst djass sé, en yfirleitt orðið lítið ágengt. Hér áður fyrr var oft í slíkum skilgreiningum vísað i hryninn (rytmann), vegna þess að í fyrstu var djassinn aðahega danstónhst. Nú á dögum er það ekki gerlegt; djass- spilarar nútímans nýta sér hvaðeina sem gert er í öðrum geirum tónhst- ar, hvort sem það nú viðkemur hryn eöa öðru. En eitt er þaö þó sem er sammerkt öllum djassi - það getur enginn kallað sig djassleikara án þess að snarstefja (impróvísera), og engir hafa rannsakað snarstefjun meir en djassistar. Raunar má sjá á nýlegri úthlutun úr sjóðnum til listamanna að svo virðist vera að þessi tegund hstar falli illa aö þeirri flokkun sem Djass Ársæll Másson þar er viðhöfð. Miðað við þann fjölda sem fær úthlutun teldi ég ekki ósann- gjarnt að tveir styrkir væru sérstaklega eymamerktir til þeirra manna sem leggja líf sitt og sál í tónhst af þessu tagi, en enginn þeirra er í náð- inni þetta árið. Framangreindar hugleiðingar eru, þótt undarlegt megi virðast, sprottn- ar af komu Fessor’s Big City Band tíl landsins á miðvikudag, en þeir halda fast í danshefð djassins. Þeir héldu sinn fyrsta dansleik hérlendis að Hvoh kvöldið eftir. Undirritaður var svo mættur á Hótel Sögu á fóstu- dagkvöldið á dansleik hjá þeim. Hljómsveitina skipa þeir Ole „Fessor“ Lindgren básúnuleikari og hljómsveitarstjóri, Finn Otto Hansen á tromp- et, Hans Holbroe á saxafóna og flautu, Torber „Plys“ Pedersen á píanó, Claus Nielsen á gítar, Marc Davis á kontrabassa og Bjorn Otto Hansen á trommur. Þeir leika dillandi danssveiflu, aðahega dixieland og New Orle- ansdansa frá fyrri hluta aldarinnar, þótt einstaka lag frá sjötta eða sjö- unda áratugnum skeðist með, og leikgleðin er það mikh og smitandi að fiðringur fer um aha úthmi í salnum, hvort sem menn dansa eða ekki. Píanistinn hamast á búggíinu og virðist vekja einna mesta hrifningu við- staddra, en undirritaður heihaðist þó mest af htríku og lifandi básúnu- togi hljómsveitarstjórans. Djassgagnrýnandinn verður reyndar eins og hla gerður hlutur á staðnum párandi eitthvað á blað þegar thgangur spilirísins kemur fram í hægri löppinni, vel falinni undir borðinu. Óskandi væri að við íslendingar ættum danshljómsveit á borð við Fessor’s Big City Band, og vona ég aö koma hennar hingað muni kveikja í einhveijum okkar manna að gera svipaða hluti. Ég vh að lokum þakka þeim sem höfðu veg og vanda af komu hljómsveitarinnar fyrir skemmthegan dans- leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.