Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Afmæli Símon G. Kristjánsson Símon G. Kristjánsson, útvegs- bóndi að Neðri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, er áttræður í dag. Starfsferill Símon fæddist á Grund á Vatns- leysuströnd og ólst upp á Vatns- leysuströndinni. Hann stundaði sjó- sókn frá unga aldri og gerir enn því hann fer árvisst á hrognkelsaveiðar á vorin. Símon og kona hans hófu búskap á Neðri-Brunnastöðum 1941. Jafn- hliða búskapnum stundaði hann ý'mis önnur störf, var m.a. í vega- vinnu, stundaði múrverk og var húsvörður við Stóru-Vogaskóla á seinni árum. Símon sat í sóknamefnd og var formaður hennar um árabil, var for- maður skólanefndar í mörg ár, er einn af stofneridum Kirkjukórs Kálfatjamarkirkju og hefur sungið í kirkjunni frá fimmtán ára aldri. Þá er hann einn af stofnendum Lionsklúbbsins Keilis og starfar þar enn. Símon kvæntist 20.9. 1941 Margréti Jóhanns- dóttur, f. 20.3. 1922, d. 25.3. 1985, húsmóður. Hún var dóttir Jóhanns Símon G Gíslasonar, sjómanns í son. Reykjavík, og k.h., Lovísu Brynjólfsdóttur verkakonu. Sambýliskona Símonar er Lilja Guðjónsdóttir. Böm Símonar og Margrétar eru Sigurður Rúnar, f. 8.4. 1942, skóla- málastjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Jóhönnu Jóhannsdóttur fóstm og eiga þau þrjú börn; Jó- hann Sævar, f. 21.7. 1943, fram- kvæmdastjóri á Keflavík- urflugvelli, kvæntur Her- dísi Ósk Herjólfsdóttur sundlaugaverði og eiga þau fimm börn; Þórdis, f. 22.11. 1946, gjaldkeri hjá Pósti og síma í Vogum, og á hún fiögur börn; Lovísa, f. 1.1. 1948, ritari við stjómsýsluhúsið á Sauð- árkróki, gift Ormari Jóns- syni veghefílsstjóra, og Kristjáns- eiga þau tvö börn; Grétar Ingi, f. 18.10.1958, sjómað- ur í Reykjavík, en sam- býliskona hans er Valgerður Tóm- asdóttir bankastarfsmaður og eiga þau eitt barn, auk þess sem hann á þrjú börn frá fyrrv. hjónabandi; Magnea Sigrún, f. 23.10. 1962, hár- greiðslumeistari á Heiðarbrún í Gnúpverjahreppi, en maður hennar er Einar Guðnason vélvirki og eiga þau þrjú börn. Langafabörn Símon- ar eru tólf talsins. Systkini Símonar: Guðmundur Skarphéðinn, f. 26.7. 1914, d. 30.7. 1983, bílstjóri í Reykjavík; Inga, f. 8.1. 1913, d. 1994, húsmóðir í Kefla- vík; Hannes Ingvi, f. 26.7. 1919, bóndi og bílstjóri á Vatnsleysu- strönd; Sigríður, f. 18.10. 1921, hús- móðir á Vatnsleysuströnd; Magnea Hulda, f. 24.1. 1925, húsmóðir í Keflavík; Grétar Ingibergur, f. 6.5. 1926, d. 5.3. 1947, bílstjóri á Vatns- leysuströnd; Hrefna, f. 8.2.1934, hús- móðir i Vogum. Foreldrar Símonar voru Kristján Hannesson, f. 10.7. 1882, d. 10.11. 1961, bóndi í Suðurkoti á Vatns- leysuströnd, og k.h., Þórdís Símon- ardóttir, f. 23.9. 1894, d. 23.3. 1991, húsfreyja. Símon tekur á móti gestum í Glaðheimum í Vogum laugardaginn 21.9., frá kl. 18. Ágúst Ulfar Sigurðsson Ágúst Úlfar Sigurðsson tölvunar- fræðingur, Lágabergi 3, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ágúst fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, stundaði rafeinda- tæknifræðinám við Tækniskólann í Þrándheimi í Noregi frá 1968 og út- skrifaðist þaðan 1970 og stundaði tölvunarfræðinám við HÍ frá 1986 og útskrifaðist þaðan 1989. Ágúst stundaði tæknifraeðistörf hjá ÍSAL og fleiri íslenskum fyrir- tækjum 1970-77, hjá A/S Elektrisk Bureau i Noregi 1978-79 og hefur starfað hjá SKÝRR frá 1980 sem kerfísfræðingur, yfirkerfisfræðing- ur og verkefnastjóri. Ágúst hefur annast ritstjóm Tölvumála, tímarits Skýrslutækni- félags íslands, og verið þátttakandi í vinnuhópi og orðanefnd um Landupplýsingakerfi á íslandi, LÍSU. Fjölskylda Ágúst kvæntist 12.11. 1971 Erlu Þórðar, f. 19.4. 1947, meinatækni. Dætur Ágústar og Erlu em Helga, f. 21.2. 1978, nemi; Inga, f. 1.8. 1979, nemi. Systkini Ágústar eru Halldóra Sunna Sigurðardóttir, f. 27.3. 1949, doktor í líffræði í Svíþjóð, gift Ólafi Pétri Jakobssyni, yfirlækni í Örebro, og em dætur þeirra Sigrún Sóley, f. 22.7.1975, Inga Lísa, f. 20.12. 1978, og Ingibjörg Ylfa, f. 8.5. 1980; Sigrún Lóa Sigurðardóttir, f. 3.8. 1951, arkitekt, gift Jon Gunnari Jörgerisen, og eru dætur þeirra Una Kristín, f. 17.9. 1980, Edda Jóhanna, f. 1.3. 1984, og Oddrún, f. 5.3. 1992; Páll Ragnar Sigurðsson, f. 29.1.1954, vélaverkfræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Marjolein Roodbergen, og eru börn þeirra Stefanía, f. 1.7.1990, Ólafur, f. 16.4.1992, og Arna, f. 20.11. 1994; Sigurður Hreinn Sigurðsson, f. 20.10. 1962, hljóðupptökumaður. Foreldrar Ágústar: Sigurður Þór- ir Ágústsson, f. 7.12. 1922, d. 2.5. 1975, flugvirki í Reykjavík, og k.h., Oddrún Inga Pálsdóttir, f. 22.8. 1922, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Ágústar frá Fljótsdal, Úlf- arssonar, b. í Fljótsdal, Jónssonar, b. í Fljótsdal og Kaldrananesi í Mýrdal, Jónssonar, hreppstjóra í Kaldrananesi, Jónssonar. Oddrún er dóttir Páls Þórarins, b. í Hjallanesi á Landi, Jónssonar, b. í Holtsmúla á Landi, Ein- arssonar, b. að Tungu og í Holtsmúla, Gíslasonar. Móðir Páls var Dórótea Jónsdóttir, b. í Ytri-Sól- heimum og Brekkum í Mýrdal, Jónssonar, og Elsu Dóróteu Egilsdótt- ur. Móðir Ulfars var Guðbjörg Ágúst Úlfar Sigurðs- Móðir Oddrúnar var Eyjólfsdóttir frá Torfastöð- son um. Móðir Ágústar var Guðlaug Brynjólfsdóttir, b. í Vesturkoti á Skeiðum, Guðmundssonar, og Ingunnar Áma- dóttur. Móðir Sigurðar var Sigrún Jóns- dóttir, útvegsb. og beykis á Vilborg- arstöðum í Vestmannaeyjum, Ein- arssonar, hreppstjóra á Seljalandi, ísleifssonar, b. á Seljalandi, Gissm1- arsonar. Móðir Sigrúnar var Þór- unn Þorsteinsdóttir, b. í Steinmóð- arbæ undir Eyjafjöllum, Ólafssonar, og Kristínar Jónsdóttur. Halldóra Oddsdóttir, b. i Lunansholti á Landi, Jónssonar, b. þar, Eiríks- sonar. Móðir Halldóru var Ingiríður Ámadóttir, b. í Fells- múla, Tungu og á Skammbeinsstöð- um, Árnasonar, b. á Galtalæk, Finn- bogasonar. Vinum og velunnurum er boðið á afmælistónleika í Hallgrimskirkju kl. 21 að kvöldi afmælisdagsins. Or- gelleikari er Hörður Áskelsson. Einar Emil Magnússon Einar Emil Magnússon, fyrrv. skrifstofustjóri og nú ættfræðiritari, Amar- síðu 4E, Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Einar fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp til sjö ára aldurs hjá móður- ömmu sinni, fór þá til móð- ur sinnar í Innri-Njarðvík þar sem hann var til sext- E,nar Eml1 án ára aldurs er hann son' flutti aftur til Akueyrar. Hann var verkamaður á Akureyri 1963-64, togarasjómaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa 1964-65, verkamaður og síðar af- greiðslumaður á Akureyri 1965-70, lagermaður og síðar skrifstofustjóri Vélsmiðju Njarðvíkur hf. í Ytri- Njarðvik 1970-75 sem hann átti og starfrækti, ásamt móður sinni og bræðrum, en þar sá hann að mestu um dag- legan rekstur 1973-75. Einar flutti aftur til Ak- ureyrar 1975. Hann var þar verkamaður hjá Flóm, Smjörlíkisgerð- inni 1975-76, starfaði í byggingariðnaði um skeið, var iðnverkamað- ur hjá ullarverksmiðj- unni Geflun 1977-87, starfaði á skinnadeild SÍS þar sem hann var aðstoðarmaður verkstjóra til 1990 er hann lét af störfum vegna veikinda. Hann hefur síðan lagt stund á ætt- fræðistörf en Einar hefur gefið út sjö niðjatöl. Einar er formaður Parkinson- og Magnús- staögreiöslu- og greiöslukortaafslóttur a\« mil/l hlm/ns Smáauglýsingar og stighœkkandi birtingarafsláttur 8S3 550 5000 MS-félags Akureyrar og nágrennis frá 1994. Þá var hann trúnaðarmað- ur á vinnustað sínum 1987-90. Fjölskylda Einar kvæntist 31.12. 1966 Mar- gréti Haukdal Marvinsdóttur, f. 31.12. 1948, húsmóður og iðnverka- konu hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Hún er dóttir Marvins Haukdals Ágústssonar, f. 17.7. 1922, d. 13.2. 1952, stýrimanns í Reykja- vík, og unnustu hans, Jónínu Val- gerðar Sigtryggsdóttur, f. 27.4. 1920, verkakonu á Akureyri og síðar í Reykjavík. Börn Einars og Margrétar em Anna Valgerður Einarsdóttir, f. 15.8. 1965, húsmóðir á Akureyri, BA í sálfræði og ráðgjafi hjá Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra en maður henn- ar er Kristján Sverrisson veitinga- maður; Heiða Guðrún Einarsdóttir, f. 12.9. 1966, húsmóðir og mjólkur- fræðingur hjá Mjólkursamlagi KEA, en hennar maður er Sigurður Arn- ar Ólafsson, iðnrekstrarfræðingur og tölvufræðingur á Akureyri, og era böm þeirra Andri Már Sigurðs- son, f. 23.5.1989, nemi, og Arnar Páll Sigurðsson, f. 10.12. 1993; Magnús Baldvin Einarsson, f. 13.8. 1967, raf- eindavirki í Bolungarvík en kona hans er Esmeralda Corea húsmóðir; Marvin Haukdal, f. 21.5. 1984, nemi á Akureyri. Systkini Einars: Kristinn Magn- ússon, f. 20.3. 1949, starfsmaður hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Kristínu Finnbogadóttur, starfsmanni við mötuneyti Flug- leiða, og eru börn þeira Vigdís, Brynhildur Sædís og Ingimundur; Ásgeir Magnússon, f. 4.9. 1952, vél- virki í Reykjavík, en kona hans er Hafalda Breiðfjörð Arnarsdóttir; andvana stúlka, f. 1954; Stefán Magnússon, f. 21.7. 1956, vélsmiðju- starfsmaöur í Hafnarfirði, en kona hans er Hjördís Aðalsteinsdóttir og eru synir þeirra Aðalsteinn, Aron Bjami, Adam Öm auk þess sem synir Stefáns frá því áður era Sigfús og Magnús; andvana stúlka, f. 1957; Skúli Magnússon, f. 10.5.1959, fram- kvæmdastjóri í Reykjanesbæ, en kona hans er Helga Hauksdóttir og era böm þeirra Anna og Haukur; Helgi Magnússon, f. 15.5. 1963, þungavinnuvélamaður í Innri- , Njarðvík, en kona hans er Sigríður Guðrún Jónsdóttir og era böm þeirra Kristinn Emil og Halldóra Inga. Foreldrar Einars: Anna Emils- dóttir, f. 2.10. 1927, d. 17.2. 1992, hús- móðir í Innri-Njarðvík, og Ingi- mundur Magnús Kristinsson, f. 11.9. 1920, d. 1.9. 1971 (kjörfaðir). E>V Til hamingju með afmælið 18. september 90 ára Helga Magnúsdóttir, húsfreyja frá Blikastöðum, nú Hlaöhömrum 2, Mosfellsbæ. 85 ára Elín Guðmundsdóttir, Stangarholti 16, Reykjavík. Guðný Friðriksdóttir, Vogatungu 77, Kópavogi. 75 ára Jón Kristjánsson, Mávahlíð 27, Reykjavík. Theódóra Guðnadóttir, Höllustöðum, Reykhólahreppi. 70 ára Aase Johanne Jónasson, Vesturbergi 16, Reykjavík. Kristín Þ.G. Jónsdóttir, Njálsgötu 1, Reykjavík. 60 ára Sunneva Guðjónsdóttir, Þinghólsbraut 11, Kópavogi. Elísabet Guðmundsdóttir, Felli, Árneshreppi. Helga Pálsdóttir, Vesturgötu 73, Reykjavík. Hrefna Þorvarðardóttir, Áskinn 7, Stykkishólmi. Guðleif Gunnarsdóttir, Skúlagötu 61, Reykjavík. 50 ára Stefán K. Jónsson, Hofi, Svarfaðardalshreppi. Ágúst Halldórsson, Réttarholti 4, Selfossi. María Kristjánsdóttir, Lághoiti 12, Mosfellsbæ. Margrét Hólmsteinsdóttir, Blikahólum 2, Reykjavík. Ema Guðjónsdóttir, Blómsturvöllum 33, Neskaupstað. Hermann Ólason, Heiðarbraut 2, Keflavík. Nanna Kristín Jósepsdóttir, Lyngholti 24, Akureyri. Victor Knútur Björnsson, Selbraut 1, Seltjamamesi. 40 ára Gylfi Hrafnkell Yngvason, Skútustöðum 2A, Skútustaðahreppi. Viðar Guðbjömsson, Hraunbrún 26, Hafriarfirði. Steinunn G.H. Jónsdóttir, Dalalandi 4, Reykjavík. Franz Ámi Siemsen, Krókatúni 20, Akranesi. Ester Eyfjörð fsleifsdóttir, Álakvísl 78, Reykjavík. Brynja Þórdís Þorbergsdóttir, Miðvangi 3, Hafnarfirði. Jónas Karl Þórhallsson, Selsvöllum 20, Grindavík. Sunna Njálsdóttir, Grundargötu 51, Grundarfirði. Smáauglýsingar PV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.