Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 06 ÁSKRIFT ER 0P1N: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL6-8 tAUG AftDAGS* OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995. Verkfalliloklð: Skólahald hefst á morgun í gærkvöld var skrifað undir nýjan kjarasamning kennarafé- laganna og ríkisins. Það var gert um leið og samkomulag hafði tek- ist um hvemig staðið verður að skólalokum í vor. Þar með er fre- stað kennaraverkfalli sem hafði staðið siðan 17. febrúar síðastlið- inn eða í 40 daga. Kennarar koma til vinnu í dag en skólahaldið sjáift hefst á morg- un, fimmtudag. Enn er þó ósamið við Verslunarskóla íslands sem gerir sérsamning við HÍK. Lítið ber á milli að sögn og hefur samn- ingafundur verið boðaður í dag. Nú verður þessi nýi samningur borinn undir atkvæði í kennara- félögunum. Verði hann sam- þykktur er deiiunní lokið en verði hann felldur heidur verk- fall þess félags sem feilir væntan- lega áfram þvi verkfaiii er aðeins frestað. Varðandi skólalok i vor hefur veriö ákveðiö að kennt verði á laugardögum og að ekki verði tekið venjulegt páskafrí. Kennt verður fram að hvítasunnu sem er 4. júní. Kennsluvikur á vorönn verða 12 en hefðu oröið 13 undir venjulegum kringumstæöum. Verðlækkun á bensíni: lækkar líka Skeljungur lækkaði bensínverð í gær í framhaldi þess að Olíufé- lagið hf, Esso tilkynnti um lækk- un um eina krónu á lítra á einni stöð. Skeljungur gerði betur og lækkaði verö um eina krónu og tuttugu á lítra. Lækkun Skelj- ungs gildir á tveimur stöðvum við Miklubraut og miðast við það að fólkdæhsjálftábílasína. -rt - sjá nánar á bls. 6 Helga verður borgarritari Borgarráð hefur samþykkt að ráöa Helgu Jónsdóttur, fyrrver- andi skrifstofústjóra i forsætis- ráðuneytinu og aðstoðarmann Steingríms Hermannssonar, í stöðu borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur. WL—.i ■ LOKI Góðir farþegar - þetta er forstjórinn sem talarl Um 60 fluglreyjur stöðvuðu innanlandsflug Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli í morgun og hindruðu meðal annars Leif Magnússon, yfirmann þróunarsviðs, i að ganga i störf þeirra. DV-mynd S Flugfreyjur stöðvuðu flug á Reykjavíkurflugvelli: Þær hafa raðst inn á lokað svæði - þetta leiðir bara til áQoga, segir lögfræðingur flugfreyja „Þær eru í algjörlega ólöglegum aðgerðum og hindra bæði farþega og áhafnir í að komast að vélunum. Þær hafa ruðst inn á lokað svæði, sem er öryggissvæði flugvallarins, í skjóli nætur og neita að fara. Við kölluðum á slökkvilið og lögreglu sem óskuðu eftir aö þær færu af svæðinu en þær neituðu því. Við erum að ræða við lögregluna núna en við reynum að sinna skyldum okkar og koma far- þegum á leiðarenda," sagði Páll Hall- dórsson, forstöðumaður innanlands- deildar Flugleiöa í morgun. Um 60 verkfallsverðir flugfreyja stóðu við flugvélar Flugíeiða á Reykjavíkurflugvelh í morgun og hindruðu Leif Magnússon, yfirmann þróunarsviðs Flugleiða og fleiri, sem ætluöu að ganga í störf þeirra, í að komast um borð í vélarnar en flug- freyjurnar höfðu farið inn á völhnn og tekið sér stööu við vélamar eld- snemma í morgun. Með þessu móti stöðvuðu flugfreyjumar flug vélanna til Akureyrar og Vestmannaeyja. „Þeir hafa engan rétt til að ganga í þessi störf í skjóh heimildar at- vinnurekenda til að ganga í störf undirmanna sinna. Við þessu verður bmgðist með sama hætti og ævinlega áður. Það leiðir bara til áfloga. For- ráðamenn Flugleiða hafa hafið þenn- an leik og horfið aftur til starfsað- ferða sem tíðkuðust á fimmta ára- tugnum," segir Ástráður Haraldsson, lögfræðingur Flugfreyjufélags ís- lands. „Þaö er skýrt að þaö beri að túlka lögin og þá dóma sem gengið hafa þannig að réttur ófélagsbundinna yfirmanna til að ganga í störf undir- manna sinna er óvefengjanlegur. Félagið telur sig vera að fylgja sínum lagalega rétti. Ef það er vefengt þá bendum við að sjálfsögðu á dómstóla- leiðina. Þaö á ekki aö boöa til götu- slagsmála," sagði Einar og bætti við að hann treysti því að flugfreyjur létu af aðgerðum sínum og leyfðu farþegum að komast leiðar sinnar. Að öðmm kosti áskildu Flugleiðir sér allan rétt til að krefjast bóta. Þegar DV fór í prentun áttu sér stað viðræður við yfirlögregluþjón en ekki var ljóst hvort einhveijar vélar færu í loftið. Um 100 manns biðu eftir flug um níu í morgun. -pp/GHS/ari Veöriö á morgun: Hiti 5-10 stig Á morgun veröur suðaustan strekkingur með rigriingu fram- an af degi um mestallt land en suðvestlægari vindur og dregur úr úrkomu sunnanlands og vest- an þegar líða tekur á daginn. Á Norður- og Austurlandi styttir upp að mestu síðdegis. Hiti verð- ur á bihnu 5-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 60 Akureyri: Geðveikur maðurstakk annanmeðhnífi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Maöur á þrítugsaldri, sem á við alvarlegar geðtruflanir að stríða, stakk annan mann með hnífi á Akureyri í gærkvöldi. Sá sem fyr- ir árásinni varö og er um fertugt var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð en sár hans munu ekki hafa verið lífs- hættuleg. Engin tengsl eru á milli mann- anna. Árásarmaöurinn hringdi dyrabjöllu áheimili fómarlambs- ins sem hann hafði valið úr síma- skrá og skipti engum togum aö þegar húsráðandi kom til dyra lagði hinn til hans með hnífi og fór hnifurinn í síðu húsráðanda. Eiginkona mannsins sem fyrir árásinni varð ók honum sam- stundis á sjúkrahús. Árásarmaöurinn hraðaði sér í burtu en Iögreglan hafði ágæta lýsingu á honum og gmnaði strax mann sem býr á sambýli fyrir geöfatlaöa skammt frá. Þegar lög- reglan kom þangað gaf maðurinn sig strax fram viö iögregluna og sagðist hafa umrið ódæöisverkið. Flexello Vagn- og húsgagnahjól PoiiIxpji Suðuiiandabraut 10. S. 686499. K imrrm alltaf á Miövikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.