Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 30
58 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 Afrnæli Steingrímur Þorsteinsson Steingrímur Þorsteinsson, fyrrv. bóndi í Stóra-Holti í Fljótum, er átt- ræðurídag. Starfsferill Steingrímur fæddist að Rifkels- stöðum í Eyjafjarðarsveit og ólst þar upp fyrstu flögur árin, síðan að Rangárvöllum við Akureyri til 1926 er hann flutti með fóður sínum að Stóra-Holti í Fljótum. Steingrímur stundaði bamaskólanám í Austur- Fljótum eftir aö hann flutti í Fljótin. Steingrímur ólst upp við öll al- menn sveitastörf og stundaði bú- störf í Stóra-Holti. Hann og kona hans tóku við búi í Stóra-Holti af fóður Steingríms 1946. Steingrímur bætti jörðina veru- lega í búskapartíð sinni, ræktaði og byggði upp útihús. Hann stundaði vinnu utan bús nokkra vetur, var nokkra vetur á vertíð, bæði í Vest- mannaeyjum og í Grindavík. Þá stundaði hann ýmsa vinnu heima í Fljótum, m.a. við sláturhús mörg haust. Steingrímur hætti búskap 1986 er synir hans tóku við jörðinni. Hann flutti þá til Sauðárkróks og bjuggu þau hjónin þar uns kona hans lést 1991. Hann flutti svo aftur að Stóra- Holti 1993. Steingrímur sat í sveitarstjórn Holtshrepps í átta ár og starfaði í ungmennafélagi sveitarinnar í mörg ár. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 24.1.1947 Svövu Sigurðardóttur, f. 10.11.1915, d. 7.1.1991, húsfreyju. Hún var dótt- ir Sigurðar Sigurðssonar og Soötu Jóhannsdóttur er bjuggu að Hólkoti Til hamingju með afmælið 29. mars við Hofsós. Börn Steingríms og Svövu eru Stefán Arnar, f. 31.8.1944, verka- maður á Siglufirði, var kvæntur Þórdísi Símonardóttur og eiga þau þrjú börn; Sigurður Þorsteinn, f. 20.12.1946, b. á Ysta-Mói í Fljótum, kvæntur Þóru Þorsteinsdóttur og eiga þau tvö börn; Auðunn Geir, f. 17.11.1947, b. í Stóra-Holti; María Soffía, f. 21.4.1949, húsfreyja í Brim- nesi í Viðvíkursveit, gift Halldóri Steingrímssyni og eiga þau tvö börn, auk þess sem María á barn frá því áður; Ragnar Þór, f. 22.2.1952, véla- maður í Stóra-Holti; Guðbjörg Krist- ín, f. 28.2.1954, húsfreyja að Kroppi í Eyjafjarðarsveit, gift Úlfari Stein- grímssyni, b. þar, og eiga þau þrjú börn; Jóna Sigríður, f. 2.1.1956, verkakona í Reykjavík, og á hún eitt barn; Gunnar, f. 26.5.1958, b. í Stóra-Holti, en kona hans er Hólm- fríður Bergþóra Pétursdóttir og eiga þau saman tvö börn, auk þess sem Gunnar á barn frá því áður og Hólmfríður Bergþóra tvö; Bjarni Ómar, f. 23.7.1969, sjómaður í Reykjavík. Dóttir Svövu frá því áður er Erna Gestsdóttir, húsfreyja að Dölum í Eiðaþinghá, en maður hennar er Gísli Ingvarsson. Systkini Steingríms: Þuríður, f. 1912, fyrrv. húsfreyja að Helgustöð- um í Fljótum, nú búsett á Sauðár- króki; Sigríður, f. 1918, fyrrv. hús- freyja á Nýrækt í Fljótum, nú bú- sett á Sauðárkróki. Hálfbróðir Steingríms, samfeðra, er Bjarni, f. 1924, fyrrv. atvinnurekandi, búsett- uráSiglufirði. Foreldrar Steingríms voru Þor- steinn Helgason, f. 1886, d. 1971, bóndi, og k.h., María Guðmunds- Steingrimur Þorsteinsson. dóttir, f. 1884, d. 1921, húsfreyja. Steingrímur tekur á móti gestum ífélagsheimilinu Ketilási, laugar- daginn 1.4. frá kl. 21.00-24.00. Páll Hlöðversson 85 ára_______________________ 60ára__________________________ Guömunda Ólafsdóttir, Esther Garðarsdóttir, Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykja- Prestbakka 11, Reykjavík. vík. Eiríkur Sigmundur Stefánsson, Skólavegi 88, FáskrúðsfirðL Soffía Einarsdóttir, ----------------------------- Aðalstræti 46, Þingeyri. 80ára________________________ _______________________________ Guðríður Elínbjörg Georgsdóttir, 50 ára . Þorustig24,Njarövik. ----------------—— ---------- Páll Jóhannesson, SigríðurSifEiðsdóttir, Aðalstræti 47, Vesturbyggð. Fagrabergi 58, Hafnarfirði. Björn Stefánsson Jónsson, Austurbyggö 17, Akureyri. _____________________________ 40ára Steinunn Ingimundardóttir, Skaftahlíð 6, Reykjavík. Friðrikka Bjamadóttir, Dalalandi 10, Reykjavík. Eiginmaður Friörikkuer ÓlafurE. Ólaísson. Þau lijónin takaámóti gestum af til- efni afmadisins í Félagsmiðstöð aldraðra, Hæðargarði31, laugar- daginn 1.4. nk. milhkl. 15.00 og 18.00. Þórhalla Jónsdóttir, Leirubakka 30, Reykjavík. Fanney María Stefónsdóttir, Skagfirðingabraut 29, Sauðárkróki. Guðríður Vilhjálmsdóttir, Blönduhllð 9, Reykjavík. Sjöfn Sigbjörnsdóttir, Fífurima 18, Reykjavík. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir, Mjallargötu 1, ísafirði. Guðbjörg Hjartardóttir, Stórholtill.lsafirði. Sveinn Öfjörð, Heiðarbrún 64, Hveragerði. Lárus Valberg Valbergsson, Birkimel 10 B, Reykjavík. Skúli Þórarinsson, TúngÖtU 16, Eyrarhakka. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, Álfaskeiði 88, Hafnarfirði. Hörður Kristjánsson, Vikurströnd 7, Seltjarnarnesi. Heiða Bj örk Reimarsdóttir, Hallbjarnarstöðumll, Skriðdals- hreppi. w 9 9*1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín. íþróttafélag heyrnarlausra óskar eftir sölumönnurrr á aldrinum 9-15 ára. Erum með penna- og upptakarasölu til styrktar Evr- ópumeistaramóti heyrtiarlausra í handknattleik sem haldið verður þann 10.-15. apríl. Athugið, sendum út á land. Nánari uppiýsingar í síma 5510558. Páll Hlöðversson, skipatækni- fræðingur og framhaldsskólakenn- ari, Grundargerði 6J, Akureyri, varð fimmtugur á mánudaginn var. Starfsferill Páll fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi á Siglufirði 1962, sveinsprófi í vél- virkjun hjá Síldarverksmiöju ríkis- ins á Siglufirði 1966, prófi við fyrsta hluta Tækniskóla íslands 1969, skipatæknifræðiprófi frá Odense Teknikum í Danmörku 1971 og prófi sem framhaldsskólakennari frá KHÍ1993. Páll var skipatæknifræðingur hjá Stálvík hf. í Garðabæ 1971-72, framkvæmdastjóri Dráttarbraut- arinnar í Neskaupstað 1972-75, skipatæknifræðingur hjá Slipp- stöðinni hf. á Akureyri 1975-90, stundakennari við Háskólann á Akureyri 1991 og kennari viö Verk- menntaskólann á Akureyri frá 1991. Páll hefur starfað í Alþýðubanda- laginu, setiö í stjóm þar og gegnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá hefur hann setiö í stjóm Skákfélags Akureyrar og verið formaður þess í þrjú ár. Fjölskylda Páll kvæntist 6.11.1965 Hann- veigu Valtýsdóttur, f. 4.11.1945, nema við Fósturskóla íslands. Hún er dóttir Valtýs Magnússonar og Einarínu J. Sigurðardóttur. Fóst- urfaðir Hannveigar er Húnbogi Þorleifsson húsasmíðameistari. Böm Páls og Hannveigar eru Katrín Guörún, f. 16.8.1965, mat- vælafræðingur á Akureyri, gift Þórarni Val Árnasyni og er dóttir þeirra Agnes Eva, f. 11.2.1993; Bogi, f. 7.8.1971, kerfisfræðingur í Reykjavík, en kona hans er Marta Kristín Hreiðarsdóttir; Linda Björk, f. 22.3.1973, nemi á Akur- eyri; Olafur Arnar, f. 12.2.1981, nemiáAkureyri. Systkini Páls eru Anna Matthild- ur, f. 26.11.1947, hjúkmnarfræð- ingur í Reykjavík; Sigurður, f, 23.7. 1949, bæjartæknifræðingur á Siglu- firði; Þorgerður Heiðrún, f. 3.8. 1955, leikskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Páls voru Hlöðver Sig- urðsson, f. 29.4.1906, d. 13.5.1982, skólastjóri á Siglufirði, og k.h., Katrín Guðrún Pálsdóttir, f. 10.1. 1907, d. 10.4.1982, hjúkrunarfræð- ingur. Ætt Hlöðver var bróðir Stefáns, skólastjóra í Reykholti í Biskupst- ungum, Ásmundar, alþm. og kenn- ara, og Geirs, afa Ásgeirs Sigurös- sonar rallökumanns. Hlöðver var sonur Sigurðar, b. og búfræðings á Reyðará í Lóni, Jónssonar, b. og söðlasmiðs á Setbergi í Nesjum, Jónssonar. Móðir Hlöðvers var Jórunn Anna kennari Hlöðversdóttir Schou. Katrín var systir Sigurlaugar, móður Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu og Páls yfirlæknis. Katrín var dóttir Páls, b. á Litlu-Heiði, Ólafssonar og Sigurlaugar Páls- dóttur, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Ólafssonar, alþm. á Höfðabrekku og umboðsmanns konungsjarða, Pálssonar. Páll tekur á móti gestum í Lóni við Hrísalund, laugardaginn 1.4. kl. 17.00-20.00. Hringidan Gestir við opnunina. DV-myndir Ægir Már Kárason Bræðurnir Eyþór og Kári Þórissynir sem reka veit- ingastaðinn Caruso i Reykjavík. Eyþór er faðir Daní- els sem á Kaffi Keflavik. Kaffi Keflavík - nýr veitingastaður Fjöldi gesta mætti í opnunargilh í 100 ára gömlu húsi við aðalversl- endur era Daniel Eyþórsson og Sig- á nýjasta veitingastað Keflvíkinga unargötu bæjarins, Hafnargötu. urlaug Gunnarsdóttir. um helgina - Kaffi Keflavík. Stað- Hann tekur 130 manns í sæti og á urinn er fallega innréttaður og er neðri hæðinni er koníaksstofa. Eig-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.