Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 32
v"'> K I IV G A L«TT« til mik/"/í £7(j yinffíö 1 B I I Vinningstölur 17.9/96 (SöKSfi) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 EFTA dæmir Má í vil: Ánægjuleg staðfesting - segir Þorsteinn Pálsson „Þetta kemur ekki á óvart og er í samræmi viö það sem við höfum haldið fram í málinu frá upphafi, að samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði fæli aðeins í sér heimild til að banna skipum löndun ef ágreiningur er um veiði en ekki að banna þeim að leita eftir þjónustu. Við höfum ítrekað þetta sjónarmið frá upphafi gagnvart Norðmönnum. Það er mjög ánægjulegt að nú sé búið að staðfesta þá skoðun okkar,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra við DV í morgun en eftirlitsstofnun EFTA hefur úr- skurðað að yfirvöld í Noregi hafi brotið í bága við EES-samninginn þegar þau neituðu Má SH um þjón- ustu þegar vélarbilun kom upp í togaranum í fyrra. -bjb Kartöflustríð: Bónus í slaginn „Ef boltinn fer virkilega af stað lækkar verðið mjög hratt. Við erum vel á verði og bjóðum alltaf best, hvað sem það kostar,“ sagði Jón Ás- geir Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Bónuss, um kartöflustríðið sem nú er i uppsiglingu milli versl- ana. Uppskerutíminn er í algleymingi og verðið að sama skapi farið að lækka. Kílóverðið á kartöflum í lausu var lægst komið niður í 40 kr. í Bónusi í gær en næstlægsta verð var þá 69 krónur. Jón sagði það vera dagaspursmál hvenær pökk- uðu kartöflumar lækkuðu en lægsta verð á 2 kg pokum var í gær 159 kr. sem er þó umtalsverð lækk- un síðan í haust þegar kílóið kost- aði í kringum 200 kr. -ingo Gönguljósin: Mótmæli bera ávöxt í kjölfar mótmæla eldri borgara gegn því að gangbrautarljós yfir Hverfisgötu við Vitastíg í Reykjavík hafa verið ljarlægð hafa borgaryfir- völd falið umferðardeild borgar- verkfræðings að kanna málið. Ibúar í þjónustuíbúðim fyrir aldr- aða við Lindargötu mótmæltu á dög- unum að ljósin voru fjarlægð þegar götunni var breytt til núverandi horfs og takmörkuð tvístefnuum- ferð tekin upp. í tilkynningu frá Ráðhúsi Reykjavíkur segir að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt á næsta fundi umferðamefndar. -SÁ Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar: Spurning fyr- ir hana að fá sér lífvörð - hefur fengið skrýtin símtöl frá íslenskum karlmönnum Hún sé alltaf á ferð og flugi og ekki alltaf auðvelt að ná sam- bandi við hana. „Þegar ég hef verið með Björk erlendis höfrnn við gengið saman um götur og farið í verslanir og hún hefúr þá alveg verið látin í friði. Þess vegna hrekkur maður við þegar svona atburðir gerast eða þegar hún hefur fengið þessi skrýtnu símtöl hér heima,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. -S.dór - sjá nánar á bls. 8 „Ég heyrði þetta fyrst í fréttum í gærkvöld og auðvitað brá mér við þetta. Ég hef orðið vitni að því að Björk hefur fengið ansi skrýtin símtöl frá íslenskum karlmönn- um þegar hún hefur veriö stödd hér heima. Manni er auðvitað ekki sama um þetta og veltir því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til fyrir hana að fá sér líf- vörð. Það era til menn sem haga sér með afbrigðilegum hætti gagn- vart frægu fólki og maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guömundsdóttur, um tilræði það sem að henni var stefnt í gær. Óskemmtileg reynsla Maður vestur í Bandaríkjun- um, sem svipt hefur sig lífi, hafði áður en hann gerði það sent Björk pakka með hættulegu efni. Lög- reglunni tókst að koma í veg fyrir að hún fengi pakkann í hendur. Guðmundur sagðist ekki hafa heyrt í Björk síðan hún varð fyrir þessari óskemmtilegu reynslu. Starfsfólk FIB trygginga á skrifstofunni að Klapparstíg 24 í morgun. Frá vinstri eru Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Gísli Maack. Við hægra afgreiðsluborðið eru þau Margrét Árnadóttir og Halldór Sigurðsson og fyrir framan borðið situr Hjördis Vilhjálmsdóttir. DV-mynd ÞÖK u w 1 II \ \ .1 k p Frá slysstað í gær. DV-mynd S Kona varð fyrir bíl Kona á þrítugsaldri varð fyrir bil á gatnamótum Sigtúns og Reykja- vegar um hálfníuleytið í gærkvöld. Konan meiddist á mjöðm og á höfði en meiðsli hennar vora ekki talin alvarleg. -RR Tímamót í bílatryggingum í dag verður skrifstofa FÍB trygg- inga opnuð í Reykjavík og þá hefst starfsemi breska bilatryggingaris- ans Lloyd’s á íslandi. Stjómendur skrifstofunnar era Gísli Maack og Halldór Sigurðsson. Gjaldskrár era tilbúnar og sam- kvæmt því sem áður hefur komið fram hjá talsmönnum FÍB verður um að ræða frá 25 og allt niður í 35 prósentum lægri bílatryggingaið- gjöld miðað við það sem íslensku tryggingafélögin hafa innheimt af viðskiptavinum sínum til þessa. I samtali við DV í morgun sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, að félagið stæði við fyrri yfirlýsingar um að iðgjöld muni lækka verulega hjá þeim sem þátt tóku i tryggingaútboði félagsins, en þátttakendur eru að stærstum hluta fjölskyldufólk á aldrinum 30-50 ára. „Aðiii sem nú greiðir 40 þúsund króna iðgjald má eiga von á því að þurfa að borga 30 þúsund krónur hjá nýja félaginu,“ sagði Runólfur. FÍB hefur sent öllum þeim sem bílatryggingarnar renna út hjá í október, og þátt tóku í útboði FÍB, bréf þar sem þeim er tilkynnt að umboð þeirra verði sent til viðkom- andi tryggingafélags til uppsagnar. -SÁ L O K I Veðrið á morgun: Þurrt og bjart norð- anlands Á morgun verður fremur hæg suðaustanátt. Smáskúrir verða á annesjum sunnan- og vestanlands. Þokumóða við suðaustur- og austurströndina en þurrt og bjart norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 28 HhJOlOÍLAST 1 533-1000 r/ Kvöld- og helgarþjónusta Flexello Vagn- og húsgagnahjól Poiiben Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.