Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 29 Vox Feminae á tónleikum. í dag syngur kórinn í Norræna hús- inu. Austurrísk og íslensk tónlist Háskólatónleikar verða í Nor- ræna húsinu i dag kl. 12.30. Vox Feminae syngur undir stjórn Si- byl Urbancic. Þetta eru fyrstu háskólatónleikar vetrarins og á söngskrá kórsins eru aðallega verk eftir austurrísk og íslensk tónskáld og má benda á að á tón- leikunum verður frumflutt verk eftir Báru Grímsdóttur viö þulu Theódóru Thoroddsen. Vox Feminae er sönghópur sem var stofnaður 1993 og starfar innan Kvennakórs Reykjavíkur. Tón- leikamir hefjast kl. 12.30. Tónleikar Þrídrangar í Djúpinu í kvöld heldur hljómsveitin Þrídrangar tónleika í Djúpinu, Hafnarstræti. Meðlimir Þrí- dranga eru saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, kontrabassa- leikarinn Tómas R. Einarsson og trommuleikarinn Matthías M.D. Hemstock. Hljómsveitin hefur starfaö í hálft ár, en þetta eru fyrstu tónleikar hennar í Reykjavík. Á efnisskránni er frumsamin tónlist og klassísk' djasslög, í frjálslegmn útsetning- um tríósins. Tónleikamir hefj- ast kl. 21.0. Enski blaöamaðurinn Boucher, leikinn af Siguröi A. Magnús- syni, ræöir viö aöalpersónu myndarinnar, Elevþeríos Venízelos. Aðalfundur og kvikmyndasýiiing í Norræna húsinu í kvöld, kl. 20.30, verður haldinn aðalfund- ur Grikklandsvinafélagsins. Að loknum aðalfundi, eða um 21.30, verða sýndir kaflar úr kvik- mynd sem gerð var árið 1979 af Pandelís Voulgarís sem var gestur kvikmyndahátíðar 1978. Kvikmyndin fjaliar um stjórn- málaskörunginn og hugsjóna- manninn Elevþeríos Venízelos sem uppi var 1864-1936. Meðal leikara í myndinni er Sigurður A. Magnússon og mun hann flytja inngang og kynna efni hennar. Samkomur ITC-deildin Korpa heldur deildarfund i samaðar- heimili Lágafellssóknar kl. 20 í kvöld. Gestur: Edda Flóvent blómaskreytingakona. Kynningarfundur Biblíuskólans verður í kvöld, kl. 20, í húsi KFUM við Holta- veg. Háskólafyrirlestur Franc Ducross, ljóðskáld og prófessor, flytur fyrirlestur í húsakynnum Alliance francaise, Austurstræti 3, í kvöld, kl. 20.30. DVl Reykjavegur - gönguleið Faxaflói Trölladyngia Skógfells- hraun Bláflöll Grindavík Skemmtanir íþróttahús Grindavíkur: Bubbi hefur landsreisu í Grindavík í dag hefst hið árlega tón- leikaferðalag Bubba Morthens um landið og er fyrsti áfang- inn í Grindavík í kvöld. Mun hann leika í íþróttahúsi Grindavíkur og hefjast tón- leikarnir kl. 21. Bubbi mun ferðast vítt og breitt um land- ið og stendur tónleikaferðin fram að jólum. Bubbi Morthens hefur lokið við að hljóörita nýjan geisla- disk sem væntanlegur er í búðir í lok október og leikur hann lög af nýju plötunni auk eldri laga sem flestir ættu að kannast við. Á ferðalagi sínu mun Bubbi leika í íþróttahúsum og íþróttamiðstöðvum á lands- byggðinni og eru tónleikarnir ætlaðir allri fjölskyldunni. Þess má geta að Bubbi hefur einnig lokið við að hljóðrita ljóðaplötu sem Mál og menn- ing gefur út og er hún væntan- leg á markaðinn Qjótlega. Bubbi Morthens kemur fram meö gítarinn sinn og syngur eigin lög og texta tyrir Grindvíkinga í kvöld. Lagfæring vega í Mývatnssveit Færð á vegum er víðast góð. Vegavinnuflokkar eru enn að störf- um á nokkrum stöðum og ber að virða hraðatakmarkanir og sýna að- gát. Enn er verið að lagfæra vegi i Mývatnssveit. Á Suðurlandi er ver- ið að lagfæra leiðma Suður- Færð á vegum landsv.-Galtalækur og á Snæfells- nesi eru einnig vegavinnuflokkar að störfum við leiðina á milli Grundar- fjarðar og Ólafsvikur og Hey- dalsv-Búðir. Þá er sums staðar búið að setja nýja klæðingu og getur það valdið steinkasti og þar með skemmt lakk á bílum ef keyrt er óvarlega á þeim leiðum. Ástandvega EJ Hálka og snjðr án fyrirstöðu Lokað 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir IU Þungfært © Fært fjallabílum Sonur Ástu og Þórarins Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 9. september kl. 15.47. Barn dagsins Hann var við fæðingu 4140 grömm að þyngd og 54 sentímetrar að lengd. Foreldrar hans eru Ásta Kathleen Price og Þórar- inn Pálmi Jónsson og er drengurinn fyrsta barn þeirra. Hættuför gerist aö hluta til í Tíbet þar sem fram fer mikil bardaga- keppni. Hættuför Laugarásbíó frumsýndi um síðustu helgi nýjustu kvikmynd Jean-Claude van Damme, Hættu- för (The Quest). í myndinni leik- ur hann Chris Dubois, hug- myndaríkan sakamann sem í byrjun myndai' er á flótta undan lögreglunni í New York á þriðja áratug aldarinnar. Honum er rænt af byssusmyglurum þegar hann verður vitni að verknaði þeirra og færður í skip sem er á leið til Taílands. Á leiðinni bjarga sjóræningjar honum úr klóm smyglaranna en ekki tekur betra við þegar sjóræningjarnir komast að því að hann kann ýmislegt fyrir sér í slagsmálum. Hann er seldur sem boxari og liggur leið hans til Tíbets þar sem hann á að taka þátt í mikilli slagsmálakeppni þar sem verð- launin eru hinn eftirsótti Gull- dreki. Kvikmyndir Jean-Claude Van Damme er einnig leikstjóri myndarinnar og á hugmyndina að sögunni, auk hans leika Roger Moore, James Remar, Janet Gunn og Jack Mc- Gee. Nýjar myndir Háskólabíó: Stormur Laugarásbíó: Hættuför Saga-bíó: Happy Gilmore Bíóhöllin: Eraser Bíóborgin: lllur hugur Regn- boginn: Independence Day Stjörnubíó: Margfaldur Krossgátan Lárétt: 1 bænhús, 7 fas, 8 morkin, 10 kvabb, 11 oddi, 12 bókinni, 15 ofna, 16 tali, 17 fönn, 19 strit, 20 hindrun. Lóðrétt: 1 ástfólginn, 2 einungis, 3 sveinana, 4 styrkir, 5 þreytu, 6 mál- uðu, 9 komast, 12 kyrrt, 13 jarðar- ávöxtur, 14 seðill, 18 áköf. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 afhuga, 8 nár, 9 pott, 10 dráp, 11 sit, 12 varta, 14 ei, 15 ala, 17 örgu, 19 rú, 20 skán, 22 iðin, 23 sið. Lóðrétt: 1 andvari, 2 fár, 3 hrár, 4 upptök, 5 gosar, 6 ati, 7 ótti, 13 alúð, 14 egni, 16 asi, 18 urð, 21 ás. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 202 18.09.1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,840 67,180 66,380 Pund 104,040 104,570 103,350 Kan. dollar 48,720 49,020 48,600 Dönsk kr. 11,4680 11,5280 11,6090 Norsk kr 10,3120 10,3690 10,3430 Sænsk kr. 10,0620 10,1170 10,0220 Fi. mark 14,6780 14,7640 14,7810 Fra. franki 12,9780 13,0520 13,0980 Belg.franki 2,1441 2,1570 2,1795 Sviss. franki 53,6100 53,9100 55,4900 Holl. gyllini 39,3900 39,6200 40,0300 Þýskt mark 44,1400 44,3700 44,8700 ít. líra 0,04369 0,04397 0,04384 Aust. sch. 6,2700 6,3090 6,3790 Port. escudo 0,4325 0,4351 0,4377 Spá. peseti 0,5242 0,5274 0,5308 Jap. yen 0,60620 0,60980 0,61270 írskt pund 107,460 108,130 107,600 SDR 96,30000 96,88000 96,83000 ECU 83,6600 84,1700 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.