Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Spurningin Hver er þinn helsti löstur? Siguröur Kristjánsson skipstjóri: Þeir eru nú ekki margir. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri: Ég hrýt a.m.k. ekki. Ingibjörg Þorsteinsdóttir hús- móðir: Ég er löt í tiltektinni heima. Bára Sigurðardóttir saumakona: Það er ekki mitt að dæma. Bente Henrikson nemi: Ég á það til að vera gráðug. Þorbjörn Guðmundsson nemi: Ég veit það ekki, klippingin. Lesendur Tvö núll aftan af krónunni - svona til samræmingar . . . Sigurður Magnússon skrifar: Ef það var ástæða til að stífa krónuna við myntbreytinguna rétt eftir 1980, og það í bullandi verð- bólgu og vísitöluþenslu á alla kanta, hversu miklu fremur er þá ekki ástæða til að huga að því að taka tvö núll aftan af krónunni núna, þegar verðbólgan hefur verið í lág- marki um nokkurra ára skeið? Ekki sist þar sem svo Ula tókst tU i síð- ustu aðgerðinni og verðbólgan, kaupmenn og fleiri - sáu til þess að verðhækkanir urðu margfaldar miðað við það sem áður var. AUir muna verö á skrúfum og ýmsum smáhlutum sem margfaldaðist og aUt hitt fylgdi í kjölfarið. Núna eru aðstæður breyttar en brýn þörf að bæta verðskyn fólks, þvi það hefúr ekkert breyst - þrátt fyrir lága verðbólgu - að hinar ógn- arháu tölur sem ríða hér húsum í öUum greinum viðskipta eru eyðsluhvetjandi, en fyrst og fremst neikvæðar og niðurlægjandi. Við íslendingar erum á allt öðru róli en flestar nágrannaþjóðir okkar þar sem verðlag mælist í hinum lágu einingum. Þetta er einnig sál- fræðilegt atriði. Er ekki viðkunnan- legra að sjá verðauglýsingar á lágu nótunum á vörum tU daglegs brúks eins og gerist í okkar helstu við- skiptalöndum austan hafs og vestan en þessar þúsunda- og tugþúsunda- ekki rétt að gera eina heiðarlega til- til samræmis við hina lágu verð- tölur á sömu vöruflokkunum? - Er raun; taka nú tvö núU af krónunni bólgu? mcn s U'fcölO’NtK ANP FAMOUS LABEt ZIP-UNED SAVEUPTOHALFON ^'NCOATS •n-lAl IC;AKJHA fíP Sonie THOUSANP3 UP DESIGNER DRESSES A trem«rttkxi» tuttecxían af tbe Compar t $\60$iðO í&k>r (aymiMatist for P»B.Cömpí»nMfc 20. »29^^49 ADIES' eather-to-fauxfur ÍEVERSISLEPANTCOAT má petiUs »14090 >109.90 0t %2AO u> KJDS’ TURTLENECKS Torfdfor»' 4T™ ‘&GUI9 41o £>* snd Roye’ 41o 7 7 to anrf Ðoyfr ««<p* ö to 20...- - - 2J\0 2 J\2 2fe.*14 MEN'SPUREWOOL DESIGNER SPORT CÖATS 2 3 Þuttor. from dfaMS6co!H. Ccwpu jm »qc)95 Er ekki viökunnanlegra að sjá verðauglýsingar á iágu nótunum? spyr bréf- ritari. Vikverji á gæsalöppum ívar Pétur Guðnason skrifar: 26. júlí sl. notaði Víkverji Morg- unblaðsins dálkinn sinn til þess að kvarta undan því að hann gat ekki slegið íslenskar „gæsalappir" inn í texta á PC-tölvunni sinni. Víkverji leitaði ráða hjá Nýheija og EJS, auk þess sem hann hefur væntanlega leitað ráða hjá tölvudefld Mbl. en enginn gat leyst úr vanda hans. Þegar engin hjálp hafði borist Víkverja 26. ágúst hringdi ég i Mbl. - Fyrir fimm árum átti ég við sama vandamál að stríða og leysti það með lestri handbóka er fylgdu „Windows“. Á PC-tölvum með Windows er ráðið: Hafið talnaborð- ið virkt (NumLock-ljós logar), hald- ið niðri Alt lyklinum og veljið 0132 á talnaborðinu fyrir fyrri gæsalapp- ir og Alt 0147 fyrir seinni gæsalapp- ir. Ýmis forrit bjóða aðrar leiðir og í Word 6 t.d. er hægt að fara í Insert, Symbol valmyndina og velja ís- lenskar gæsalappir. QuarkXpress og ýmis önnur umbrotsforrit er hægt að stflla þannig að þau setja sjálfkrafa inn íslenskar gæsalappir. Ef gæsalappir birtast á skjá en prentast ekki er leturgerðin göUuð og ráð að skipta um hana. Þrátt fyrir ítrekun hefur Víkverji hvorki þakkað fyrir sig né birt les- endum sínum leiðréttinguna. Af miður kurteisum starfsmanni Mbl., sem kaUar sig Jónu, má ráða að það stendur ekki til vegna þess að hann skammast sín fyrir að hafa ekki fundið þessa einfoldu lausn sjálfur. Augljóst er því að Mbl. veldur ekki ábyrgð þeirri er fylgir dálkum þar sem nafnlausir starfsmenn leika lausum hala. Mér þykir nauðsyn aö koma leið- réttingunni á framfæri vegna þess að algengt er að sjá enskar gæsalappir í rituðu máli íslendinga. Ef Víkverji, sem er með auðugt fjöl- miðlaveldi, sérstaka tölvudeUd, Ný- herja og EJS á bak við sig, getur ekki ráðið fram úr litlum vanda má nærri geta aö almenningur þarf á hjálp að halda. Ég kann DV bestu þakkir fyrir að ljá pláss undir text- ann og vona að hann verði lesend- um að gagni. í betrunarhúsi Draumasmiðjunnar Ragnar skrifar: Ég fór ásamt konu minni (frá Venusi) tfl að sjá leikþáttinn Mars og Venus sem sýndur var á Kaffi Reykjavík sl. sunnudag kl. 12 á há- degi. - Þarna var að verki atvinnu- leikhópurinn Draumasmiðjan og Menningar- og fræðslusamband al- þýðu. Handrit og leikstjóm var í höndum Eddu Björgvinsdóttur við leikmynd Kristínar Björgvinsdótt- ur. Þessar sýningar munu, að sögn, verða i boði fyrir vinnustaði, starfs- mannafélög og aðra hópa í vetur. Leikararnir Gunnar Gunnsteins- Leikarar Draumasmiöjunnar, Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Pétursdóttir og Valgeir Skagfjörö ásamt leikstjóranum, Eddu Björgvinsdóttur. son, Margrét Pétursdóttir og Val- geir Skagfjörð stóðu á sviðinu í rúmar 20 mínútur og rifjuðu upp samskipti tveggja persóna sem deila samvemnni gegnum æviskeiðið. Og hver þekkir ekki svipmyndimar? Eins og maður sé sjálfur á sviðinu. Öllum ætti að vera bæði hoflt og ljúft að taka við gullkornum: „Rétt eins og konur era hræddar við að þiggja era karlar hræddir við að gefa“. Og: „Á sama hátt og tjáskipti era mikilvægasti þátturinn í sam- bandi geta rifrildi verið mesti skað- valdurinn“. Leikmyndin er snjöll og hnitmið- uð og skilar miklu á þröngu svið- inu. Snjallt að nýta fjarstýringuna og svo sjónvarpskassann fyrir bíl- rúðu i „hver-stýrir-bílnum“-hlut- verkinu. Óllu er vel til skila haldið. Og hvað sagði ekki sá enski Sha- kespeare? „Reikandi skuggi er lífið og leikari bágur, sem sperrist og amstrar á sviðinu skamma stund og sést ei framar.“ - Eða er þetta kannski „hvors annars veröld vel aöskilin, þar sem viskan er látin i vandlega innsigluð keröld"? En maður fer betri út af svona sýningu. Mér finnst ég raunar hafa farið í eins konar betranarhús hjá Draumasmiöjunni. - Snjöll hug- mynd. þjónusta allan Leiðigjarnar kumlfréttir Kristbjöm skrifar: Afskaplega eru leiðinlegar þessar fréttir sem koma af og til um kumlfund hér og þar á land- inu. í Ríkisútvarpinu sl. sunnu- dagskvöld var kumlfundur á Hellissandi fyrsta og aðalfréttin bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er ekki lengur áhugavert og fáir ef nokkur maður staldrar við til að leggja eyrun að þessu. Maður er eiginlega undrandi á því hvað ríkisfjölmiðlarnir eru lítiLQörlegir í fréttaflutningi nú- orðið. Það er eins og þeir eða fréttamenn þeirra lifí í einhverri horfinni veröld. Kumlfundur telst t.d. ekki lengur til frétta. Lauslæti fyllir fundarsalina Stella hringdi: Mér frnnst það merkilegt að fundarefnið Lauslæti skuli fylla fundarsal á Akureyri. Um 200 manns mættu til að hlýða á efn- ið og um 80% vora konur. Þetta sýnir glögglega að það era konur sem tengjast lauslætinu fyrst og fremst og era upphafsaðilar þess, a.m.k. í þessu þjóðfélagi. Þær era framarlega í fúndar- sókn, ráðstefnum, námskeiðum og hvers konar uppákomum sem bjóðast. Allt stefnir þetta að laus- læti, því karlar era heimakærari og leiðast þessar sífelldu útrásir kvennanna. Niðurstaðan: laus- læti sem leiðir til skilnaðar og upplausnar hjónabanda að þarf- lausu. Miklir áhorfendur, íslendingar Snæbjöm skrifar: Skyldi nokkur þjóð vera jafn miklir „áhorfendur" og íslend- ingar? Ég á viö að hvergi verður maður vitni að eins miklum áhuga fólks hvert á öðra og hér. Dæmigert fyrir íslendinga, t.d. á veitingahúsi eða í sal þar sem fólk er að koma inn eða fara út, að næstum snúa sig úr hálsliðn- um til að horfa á þann eða þá sem inn koma. Enginn kemst hjá því að vera grandskoðaður af öll- um þeim augum sem inni eru. Er fásinnið þama að verki eða einskær forvitni? Það er afar hvimleitt og í hæsta máta óhefl- að þetta skim og augngotur fólks á sérhvert andlit sem hjá fer. Þáttur Jónasar endurtekinn? Didda hringdi: Ég var svo óheppin að missa af þætti Jónasar Jónassonar á RÚV sl. fóstudagkvöld þar sem hann ræddi við Björgu Þórhalls- dóttur. Það er slæmt að þættir Jónasar skuli ekki vera endur- teknir einhvem tímann síöar, t.d. á sunnudagskvöldi eða snemma vikuna á eftir. Maður getur ekki auöveldlega tekið upp svona þætti úr útvarpi þótt mað- ur vildi. Ég skora á Ríkisútvarp- ið að endurútvarpa þessum þætti Jónasar og tilkynna það sérstaklega. Ég veit af fleirum sem misstu af þessum þætti og styðja ósk mína. Tryggingar- átak FIB Friðjón hringdi: Ég er yfir mig ánægður vegna átaksins sem FÍB stendur fyrir um að lækka iðgjöld af bifreiða- tryggingum. Ámi Sigfússon hjá FÍB á heiður skilinn fyrir fram- takið. Nú virðast önnur trygg- ingafélög ætla að mæta sam- keppninni. En ekki kom sú sam- keppni fyrr en utanaðkomandi aðili, erlendur þar að auki, kom inn í myndina fyrir tflstilli FÍB. Það er athyglisvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.