Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 15 Pólitískur hjálpartækjabanki Jóhanna Sigurðardóttir alþm. - Var undir eftirliti og gat ekki leikið laus- um hala, segir greinarhöfundur m.a. Allir sem hafa átt við fótamein að stríða vita að hækjur eru mjög gagnleg hjálpartaeki við að komast leiðar sinnar. Þá er jafn ljóst, að heilbrigðum eru hækjur aðeins til trafala, ef þeim er gert að ganga við þær. Var hún hækja? Nú hefur sá einstæði atburður gerst að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi ráðherra, stígur fram og viðurkennir að hún hafi verið póhtísk hækja í stjómarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Hér er rétt að láta þess getið að stjómmálaskoðanir Jóhönnu Sig- urðardóttur eru mér ekki að skapi. Hún er sósíalisti af gömlu gerðinni sem telur að þjóðfélagið eigi að byggjast á því að meirihluti þjóðar- innar þiggi ölmusu úr hendi vald- hafanna. Ríkið taki til sín fjár- magnið og deili því síðan af jafnað- armennsku á milh þegnanna. Þegnunum sé svo af auðmýkt skylt að setja krossinn á réttan stað á kjördag. Þetta kahar hún lýðræði. Eins og nærri má geta var ánægj- an blendin þegar kom í ljós að Jó- hanna vrði ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Fljótlega kom KjaUaiinn Halldór Halldórsson varaform. Þórs, félags launþega í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þó í ljós að þetta var besta ráðið. Með þessu móti var hún undir eft- irhti og gat ekki leikið lausum hala. Aldrei hvarflaði að mér að hún væri hækja i þessu samstarfi enda er ríkisstjómin sterk og heilbrigð og þarf ekki á hækjum að halda. Nú, þegar Jóhanna segist í raun hafa verið póhtísk hækja, get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort hækjan hafi ekki verið til trafala eins og hækjur em heil- brigðum mönnum? Engar hækjur í næstu stjórn Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn komi ekki til greina að afloknum kosningum. Sjálf- stæðismenn hljóta að fagna því hástöfum. Það stendur nefnilega th að mynda sterka og heilbrigöa rík- isstjóm og þá er mikilvægt að vita að þangað hefur ekki verið troðið inn hækjum. Ég hef orðið var við nokkum fjölda fólks, sem sáu fyrir sér að um gagnlegt samstarf Þjóðvaka og Sjálfstæðiflokks gæti orðið að ræða. Nú er ég einn þeirra sem tel- ur shkt afar óhklegt í ljósi stjóm- málaskoðana Jóhönnu, en sérstak- lega tel ég að fas hennar og fram- koma síðustu misseri bendi til að hún sé óhæf til samstarfs. Samt vil ég ekkert útiloka og ég hef allt tíð virt stjómmálaskoðanir annarra þó ég sé þeim ósammála. En hvað segja kjósendur um það að Jóhanna gefur ekkert fyrir vilja 40% kjósenda? Sýnir það ekki yfir- gengilegan hroka að virða ekki við- hts stjómmálaafl með shkt bak- land? Ég skora á kjósendur að gefa Jó- hönnu langt póhtísk nef með því að styðja Sjálfstæðiflokkinn á kjör- dag! Halldór Halldórsson „ Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komi ekki til greina að afloknum kosn- ingum. Sjálfstæðismenn fagna því há- stöfum.“ Evrópusambandið og hugleiðsla Kosningabaráttan er nú í fuhum gangi og flokkamir reyna eftir mætti að skýra út fyrir almúganum stefnur sínar. Tveimur flokkum hefur gengið einstaklega vel í þess- um efnum. Þessir flokkar era Nátt- úrulagaflokkurinn sem boðar að með hugleiðslu megi leysa flestöh vandamál íslensks þjóðfélags. Hinn flokkurinn er Alþýðuflokk- urinn sem er að reyna að telja okk- ur trú um að með því að ef íslend- ingar gangi í Evrópusambandið muni lausnir finnast á öhum helstu vandamálum þjóðarinnar. Matar- verð muni lækka um 40%, kjör fjögurra manna íjölskyldu muni batna um 88 þúsundíári. Bændur muni fá styrki sem nema 4-7 mhl- jörðum, það gerir 800 þúsund krón- ur á hvem bónda á ári. Slæmir samningar í stuttu máh heldur Alþýðuflokk- urinn því fram að ef Islendingar muni sækja um aöhd að ESB muni það vekja slíkan fógnuð í aðal- stöðvum sambandsins að í fyrsta sinn í sögu þess yrði falhð frá öhum ákvæðum Rómarsáttmálans. ís- lendingar fengju einir að nýta fiskimið sín. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fiskveiðifloti Evr- ópusambandsins fengi ekki að nýta nema 10% veiðiheimhdar á ís- KjaHarinn Sigmar B. Hauksson áhugamaður um samvinnu þjóða Evrópu landsmiöum gæti það haft skelfi- legar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg. Þeir samningar sem Norðmenn gerðu viö bandalagið um sjávarút- vegsmál vom afar slæmir, það var samdóma áht sjómanna og útgerð- armanna í Norður-Noregi þar sem aöstæður em einna hkastar því sem gerist hér á landi. Það má aldr- ei gerast að ryksugufloti ESB komi inn í íslenska landhelgi. Fiskimiðin em flöregg þjóðarinn- ar. Þá er rétt að benda á að aðhd okkar að Evróupsambandinu myndi kosta um fimm mhflarða. Hvar á að taka þá peninga? Tvíhliðasamningar Varðandi 40% lækkun matar- verðs er það að segja að samkvæmt Norrænu tölfræðihandbókinni kemur m.a. fram að matarkarfa með 15 algengustu matvömtegund- unum var 3% dýrari í Danmörku en hér á landi bæði 1991 og 1993. Óheftur innflutningur á landbún- aðarafurðum og ýmsum iðnvam- ingi myndi hafa i for með sér tölu- vert aukið atvinnuleysi hér á landi. Gæti það komist aht upp í 20%. Þá yrði verulegum örðugleikum háð að stunda ahan landbúnað hér á landi. Flótti af landsbyggðinni hingað á suðvesturhomið yrði enn meiri en nú er. Vissulega er nauðsynlegt fyrir íslendinga að eiga mikið og gott samstarf við Evrópusambandið, tvíhhða samningar við það eru því nauðsynlegir. Það er ekkert sem bendir th annars en að íslendingar muni geta náð verulega hagstæð- um samningum við Evrópusam- bandið. í höfuðstöðvum ESB og meðal flestra aðhdarríkja þess er rílflandi hlýhugur í garð íslendinga og skilningur á sérstöðu okkar. Aðhd að Evrópusambandinu kemur því ekki th greina enn um tíma hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér. Af framangreindu má sjá að fyrir þá kjósendur sem enn hafa ekki gert upp hug sinn er gáfulegra að kjósa Náttúrulagaflokkinn en Al- þýðuflokkinn. Sigmar B. Hauksson „ Af framangreindu má sjá aö fyrir þá kjósendur sem enn hafa ekki gert upp hug sinn er gáfulegra aö kjósa Náttúru- lagaflokkinn en Alþýðuflokkinn.“ Slgurður Hafberg, íram- kvœmdastjórí Þuriöar hf. „Með þeim samruna sem fyrirhugaður cr á útgerð Bakka, Ós- vör, Græði og rekstri Þuríð- ai' er verið að renna styrk- um stoðum undir at- vinnulíf í Bol- ungarvík. Þær hjáróma raddir sem halda því fram að verið sé að stefna aflaheimildum Bolvik- inga i hættu með því að selja ut- anbæjarmönnum fyrirtækið munu fljótlega þagna þegar á daginn kemur að hér mun at- vinnulíf blómgast. Það liggur fyr- ir að með þessum aögerðum eykst atvinna hjá Bolvíkingum, bæði á sjó og landi. Staða Osvarar er í dag erfið og engan veginn tryggt að heiroamönnum takist að halda aflaheimhdiun í bænum, þrátt fyrir góðan vhja. Þessi samruni mun leiða th þess að flárhagsstaða fyrirtækisins verður miklu sterkari en nú er. Þá hggur fyrir að Ósvör hefur landað að stóram hluta utan Bol- ungarvíkur. Auk þess hefur fyr- irtækið leigt talsvert af aflaheitn- ildum sínum í burtu. Með til- komu Bakka inn í bolvískt at- hafnalíf verður á þessu mikil breyting th batnaðar. Atvinn'a og stööugleiki skapast í bæjarlíf- inu samfara því. Fyrir Bolvík- inga, sem átt hafa erfiða tíma eft- ir gjaldþrot Einars Guðfinnsson- ar hfi, á þetta að vera fagnaðar- efni og gefur von um að bjartir tímar séu framundan." Leynimakk viðBakka „Með sölu á meirihluta í Ósvör hfi eru Bolvíkingar búnir missa yfirráð yfir 90 sentum veiði heimhda sinna. For ráðamenn Bákka geta með einu pennasuiki selt þessar heimildir úr bænum. Eftir sölu er ekki hægt að tryggja að kvót- inn verði í bænum standi huguf forráðamanna í Bakka til annars. Eftir minum heinhldum veröur Ósvör ahtof skuldsett eftir þenn- an gjöming. Þegar búið veröur að kaupa frystihús Þuríöar hf. á yfirverði og yfirtaka kvóta Bakka með 170 mhflóna króna skuld, auk skuldar við Byggðastofnun upp á 57 milflónir er of mikil skuidsetning th að rekstur fyrir- tækisins geti orðiö eðlhegiu. Þótt th komi nýtt hlutafé upp á 150 milflónir króna þá hrekkur þaö skammt og reyndar engin trygg- ing íyrir aö það komi Það er tal- að um að Vestflarðaaöstoðin komi Ósvör th góða; það er að mínu vití rangt því þessa flár- muni á aö nota th aö greiða hluta af skuld bæjarsjóös Bolungarvík- ur við Byggðastofhun að upphæð 18 milflónir króna. Þá á einnig að kaupa út óánægða hluthafa í Ósvör. Einnig á að nota þessa peninga th að bjarga málum Þur- íðar. Þetta kemur þvi fiamtíðar- rekstri Ósvarar ekki tíl góða. Vinnubrögð bælarsflórnar Bol- ungarvikur eru ekki th sóma. Þeir hafa makkað sitt leynimakk við Bakka án samráðs við hlut- hafaíÖsvör." -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.