Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 17 dv__________________________________________Fréttir I Hefur fimm sinnum þurft að yflrgefa hús sitt í vetur vegna snjóflóðahættu: Ekki hægt að búa hér ef maður er hræddur - segirMagnaSigbjömsdóttiráSiglufirði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; | „Nei, ég er ekkert hrædd að eiga heima í þessu húsi. Það má segja að ég sé forlagatrúar og ég tel að ef ég eigi að farast í snjóflóði þá gerist það einfaldlega. Það er ekki hægt að búa hérna ef maður er hræddur," segir Magna Sigbjömsdóttir, einn þriggja íbúa hússins númer 82 við Suðurgötu á Siglufirði. Magna hefur ásamt fjölskyldu sinni þurft að yfirgefa hús sitt flmm sinnum í vetur vegna yfirvofandi snjóflóðahættu úr Strengsgili sem er í fjallinu ofan við hús hennar. „Við erum búin að búa hér í 23 ár og það hafa vissulega fallið hér snjófióð. Árið 1974, daginn eftir stóra snjóflóð- ið í Neskaupstað, kom héma flóð sem eyðilagði húsiö númer 76, hérna rétt norðan við okkur. Þá var ég hrædd, enda með fullt hús af börnum," segir Magna. ■ ' W* * J&l '' mm* w • % lllpBpi- mmm |p : wk i B jSLé Sr .iPjáy 1 Magna við hús sitt. Snjórinn nær upp undir þak og yfir gnæfir Strengsgilið en þaðan er jafnan talið að mesta snjóflóðahættan sé á Siglufirði. DV-mynd gk Magna segir að það sé allt í lagi í sjálfu sér að þurfa að yfirgefa húsið ef snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir. „Það versta við það er að þurfa að ryðjast inn á vini sína til að fá húsaskjól en ég veit alltaf að ég kem aftur. Ég er bara virkilega ánægð mað að almannavarnanefndin hér skuli taka svona ákveðið á málunum og láta rýma húsin sé talin hætta á ferðum. Það veitir manni öryggi og maður væri e.t.v. hræddur ef maður ætti sjálfur að ákveða það hvenær maður ætti aö hafa sig í burtu,“ seg- ir Magna. Snjóflóðið 1994 eyöilagði sem fyrr sagði húsið númer 76 við Suðurgötu. Næsta hús, sem er númer 78, skemmdist mikið og í hvorugu þess- ara stóru einbýlishúsa er búið í dag. í næsta húsi viö Mögnu, númer 80, bjó sjómannsfjölskylda en hún gafst upp á ástandinu í vetur og flutti úr húsinu. <aií: itóin:>i Vitastíg 3 - Sími 626290 Opið miðvikudags- sunnudagskvölds Nektardans af bestu gerð öll kvöld. Nýjar dansmeyjar komnar! Ekki vera feiminn. Láttu sjá þig!!! Aðgangseyrir kr. 1.000. Drykkur innifalinn. . Lionsfélagar og heilsugæslulæknarnir Máni Fjalarsson og Guðmundur Olgeirsson við afhendingu tækisins. DV-mynd Ragnar Imsland Gjörgæslutæki í sjúkraf lutningum Júlía Imsland, DV, Höfru Lionsklúbbarnir á Hornafirði færðu á dögunum Heilsugæslustöð- inni á Höfn Propacq-mæli að gjöf. Það er eins konar gjörgæslutæki sem læknir getur haft meö sér þegar slys eöa önnur bráöaútköll veröa. Með aðstoð mælisins er hægt að fylgjast með líkamlegu ástandi sjúkl- ings; blóðþrýstingi, súrefnismettun, púls, hjartsláttartakti og hitastigi. „Við notum tækið aðallega á þann hátt, það er mikið öryggistæki í sjúkraflutningum," sagði Máni Fjal- arsson, heilsugæslulæknir á Höfn. Suðurlandsbraut 46, 2. hæð simi 568 2560 MATUR OG KÖKUR WÆÆÆÆÆIIÆÆIÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆI. Aukablað um MAT OG KÖKUR fyrir páskana Miðvikudaginn 5. apríl mun aukablað um matartil- búning fyrir páskana fylgja DV eins og undanfarin ár. Þar verða m.a. kynnt úrslit í uppskriftasamkeppni um nýstárlega eftirrétti. Fjallað verður um matartilbúning fyrir fermingarnar, einnig verða birtar nýjar kökuupp- skriftir og fl. og fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 563-2722. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 30. mars. ATH.I Bréfasími okkar er 563-2727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.