Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 5 Fréttir Bolvikingar ekki á eitt sáttir um söluna á Ósvör: Losar Bolvíkinga úr viðjum bæjarútgerðar - segir Valdimar Lúðvik Gíslason Reynir Traustason, DV, Bolungarvik; „Við höfum áður fengið góðar sendingar frá Hnífsdal. Einar Guð- finnsson kom 1924 vegna þess að ekki var pláss fyrir hann þar. Það er sama upp á teningnum núna hvað varðar Aðalbjörn Jóakimsson, nú vantar hann aukið svigrúm. Þetta er maður sem sýnt hefur mikinn dugn- að og áræði á undanfórnum árum. Hann byrjaði smátt og hefur spilað vel úr því,“ segir Valdimar Lúðvík Gíslason, sérleyfishafi í Bolungarvík, vegna fyrirhugaðra umsvifa Aðal- bjöms Jóakimssonar, eiganda Bakka hf. í Bolungarvík. „Menn hljóta að vera mjög bjart- sýnir á þetta. Hér er nóg aðstaða fyr- ir mikil umsvif. Ég hef mikla trú á því að þetta gangi því þetta verður í upphafi það öflugt fyrirtæki. Þá losar þetta okkur Bolvíkinga úr viðjum bæjarútgerðar," segir Valdimar Lúð- vík. Það eru ekki allir sammála Valdi- mar hvað varðar kaup Bakka á Ós- Guðmundur Halldórsson, starfsmaður Ósvarar, við vinnu sína á netaverk- stæði fyrirtækisins. Hann segir fyrirtækið verða of skuldsett til að verða starfhæft. DV-myndir BG vör hf. og það má segja að menn skiptist mjög í tvö horn hvað þetta varðar. Guðmundur Halldórsson, starfsmaður Ósvarar, er einn þeirra sem gagnrýnir söluna á Ósvör. Hann segir skuldir hins sameinaða fyrir- tækis verða allt of háar. „Þetta fyrirtæki verður mjög skuldsett eftir því sem ég sé þetta. Það er talað um einhverja fiárfesta sem eigi að koma inn í þetta en eng- inn veit hverjir það eru. Það eru huldumenn sem sagt er að eigi að koma inn með 300 milljónir. Ef það gengur eftir þá breytir það ein- hverju,“ segir Guðmundur. „Þetta fyrirtæki verður óstarfhæft með öllum þeim skuldum sem á því hvíla. Með kvótanum frá Bakka, sem á að færa á Ósvöru, fylgja miklar skuldir og mér sýnist þetta fyrirtæki muni skulda um 1,2 milljarða. Þá liggur fyrir að annar togari fyrirtæk- isins er í rúst og það kostar stórfé viö h°,um áður fengið góðar send- að koma honum af stað,“ segir Guð- ingar frá Hnífsdal. Einar Guðfinns- mundur. son kom 1924 Þaðan, segir Valdimar Lúðvík Gislason í Bolungarvik. Þjóðhagsstofnun: Sérkjarasamning- arniruppáaðeins 0,2-0,3 prósent Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni ríkissáttasemjara metiö sérkjara- samninga þá sem félög innan ASÍ og vinnuveitendur gerðu með sér á dög- unum. Þjóðhagsstofnun segir sér- kjarasamningana afar flókna og margvíslega. Þess vegna þurfi að hafa marga fyrirvara. En með öllum fyrirvörum metur stofnunin það svo að kjaraáhrif, það er hækkun launa- kostnaðar, vegna sérkjarasamning- anna sé aðeins 0,2 til 0,3 prósent. Námsmenn krefja ráðherrasvara „Menntamálaráðherra sakaði okk- ur um það að dreifa röngum tölum til allra stjómmálamanna í landinu. Þessar tölur höfum við frá Lánasjóði íslenskra námsmanna þannig að við lítum þetta alvarlegum augum og sitjum ekki undir því að þetta sé það sem lifi eftir í umræðunni. Við viljum að ráðherra dragi þessi ummæli op- inberlega til baka, taki þátt í umræð- unni á málefnalegum forsendum og svari rökum með rökum," segir Dag- ur B. Eggertsson, fráfarandi formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands. í umræðuþætti frambjóðenda í Reykjaneskjördænú í sjónvarpi á sunnudag sakaði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra Stúdenta- ráð HÍ og námsmannahreyfingarnar um að hafa dreift röngum tölum um afleiðingar laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, LÍN, frá 1992. í yfirlýsingu Stúdentaráðs segir að með því að saka námsmenn um að skrökva hafi ráöherra vikið sér und- an því að svara óþægilegum spurn- ingum um breytta samsetningu námsmannahópsins og lánþega. Þessum spumingum verði hann hins vegar að svara. Hvorki náðist í menntamálaráð- herra né aðstoðarmann hans í gær. -GHS $ SUZUKI —^----------- Skeifan 17, sími 568-5100 SUZUKIBÍLAR HF. Subaru station GL '89, ek. 105 þ„ kr. 850.000. Swift sedan, sjálfsk. '91, ek. 66 þ. Kr. 730.000. '93, ek. 27 þ. Kr. 990.000. Daihatsu Applause 4 dyra, sjálfsk., '91, ek. 20 þ. Kr. 890.000. Suzuki Swift, 5 dyra 90, ek. 83 þ. Kr. 550.000. Vitara JLX, 3 dyra, '89, ek. 87 þ„ kr. 890.000. '90, ek. 80 þ„ kr. 980.000. Suzuki Samurai '91, ek. 66 þ„ kr. 795.000. '89, ek. 91 þ„ kr. 580.000. Isuzu Trooper DLX, 5 d„ '87, ek. 120 þ„ kr. 980.000. MMC Pajero, 3 dyra '85, ek. 160 þ. Kr. 620.000. '86, ek. 185 þ. Kr. Volvo 240 GL, sjálfsk. '87, ek. 100 þ. Kr. 750.000. '87, ek. 150 þ. Kr. 650.000. Daihatsu Feroza, '90, ek. 77 þ. Kr. 990.000. '89, ek. 98 þ. Kr. 780.000. Citrogn BX 16 TRX 5 dyra, sjálfsk., '88, ek. 96 þ. Kr. 580.000. Vitara JLX, 5 dyra '93, ek. 29 þ. Kr. 1.950.000, sóllúga, 30" dekk. Toyota Camry GLi '88, ek. 99 þ. Kr. 790.000. MMC L-200 pick-up 4x4 '91, ek. 38 þ„ kr. 1.040.000. M. Benz 230 E, ssk., '86, ek. 142 þ. Kr. 1.490.000. Ford Bronco XLT '87, ek. 80 þ. Kr. 990.000. Góð kjör Góðir bílar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.