Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 9 » » » » I i i ) ) ) Útlönd Kínverskar flugfreyjur tóku í morgun vel á móti fyrstu flugvélinni sem kemur til Kína frá Ástralíu i átta ár. Ekkert flug hefur veriö milli landanna í átta ár vegna erfiðleika í samskiptum rikjanna en nú hefur ræst úr og var því vel fagnað. Vélin er frá flugfélaginu Qantas og er sérstaklega skreytt i anda ástralskra frumbyggja. Flug milli land- anna tekur 11 tíma. Símamynd Reuter Ráðherrar breska íhaldsflokksins: Saka BBC um hlutdrægni Ráðherrar í stjórn Johns Majors saka Breska ríkisútvarpið, BBC, um hlutdrægni í fréttaflutningi. Þeir telja fréttamennina halla undir mál- stað Verkamannaflokksins og það komi fram í fréttaflutningnum. Benda þeir á ýmis dæmi um það. Verkamannaflokkurinn fær núna meira en 30 prósentum meira í skoð- anakönnunum en íhaldsflokkurinn. Stjórnarandstaðan og mörg af stærstu dagblöðunum segja hins veg- ar að íhaldsmenn séu orðnir tauga- veiklaðir vegna þess að allar líkur séu á því að þeir tapi næstu kosning- um sem fram eiga að fara í síðasta lagi árið 1997. Stjórnmálaskýrendur ýmsir segja að íhaldsmenn hafi yflr- leitt svarað slæmu gengi í skoðana- könnunum með árás á BBC og frétta- flutning þess. John Major forsætisráðherra svar- aði í gær neitandi vangaveltum um að hann mundi boða til kosninga áður en kjörtímabliið rennur út árið 1997. Hann sagðist einnig mundu svara af fullri hörku öllum tilraunum eigin flokksmanna til að koma honum úr forsætisráðherrastólnum. Hann hygðistsitjaútkjörtímabilið. Reuter Nýkomnar vörur frá Danmörku m.a. bókahillur og sófaborð Antikmunir Kiapparstíg 40, sími 55 27977 ATH. Bílastœði fyrir viðskiptavini Grettisgötumegin. Spænsklr togarar dóla utan við umdeilt veiðisvæði á Miklabanka: Munum verjast þar til verndun er tryggð - segir kanadíski forsætisráðherrann - Spánverjar kæra til alþjóðadómstólsins „Allir Kanadamenn styðja stefnu okkar. Við munum halda áfram á sömu braut þar til öruggt verður að verndun þessa fiskistofns sé tryggð fyrir komandi kynslóðir," sagði Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, í ræðu í kanadíska þinginu í gær. Viðræður fulltrúa Kanada og Evr- ópusambandsins héldu áfram í Brussel í gær eftir að upp úr slitnaði í fyrradag og æsilegt orðaskak tók völdin. Brian Tobin sjávarútvegsráð- herra sagði nokkurn árangur hafa orðið af viðræðunum. Báðir aðilar væri reiðubúnir að gefa eilítið eftir í afstöðu sinni en alger óvissa ríkti þó um framhaldið. Nítján spænskir togarar dóluðu rétt utan við hið umdeilda veiðisvæði á Miklabanka í gær en gættu þess að fara ekki inn á svæðið. Kanadísk varðskip voru i viðbragðsstöðu skammt undan. Spánveijar hafa kært Kanada- menn til alþjóðadómstólsins í Haag þar sem Kanadamenn hafi brotið lög- sögu þjóðar yfir eigin skipum á al- þjóðlegu hafsvæði, truflað siglingu og veiðar spænskra togara á alþjóö- legu hafsvæði og brotið samþykktir NAFO frá 1978. Ætla Spánverjar að krefjast skaðabóta vegna töku togar- ans Estai. Meðan Spánverjar kærðu dró Brian Tobin, fyrrum sjónvarps- fréttamaður, fjölmiðla frá sjávarút- vegsráðstefnu Sameinuöu þjóðanna út á torg í New York þar sem netin, sem spænski togarinn Estai á að hafa notað, voru til sýnis. „Það sleppur ekkert lifandi í gegn um þessa möskva," sagði Tobin. Talsmaöur Breta hjá Evrópusam- bandinu sagði í gær að Bretar mundu beita neitunarvaldi ef beita ætti Kanadamenn viðskiptahindrunum af hálfu ESB. Þjóðverjar mundu að öllum líkindum gera það líka. Breskir sjómenn, sem eru æfir vegna veiða Spánverja og fleiri Evr- ópuþjóða við strendur Bretlands, segjast styðja Kanadamenn og drógu kanadíska fánann að húni á skipum sínum í gær. í breskum fiskibæjum var einnig eftirspurn eftir kanadíska fánanum. „Ég á meiri samleiö með Kanadamönnum en þjóðum sem eru 30 kílómetra frá okkur,“ sagöi bresk- urskipstjóri. Reuter starfsmenn enn í verkfalli Opinberir starfsmemt i Færeyj- um eru enn i verkfalli sem staðið hefur frá þvi í síðustu viku og lamar þjóðlífið. Lögmaður Fær- eyja segir að samningsaðilarnir verði að leysa kjaradeiluna sjálf- ir, lahdsstjómin muni ekki skípta sér af henni með lagasetningu. Verfallið skall á þegar ljóst var að landsstjómin ætlaði ekki að standa viö saraninga um að leið- rétta 8,5 launalækkun sem opin- berir starfsmenn tóku á sig fyrir tveimur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.