Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 49 Trimm Gönguskíðin heilla: Nú er besti tíminn Nú fer í hönd sá árstími sem göngu- skíðamenn líta á sem sína aðalvertíð. Snjóalög er næg, dagurinn er orðinn nógu langur til þess að fara í langar dagsferðir og síðast en ekki síst ger- ast góðviðri nú tíðari en yfír erfið- ustu vetrarmánuðina. Það eru því að verða síðustu forvöð fyrir þá sem ekki hafa enn dregið fram skíöin að drífa nú í því ætli þeir að vera með í vetur. Ekki þurfa Norðlendingar og Vestfirðingar að kvarta undan snjóleysi og flnnst eflaust flestum íbúum á þeim slóðum að það hálfa væri meira en nóg. Öllum ber saman um að skíða- ganga sé einhver ákjósanlegasta heilsubót sem völ er á. Börn geta byijað mjög ung á gönguskíðum og mörg dæmi eru um að menn hafi stundaö þessa skemmtilegu íþrótt fram eftir aldri meðan þeir gátu gengið. Rannsóknir sýna að fáir ef nokkrir íþróttamenn hafa meira þol og styrk en gönguskíðamenn og súr- efnisupptaka hjá íþróttamönnum hefur hvergi mælst hærri en hjá gönguskíðamönnum. Síðast en ekki síst er þetta frábær íþrótt sem fjöl- skyldan getur stundað saman. Auðvelt að læra Það er auðvelt að læra að ganga á skíðum og má halda því fram að það getí hver og einn lært án mikillar þjálfunar þótt skipuleg tílsögn í íþróttinni auki auðvitað gagn manna og ánægju af iðkaninni. Einn er kost- ur ótalinn við gönguskíði en hann er sá aö hreyfingar eru mjúkar og jafnar og meiðsli mun fátíðari en í flestum öðrum almenningsíþróttum. Jafnframt er skíðaganga sú íþrótt sem veitir líkamanum einna mesta alhliða þjálfun, þ.e. bæði efri og neðri hluti líkamans styrkjast og þjálfast. Engarbiðraóir Það þarf ekki að standa í biðröð við skíðalyftur til þess að ganga á skíöum. Gönguskíðamaðurinn kann oft vel við sig í troðnum brautum eins og finna má á öllum skíðasvæö- um og víða á svæðum ætluðum al- menningi til útivistar, s.s. Miklatúni og Laugardal í Reykjavík og Kjarna- skógi á Akureyri en kjósi hann frem- ur einveru í faðmi náttúrunnar stefnir hann á ótroðnar slóðir og leit- ar út fyrir fjölfarnar brautir. Það þarf ekki sérstakan fatnað til þess að ganga á skíðum. Venjulegur, hefðbundinn alhliða útívistarfatnað- ur, eins og sá sem er notaður á venju- legum gönguferðum, dugar alveg. Hitt er svo annað mál að hnébuxurn- ar og skræpóttu uppháu sokkarnir sem margir gönguskíðagarpar skarta gera menn gróflega flotta í tauinu og sýna svo ekki verður um villst að þar fara vanir menn. Það sem þarf að gæta sín á er að klæða sig ekki of mikið; t.d. henta venjuleg- ir svigskíðagallar alls ekki því þeir eru of heitir. Viltu rassmottu? Fyrir utan skíði, skó og stafi þarf ekld sérstakan búnað en gott er að hafa lítinn og léttan bakpoka undir Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson aukafatnað, nestí og hvað sem menn kjósa að hafa með sér. Gott er að vera með vatnsbrúsa, sé gengið leng- ur en í klukkutíma, og heitt kakó flnnst mörgum algjörlega ómissandi. Góð sólgleraugu þarf varla að minna á. Margir fara alls ekki í skíöaferð án þess að hafa með sér sérstaka rassmottu til þess að sitja á meðan menn hvíla sig og borða nesti. Slíkar mottur fást í útilífsbúðum og eru frá- bærar því tvisvar verður sá feginn sem á skaflinn sest. Gönguskíði eru ýmist með rifflum undir miðjunni eða ekki. Séu þau án riffla þarf að bera á þau áburð til þess að hindra bakskrið. Rennshs- áburður er borinn á báðar gerðir skíða svo þau renni betur. Byijend- um henta riffluð skíði óumdeilanlega betur en sléttu skíðin eru skemmtí- legri fyrir þá sem eitthvað kunna fyrir sér og margir skipta yfir í þau eftir fyrstu árin. Rifflurnar tefja fyrir þegar ákveðinni færni er náð og mörgum þykir hljóðið í riffluðum skíðum hvimleitt og meðal hrein- hjartaðra fjallamanna er jafnvel tal- að um hávaðamengun. Fjallaskíði og gönguskíði til þess að ferðast á um fjöll utan troðinna brauta eru sérs- takt fyrirbæri og verður ekki fjallað nánar um þau. Talsvert lengri en eigandinn Gönguskíöi eru yfirleitt höfð tals- vert miklu lengri en sá sem á að nota þau eða um 20-25 sentímetrum lengri en notandinn en einnig þarf að taka tilht til stífleika. Hlustið á og takið mark á starfsfólki útilífs- verslana í þessum efnum. Skíðastaf- irnir eiga að ná vel upp í handarkrik- ann eða upp undir viðbein. Hægt er að velja um tvær gerðir bindinga fyrir venjuleg gönguskíði og skór eru af ýmsu tagi. Byijendur geta fengið ágætan búnað fyrir 15-25 þúsund. Að lokum er rétt að minna á að Ferðafélag íslands og Útivist bjóða 'um þessar mundir upp á mismun- andi langar dagsferðir á gönguskíð- um sem henta byijendum jafnt sem lengra komnum. Auk þess bjóða bæði félögin ýmsar helgarferðir og lengri ferðir um páska en þær henta tæpast byrjendum. Munið að gera allar teygjuæfmgar sem þið kunnið þegar erfiðri skíða- göngu lýkur. Ekki teygja svo mikiö að þið finnið til en haldið hverri teygjustelhngu í a.m.k. 15 sekúndur. Reykjavík- ur-maraþon Lítill fugl sagði Trimmsiðunni að undirbúningur fyrir Reykja- víkur-maraþon væri kominn á fuhan skrið. Verið er að semja viö ýmsa samstarfsaðila sem koma við sögu á þessum há- punkti sumarsins með einum eöa öðrum hætti. Lítil breyting mun verða þar á enda komin hefð á það hjá sömu fyrirtækjum árlega að leggja þessu góða málefni liö. Nýr framkvæmdastjóri, Ágúst Þorsteinsson, hefur tekið viö starfl Sigurðar P. Sigmundssonar sem nú hefur horfið til annarra starfa. Haft er fyrir satt að Ágúst leggi nótt viö dag og telji dagana fram til maraþons. Hann er ekki með öhu óvanur þessu því hann mun hafa gegnt téðu starii fyrir tíð Sigurðar. Hvað með þaö. Sú breyting hefur einnig orðið á að nú hefur Reykjavikur-maraþon sölsað undti sig annað ekki síður vinsælt Waup en það er miðnæt- urhlaupið á Jónsmessu sem jafn- an hefur farið fram á Jónsmessu- nótt, eins og glöggti lesendur sjá í hendi sér. Jónsmessunótt er samkvæmt almanakinu aöfara- nótt 24. júní sem nú ber upp á laugardag. í fyrra var hlaupið víðáttuskemmtilegt og sást til margra sem flettu sig klæðum og veltu sér eins og hross upp úr dögginni, sjálfum sér th heilsu- bótar og öðrum til augnayndis. Trimmsíðan hefur heyrt að þess hafi verið farið að leit við stjóm Reykjavíkur-maraþons að verðlaununum fyrti furðulegasta fatnaðinn verði breytf. Tekin veröi upp sérstök verðlaun fyrir hópa sem mæta í samstæðum furðubúningum. Þetta gefur áhugasömum hlaupaliópum færi á að skrýöa allan hópinn sam- stæðum búningum. T.d. getur hópur mætt sem jólasveinar einn og átta, andarungamti þrír, Mjalihvít og dvergarnti sjö og svo framvegis. Ekki er vitað hvemig stjórn maraþonsins ætlar að taka á þessu máli. Tölvuvaedd tímataka Það nýjasta í tímatöku í al- menningshlaupum byggist á tölvutækni. Hver hlaupari festir örsmáa fiögu við skóinn sinn og sérstakur búnaður ies merki frá hemii viö upphaf hlaups og enda- lok. Þetta tryggir ótrúlega ná- kvæma tímatöku og auk þess er hægt að sjá millitíma hvers kepp- anda áður en hlaupinu lýkur með því aö ýta á einn hnapp. Þessi nútímalegi búnaður heftir þegar veriö notaöur í maraþonhlaupum í Berlín, Vínarborg og Frankfurt við ómælda hrifhingu allra við- staddra. Ekkert jafnast á við gönguskíði sem alhliða og skemmtileg íþrótt sem hentar allri fjölskyldunni. Góðir hlaupaskór eru gulls ígildi Það er stundum sagt um hlaupara og skokkara að skórnir séu eini hlut- inn af búnaði þeirra sem verður að vera í lagi. Maður getur hlaupið í ýmsum lörfum og fatnaði sem ekki var framleiddur sérstaklega, án þess að verða meint af, en maður á aðeins eitt par af fótum og það er ástæðu- laust að eyðileggja þá með því að hlaupa á lélegum skóm. í erlendu hlaupablaði rákumst við á nokkra gullmola hafða eftti sérfræðingum um hlaupaskó: Hlauparar biðja alltaf um bestu skóna sem til eru og verða alltaf jafn- hissa þegar þeim er sagt að þeir séu ekki tU. Þeir skór sem best henta þér og þínum hlaupastíl eru bestu skóm- ir. Byrjendur vilja oft fá hlaupaskó fyrti byrjendur. Það er eins með hlaup og fallhlífastökk. Það era ekki til fallhlífar fyrti byijendur. Hvort tveggja veröur að tryggja þér mjúka og öragga lendingu. Fótaaðgeröafræðingar vita allt um tásveppi, fætur og fótsnyrtingar en ekkert um hlaupaskó. Flestti hlauparar slíta skónum sín- um of mikið. Ef ekki sést sht á sólan- um að ráði halda þeir að allt sé í lagi með skóinn. Hið rétta er að skór sem búið er að hlaupa á metia en 750-850 kílómetra eru trúlega ónýtir og geta valdið óþarfa bólgum og meiðslum séu þeir notaðti of lengi. Margti viðskiptavinti halda að al- hhða íþróttaskór séu góðti til þess að hlaupa á. Það er helst ef einhver eltti þig og heimtar .veskiö þitt að þeti duga til þess aö spretta'úrspori. Margir hlauparar fuhyrða að þetta-- eða hitt vöramerkið eigi ekki við þá og þetira fótlag. Flestti framleiðend- ur bjóða upp á svo margar gerðir fyrti ólíka fætur að þetta getur hrein- lega ekki verið rétt. Hitt er svo annað mál að hafi hlaupari fundið ein- hveija tegund af skóm sem honum höur alveg sérstaklega vel í er nán- ast engin ástæða til þess að skipta. Því skyldi maður laga það sem ekki er bilað? (Runner’s World) '7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.