Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Að loknu kennaraverkfalli Ríkissáttasemjara hefur loksins tekist að höggva á þann rembihnút sem kjaradeila kennara hnýttist í fyrir nokkrum vikum. Samningamenn beggja vegna borðsins féllust í fyrrakvöld á miðlunartillögu þar sem tekið var á öllum helstu ágreiningsmálunum. Þar með ætti starf í grunnskólum og framhaldsskólum landsins að geta haf- ist að nýju á næstu dögum, eftir sex vikna verkfall. Samkvæmt þeim fréttum sem fyrir liggja gefur þessi nýi kjarasamningur kennurum að meðaltali 19-20 pró- senta hækkun launa á næstu tveimur árum. Þetta er auðvitað verulega meira heldur en samið var um á al- menna vinnumarkaðinum fyrir skömmu, en helgast af því að samkomulag náðist um nokkra breytingu á vinnu- tíma kennara - sem kostar aukin útgjöld ríkisins. Launakostnaður ríkisins vegna kennara hefur verið um 7 þúsund milljónir króna á ári. Fram hefur komið að nýi kjarasamningurinn muni kosta ríkissjóð um 1400 milljónir króna til viðbótar á heilu ári. Það er um 200 milljónum hærri flárhæð en samninganefhd ríkisins hafði boðið kennurum fyrir allnokkru. Því er ljóst að þótt sáttasemjari virðist í flestu hafa haldið sig nærri fyrirliggjandi tilboði ríkisins þá hefur hann þó gengið nokkru lengra til móts við kennara en ríkisvaldið var reiðubúið að gera að eigin frumkvæði. Vegna verkfalls kennara hefur ríkis sparað launaút- gjöld sem nema um 600 milljónum króna. Fjármálaráð- herra hefur látið hafa eftir sér að þessa fjármuni sé hægt að nota til að greiða fyrir þá sérstöku vinnu sem inna þarf af hendi til að ljúka skólahaldi í vor - væntan- lega á þann hátt að sem fæstir nemendur beri varanleg- an skaða af sex vikna stöðvun náms. Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði mjög að sátta- semjara ríkisins að reyna að leysa deiluna með miðlun- artillögu. Ekki fer á miEi mála að forsætisráðherra lagði þar rétt mat á stöðuna. Án þessa frumkvæðis stæði kenn- araverkfalhð líklega lengi enn. Þegar upp er staðið virðast þó kennarar hafa náð veru- legum árangri með verkfalli sínu - fyrir sjálfa sig. Þeir fá ekki aðeins verulega leiðréttingu á kjörum heldur einn- ig möguleika til að vinna upp tekjutapið í verkfallinu með aukinni vinnu næstu mánuðina. Þeir sem hafa tapað á þessu verkfalh eru því ekki kennarar heldur nemendur og foreldrar þeirra. Um 60 þúsund böm og unglingar hafa misst af sex vikna kennslu. í mörgum tilvikum verður sú skerðing ekki unnin upp að neinu gagni í páskaleyfi eða á laugardögum næstu vikumar. Sumir nemendur hafa jafnvel alveg hætt námi eða frestað því um eina önn eða tvær. Margir foreldrar hafa einnig fundið iíhlega fyrir áhrif- um verkfahsins. Það á auðvitað ekki síst við um foreldra fatlaðra bama og annarra sem þurfa mikla athygh og umönnun. Þeirra tap verður heldur ekki bætt. Svo er að skhja á talsmönnum beggja samningsaðha að þær breytingar á vinnutilhögun í skólakerfinu, sem veigamikih hluti nýja kjarasamningsins nær th, eigi eftir að skha landsmönnum betri skólum. Vonandi er það rétt. Hinu er ekki að leyna að kennaraverkfahið hefur styrkt mjög þá óþæghegu tilfinningu að margir þeir sem starfa í skólakerfinu horfi einkum á skólana út frá eigin hagsmunum. Um það ber vitni hörð kjarabarátta og margendurtekin verkfóh sem raska námsferh og vinnu- frið nemenda. Það vih alltof oft gleymast að skólamir em fyrst og síðast fyrir böm og unglinga þessa lands. Ehas Snæland Jónsson Alþýðuflokkurinn og umbótamálin: Fyrsta heildstæða löggjöfin á sviði félagslegrar þjónustu hérlendis tók gildi á árinu 1991. Alþýðuflokkur- inn þurfti að sýna klæmar til að ná þessari merku löggjöf fram, m.a. vegna andstöðu flokka sem kenna sig við félagshyggju. Lögin fela í sér mikla réttarbót fyrir einstaklinga og fjölskyldur. í þeim felst að ekki er lengur litið á félagsþjónustu sem ölmusu heldur margháttaða þjón- ustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, og sem fólk á rétt á. Þess vegna eiga menn nú rétt á mál- skoti telji þeir að brotið hafi verið á rétti sínum. Úrskurðarnefnd fé- lagsþjónustu hefur fengið til með- ferðar mörg mál og fellt úrskurði í þeim. Á grundvelh þessara laga hefur verið sett reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og er það í fyrsta sinn sem böm hjá dagmæðr- um njóta ákveðinnar réttarvemd- ar. Það er jafnframt í fyrsta sinn „A þriðja þúsund barna eru nú í vistun hjá dagmæðrum,“ segir m.a. í grein Rannveigar. Félagsþjónusta sveitarfélaga sem hið opinbera viðurkennir mikilvæg störf dagmæðra með því að skilgreina hvaða kröfur séu til þeirra gerðar. Á þriðja þúsund barna eru nú í vistun hjá dagmæðr- um. Miklar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í stjómsýslu barna- verndarmála eftir að málaflokkur- inn fluttist til félagsmálaráðuneyt- isins. Fyrirhugað er að setja á lagg- irnar faglega undirstofnun ráðu- neytisins, Barnaverndarstofu, sem mun fara með yfirstjórn mála- flokksins og var lagabreyting þar að lútandi samþykkt laust fyrir þinglok. Með stofnun Bamavemd- arstofu er leitast við að tryggja heildarsýn og samræmingu í fram- kvæmd bamavemdarmála og rekstri meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga. Bamavemdarstofa mun hafa eft- irht með starfsemi bamaverndar- nefnda og veita þeim ráðgjöf. Hún mun sinna fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun, jafnframt því að sinna fósturmálum með því að afla hæfra fósturforeldra og veita þeim fræðslu og ráðgjöf. Loks mun Bamavemdarstofa annast rekstur ahra meðferðarstofnana fyrir börn og ungmenni á vegum ríkisins eöa sem em reknar með tilstyrk ríkis- ins. Vemleg raunaukning íjárfram- laga hefur orðið á kjörtímabihnu til bamaverndarmála, eða yfir 40%. Vegur þar þyngst rekstur þriggja nýrra meöferðarheimila fyrir börn og unglinga. Efhng barnaverndarstarfs og úrræða fyr- ir þau böm sem harðast verða úti í samfélagi okkar em löngu orðin tímabær. Kjállariim Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra Umboðsmaður barna Alþýðuflokkurinn hefur ekkilát- ið við sitja aö beita sér fyrir eflingu barnaverndarstarfs. Flokkurinn hafði forystu um frumvarp um umboðsmann barna, og tók th starfa nú í ársbyrjun. Eitt megin- verkefni umboðsmanns er að standa vörð um hagsmuni barna og vera í málsvari fyrir þau gagn- vart stjórnvöldum sem einkaaðil- um. Góð reynsla er af starfi um- boðsmanns barna í Noregi og Sví- þjóð og miklar væntingar em gerö- ar til hans hér. Opinber fjölskyldustefna A vegum ráðuneytisins er unnið mikið starf í fjölskyldumálum í til- efni Árs íjölskyldunnar 1994. Ár- angur þeirrar vinnu er m.a. þingsá- lyktunartihaga um mótun opin- berrar flölskyldustefnu sem ég lagöi fram á Alþingi. Thlagan felur í sér meginforsendur og helstu við- fangsefni flölskyldustefnu. Skv. henni er ríkisstjórn og sveitar- stjórnum gert aö marka sér opin- bera stefnu í málefnum flölskyld- unnar. Lagt er til að stofnuð verði ráð- gjafamefnd stjómvalda í flöl- skyldumálum og settur verið á laggirnar sérstakur sjóður um flöl- skylduvernd. Því miður tókst ekki að fá Alþingi til að afgreiða þessa merku þingsályktun fyrir þingslit. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir því að þingsályktun þessi fái brautargengi strax á næsta þingi. Rannveig Guðmundsdóttir „Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og er það í fyrsta sinn sem börn hjá dagmæðrum njóta ákveðinnar réttarverndar. “ Skoðanir annarra Seðlabankinn og samkeppnin „Seðlabanki Islands stunaar margvísleg viðskipti í samkeppni við viðskiptabankana... Eins og marg- oft hefur komið fram á undanfömum misserum er það orðið almennt viðhorf að ekki eigi að heimha opinberum fyrirtækjum eða stofnunum að nýta sér stöðu sína til aö keppa við fyrirtæki í einkaeign. Hvar sem shkt fyrirkomulag viðgengst, er það úrelt og sphhr fyrir eðlhegri starfsemi efnahagslífsins.“ Úr forystugrein Mbl. 28. mars. Húsbréfalánin „Það hggur fyrir næstu ríkisstjóm að endurskoða húsnæðismáhn og reyna að bæta úr fyrir fólki sem nú er í vandræðum. í því starfi gengur ekki sú stífni og þvergirðingur, sem fyrrverandi félagsmálaráð- herra sýndi ætíð þegar þessi mál voru th um- ræðu... Húsbréfakerfið hefur sína kosti, en það hef- ur einnig gaha, ekki síst þá að lánin em th skemmri tíma en áður, bera afföh og háa vexti. Slíkt kerfi hentar ekki í öhum thfehum þeim sem eru að byggja í fyrsta sinn, þess vegna er nú komið sem komið er.“ Úr forystugrein Tímans 28. mars. Alþýðubandalagið spólar „Alþýöubandalagið hefur veriö í haröri stjórnar- andstöðu við ríkisstjóm, sem hefur þurft að grípa til óvinsæha aðhaldsaögerða. Því hefur þar aö auki tekist aö ná th fylgis við sig fulltrúa óánægjuafla úr verkalýðshreyfingunni. Samkvæmt öllum lögmálum stjórnmálanna ætti Alþýöubandalagiö því að njóta byijar í kosningabaráttunni. Barátta flokksins byrj- aði líka vel... En dæmið hefur snúist viö. Alþýöu- bandalagið spólar í hjólförunum, og er tekið að renna niðurávið. Hvergi er þróun jafn skýr og í kjördæmi Ólafs Ragnars, þar sem flokkurinn hefur hranið í nýjustu könnunum." Úr forystugrein Alþbl. 28. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.