Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Formleg samvinna A-flokkanna hafin - vaxandi áhugi á samstarfi flokkanna í Hafnarfirði Svo virðist sem alþýðuflokks- menn og alþýðubandalagsmenn í Reykjanesbæ hafi tekið forystu í auknu samstarfi sem fyrsta skrefi í sameiningu flokkanna. Þessir flokkar eru i minnihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og sem slíkir hafa þeir tekið upp formlegt samstarf. Meðal annars hittast bæj- arfulltrúar þeirra alltaf fyrir bæjar- stjórnarfundi. Jóhann GeirdEd, varaformaður og bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, og Kristján Gunnarsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, staðfestu að flokkamir hefðu tekið upp þetta samstarf og heföi það staðið um nokkurn tíma. Þá hefur því verið lýst yfir af stjóm Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar að það vilji taka upp sam- vinnu og samstarf við Alþýðubanda- lagið í sveitarstjórnarmálum. Þá hefur Alþýðubandalagið kjöriö Magnús Jón Árnáson, foringja Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði, í viðræðunefnd um frekara samstarf vinstri flokkanna. Það sem er einna athyglisverðast við þetta er að Hafnarfjörður og Reykjanesbær em tvö af höfuðvígj- um Alþýðuflokksins á landinu. Þetta gæti þvi bent til þess að meiri alvara sé að komast í samstarf og samvinnu þessara flokka en verið hefur. -S.dór Barðastrandarsýsla: Forsetinn í heimsókn - varað við ástandi vega Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fara í opin- bera heimsókn í Barðastrandar- sýSlu föstudaginn 20. september. Stendur heimsóknin yfir til sunnudagsins 22. september. For- setahjónin munu heimsækja Reykhólahrepp, Tálknafjarðar- hrepp og Vesturbyggð. Vegna þessarar opinberu heimsóknar forseta íslands í Barðastrandarsýslu hefur Þórólf- ur Halldórsson, sýslumaður í Vesturbyggð, sent fjölmiðlum viðvörun. Segir í henni að vegna ástands vega á svæðinu sé fjöl- miðlafólki, sem hyggst fylgjast með forsetaheimsókninni, bent á aö vera á vel búnum bílum. -S.dór Christopher Bundhe í finnsku fangelsi: Bíð eftir við- brögðum lög- fræðingsins - segir Halldóra Gunnlaugsdóttir „Lögfræðingurinn sem ég hef verið í sambandi við sagði málið mjög alvarlegt ef satt væri. Hún sagðist eiga erfitt með að trúa mér þegar ég sagði henni hvemig máls- meðferð Christopher hefði fengið þegar hann var rekinn úr landi svo ég fékk henn öll málsskjölin í hend- ur. Hún segir að orðið sé of seint að taka málið upp fyrir Evrópudóm- stólnum," segir Halldóra Gunn- laugsdóttir, kærasta Christophers Bundhe frá Sierre Leone sem ís- lensk stjórnvöld framseldu til Finn- lands í síðustu viku til að afþlána 2 ára dóm í nauðgunarmáli. Hann sit- ur nú í fangelsi í Finnlandi. Halldóra segir að ekki megi líða meira en sex mánuðir frá því að dómur sé kveðinn upp og þar til eitthvað sé gert fyrir Evrópudóm- stólnum. Hún segir að þetta ákvæði geti þó ekki átt við í máli Christopers þar sem hann hafi ekki einu sinni vitað um dóminn þar sem honum hafi verið vísað úr landi. „Ég fæ að hitta manninn minn tvisvar í viku, á laugardögum og sunnudögum, klukkustund i senn, og hann má hringja örstutt í mig tvisvar í viku. Það er ekki hægt aö snúa við. Ég er vel læs og sé hvar brotið hefur verið - á rétti Christopers og nú bíð ég bara eftir viðbrögðum lögfræðingsins," segir Halldóra Gunnlaugsdóttir. Hún sagði við DV á mánudaginn að þau væru staðráðin í að láta gefa sig saman í fangelsinu, verði það leyft. -sv [ ) j Byrjendur í skóla + Byrjendur f umforóinni Borði hefur veriö strengdur þar sem verið er að setja ný gangbrautarljós í Grindavík. DV-mynd ÆMK Gangbrautarljós á leiö skólabarna DV, Suðurnesjum „Það er heilmikil umferð barna á þessu svæði og nú hefur verið ráð- ist í uppsetningu tvennra gang- brautarljósa. Þarna er aðalgöngu- leið bamanna í skólann og íþrótta- húsið. Einnig er tónlistarskólinn þar sem önnur gangbrautarljósin verða sett upp. Við erum alltaf til- búnir að taka til hendinni þegar um fyrirbyggjandi aðgerðir er að ræða eins og þessar," sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Grindavík- ur, við DV. í Grindavik er þessa dagana ver- ið að setja upp tvenn gangbrautar- ljós sem verða tekin í notkun á næstunni. Ljósunum verður komið fyrir efst og neðst við Víkurbraut- ina. Ein gangbrautarljós vom fyrir í bænum, á Ránargötu, og voru þau tekin í notkun fyrir tveimur áram. Fyrir ofan gangbrautarljósin við skólann hefur verið strengdur mik- ill borði á milli tveggja ljósastaura og á honum stendur: Byrjendur í skóla, Byrjendur í umferðinni. Borðinn hefur vakið mikla athygli vegfarenda. Að sögn Jóns Gunnars gaf foreldra- og kennarafélagið borð- ann en sveitarfélagið sá um að koma honum fyrir og fylgist með því að hann verði á sínum stað og standist alla veðráttu. -ÆMK Dagfari Óþarft Iþróttasamband Dagfari fylgist ekki mikið með íþróttum en því meira með íþróttapólitík. Hún er miklu skemmtilegri heldur en íþróttimar sjálfar - að minnsta kosti meira spennandi. í íþróttakappleikjum liggja úrslit oftast fyrir þegar leikj- um eða keppni er lokið og dómar- inn dæmir og svo fá menn gul spjöld og rauð spjöld og eru reknir út af þegar þeir brjóta af sér. Eins er þeim fagnað sem gera mörkin og stökkva lengst eða hlaupa hraðast. í íþróttapólitíkinni er þetta miklu flóknara vegna þess að þar er enginn rekinn út af og enginn dómari til að dæma og menn geta hagaö sér eins og þeim sýnist og fyrir vikið stendur keppnin miklu lengur og æsist eftir því sem úrslit nálgast og svo era kannski engin úrslit og leikurinn heldur áfram eftir að honum er í rauninni lokið. Þið munið til dæmis eftir því þegar frjálsíþróttamennimir okkar í kúlukasti og kringlukasti höfðu æft sig vestur í Bandaríkjunum á annað ár til að taka þátt í Ólympíu- leikunum. Þegar Ólympíuleikarnir loksins runnu upp var ákveðið ein- hvers staðar í íþróttaforystunni að iþróttamennirnir tækju ekki þátt í leikunum. Þeir vora sendir heim eftir áralanga og þrotlausa æfingu. Þetta var íþróttapólitík. f staðinn fyrir íþróttamennina fór hins vegar til Ólympíuleikanna herskari af fararstjóram og flokks- stjórum og eiginkonum þeirra, enda hafði þetta fólk ekki æft sig sérstaklega fyrir leikana og átti því heimangengt. Hér var aftur íþróttapólitík á ferðinni vegna þess að það er miklu öruggara að senda á Ólymp- íuleika fólk sem ekki keppir þvi það tapar ekki á meðan. Hættan við að senda íþróttamenn er aftur á móti sú að þeir geta orðið sér til skammar og ekki náð lágmörkum og þar af leiðandi sendir maður ekki svoleiðis þátttakendur á al- þjóðlega leika. Að undanförnu skilst manni að íþróttahreyfingin hafi skrafað um það í sínum hópi að skynsamlegast væri að sameina íþróttasambandið og Ólympíunefnd íslands. Það er ekki viturleg ráðstöfun út frá því hagsmunasjónarmiði innan svona stórrar hreyfingar að koma sem flestum að til forystustarfa. Því fleiri sambönd og því fleiri nefndir því fleiri ágætismenn komast að. Nú hefur hins vegar þessi um- ræða tekið á sig nýja mynd eftir að einn af annáluðum forystumönn- um innan íþróttanna stingur upp á því að íþróttasambandið sé einfald- lega lagt niður! Honum finnst að íþróttastarfinu og keppninni sé betur farið með því að hafa enga yfirstjórn. Ekki það að leggja eigi niður allar nefndir því hann vill á móti að ný samtök verði stofnuð um hitt og þetta innan hreyfingar- innar og þannig verður hægt að dreifa forystumönnum í fleiri nefndir og kosturinn við að leggja iþróttasambandið niður er einmitt sá að þá getur ekkert yfirvald inn- an hreyfingarinnar stjórnað því hverjir komast til valda eða hverj- ir sigra eða yfirleitt hverjir taka þátt. Framvegis geta allir tekið þátt sem vilja. Þetta er ekki aðeins íþróttapóli- tík. Þetta er góð íþróttapólitík. íþróttamenn láta illa að stjórn, samanber nöldrið í frjálsíþrótta- mönnunum sem ekki fengu að keppa á Ólympíuleikunum og rauðu spjöldin eru einmitt vís- bending um agaleysi innan íþrótt- anna og dómarar og yfirstjórn í íþróttamálum eru sífellt að þvælast fyrir öðrum mönnum sem vilja ráða og stjóma og ákveða hvenær þeir keppa og hvenær þeir brúka kjaft. í þessu samhengi er íþróttasam- bandið ekki aðeins óþarft. Það er beinlínis til trafala. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.