Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 47 íþróttir ir í þriðja sinn í röð og 18. skipti frá upphafi: arenda sem þeir voru að vinna þriðja árið í röð. Geir Sveinsson fyrirliði ;innur Jóhannsson og Dagur Sigurðsson með bikarinn á milli sín ásamt DV-myndir Brynjar Gauti Guðmundur Hflmarssciti skrítar Dagur Sigurðsson, hetja íslands- meistara Vals í leiknum gegn KA í gær, hefur fengið tilboð frá sviss- neska 1. deildar liöinu Winterthur. Hann staðfesti þetta í samtali við DV eftir leikinn í gær. „Ég fer út til Sviss bráðlega og mun kynna mér þetta tilboö nánar og líta á aöstæður," sagði Dagur viö DV en þaö var hann sem tryggöi Val framlengingu. „Ég sá þama smáglufu sem ég ákvað að stinga mér inn í og það var yndisleg tilfinning að sjá bolt- ann í netinu. Það stóð ekki til að ég ætti að ljúka sókninni. Ég Iiafði hugsað mér aö senda boltann á Óla og láta hann klára þetta með skoti eða senda inn á Geira. Síðan fannst mér Erlingur standa tiltölulega langt í færi þannig aö ég ákvað að stinga mér inn. Auðvitað má segja aö það hafi verið lukka með okkur en ég tel að við séum vel að þessum titli komnir. Við erum með besta liðið síðustu þrjú ár,“ sagði Dagur. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, er hér hylltur af stuðningsmönnum félags- ins í leikslok. Þorbjörn gat ekki stjómað sínum mönnum en fylgdist með leiknum I sjónvarpi i félagsheimili Vals. Valur - KA (12-12) (23-23) 30-27 1-0, 1-2, 3-5, 6-8, 8-8, 9-11, (12-12), 12-13, 15-15, 17-20, 20-20, 22-23, 23-23, 24-23, (2&-26), 29-26, 30-27. 6/1, Júlíus Gunnai-sson 5, Sveinn Sigfinnsson 2, Geir Sveinsson 2, Sigfús Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafiikelsson 18, Axel Stefán • Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 7, Valdimar Grimsson 7/6, Alfreð Gíslason 6, Leó Örn Þorleifeson 4, Erlingur Kristjánsson 2, Valur Öni Arnarson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Öskarsson 18/2. stóðu sig vel og lögðu sitt af mörkum til að gera leik inn að þeirri frábæru skemmtun sem hann var. Áhorfendur: Um 1500. Maður leiksins: Ólafur Stefánsson, Val. iest spennandi )u handboltans Valur fryggði sér sigurmn í framlengmgu gegn KA var fjarri góðu gamni, tók út eins leiks bann og mátti því af þeim sökum ekki stjórna liðinu í þessum leik. Þorbjöra kom fljótlega í leitirnar og var hann tolleraður af lærisveinum sínum. En hvemig var það fyrir Þorbjöm að vera íjarri baráttunni í svona mikilvægum leik? „Mun erfiðara en ég átti von á“ „Það var vægast sagt mjög erfitt og ég vona að það gerist ekki aftur. Þetta var mun erfiðara en ég átti von á. Ég skal viðurkenna það að ég gat ekki fylgst með framlengingunni, svo spenntur var ég. Ég var búinn að horfa á leikinn fram að því í sjónvarpi inni í félags- heimilinu. Þegar kom að framlenging- unni gat ég hreinlega ekki setið kyrr, stóð upp og fór afsíðis. Strákamir sýndu mikinn karakter í framlenging- unni og að vinna leik á þeim stutta tíma með þremur mörkum sýnir mikinn styrk. Ég er stoltur af svona strákum, það viðurkenni ég fullum hálsi. Þessar viðureignir eru búnar að vera frábær auglýsing fyrir handboltann og þetta hlýtur að kveikja í fólki svona skömmu fyrir heimsmeistarakeppnina. Hand- boltinn er stemningaríþrótt og þetta er bara það sem koma skal á heimsmeist- aramótinu," sagði Þorbjörn. Hann staöfesti það í samtalinu að rætt hefði verið við sig um að halda áfram þjálfun liðsins. Hann sagðist ætla að skoða þau mál vel á næstunni. Þegar öllu er á botninn hvolft em Valsmenn vel að titlinum komnir. Sterk liðsheild lagði granninn að þess- um áfanga. Ólafur Stefánsson lét vita af sér svo um munaði þegar mest lá við. Guðmundur Hrafnkelsson fór að verja vel undir lok leiksins og eins í framlengingunni. Dagur Sigurðsson var mjög góður og jafn allan leiktím- ann. Leikmaður sem búinn er að eiga topptí mabil og ef til vill besti leikmaöur liösins í vetur. „Þetta er upphafið af einhverju meira“ „Þrátt fyrir ósigurinn er ég sáttur. Þetta er búinn aö vera frábær vetur hjá okkur KA-mönnum en áður en við lögðum upp í haust gerði ég mér áldrei vonir um að okkur tækist að vinna bikarkeppnina og svo einnig að standa í baráttunni um íslandsmeistaratitil- inn. Þetta er aðeins upphafið að ein- hveiju meira í næstu framtíð. Við eig- um tíl staðar góðan mannskap og í dag er ég bjartsýnn á að við höldum þeim mönnum sem til staðar eru. Jafnvel munum við styrkja leikmannahópinn en það kemur allt saman í ljós. Hvað mig áhrærir er nokkuö ljóst að þetta var minn síðasti leikur og kominn tími til að hægja á,“ sagði Alfreð Gíslason við DV í leikslok. Sigmar Þröstur Óskarsson átti enn einn stjörnuleikinn í marki KA. Pat- rekur Jóhannesson náði sér stundum vel á strik í strangri gæslu. Alfreð Gíslason sýndi oftsinnis aö hann hefur engu gleymt, frábær tilþrif sáust á köfl- um. Að baki er frábært tímabil hjá KA, fyrst og fremst dýrmæt reynsla sem koma mun í góðar þarfir í næstu átök- um. KA-menn tóku ósigrinum karlmannlega, eins og góðum íþróttamönnum sæmir. Hér takast þeir i hendur gömlu kempurnar Aifreö Gíslason og Erling- ur Kristjánsson sem staðið hafa sig frábærlega með KA-liðinu í vetur. Reykjavíkormótið Ej^ Miðvikudaginn 29. mars Fylkir-Víkingur kl. 20.00 Gervigrasið Laugardal \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.