Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Spumingin Eyðirðu miklum peningum í happdrætti eða lottó? Anton Benjamínsson tæknifræðing- ur: Nei, frekar litlum. Líkumar era svo litlar á að maður vinni. Rögnvar Rögnvarsson verkstjóri: Já, ég eyði alveg hellingi, svona 1000 krónum á viku. Erna Helgadóttir, starfsmaður leik- skóla: Já, ég spila í tveimur happ- drættum og oft í lottói og Bingó- lottói. Ég vann í Bingólottói um dag- inn. Þorsteinn Snorrason, nemi í Vél- skóla íslands: Bara endrum og eins þegar potturinn er tvöfaldur eða þre- faldur. Árný Elsa Lemacks, nemi i verkfalli: Nei, ég eyði engu. Jóna Margrét Ólafsdóttir sjúkraliði: Já, stundum. Lesendur Hvað verður um ísland og veKerðina? Guðjón Jónsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, skrifar: Atvinnurekendur hafa barist fyrir jöfnun aðstöðu íslensks atvinnu- rekstrar á íslandi til jafns við sam- keppnisþjóðir okkar. Þessu er að mestu náð, stööugleikanum, genginu og öðrum þáttum. Einn þáttur hefur gleymst - launin, sem eru u.þ.b. 30% af því sem gerist meöal samkeppnis- þjóða okkar - og þurfa að hækka til þess aö jafna þessa stöðu - um 50% a.m.k. og þá er staðan jöfn. Þegar litið er til þess að rekstur fyrirtækja veltur á því að neysla geti átt sér stað þá þarf neytandinn að hafa fé til þess að kaupa neysluvörur þær sem framleiddar eru. Svo einfalt er það. - Á íslandi hafa neytendur ekki efni á því að neyta eins eða neins - nema gegn ógreiddum reikningum. En það er vafasöm hagfræði. Framleiðni er fallegt orð, sem fæst- ir bera þó skynbragð á, en þar er framleiðsla á einstakling í viðkom- andi grein, þ.e. allir taldir með sem koma að greininni, og kostnaður sem þeim fylgir. Þá vega þungt þeir aðilar sem hvað hæst hafa launin og eru jafnvel launaðir í allmörgum störf- um samtímis. Þar er oft lítill tími fyrir hvert starf og í þeim flokki eru gjarnan greifar musteranna svo sem banka og opinberra sjóða. Einnig fyr- irtækjanna sem gárungar ílokka undir heitið „kolkrabba" og „smokk- fisk“ og sem virðast yflr það hafnir að taka þátt í sparnaði og samdrætti í þjóðfélaginu. Samdrátturinn nær ekki til þeirra, þeir bera því sýnilega enga ábyrgð. Stjómmálamenn verða að taka í taumana og stöðva sukkið. Allt að 10 fjölskyldur flytja af landi brott í hverri viku, að því hermt er, að mestu leyti ungt fólk. Við verðum að byggja hér upp á þann hátt að lífvæn- legt verði, ekki að hér verði sumar- bústaðaland fyrir brottflutta íslend- inga og aðra Evrópubúa og að eftir sitji eldra fólk og öryrkjar. ísland verði dvalarheimili aldraðra og ann- arra sem ekki geta eða vilja flytja brott. - Unga fólkið verður að taka fram fyrir hendurnar á þeim herrum sem svona hafa komið málum fyrir. , c Fi.»in i IÍ i V OT r yjdh.l Velferð gegn ógreiddum reikningum? Spamaður og niðurskurður: Bannorð hjá stjórnmálamönnum Magnús Sigurðsson skrifar: Ég hef engan stjórnmálamann heyrt taka sér orðin „spamað" eða ' „niðurskurð" í munn í yfirstandandi stjórnmálaumræðum vegna kom- andi þingkosninga. Þetta þýðir auð- vitað ekkert annað en að stjórnmála- menn þora ekki - eða vilja ekki - stuðla að sparnaði eða niðurskurði. Þeir hafa hins vegar allir boðað auknar og frekari framkvæmdir hvar sem er á landinu. Og þeir hafa ekki minnst einu orði á hvar eigi að fá peningana til þeirra framkvæmda. Alhr vita hins vegar að peningarnir verða hvergi teknir nema frá þeim fáu skattgreiðendum sem eftir eru í landinu og svo af fyrirtækjunum - þeim sem skila arði. Ef talað er um niðurskurð af ein- staka ráðherrum, einkanlega í Al- þýðuflokki, og þá hefur fólk brugðist ókvæða við, og úthrópað þessa ráð- herra sem árásarmenn á landsmenn. AUir vita líka innst inni (það liggur líka fyrir í fjárlagafrumvarpi) að menntamálin, skólakerfið, upp úr og niður úr, og svo heilbrigðismálin eru flárfrekustu útgjaldahðir ríkisins (okkar skattborgaranna), og þar er hægt að skera enn þá og miklu meira niður en gert hefur þó verið. En við slíkar hugmyndir ærist fólk og sýnir viðbrögð sem líkist geðtrufl- unum. Það er líka oft sama fólkið sem á það til að hrópa hæst um „sparn- að“ hjá hinu opinbera! Eða heldur fólk að einhUða niðurskurður í ferða- lögum ráðherra og dagpeningum dugi til að stoppa í þá hít sem menntamál og heilbrigðismál eru í útgjöldum þjóðarinnar? Er nú ekki mál að linni skinhelg- inni og sýndarmenskunni? > Stuðningur við norska skipasmíði Einar Vilhjálmsson skrifar: Stjómvöld hafa nýlega hafnað vist- vænum veiðum en leggja eyðingar- öflunum Uð. - í fréttum fyrir stuttu er sagt frá úreldingu sex ára gamals 794 tonna flölveiðiskips ásamt tveim- ur minni skipum og sölu á rækju- iverksmiðju, vegna kaupa á 2000 itonna verksmiðjutogara frá Noregi, til rækjuveiða og heilfrystingar. Treyst er á fyrirgreiðslu Landsbank- ans til þessa stuðningsverkefnis fyrir norska skipasmiðju. Á sama tíma vantar bankann sem nemur skipsverðinu frá skattgreið- endum til þess að teljast starfhæfur. „íslenskt, nei takk“, gæti verið slag- Guðbjörgin ÍS. - Hefði aukið fram- legö til þjóðarbúsins um hundruð milljóna króna hefði hún verið smíð- uð hér, segir bréfritari. orð sægreifanna, sem styðja norskar skipasmiðjur með afrakstri íslenskra fiskimiða, svo milljörðum króna skiptir, og á kostnað íslenskra fyrir- tækja og iðnaðarmanna. Þessu þarf að breyta með hjálp ábyrgra stjór- valda. Talið er aö helmingur kostnaðar við nýsmíði skips hérlendis sé inn- lent framlag. Þannig hefði t.d. hið nýja skip Guðbjörgin aukið framlegð til þjóðarbúsins um átta hundruð mfiljónir, hefði hún verið smíðuð hér. Þessi upphæð hefði verið hrein- ar gjaldeyristekjur, og hvert starf við smíðina leitt af sér fimm til önnur störf í öðrum greinum, eins og Gunn- ar heitinn Thoroddsen sagði í ræðu, við sjósetningu fyrsta skuttogarans, Stálvíkur, sem smíðaður var í skipa- smíðastöðinni Stálvík í Garðabæ árið 1973. Framsóknarstefna Halldórs Ás- grímssonar og Þorsteins Pálssonar er búin að leika sjávarútveginn og skipasmíðaiðnaöinn jafn grátt og Framsókn lék landbúnaðinn. Lítum okkurnær Helga skrifai’: Kosningabaráttan er í algleym- ingi og fólkið í landinu vii! varpa allri ábyrgð á stjóramálafólkiö. í þætti Stöðvar 2 þ. 23, mars kom fram fyrirspurn um hvað flokk- arnir myndu gera fyrir heima- vinnandi húsmæður sem vilja komast út á vinnumarkaöinn. En hvað þarf að gera fyrir þær? Geta þær ekki litið sér nær og farið að hugsa frekar; hvað get ég gert fyrir mig og fyrir þjóðfélagið í leiðinni? Sífellt er litið á stjórn- máiafólk sera sér á báti og svo ríkið. Og síðan komum „við hin“. - Hvernig væri nú að stofna sam- tök heimavínnandi hús- mæöra/feðra og kynnast inn- byrðis, svala félagsþörfinní, skiptast á að passa böra fyrir hvert annað og hugsa svolítið um gamla fólkiö í ieiðinni? Menntamálin úrlandi Kristín Kristjánsdóttir skrifar: Því var velt upp á fundi sem ég sótti að íslendingar létu ekki bjóða sér þá uppákomu sem sí- fellt verður þegar skólum er lok- að og nemendur útilokaöír frá námi. Því var sú hugmynd rædd að senda íslenska nemendur úr landi eftir grunnskólanám til að Ijúka þar námi. Því var og haldið fram að þetta yrði ekki dýrara fyrir ríkið að raeðtöldum erlend- um skólagjöldum heldur en nú- verandi fyrirkomulag að öllu meðtöldu (þ.m.t. viðhaldi á skóla- byggingum o.s.frv.). Húsnæðis- kostnað greiddu síðan foreldrar, svo og fæðiskostnað. - Eins Og tíðkast hvort eð er í dag, með nemndur heima eða heiman. Næsti MR-rektor? Jón Eiríksson hiingdi: Enn er óráðið í stööu rektors Menntaskólans í Reykjavík. - Vonandi veröur þaö eitt hitamál- ið til viðbótar - og pólitískt að auki. Varla verða margir verðug- ir um hituna. Skipa verður skóla- mann, aö mínu mati, og æskileg- ast að hann sé úr kennaraliði skólans eins og oft áður. Og þaö eru hæfir menn innanMR, hvort þeir svo sækja um eða ekki. Von- andi fæst farsæl lausn án átaka. Enga samninga nú Óskar Einarsson hringdi: Ég tel það vafasamt góðgerðar- verk af ríkisstjórninni að stuðla að því að ná samningum þjá kennurum nú og reyndar við önnur félög sem eru þessa dagana að leita effir samningum á öðrum nótum en aðrir launþegar hafa gert samning um. Best er að láta allt bíða þar til eftir kosningar héðan af. Annað er rangt mat. Sjúkrahús Suðurlands Regina Thorarensen skrifar: Starfsmannafélag Sjúkrahúss Suðurlands hélt flölmennan fund á Hótel Selfossi 20. mars sl. Fund- arefnið: sjúkrahúsið, í nútið og framtíð. - Það var átakanlegt að heyra hjúkrunarfólkið lýsa sín- um vinnutíma. Þegar hjúkrunar- fólk veiktist máttí ekki bæta við starfsfólki vegna peningaleysis, bara níðast á þeim sem geta stað- ið á fótunum. Ég dáðist að því hve fólkið talaði vel og skipulega. Já, þetta voru áheyrilegar umræður. Svo var formönnum flokkanna allra boðíð og töluðu þeir í 5 mín- útur hver. Áheyrilegastur að mínu mati var Eggert Haukdal. Þetta var einn skemmtilegasti fundur sem ég hef sótt á Selfossi og sá flörlegasti. - Fundarstjóri var Hafsteinn Þorvaldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.