Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Útlönd Kalli hvetur fólkið til að drekka vodka - hinn „græni“ Bretaprins talar nú nær eingöngu um garöyrkju Karl Bretaprins kynnti nýjan drykk i gær. Karl Bretaprins þykir án nokkurs efa „grænasti" meðlimur konungs- fjölskyldunnar og er oft skopast með þann vana hans að tala viö plöntur til að fá þær til að vaxa. Karl hefur frá fæöingu verið í þjálf- un til að taka við konungdómi en hann þykir hins vegar ávaUt standa sig best í gróðurhúsinu og í garðin- um. Hann hélt ræðu í gær hjá góð- gerðarsamtökum nokkrum og talaöi eingöngu um garðyrkju. Karl lét líka á sér bera á öðrum vettvangi því hann var að kynna nýjan ávaxtadrykk sem fyrirtæki hans, Duchy Originals, framleiðir. Fyrirtækið gerir ýmsar tilraunir með lífræna ræktun og afurðir eru seldar. Ágóði rennur til styrktar- sjóða prinsins. Kalli sagði þegar hann kynnti drykkinn: „Þeim ykkar sem ekki geta hugsað sér algjört bindindi bendi ég á að þið getið örugglega bætt nokkrum dropum af vodka út í.“ Þessi ummæh féhu í mjög misjafn- anjarðvegmeðalviðstaddra. Reuter STJORNUNARFÉLAG ÍSLANDS í SAMSTARFI VID PÓST & SÍMA, KYNNIR EINN ÞEKKTASTA AUGLÝSINGAMANN BANDARÍKJANNA MARKADSSÖM NÝJAR LEIÐIR, FERSKAR HUGMYNDIR OG HAGNÝT RÁÐ UM BEINA MARKAÐSSÓKN Jerry I. Reitman, er framkvæmdastjóri beinnar markaðssóknar hjá Leo Bumett U.S.A., eins elsta, virtasta og öflugasta auglýsinga- og markaðsfyrirtækis Bandaríkjanna, en meðal viðskiptavina þess eru fyrirtæki sem eiga mörg þekktustu vömmerki heims, fyrirtæki á borð við Heinz, Kellogg, Kraft, McDonald's, Philip Morris, Hallmark og United Airlines. Reitman útskrifaðist með láði frá Penn State University með fjármál sem sérgrein auk þess sem hann vann að rannsóknum á sviði hvatningarsálar- fræði. Hann hefur unnið við auglýsinga- og markaðsstörf allan sinn starfsferil og hefur starfað hjá mörgum þekktustu auglýsinga- og markaðsfyrirtækjum heims. Hann var fram- kvæmdastjóri beinnar markaðssóknar hjá Ogilvy & Mather þar sem hann byggði upp alþjóðanet þeirra með því að fjölga útibúum úr 2 i 28 á aðeins fimm ámm. Hann hefur rekið eigin fyrirtæki á sviði beinnar markaðssóknar, Reitman Group og verið framkvæmdastjóri Publishers Clearing House, sem sendir yfír 100 milljón póstsendingar vegna beinnar markaðssóknar árlega. Hann hefur orðið margs heiðurs aðnjótandi á starfsferli sínum og er afar eftirsóttur sem fyrirlesari um auglýsinga- og markaðsmál. Hann hefur flutt fyrirlestra í 32 löndum í öllum heimsálfum auk þess sem greinar hans og viðtöl við hann hafa birst í helstu dagblöðum og tímaritum auk fag- tímarita. Nýjasta bók hans: „Beyond 2000 - The Future of Direct Marketing," kom út í febrúar í fyrra. Bók Jerry I. Reitman fylgir FRÍTT ef þátttakendur skrá sig fyrir 31. mars nk. Bókin verður til sölu á námstefnunni á vegum Bókaklúbbs atvinnulífsins og kostar kr. 3.900. SKRANING: 562 10 66 n i « Ef þrfr eru skráðir frá sama fyrirtæki fær wT “ fjórði þátttakandinn að fljóta með FRÍTT. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• "■ i O Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki fá þrír til viðbótar að fljóta með FRÍTT. TIL FRAMTÍÐAR Stjórnunarfélag póstur og sími íslands Beyond2000 The Future of Direct Marketúig Þessi námstefna er kjörið tækifæri fyrir alla stjómendur, framkvæmdastjóra og eigendur íslenskra fyrirtækja, markaðsstjóra, auglýsingastjóra, fólk í sölu- og markaðsdeildum auk allra þeirra sem vilja kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði beinnar markaðssóknar. Þátttökugjald: kr. 19.900 (Alm.verð). Félagsverð SFí: kr. 16.915 (15% afsl.). Innif.í þátttökugjaldi: Bókin „Beyond 2000 - The Future of Direct Marketing (fylgir frítt ef þátttakendur skrá sig fyrir 31 .mars nk.),“ námstefhugögn (ítarefni) og síðdegiskaffi. irrr) I. HriKMa Itmwf l>y Jtinta (* Oilu Hálfs dags námstefna með JERRY I. REITMAN, framkvæmdastjóra beinnar markaðssóknar hjá LEO BURNETT USA, einu elsta, öflugusta og virtasta augiýsinga- og markaðsfyrirtæki Bandaríkjanna. TÍMI: KL. 13:00 - 17:00 DAGUR: ÞRIÐJUDAGINN 4. APRÍL 1995 STAÐUR: EFRI ÞINGSALIR 1-4 SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐIR Möguleikar á sviði beinnar markaðssóknar hafa aldrei verið meiri. Sá böggull fylgir þó skammrifi að tími fólks og athygli minnkar í hlutfalli við magn þess markaðsáreitis sem það verður fyrir. Fyrirtæki á öllum sviðum viðskiptalífsins, hvort heldur sem þau selja vörur eða þjónustu, geta nýtt sér þann fróðleik sem Jerry I. Reitman flytur. Hér er á ferðinni afar áhugaverður fyrirlesari sem mun deila með þátttakendum nýjustu aðferðum og hugmyndum á sviði markaðsmála - hugmyndum sem þátttakendur geta nýtt sér strax og virka sem vítamínsprauta í þeirra eigin markaðsumhverfí. Stuttar fréttir dv Snjórstöðvarbardaga Mikil snjókoma í Bosníu hefur stöðvað átök striðandi afla um sinn. SalakjamakUúfa Bandaríkjamenn krefjast þess að einungis Suður-Kóreumenn megi selja Norður-Kóreumönn- um kíarnakljúfa. Lögmaður drepinn Lögmaður, sem nátengdur var herforingjastjórninni á Haiti, var drepinn á götu í Port au Prince í gær. UndirTyrkjumkomið Bandaríkja- menn segja undir Tyrkjum komið aö leggja fram alþjóðlega áætlun gagn- vart öfgahóp- um Kúrda við landamæri þeirra og íraka. Fékk þann stóra Breskur maður, sem bíöur dóms fyrir bilþjófnaöi, fékk 650 milljóna króna lottóvinning. lim sem getnaðarvörn Lím til heimilishalds lofar góöu sem ný getnaðarvöm fyrir konur en rannsóknir á virkni þess hafa veriö gerðar á kaninum. Tveirdrepnírírétti Tveir létust og 10 særðust þegar lögregla skarst í átök tveggja fjöl- skyldna í réttarsal í Afríkuríkinu Chad. Þögn vegna moróa Carios Me- nem, forseti Argentínu, sagði fyrrum morðingjum og pyntingameist- urum herfor- ingjastjórnar- innar að játa glæpi sína í skriftastólnum í stað þess að núa salti í sárin með því að létta á samvisku sinni á opin- bemm vettvangi. Myrtur vegna viðskipta ítalska lögreglan telur aö rekja megi morðið á tískujöfrinum Maurizio Gucci til viðskipta- samninga. Kúrdaríhjálparbúðir Hópur Kúrda, sem óttast að- gerðir Tyrkja í Norður-írak, þröngvuðu sér inn í hjálparbúðir Sameinuöu þjóðanna og kröföust öryggis. Ingrid85ára Ingrid drottn- ing hélt upp á 85 ára afmælis- dagirm sinn ásamt dönsku konungsfjöl- skyldunni í gær. Drottning- in takmarkaði afmælishaldíð við fjölskylduna og afþakkaði allar gjafir og blóm. Lyktsemvörumerki Séríræðingar í höfundarrétti hugverka segja að lykt af kaffi eða mannsrödd geti brátt verið skráö sem vörumerki ef nýtt lagafrumvarp í Ástralíu nær fram að ganga. Bakkinn opnaðurenn Skemmtígarðurinn Dyrehavs- bakken eða Bakken í Danmörku verður opnaður á morgun í 412. skipti. Bakkinn er elstí starfandi skemmtigarður í heimi. Reuter/Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.