Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þverstæður í fiskvinnslu Skýrasta þverstæða íslenzkrar fiskvinnslu er, að ann- ars vegar getur hún aðeins greitt hálft kaup í saman- burði við það, sem dönsk fiskvinnsla borgar, og hins vegar er rekstrarkostnaður hennar svo hár, að hún get- ur ekki keppt við frystingu um borð í togurum. Hvorugt er umdeilt sem staðreynd. íslendingar hafa flykkzt í fiskvinnslu til Danmerkur og hafa þar tvöfalt timakaup. Þetta hafa margir aðilar sannreynt, þar á meðal DV, sem sendi mann á vettvang. Þetta leiðir til, að þar er unninn styttri og þægilegri vinnudagur. Við sjáum hinn hluta þverstæðunnar greinilega hér heima. Margar vinnslustöðvar hafa lagt upp laupana eða sameinazt öðrum. Hlutur landfrystingarinnar í heildar- frystingunni hefur dregizt saman, meðan sjófrysting hef- ur aukizt. Þetta sést svart á hvítu í hagtölum. Eðlilegt er að álykta af þessu, að íslenzk fiskvinnsla sé illa rekin. Það hafa raunar sumir foringjar stéttarfélaga sagt. Málsvarar fiskvinnslunnar hafa andmælt þessu, en ekki getað útskýrt þverstæðuna, sem er forsenda gagn- rýninnar, er fiskvinnslan hefur sætt. Raunar er staða fiskvinnslunnar misjöfn. Einkum eru það sum frystihús, sem ramba á barmi gjaldþrots. Önnur frystihús stórgræða á sama tíma. Þannig gengur til dæm- is mjög vel í Neskaupstað og á Eskifirði, meðan miður gengur í sumum öðrum byggðarlögum á Austurlandi. Sem heild er rekstur fiskvinnslu einna verstur á Vest- flörðum. Þar hafa forstjórar einblínt á kosti sérhæfmgar og gengið svo langt, að þeir sjá ekkert nema þorsk og aft- ur þorsk. Svo er nú komið, að hin grónustu fyrirtæki þar vestra eiga stundum ekki fyrir olíu í Smuguna. Annars staðar hafa sumir forstjórar verið sveigjan- legri og haft augun opin fyrir margvíslegri og Qöl- breyttri vinnslu. Þeir hafa meðal annars látið sækja sjávarfang á fjarlæg mið. Þannig hafa þeir getað náð hlutdeild í góðum aflabrögðum á miðum annarra lands- hluta. Hornaíjörður er gott dæmi um stað, þar sem fisk- vinnsla átti í erfiðleikum fyrir nokkrum árum, en hefur nú halað sig upp með því að auka fjölbreytni og fram- lengja vinnsluferlið í átt til neytendamarkaðar. Þar er einfaldlega betur stjómað en á Vestfjörðum. Þetta er hin þverstæðan í fiskvinnslunni. Sum fisk- vinnsla er nánast gjaldþrota, meðan önnur græðir á tá og fingri. Skýrasta dæmið er frá Neskaupstað, þar sem galdramenn kapítalismans eru að reisa hálfs milljarðs króna frystihús fyrir gróðann frá því í fyrra. Aðstæður fiskvinnslunnar eru sífellt að breytast. Sam- setning og staðsetning aflans eru mismunandi frá ári til árs. Forstjórum dugir ekki að frjósa í fýrri ákvörðunum, heldur verða þeir sífellt að hugsa dæmi sitt frá grunni. Aðeins þannig getur rekstrardæmið gengið upp. í stómm dráttum hafa forustumenn stéttarfélaga rétt fyrir sér, þegar þeir efast um, að forstjórar fiskvinnsl- unnar séu réttir menn á réttum stað. Margir þeirra ná að vísu góðum árangri, en hinir em allt of margir, sem láta breytingar í umhverfinu koma sér í opna skjöldu. Nútímaþekking á vinnsluferli og íjármálum, í stjóm- un og markaðsffæðum hefur sigið misjafnlega inn í fisk- vinnsluna. Eigendum hennar ber að líta í kringum sig og spyrja, hvort hluti vandræðanna felist ekki einmitt í, að nútímaþekking hefur víða verið vanrækt. Dagkaupið í fiskvinnslu er lágt og reksturinn samt dýr. Sumum gengur vel og aðrir fara á hausinn. Þver- stæður atvinnugreinarinnar hljóta að skera í augu. Jónas Kristjánsson er í hnefaleik að til eru ýmsir flokkar, þunga- vigt og millivigt eða léttir flokkar, íjaður- vigt. Þá kemur spurningin: Hvers vegna getum við, íslenskir íþróttamenn, ekki endurþætt til að mynda körfuboltann með því að fylgja for- dæmi hnefaleikanna, þótt þeir séu bannaðir á íslandi? Hér má að- eins berja fólk í klessu í vitahringnum sem við höfum slegið um okkur næstum i öllu, með því að hafa ekki hugmynd um hverjir við erum í „íslenskir íþróttamenn eru á svipuðum stöðum í keppni og þeir hafa ætíð verið á mótum er- lendis, fyrir neðan meðallag, næstum neðstir en reka aldrei lestina.u Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur Það er þannig með íþróttimar að þeim svipar svolítið til þess sem kallað er gróskan í ís- lensku tónlistarlífi. Margir leika og tæknin er góð en tilþrifin skortir per- sónuleika. Leikur allra er eins og á sjálfsagðan hátt. Þeir vita ekki að hið sjálfsagða í list- um er dauði þeirra. Listir og íþróttir eru í sálarlífinu en ekki í átakinu. í íþróttum er eng- in endumýjun og nýjar greinar ekki í sjónmáli. íslensk- ir íþróttamenn eru á svipuðum stöð- um í keppni og þeir hafa ætíð ver- ið á mótum erlend- is, fyrir neðan meðallag, næstum neðstir en reka aldrei lestina. Fordæmi hnefaleikanna Sumar íþrótta- greinar eru ekki mjög gamlar, þess vegna væri hægt að breyta eða endurbæta þær. Ein þeirra er körfuboltinn. í honum verða allir að nálgast tvo metra, annars em þeir útilokaðir til keppni. Þannig lifanda lífi en vita það þeim mun hetur í minningargreinum sem halda lífi í Mogganum? Til að mynda gætum við lagt fram að í körfubolta verði flokkar; einn fyrir þá sem eru einn og níu- tíu eða hærri, annar fyrir hina sem eru þar fyrir neðan. Forðumst samt i guðs bænum að verða með þessu svo miklir íslendingar í jafnréttismálum að við heimtum af Ólympíuráðinu að koma á körfu fyrir dverga. - Vel að merkja jafnrétti í íþróttum. Jafnt milli kynja Það nær engri átt að sama keppnisíþótt sé aðgreind milli kynjanna. Konur eiga að keppa með körlum í sama knattspyrnu- liði og frjálsum íþróttum. Haft skal þar jafnt á milli kynjanna. Komist þetta ekki á mætti halda að það sé rétt sem kennt er í kvennafræðum í Háskóla íslands, að þegar kona stundar sama starf og karlmaður finnist honum að hann hafi verið geltur á vinnu- stað. Látum á reyna. Ég hef lagt jöfn- uð fram hjá KR. Árangurinn á svo eftir að koma í ljós. Ég vona að næst verði blandað jafnt körlum og konum í landsliðið. Það er hundrað prósent að stelpurnar eiga eftir að standa sig ekki síður en strákarnir. Mætti ekki líka hafa lið sem lifa á sterum og önnur steralaus? Ég svara hiklaust játandi. Þá fá áhorf- endur valkost, hvort þeir vilja horfa á keppendur með mikið eða lítið undir sér, ef marka má lækn- inn á Akureyri sem gerði vaxtar- ræktarmenn vitlausa. Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Hráefnisverð stóra málið „Það er ekkert svigrúm til að hækka launakostn- að. Stóra málið verður að ná niður hráefniskostnaði svo vinnslan stöðvist ekki. Það ætti að takast með rýmri þorskveiðiheimildum. í næstu kjarasamning- um verðum við að ná fram breytingum á launakerf- um og vinnufyrirkomulagi. En almennt eru megin- viðhorfin af okkar hálfu annars vegar lægra hráefn- isverð og hins vegar má launakostnaður, sem hluti af tekjum, ekki hækka.“ Amar Sigurmundsson í Degi-Tímanum 17. sept. Stjórnmálamenn og almenningsálitiö „Æ fleiri pólitikusar eru á harðahlaupum á eftir almenningsálitinu, en sárafáir virðast hins vegar hafa metnað til að móta skoðanir þessa sama al- mennings. ... Stjórnmálamönnum sem elta almenn- ingsálitið hentar ákaflega vel að þurfa ekki að gera annað en að bregðast við málum sem koma upp. Fréttir Ríkisútvarpsins eru glöggt dæmi um þetta. Þar kemur hver ráðherrann á fætur öðrum og segir álit sitt á fréttum dagsins.“ Hrafn Jökulsson í Alþbl. 17. sept. Flateyri - óbreytt ástand ekki viðunandi „Óbreytt ástand á Flateyri án byggingar nokkurra varna, telst ekki viðundandi, enda er áhætta íbúa byggðarlagsins að óbreyttu langt umfram það sem ásættanlegt getur talist. Stoðvirki í upptökum, þ.e. stálgrindur eða net sem hindra skrið snævar, líkt og nú er verið að sefja upp í tilraunaskyni á Siglufirði, eru annar vamarkostur sem athugaður var fyrir Flateyri. Þessum möguleika var hafnað fyrst og fremst sökum kostnaðar. Það sama má segja um annars konar varnargarða en leiðigarða.“ Gunnar Guðni Tómasson í Mbl. 17. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.