Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 28
56 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Tajaðu vjð okkur um BILARETTINGAR BÍLASPRAUTUN Varmi Auðbrekku 14, sími 64 21 41 99-1750 Verö 39.90 mín. ferðavinningar í hverri viku-þii gætir átt ævintýri í vændum! Muniö aö svörin við spurningunum er aö finna í feröabæklingi Úrval Útsýn „Sumarsól". Bæklinginn getur þú fengiö hjá feröaskrifstofunni Úrval Útsýn. IM rs^i 9 9 17 5 0 Verö kr. 39,90 mín. Taktu þátt. Þú gætir unnið Ijúffenga fjölskyldu- veislu fyrir sex. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta föstudag. S. 588-8585 Taktu þátt! Þú gæi unniö nýútgefna bók um Nell frá Úrvalsbókum og bíómiða fyrir tvo á kvikmyndina Nell sem veriö er að sýna í Háskólabíói. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV- dagskrá, bíómyndir og myndbönd sem fylgdi DV sl. fimmtudag. HASKOLABIO mm Sviðsljós Óskarsveisla Tom Hanks og Jessica Lange besti leikari og leikkona í fyrrinótt. hömpuðu óskarsverðlaununum sem Tom Hanks hlaut sín verðlaun fyrir Tom Hanks og Jessica Lange óska hvort öðru til hamingju með óskarsverð- launin með rembingskossi. Tom Hanks fékk verðlaunin annað árið í röð, nokkuð sem ekki hefur gerst síðan 1938 þegar Spencer Tracy var og hét. Jessica Lange fékk nú sín önnur verðlaun því hún var verðlaunuð fyrir aukahlutverk í Tootsie 1982. Simamyndir Reuter Líz Gardiner hlaut óskarsverðlaunin fyrir búningahönnun ásamt félaga sín- um, Tim Chappel, en þau hönnuðu búninga fyrir myndina Priscilla, drottn- ing eyðimerkurinnar. Liz vakti mikla athygli fyrir kjólinn sem hún klæddist í fyrrinótt en hann var „saumaður" úr American Express greiðslukortum. Fylgdi sögunni að kortin hefðu runnið út, ekki í þeim skilningi að hún hafi staðið eftir nakin, heldur væru þau ekki í gildi. aðalhlutverkið í kvikmyndinni Forrest Gump en Jessica Lange fyr- ir hlutverk sitt í Blue Sky en þar leikur hún örgeðja/þunglynda eigin- konu. Tom Hanks hlaut óskarinn annað árið í röð og hefur það ekki gerst síðan 1938 þegar Spencer Tracy hampaði óskarnum. Tom Hanks hlaut verðlaunin i fyrra fyrir aðal- hlutverkið í Fíladelflu þar sem hann lék lögfræðing sýktan af alnæm- isveirunni. En tilnefning Jessicu Lange og verðlaunaafhendingin í fyrrinótt var endirinn á tvísýnu ævintýri. Minnstu munaði að myndin Blue Sky eða Blár himinn yrði ekki sett á markað. Hún rykféll uppi í hiUu í tvö ár á meðan kvikmyndafyrirtæk- ið Orion fór í gegnum gjaldþrot. Loks þegar myndin var sett á mark- að gekk henni ekki mjög vel, utan hvað Jessicu var hrósað fyrir stjörnuleik. Jessica kom til verðlaunaafhend- ingarinnar ásamt bróður sínum, vini og börnum. Hún sagði eigin- mann sinn, Sam Shepard, aldrei mæta á samkomur eins og ósk- arsverðlaunaafhendingu. Jessica Lange hefur nýverið leik- ið í Sporvagninum Girnd og mun á næstunni leika í kvikmyndinni A Thousand Acres, ásamt Michelle Pfeiffer. Byggir hún á skáldsögu Jane Smiley sem hlaut Pulitzer- verðlaunin á sínum tima. Reuter Elton John hlaut sín fyrstu ósk- arsverðlaun fyrir lagiö Can You Feel the Love Tonight sem hann samdi ásamt gamla brýninu Tim Rice fyrir teiknimyndina Konung Ijónanna. Elton hélt mikið samkvæmi að lok- inni verðlaunaafhendingunni og safnaði þar 250 þúsund dollurum sem renna til alnæmisrannsókna. Meðal gesta voru Sylvester Stallone, Tim Robbins og Susan Sharandon. Clint Eastwood hlaut sérstök heið- ursverðlaun, kennd við Irving Thal- berg, fyrir áratuga starf sem leikari og mikla velgengni sem leikstjóri. Leikstjóraferill Eastwoods náði há- marki með óskarsverðlaunamynd- inni The Unforgiven. Eftir afhend- inguna fór Eastwood baksviðs þar sem hann, Jack Nicholsson og leik- stjórinn Michelangelo Antonioni sötruðu biór oa röbbuðu saman. Tók jassinn fram yfíróskarinn Leikstjórinn Woody Allen, sem tilnefhdur var til óskarsverð- launa sem leiksljóri kvikmyndar- innar Bullets over Broadway, ákvað aö mæta ekki á afhendingu óskarsverðlaunanna í fyrrinótt. Þess í stað fór hann i djassklúbb- inn Michael’s Pub á Manhattan í New York eins og hann er vanur. Þar lék hann á klarinett raeð jass- kvartettinum sinum og sýndi þess engin merki að hann gæti fengið óskarinn i miðju lagi. Versti leikarinn Áður en óskarsverðlaunin voru afhent voru einnig afhentir svo- nefhdir andóskarar eða „Golden Razzies". Sá sem hlaut þau var sakborningurinn, ruöningshetj- an og leikarinn O.J. Simpson. Simpson var sagöur glæpsamlega ósannfærandi. „Staðreyndin er að maðurinn getur ekkí leikiö,“ sagði talsmaður andóskarsins. Kevin Costner fékk andóskarinn fyrir leik í vestranum Wyatt Earp, Sharon Stone fyrir leik í The Specialist og Intersection og Rosie O’Donnell fyrir leik í Car 54, Exit to Eden og The Flint- stones. Ekki ávísun á frama Leikkonan Louise Fletcher þykir sönnun þess að óskarsverð- launin skili sér ekki endilega í frægð og frama, sé einnar nætur gaman. Hún fékk óskarinn 1975 fyrir túlkun sina á hjúkrunar- konunni í Gaukshreiðrinu. Siðan „hvarf' hún þrátt fyrir að hafa íeikið stanslaust sfðan. Hún gaf verðandi óskarsverðlaunahöfum þetta ráð: „Njótið þess, verðlaun- in færa ykkur ómælda hamingju eitt kvöld en gerið ekki ráð fyrir aö þau geri neitt fyrir leikferil ykkar.“ Hérinn Jordan Útlít er fyrir að körfuboltasnill- ingurinn Miciiael Jordan leggi fyrir sig kvikmyndaleik. Ráðgert er aö gera teiknimynd sem hann mun leika í en fyrírmyndin er sótt til Nike-auglýsinga þar sem Jordan lék körfubolta við teikni- myndafígúruna Bugs Bunny,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.