Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Utlönd Aödáandi Bjarkar Guömundsdóttur í Flórída myndaöi eigið sjálfsmorð: Sendi sýrusprengju heim til Bjarkar - lögregla fann sprengjuna á pósthúsi í London í gærmorgun Ricardo Lopez, 21 árs aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur söng- konu, bjó til sprengju sem innihélt blásýru og sendi hana á heimilis- fang Bjarkar í London áður en hann framdi sjálfsmorð. Tók hann sjálfs- morðið upp á myndband. Sprengjan, sem ætlað var að ausa blásýru yfir Björk, fannst á pósthúsi í London í gærmorgun og var gerð óvirk. Lík mannsins fannst á gólfinu í íbúð hans eftir að nágrannar höfðu kvartað yfir óþef. Hafði hann skotið sig í höfuðið með 38 kalíbera skammbyssu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var myndbandstökuvél á þrífæti beint að líkinu. Fann lögreglan 11 myndbönd, þar á meðal eitt sem hét Síðasti dagur - Ricardo Lopez. Á myndböndunum mátti sjá hvar Lopez vann að gerð sýrusprengju og síðan hvar hann framdi sjálfsmorð. „Hann virðist hafa verið mjög upptekinn af Björk Guðmundsdótt- ur. Þessi aðdáun virtist hafa leitt hann út í sprengjugerðina og gert að verkum að hann sendi sprengj- una í pósti. Sprengjan átti greini- lega að skaða Björk þegar hún opn- aði pakkann," sagði talsmaður lög- reglunnar á Flórída í gær. Á myndböndunum gat lögreglan séð heimilisfangið sem skrifað var á pakkann. Var haft samband viö Björk Guömundsdóttir. Scotland Yard, lögregluna í Bret- landi, sem síðan fann sprengjupakk- ann á pósthúsi í Suður-London. Lögreglan vestra sagðist halda rannsókn sinni á málinu áfram og reyna að komast að því hvort Lopez hefði sent fleiri banvæna pakka. Var íbúum í blokkinni þar sem Lopez bjó gert að rýma hana meðan leitað var að fleiri ummerkjum sprengjugerðar. Fann lögregla engin slík um- merki en ýmislegt vafasamt fannst þó í íbúð Lopezar. Hins vegar virð- ist sem tilgangur hans með sprengjugerðinni hafi eingöngu ver- ið að skaða Björk. Reuter Kúrdaleiðtogi kominn til Tyrklands: Ræðir framtíð Norður-íraks Kúrdaleiðtoginn Massoud Barzani, sem nýtur fulltingis stjórn- valda í Bagdad, kom til Tyrklands í morgun þar sem hann mun ræða við háttsetta bandaríska embættis- menn og tyrknesk stjórnvöld um framtíð norðurhluta íraks. Sjónar- vottar segja að Barzani hafi verið ekið í gegnum landamærastöðina Habur í svörtum Mercedes Benz. í fylgd með honum voru öryggisverð- ir og aðstoðarmenn í nokkrmn bíl- um. Tyrknesk herþyrla flaug yfir bílalestinni sem hélt áleiðis til borg- arinnar Diyarbakir 1 suðaustur- hluta Tyrklands. Barzani, sem er leiðtogi kúrdíska lýðræðisflokksins (KDP), mun ræða við Robert Pelletreau, aðstoðarutan- rikisráðherra Bandaríkjanna, í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Það verður fyrsti fundur Barzanis með bandarískum embættismönnum frá því hreyfing hans náði norðurhluta íraks á sitt vald í síðustu viku með stuðningi írakshers. Barzani mun einnig ræða við Tansu Ciller, utan- ríkisráðherra Tyrklands. Á fundi sínum með Barzani mun Bosníu-Serbar lítt hrifnir af væntanlegum leiðtoga: Eiga erfitt með að kyngja Izetbegovic fái flest atkvæðin. Fulltrúi Serba í þriggja manna forsetaráði verður Momcilo Krajisnik og fulltrúi Króata verður Kresimir Zubak. Báðir eru í hópi harðlínumanna. Vestrænir stjórnarerindrekar og heimildarmenn innan stjórnkerfis Bosníu-Serba segja að þótt Krajisnik sé harðlinumaður muni hann fylgja skilmálum friðarsamn- inganna sem bundu enda á borgara- stríðið í Bosníu um sameiginlega stjóm. En Serbar sem búa i Pale, vígi harðlínumanna austan við Sara- jevo, lýstu því yfir að þeir mundu aldrei fallast á Izetbegovic sem leið- toga sinn. „Hann verður aldrei forseti minn,“ sagði Milan, 62 ára gamall sölumaður á markaðinum í Pale. „Við háðum þetta stríð gegn múslímum og viö getum ekki látið einn þeirra stjórna okkur.“ Reuter Taivani kailar hér slagorö gegn Japönum meöan japanski fáninn brennur á götunni í Tapei, höfuöborg Taívans, í morgun. Taívanar mótmæltu ásælni Japana á Diaoyy-eyjum og töku fiskiskipa þar og minntust um leiö aö 65 ár eru liöin frá innrás Japana á meginland Kína. Símamynd Reuter Massoud Barzani Kúrdaleiðtogi. Símamynd Reuter Peletreau reyna að fá hann til að hefja að nýju samningaviðræður við erkifjandann Jalal Talabani. Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagðist í gær vona að hægt yrði að koma á fundi með Talabani síðar. Reuter Bosníu-Serbar hafa gefið til kynna að þeir muni eiga erfitt með að kyngja því að Alija Izetbegovic, múslími og forseti Bosniu, muni leiða nýtt forsetaráð landsins sem kosið var til um helgina. Endanleg úrslit verða ekki kunn fyrr en síðar í dag en allt bendir til að Izetbegovic Alija Izetbegovic. Stuttar fréttir e»v Flugumenn að norðan Suður-Kóreumenn sögðu í morgun að hópur tíu flugumanna að norðan hefði komið suður fyr- ir landamærin í kafbáti og að her- menn og lögregla væru nú að leita þeirra. Flaugar til Flóans Tveir skotpallar fyrir Patriot- flugskeyti eru komnir til Sádi- Arabíu og menn með. Jeltsín afslappaöur Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti leit af- slappaður út á sjónvarps- myndum sem teknar voru í gær en tals- maður hans sagði líklegt að hann yrði á sjúkrahúsi út vikuna vegna undirbúnings fyrir hjarta- aðgerð. Aukin geislun Geislavirkni inni í kjarnorku- verinu í Tsjernobýl jókst mjög i gær og vísindamenn kanna hvort það gæti leitt af sér keðjuverkan- ir. Óhreint mjöl Dæmdur morðingi á vegum gömlu stjómvaldanna í Suður- Afríku sagði fyrir rétti að P.W. Botha, fyrrum forseti, hefði vitað heilmikið um níðingsverk stjórn- valda og hefði jafnvel fyrirskipað sprengjuárás. Agnew látinn Spiro Agnew, fyrrum varafor- seti Bandaríkjanna í valdatíð Nixons, lést á sjúkrahúsi í gær, 77 ára að aldri. Ekki er ljóst hvert banamein hans var. Hættið að rífast Dalaí Lama, útlægur trúar- leiðtogi Tíbeta, hvatti til þess í morgun að Ástralir og Kínverjar hættu að rifast um heimsókn hans til Ástral- íu og að viðræður yrðu hafnar við Pekingstjórnina um framtíð Tí- bets. Glæpum fækkar Ofbeldisglæpum fækkaði mjög í Bandaríkjunum í fyrra og var Clinton forseti mjög kátur með það. Vilja sólarorku Á sólarorkuráðstefnu í Eþíópíu hvöttu menn til fjárstuðnings við áætlun um aö rafvæða þá hluta heims sem enn em án rafmagns. í heimsókn Pierre Schori, utanríkisráð- herra Svía, er í Alsír þar sem hann vill treysta samband ríkj- anna. Á ferð í Afríku Warren Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, fer í fyrstu ferð sína um Afr- íkuríki sunnan Sahara-eyði- merkurinnar. Mun hann leggja áherslu á stuðn- ing við lýðræði, lausn heima- manna á eigin vandamálum og aukna verslun í stað stuðnings. Bíbí kennt um . Yfirlýsingagleði Benjamins Netanyahus, forsætisráöherra ísraels, er kennt um að sýrlensk- ar hersveitir hafa bært á sér. Hittast á Gazasvæðinu Yasser Arafat, forseti Palest- ínu, mun hitta Yitzhak Mor- dechai, vamarmálaráðherra ís- rela, á Gazasvæðinu i dag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.