Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Fréttir Vestfj arðanefndin að ljúka störfum: Sameining Bakka og Ósvarar stærsti sigurinn Vestfjarðanefndin er nú um það bil að Ijúka störfum og búið er að ráð- stafa langstærstum hluta af þeim 300 milljónum sem hún hafði til ráðstöf- unar. Þar af hefur 90 milljónum ver- ið lofað til Bolvíkinga og Hnífsdæl- inga vegna sameiningar á Ósvör í Bolungarvík, útgerðarþáttar Bakka hf. í Hnífsdal auk Þuríðar hf. og Græðis hf. í Bolungarvík. Skiptar skoðanir Skiptar skoðanir eru í Bolungarvík um sölu hlutabréfanna í Ósvör til Bakka hf. Fólk er ýmist sátt við þessa tilhögun og bjartsýnt á framtíðina í Bolungarvík með aðalfyrirtækið undir stjórn Aðalbjörns Jóakimsson- ar eða óánægt og vantrúað á að fyrir- tækið gangi. Helsta gagnrýnin hníg- ur að því að skuldsetning fyrirtækis- ins verði of mikil, eða á bilinu 1,1 til 1,2 milljarðar, og það geti þess vegna ekki starfað eðlilega. Aðrir benda á að velta þess muni verða um 2,5 millj- arðar og skuldir samkvæmt því við- ráðanlegar. Bakki fari til Bolungarvíkur Vestfjarðanefndin hefur sett Bakka hf. mjög stíf skilyrði fyrir lánveit- ingu. Meðal skilyrðanna er aö hluta- fé verði aukið um 150 milljónir, Bakki flytjiíútgerð sína til Bolungar- víkur, keyptar verði húseignir Þuríð- ar hf. og starfsemi. Með öðrum orð- um vill nefndin tryggja að starfsemin verði áfram í Bolungarvík. Loks er sett það skilyrði að Bakki gefi öðrum hluthöfum í Ósvör kost á því að selja bréf sín á sömu kjörum og bæjarfé- lagið seldi. Það er ljóst að takist Bakka að uppfylla skilyrðin verður þetta stærsti ávinningurinn af starfi Vestíjarðanefndarinnar, þarna verð- ur til stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum með um 5000 þorsk- ígildistonn að baki. Skriðan af stað Starf Vestfj arðanefndarinnar hef- ur komið meiri hreyfingu á vestfirskt athafnalíf en nokkru sinni hefur orð- iö. Úthlutanir nefndarinnar segja ekki nema hálfa sögu því hluti af árangrinum verður ekki kortlagður með hliðsjón af lánveitingum. Þar er um að ræöa þann árangur sem varð við það að skriðan fór af stað og allir tóku til við að skoða sinn rekstur með það fyrir augum að öðlast hlut- deild í því fjármagni sem þama var í boði. Það hefur svo leitt til þess að hagræðing hefur átt sér stað án þess að til aðstoðar hafi komið. Vestfirskt atvinnulíf var í áratugi í sömu skorðum. Sömu eigendur voru að fyrirtækjunum og litlar sem engar breytingar urðu á fram- kvæmdastjóm þeirra. Þegar lög um Vestfjarðaaðstoð voru samþykkt fyr- ir ári var mjög af þessum fyrirtækj- um dregið og ljóst aö nauðsynlegt yrði að skera upp rekstur þeirra. Það var þó ljóst að sumum yrði ekki bjargað. Það er í raun undravert að nefndin skuli hafa fengið einhveiju áorkað með þessu takmarkaða fjár- magni. Stöndug fyrirtæki á borð viö Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík vora þegar gjaldþrota og staðir eins og Þingeyri, Suðureyri, Bíldudalur og Patreksíjörður stóðu andspænis mjög alvarlegum vanda með sín fyr- irtæki. Patreksfjörður bíður Þau byggðarlög sem þegar hafa notið góðs af Vestfj arðaaðstoðinni era Hólmavík, Drangsnes, Ísaíjörður og Flateyri. Þá liggur fyrir loforð til Bolvíkinga og fyrir liggur að Patreks- allsherjar uppstokkun 1 vestfirsku athafnalífi SaM^lnitjg i 91 milljón Til nýsköpunar Bakki hf., Hnífsdal Þuríðurhf., Bolungarvík Græðir hf., Bolungarvík Ósvör hf., Bolungarvík Rekstrargjöld 23 milljónir F,e>Ja . ® O Suðureyri q Kamburhf. piot^vri* Hjálmur hf. nateyri 50 milljónír Tálknafjöröur Patreksfjöröur Oddi hf., Patreksfirði gútgeröarf. Patreksfjarðar?| ungarvík* Inífsdalur* ísafjöröur* 20 milljónir Ritur hf.* Niðursuðuverksmiöjan hf., Rækjustöðin hf. 30 milljónir Drangsnes Hólmadrangur hf. _ : y Kaupfélag Steingrimsfjarðar Q Hraöfrystihúsið Drangsnesi ý 7 Hólmavík* Aa/ Hraðfrystih. Tálknafjarðar hf. Háanes hf., Patreksfirði? f samelnad -ixcaJ fjöröur og Tálknafjörður bíða í gætt- inni. Hólmadrangur hf. á Hólmavík fékk 30 milljónir vegna sameiningar Kaupfélags Steingrímsíjarðar, Hólmadrangs hf., sem rekur sam- nefndan frystitogara, og hraðfrysti- hússins á Drangsnesi. Ekki var um að ræða í tilviki þessara aðilja aö beinlínis væri vá fyrir dyrum en augljóslega er þarna um hagræðingu að ræða þar sem fyrirtækin eru nú undir sama hatti. Á Ísaíirði fékk fyrirtækið Ritur hf. 20 miiljónir en það er stofnaö á rústum gömlu Niðursuðuverksmiðj- unnar og Rækjustöðvarinnar hf. Auk þess hefur orðið eignabreyting i rekstri íshússfélags ísfirðinga hf. Gunnvör hf., sem á frystitogarann Júlíus Geirmundsson, keypti meiri- hlutann í fyrirtækinu eftir að nokkr- ar þreifingar höfðu átt sér stað. Á Flateyri yfirtók Kambur hf. hluta af rekstri Hjálms hf., fyrirtækis Ein- ars Odds Kristjánssonar. Vestfjarða- nefndin úthlutaði fyrirtækinu 50 milljónum króna í lán. Þar virðist árangur hafa náðst því fyrirtækið hefur verið rekið með nokkrum hagnaði samkvæmt heimildum DV. Freyja hf. á Suðureyri fékk 23 millj- ónir út á samvinnu viö Noröurtang- ann hf. á ísafirði og Frosta hf. í Súða- vík en þau fyrirtæki eiga reyndar meirihluta í fyrirtækinu. Brotthvarf Valfellssystkina Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. skipti nýverið um eigendur þegar Fréttaljós Reynir Traustason Valfeilssystkinin samþykktu kaup- tilboð Péturs Þorsteinssonar fram- kvæmdastjóra í meirihluta bréfanna. Margir eru inni á því að brotthvarf þeirra sé mikið áfall fyrir Tálknfirð- inga. Þau höfðu sýnt þessum rekstri mikinn áhuga um árabil og þetta var lengst af tahð með sterkari fyrirtækj- um. Hluti af ástæðunni fyrir brott- hvarfi systkinanna er það rekstraró- öryggi sem verið hefur vegna breyt- inga á lögum um stjórn fiskveiða. Umsókn fyrirtækisins um aðstoö liggur enn hjá Vestfjarðanefndinni en þar er gert ráð fyrir samruna þess við Háanes hf. á Patreksfirði sem er dótturfyrirtæki Straumness hf. Mikil átök voru um eignarhlut systkin- anna í HT, þar sem meirihlutaeig- endur í Odda hf. á Patreksfirði, Jón Magnússon og fjölskylda, vildu líka kaupa bréfm meö það fyrir augum að sameina þessi fyrirtæki. Þrefið um sameiningu fyrirtækja á sunnan- verðum Vestíjörðum hefur staðið hátt í ár. Raunar er enn ekki ljóst hvernig málum lyktar og hvort sú víðtæka sameining tekst sem Vest- fjarðanefndin gerir sér vonir um. Væntingar nefndarinnar stóðu til þess að HT á Tálknafirði sameinaðist bæði Straumnesi og Odda á Patreks- firði ásamt útgerðarfélögum. Hrað- frystihús Tálknafjarðar er í afar ein- kennilegri stöðu þar sem fyrirtækið á kvóta en ekkert veiðiskip eftir aö togarinn var seldur. Fyrirtækið er því í þeirri stöðu að vera upp á aðra komið með veiðar. Sameining þess við Háanes á Patreksfiröi þykir ekki sérlega sannfærandi kostur og óvíst hve stór hluti þeirra 66 milljóna króna sem eftir eru af Vestfjarðaað- stoðinni rennur til þeirrar samein- ingar. Ósvör í Bolungarvík fær 91 milljón króna í Vestfjaróaaðstoö vegna sameiningar við Bakka í Hnífsdal. Þessi sam- eining er stærsti sigur Vestfjarðanefndar. Myndin er frá Bolungarvik. DV-mynd Brynjar Gauti Villta vestrið Á Patreksfirði má líkja ástandinu viö Villta vestrið. Þar hafa höfuðand- stæðingar tekist á um árabil. Guð- finnur Pálsson, framkvæmdastjóri og aðalaeigandi Straumness, og Sig- urður Viggósson framkvæmdastjóri | hafa tekist á um yfirráð fyrirtækja hvors um sig. Þar hefur öllum leyfi- legum brögðum verið beitt. Guðfinn- ur gerði tilboð í hlutabréf Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins í Odda í des- ember sl. Hann gat ekki staðið við tilboð sitt. í framhaldi þess bauð Jón Magnússon, fósturfaðir Sigurðar, í bréfin fyrir hönd Vestra hf. og fékk þau. Inn í átök þessara höfuðand- stæðinga fléttast svo pólitíkin en bæjarfélagið á stóran hlut í Odda hf. og átökin hafa borist inn í bæjar- stjórn. Það er ljóst að lendingin í þessum málum eins og nú lítur út leiðir ekki af sér neinar sérstakar breytingar. Nú er útht fyrir að Oddi sameinist dótturfyrirtæki sínu og Straumness, Útgerðarfélagi Patreks- fjarðar hf., þau fyrirtæki hafa verið rekin sameiginlega um árabil og því lítil breyting. Sameining HT og Háa- ness er svipuðu marki brennd. Fyrir- tækin hafa verið í samstarfi með j hráefnisöflun um hríð og breytingar era því ekki miklar. Fyrirtækin hafa barist um yfirráðin í dótturfyrtæki , sínu, yfirráðin í HT og nánast á ölluní sviðum sem hægt er að berjast. Þingeyringar fá ekkert Tvö byggðarlög hafa lent utangarðs í allri þessari gerjun. Þetta eru Þing- eyri og Bíldudalur. Ljóst er að Þing- eyri fær ekki krónu úr aðstoðinni. Þar er mjög erfitt atvinnuástand. Fáfnir hf. sem er burðarásinn í at- vinnulífmu þar er á örfáum árum búinn að missa allan sinn kvóta með sölu beggja togara fyrirtækisins. Annar þeirra frystitogarinn Slétta- nes er aö vísu að hluta í eigu heima- manna en Framnes, sem sá um að afla frystihúsinu hráefnis, hefur ver- ið selt á brott til ísafjarðar. Fáfnir hefur verið í nauðasamningum og er taliö líklegt að þeir takist. Eftir stend- ur þá að frystihúsið hefur sáralitla j möguleika til að afla hráefnis og fyr- " irtækið sem eftir stendur er án afla- heimilda. . ÁBíIdudal varðstærstafyrirtækið, Sæfrost hf., gjaldþrota. Fiskveiða- sjóður er eigandi húsakostsins en samningar standa yfir um að Eiríkur Böðvarsson á ísafirði kaupi eignina. Þar er sama uppi á teningnum og á Þingeyri að meirihluti aflaheimilda staöarins er horfinn. Stærsti sigurinn Stærsti sigur Vestfiarðanefndar- innar felst í því að allir tóku til við að skoða sinn rekstur. Framtíðin hlýtur að skera úr um árangur þess starfs. Sé litið til sameininga sem verða beinlínis vegna starfs nefndar- innar verður Bolungarvík til að halda starfi hennar lengst á lofti. í burðarliðnum í Bolungarvík er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfiörðum með um 5 þúsund i þorskígildistonn að baki. Það veltur þó á því aö Aðalbimi Jóakimssyni takist að uppfylla hin ströngu skil- ýrði sem fylgja lánsloförðinu til 1 Ósvarar. Það verður þó ekki annað sagt um starf nefndarinnar en að aldrei fyrr hafi jafnvíðtækar björg- unaraðgerðir í sjávarútvegi kostað jafn lítið því 300 milljónir króna er auðvitað hlægileg upphæð sé litið til þess almenna vanda sem þama var við aö glíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.