Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 19 Fréttir Skólaþjónusta Eyþings: Sálfræðingar fást ekki til starfa Kjötiðja KÞ: Veruleg sölu- aukning Veraleg söluaukning hefur orðið á framleiðsluvörum Kjöt- iðju KÞ fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári. Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri kjötiðjunnar, sagði að naggarnir væru greini- lega búnir að tryggja sér fastan sess á markaðnum því salan á þeim hefði gengið framar öllum vonum. í vor var markaðssett ný gerð af nöggum, grillnaggar, og hefur sala þeirra gengið ágæt- lega. Einnig hefur orðið veraleg söluaukning á öllum grillmat, þó svo að kjötiðjan hafi ekki bland- að sér í slaginn um þann markað á höfuðborgarsvæðinu. Markaðs- svæðið er aðallega í Þingeyjar- sýslum. Sigmundur sagði að ýms- ar nýjungar væru á döfunni hjá kjötiðjunni og yrði greint betur frá þeim síðar. í dag starfa yfir 30 manns við kjötvinnslu hjá Kaup- félagi Þingeyinga. -aga DV, Akureyri: „Það að við fáum ekki sálfræð- inga til starfa er alls ekki gott mál því að við höfum litlar bjargir aðr- ar,“ segir Jón Baldvin Hannesson, forstöðumaður Skólaþjónustu Ey- þings, sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, en skrifstofuna vantar nauð- synlega sálfræðinga að skólunum á svæðinu sem ekki fást til starfa. Jón Baldvin segir að eins og margir starfsmanna fræðsluskrif- stofu Norðurlands eystra, sem lögð var niður er sveitarfélögin yfirtóku rekstur grunnskólanna, hafi sál- fræðingarnir biðlaun, allt að einu ári þeir sem hafa lengstan starfsald- ur, og þeir séu að nota sér það með ýmsum hætti. „Ef það stæði til boða myndi ég ráða þrjá sálfræðinga til starfa. Þeir hafa unnið með ein- staklinga og erfið einstaklingsmál og farið í vinnu sem tengjast við- komandi börnum, heimilunum og skólanum. Hins vegar hafa þeir annast ráðgjöf til kennara en starf þeirra er annars mismunandi eftir eðli hvers máls. Það er alls ekki gott að búa við þetta ástand því að það era fáir sem geta unnið úr þessum málum. Sál- fræðingamir greina námsvanda nemenda og aðstoða við vinnu með þessa einstaklinga, nokkuð sem aðr- ir fara ekki inn í með góðu móti þótt sumu sé hægt að bjarga með sérkennurum." Jón Baldvin segir að sálfræðing- arnir séu með þessum aðgerðum að beita þrýstingi varðandi laun sín. „Þeir eru á lágum launum eftir 6 ára háskólanám til að fá starfsrétt- indi og þeir eru að beita þrýstingi til að reyna að fá leiðréttingu sinna mála,“ segir Jón Baldvin. -gk Eins og kom fram í DV sl. laugardag hefur Bakarameistarinn í Suðurveri fært út kvíarnar og opnað bakarí í Mjódd- inni í Alfabakka þar sem áöur var Bakarinn á horninu í eigu Myllunnar. Bakaríð var opnaö með pompi og prakt sl. mánudag en Bakarameistarinn hefur tekið í notkun nýjustu tölvutækni við baksturinn. Tæknin gefur bakaríinu í Mjódd m.a. þann möguleika að bjóöa stöðugt upp á ný brauð þar sem deiginu er skellt snöggfrystu í ofnana með nokkurra mínútna fyrirvara. Hér eru eigendur Bakarameistarans samankomnir í Mjóddinni ásamt starfsfólki. Frá vinstri á myndinni eru Sigurbjörg Sigþórsdóttir framkvæmdastjóri, Pálína Jóhannsdóttir, Sigþór Sigurjónsson bak- arameistari, Magnea Ólafsdóttir, Helena Siguröardóttir og Vigfús Kr. Hjartarson markaösstjóri. DV-mynd S Hann Ásgeir Jón Daníelsson notaöi góöa veðrið til að hjóla um bæinn sinn og skoöa mannlífið þegar DV átti leiö um Seyðisfjörð. Hann segist hafa verið sjómaður í mörg ár en er nú kominn í land og vinnur hjá fisk- vinnslu Dvergasteins hf. Ásgeir Jón, sem verður 65 ára í haust, hef- ur búiö á Seyöisfiröi alla sína tíð og segir gott mannlíf vera á staönum. -rt/DV-mynd PÖK Nýr yfirmaður Varnarliðsins: Byrjaði feril sinn í Víetnam DV, Suðurnesjum: Yflrmannaskipti fóra fram nýlega hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Stanley W. Bryant flotaforingi lét af störfum sem yfirmaður Vam- arliðsins og við tók John E. Boy- ington yngri sem einnig er flotafor- ingi í Bandaríkjaflota. Stanley W. Bryant hefur verið yfirmaður varnarliðsins undanfarin tvö ár. Hann tekur brátt við stjórn fjórðu flugmóðurskipadeildar Bandaríkjaflota sem á heimahöfn í Norfolk í Virginíu. John E. Boyington hóf feril sinn í Bandaríkjaher sem þyrluflugmaður í Víetnam. Hann varð flugliðsfor- ingi í flotanum árið 1973 og stund- aði meðal annars eftirlitsflug frá Keflavík í upphafi ferils síns sem að mestu leyti hefur verið á sviði eftir- litsflugs og kafbátaleitar úr lofti. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum á því sviði, m.a. í flugmála- ráðuneytinu og undanfarin tvö ár hefur hann stjórnað eftirlitsveitum Bandaríkjaflota á vestanverðu Kyrrahafi með aðsetri í Japan. Boy- ington er flugvélaverkfræðingur að mennt og hefur að auki meistara- gráðu í stjórnun nýtingar þjóðar- auðs. Eiginkona hans er Sus£m Hice og eiga þau tvö böm. Yfirmaður Vamarliðsins er æðsti yfirmaður alls varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Nýlega tók Allen A. Efraimson kafteinn við sem yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, sem er eins konar bæjarstjórastaða. -ÆMK Leiðrétting: Borgin leigir af Taflfélaginu Vegna fréttar í DV fimmtudaginn 5. september sl. um Taflfélag Reykjavíkur skal það leiðrétt að Ný- búasamtökin leigja ekki húsnæði af taflfélaginu í Faxafeni enda eru eng- in slík samtök til. Hið rétta er að Reykjavíkurborg kom félaginu til hjálpar í fjárhagserfiðleikum sínum með því aö leigja hluta húsnæðisins undir félagsmiðstöð fyrir nýbúa. Miðstöðin er rekin af íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, ÍTR. Beðist er velvirðingar á þessum misskilningi. -bjb Fræðslu- og fjöl- skylduskrifstofa opnuð á Höfn DV, Hornafirði: Fræðslu- og fjölskylduskrifstofa Suðausturlands var opnuð á Höfh 10. ágúst sl. Skrifstofunni er ætlað að þjóna allri Austur-Skaftafells- sýslu og Djúpavogshreppi. Horna- flörður ber ábyrgð á rekstri skrif- stofunnar en önnur sveitarfélög á svæðinu munu hafa fullan aðgang að þjónustu hennar, samkvæmt sér- stökum samningi. Sveitarfélög utan Homafiarðar munu einungis greiða fyrir þá þjónustu sem þau nýta sér. Skrifstofan mun veita þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita samkvæmt lögum um félagsþjón- ustu, s.s. þjónustu við fatlaða, þjón- ustu í æskulýðs- og íþróttamálum og stuðning við Qölskyldumál al- mennt. Við fræðslu- og fiölskylduskrif- stofuna er gert ráð fyrir að starfi forstöðumaður, félagsmálastjóri, skólamálafulltrúi, sérkennslufull- trúi, sálfræðingur, félagsráðgjafi, sérstakur starfsmaður vegna mál- efna fatlaðra, æskulýðs- og íþrótta- fulltrúi og leikskólaráðgjafi. Búið er að ráða í allar þessar stöður nema skólamálafulltrúa. Forstöðumaður og félagsmálastjóri er Hallur Magn- ússon. Gert er ráð fyrir nánu sam- starfi skrifstofunnar við Skjólgarð, sem alfarið er rekinn af Homafiarð- arbæ sem reynslusveitarfélagsverk- efni. Innan vébanda Skjólgarðs er öll heilbrigðis- og öldrunarþjónusta í Austur-Skaftafellssýslu. Skrifstofa FFS er til húsa í ráðhúsi Horna- fiarðarbæjar. -JI faVI iuSM 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó t L0TT0s/Af/ Fólk í atvinnuleit Félagsmálaráöuneytiö vekur athygli á aö vinnuafl vantar til fiskvinnslu víöa um land. Vinnumiölanir veita nánari upplýsingar. Félagsmálaráðuneytið, 16. september 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.