Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDÁGUR 29. MARS 1995 Viðskipti Benslnstöð Olíufélagsins 1 Geirsgötu: bankaráð Aðalfundur íslandsbanka fór fram í Borgarleikhúsinu sk mánudag. Þar kom fram að 185 milljóna króna liagnaður varð á rekstri bankans í fyrra eftir 650 milljóna tap áriö 1993. Meðal nýrra samþykkta var ákvæði um innlausnarskyidu ef einn hlut- hafi fer yfir 30% eignarhlutdeild. í kjöri til sjö manna bankaráös voru átta menn, þar af Iveir nýir, þeir Orri Vigfússon og Haraldur Sumarliðason. Þeir komust báðir inn en Sveinn Valfells, sent hefur veríð í bankaráöinu um nokkurt skeið, datt út Áíram í ráðinu verða Kristján Ragnarsson, Örn Fríðriksson, Guðmundur H. Garðarsson, Einar Sveinsson og Magnús Geirsson. HlutaféÁmess aukiðum126 Hlutafé útgerðarfyrirtækisins Árness í Þorlákshöfn hefur verið aukiö um 126 milljónir og er nú 260 milljónir. Hlutabréf voru seld á genginu 1,0 á meðal núverandi hluthafa og einstakra íjárfesta í lokuðu útboði. Nýir hluthaíár eru Grandi, ísfé- lag Vestmannaeyja, Þormóður rammi, Buröarás og Sjóvá- Almennar en að auki jók Trygg- ingarmiðstöðin hlut sinn veru- lega. Stærsti einstaki hluthafinn i Arnesi er nú Grandi með 25% hlut en saman eiga þessir sex aðilar 49% hlut í fyrirtækinu. Ákveðið hefur verið að auka við- skipti Árness við Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna. Aöalfundur Árness fer fram 21. apríl nk. Krónulækkun fyrir að dæla sjálf ur - starfsmönnum ekki fækkaö, segir forstjóri Esso Olíufélagið, Esso, tilkynnti í gær þjónustunýjung í bensínstöðinni í Geirsgötu í Reykjavík. Þar geta við- skiptavinir Esso framvegis dælt sjálf- ir á bíla sína og borgað krónu minna fyrir lítrann. Auk sjálfsgreiðslunnar verður áfram hægt að láta starfs- menn Esso dæla. Að sögn forráða- manna Esso hefur sjálfsafgreiðslan staðið til síðan í haust eða frá því þegar ný lög heimiluðu olíufélögun- um að selja eldsneyti á mismunandi verði, m.a. miðað við þjónustustig. Að sögn Geirs Magnússonar, for- stjóra Olíufélagsins, er þetta liður í aðgerðum félagsins til að styrkja stöðu sína í vaxandi samkeppni olíu- félaganna. Geir sagði að starfsmönn- um bensínstöðvarinnar í Geirsgötu yrði ekki fækkað en viðtökur við- skiptavina myndu ráða um fram- haldið, þ.e. hvort sjálfsafgreiðsla verði tekin upp á fleiri Esso-stöðvum. Geir sagði sjálfsafgreiðslu á bens- ínstöðvum tíðkast víða erlendis, einkum í Evrópu. Hins vegar hefði starfshópur á vegum Esso, sem fór til Bandaríkjanna um síðustu helgi, verið upplýstur um að hagur þjón- ustubensínstöðva væri að vænkast á ný, á kostnað sjálfsafgreiðslunnar. Safnkortshafar Esso geta að auki bætt við 80 krória afslætti á bensínlítr- ann ef þeir dæla sjálfir og staðgreiða. Starfsmaður Oliufélagsins setur upp skilti með gjaldskrá fyrir sjálfsafgreiðsl- una á bensínstööinni i Geirsgötu. DV-mynd BG Odýrara Internet GyffiÞðrhjáSH tilAkureyrar Ákveðið hef- ur veriö að Gylfi Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri raarkaðs- sviðs Söhuniö- stöðvar hrað- frystihúsanna, SII, flytjist til Akurcyrar og veiti starfsemi SH á Akureyri for- stööu. Stjórnskipulag SH verður óbreytt. Intemets-notendur hafa ástæðu til að gleðjast þessa dagana. Póstur og sími hefur ákveðið að lækka gjald- skrá sína fyrir leigulínur undir gagnaflutninga til útlanda. Lækkun- in nemur allt frá 15-44 prósentum en almennt Internets samband lækk- ar um 20 prósent. Hafa menn beðið lengi eftir þessari ákvörðun Pósts og síma. Sem dæmi um verðlækkunina lækkar mánaðarleiga á 64 kílóbita Internets-tengingu við Svíþjóð um 42 krónur niður í 325 krónur, án viröis- aukaskatts. Forráðamenn Pósts og síma vonast til að lækkunin auðveldi fyrirtækj- um og einstaklingum aðgang að gagnabönkum og mörkuðum. Halldór Blöndal samgönguráð- herra tilkynnti þessa verðlækkun í gær. Að auki var kynnt breyting á skipulagi Pósts og síma. Stofnað hef- ur verið nýtt aðalsvið utan um íjar- skiptarekstur og undir það heyra m.a. farsímadeild, gagnaílutnings- þjónustudeild og notendahugbúnað- ardeild. Stefnt er að því að fjarskipta- svið starfi í beinni samkeppni við aðra aðila á markaðnum. Um 90 starfsmenn flytjast á ijar- skiptasvið við breytinguna. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn Haraldur Sigurðsson verkfræðingur. Hlutabréfaverð í hámarki Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu 34,4 milljónum króna og á mánudag bættust við 12,5 milljóna viðskipti. Alls eru þetta því viðskipti upp á tæpar 47 milljónir. Mest var keypt af bréfum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað eða fyrir 15 milljónir. Næst komu viðskipti með Flugleiða- bréf fyrir 10,7 milljónir. Mestu við- skipti þar á eftir voru með bréf Toll- vörugeymslunnar og íslandsbanka. Þingvísitala hlutabréfa sló enn eitt sögulega metið þegar talan fór í 1116 stig sl. mánudag. Viðskipti gærdags- ins lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Tveir togarar seldu í Þýskalandi í síðustu viku, samkvæmt upplýsing- um Aflamiðlunar, og náðu þokka- legri sölu. Dala-Rafn VE seldi 140 tonn fyrir 18,1 milljón og Akurey RE fékk tæpar 26 milljónir fyrir 252 tonna afia. Töluverð sala varð úr gámum í Englandi í síðustu viku eða 300 tonn fyrir 43,3 milljónir. Þótt álverð á heimsmarkaði hafi hækkað í síðustu viku eru blikur á lofti um framhaldið. Á1 frá Rússlandi er farið að streyma á markaði í Asíu og Evrópu og búist við einhverri lækkun heimsmarkaðsverðs í kjöl- farið. Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu daga nema hvað sterlingspundið virðist vera á uppleið á ný. Mark Pund 2500 2000 1500 ÍOOO 50i USD/ n tonn u Eimskip Skipasölur Dollar Gámaþorskur Olíufélagið 6.40 7 I Skeljungur Flugleiðir Þingvísrt. hlutabr. Þingvísit. húsbr. DV 250 46,5 45.5 45 44.5 44 43.5 Steinn Sveinsson og Jón Þór Hjaltason, Flutningsmiðluninní Jónum. JónarogFliiiii- mgsmiðlunin sameinast Fyrirtækin Jónar hf. og Flutn- ; ingsmiölunin hf. hafa sameinast í: fyrirtækið Flutningsmiðlunin Jónar lif. Starfsemi, mannahald og aðsetur fyrirtækjanna verður óbreytt Framkvæmdastjórar veröa áfram þeir Jón Þór Hjaita- son frá Jónum og Steinn Sveins- son frá Flutningsniíöluninni. Samstarfsaðilar sameinaöa fyr- irtækisins á ísiandi eru Samskip, Eimskip, Flugleiðir, Nesskip, Nes, Jöklar og Van Ommeren. Helsti samstarfsaðili í aöflutning- um og skipafrakt í Evrópu er Royal Frans Maas Group í Holl- andi og helstu samstarfsaðiiar í flugfrakt eru Burlington Air Ex- press í Bandaiákjunum og Bret- landi, Danzas 1 Þýskalandi, WACO í Evrópu og Austurlönd- um og Lep á Norðurlöndum. neirisjóðféiag- aríALVÍB Almennur fundur sjóðfélaga í ALVÍB, Almenna lífeyrissjóði VÍB, var haldinn nýlega. Þar kom fram að raunávöxtun sjóðsins á síðasta ári var 6,2% og hefur raunávöxtun síðustu 5 ára veriö 8,6%. Sjóðfélagar í árslok 1994 voru alis 1193 og fjölgaði um 263 á árinu. Töluverð ijölgun hefur einnig átt sér stað það sem af er þessu ári eða upp í 1250. Heildareignir ALVÍB voru 758 milljónir og liækkuðu um 250 milljónir á síðasta ári. Sjöðurinn er annar stærsti séreignarlífeyr- issjóðurinn hjá verðbréfafyrir- tækjunum með 23% markaðs- hlutdeild. Rekstrarkostnaður ársins 1994 var 3,3 milljónir. KASKmeðbata allsstaðar lúlia Imsland, DV, Höfa: Nú liggur fyrir uppgjör á rekstri Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga, KASK, árið 1994. Rekstur batnaði í öllum deildum frá árinu áöur þótt samdráttur hafi orðið í sölu á byggingarvörum, áburði og fóöri. Rekstrarbati i afkomu af reglulegri starfsemi er tæplega 30 millj. króna frá fyrra ári. Velta jókst um 1,9% frá 1993 en rekstrargjöld jukust um 0,1%. Reksturinn skilaöi 52 millj. króna upp í afskriftir og fjármagns- kostnað. Hagnaður fyrir fiár- magnsliði er 21,6 milfi. króna í stað einnar núlfiónar 1993. Tap af reglulegri starfsemi var 6,5 milfi. króna en var 35,6 milljónir 1993. Eftir óreglulega tekju- og gjaldaliði er tap upp á 4,9 mílljón- ir í stað 59,2 milljóna taps 1993. Geta má þess að KASK ó tæp 38% í Borgey hf. sem skiiaði tæp- lega 80 milfi. króna hagnaði á síð- asta ári. HlutdeUd KASK af hagn- aöi Borgeyjar er þvi tæpar 30 milljónir. Páhni Guðmundsson kaupfélagsstj óri segir aö aukning hafi oröið í sölu matvöru sl. ár eftir að opnuð var 10-10 verslun félagsins. Aukning þar varð 30-40% á mánuði og jafnframt varö söluaukning í Vöruhúsi KASK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.