Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 Fréttir DV Sameining sýslumannsembætta til umræðu: Hugmyndir um að ná fram hagstæöari rekstrareiningum - segir Sigurður T. Magnússon sem starfar með þingmannanefnd um málið „Það hefur verið í deiglunni í mörg ár að sameina sýslumann- sembættin. Undanfarin ár hafa verið uppi hugmyndir um það til að ná fram hagstæðari rekstrareiningum, seg- ir Sigurður T. Magnússon, skrif- stofustjóri hjá dómsmálaráðuneyt- inu, í samtali við DV, en hann hef- ur starfað með þingmannanefnd sem dómsmálaráðherra skipaði. Nefndinni er ætlað það hlutverk að fjalla um hugsanlega sameiningu einhverra sýlsumannsembætta og þar með fækkun þeirra. Sýslumannsembættin eru nú 27. Á þinginu 1993 var lögð fram til- laga um að fækka embættunum um fimm. Við síðustu fjárlagagerð var gerð tillaga um að fækka þeim um tvö en tillagan komst aldrei inn í fjárlagafrumvarpið. Að sögn Sigurðar hafa engin sér- stök sparnaðaráform fyrir árið 1997 tengd þessari nefndarvinnu komið fram en ýmsar leiðir og möguleikar hafa verið ræddir hjá nefndinni. Mörg sjónarmið „Það hefur verið rætt um ýmsa möguleika í stöðunni og yfirleitt hvort það er rétt að sameina embætt- in. Það er enn langt í land og ekki einu sinni nein niðurstaða enn kom- in í þetta nefndarstarf. Þar á eftir þyrfti að semja frumvarp og síðan þingin að fjalla um það. Hlutimir geta gengið hratt fyrir sig ef það næst samstaða en það er alla vega ekki í sjónmáli eins og er. Ef að sam- einingu verður er það gert í hagræð- ingarskyni og með það aö markmiði að skapa bæði hagkvæmar og skD- virkar rekstrareiningar. Það er líka gert út frá faglegum sjónarmiðum og hvað er heppileg rekstareining með tilliti til þjónustu við borgarana. Forsenda í starfi þessarar nefndar er að ekki verði um skerta þjónustu að ræða í sýslumannsumdæmunum," sagði Sigurður. „Það eru mörg sjónarmið í þessu og þau er erfitt að sætta. Ef við horfum bara á íbúafjölda þá er upplagt að sameina. En landafræð- in gerir þetta erfiðara fyrir því það er langt á milli sumra umdæmana og samgöngur eru víða slæmar. Það eru þvi margir þættir sem spila þarna inní. Ef ekki næst sátt um þetta á ég ekki von á öðru en þetta verði látið kyrrt liggja á næstunni," sagði Sigurður enn- fremur. -RR Hjónin Vilborg Vilhjálmsdóttir og Eövald Jóhannsson fyrir utan gistiheimili sitt aö Randabergi. Meö þeim er hundur- inn Kátur sem passar upp á aö óboönir gestir haldi sig fjarri. DV-mynd ÞÖK Gistiheimiliö að Randabergi, Egilsstöðum: Bandarískir feröamenn algengastir DV, Egilstööum: Bandarískir feröamenn hafa ver- ið áberandi hér í sumar. Þeir ferð- ast mikið um á bílaleigubílum og þá tveir eða fleiri saman. Ferðamanna- tíminn hefúr verið ívið betri hjá okkur í sumar en vertíðin byrjaði seinna en í fyrra, segir Vilborg Vil- hjálmsdóttir, ferðabóndi að Randa- bergi, skammt frá Egilsstöðum. Vilborg og maður hennar, Eðvald Jóhannsson, hafa rekið gistiheimhi að Randabergi undanfarin þrjú ár. Hún segist merkja breytingar á feröamannastraumnum. „Ferðamannatíminn er að færast meira fram á haustið og það er áber- andi að erlendir ferðamenn leggja meira upp úr því að kynnast fókinu í landinu. Þá verð ég vör við að ís- lendingar eru i auknum mæli farn- ir að nýta sér þjónustu gistiheimil- anna og eru margir hverjir hættir að treysta á tjöldin," segir Vilborg. KVDLÐSfCOUM KORAVOGS# Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ: ENSKA - DANSKA - NORSKA SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA BÓKHALD - ÍSLENSKA I - VÉLRITUN TÖLVUNÁMSKEIÐ - ANDLITS- TEIKNUN - LEIRMÓTUN - LJÓS- MYNDUN - SILKIMÁLUN - BÚTA- SAUMUR - FATASAUMUR og fjöldi annarra námskeiða. Innritun í símum: 564 1527, 564 1507 og 554 4391 kl. 17.00-21.00 Sum bankaútibú gefa aldrei aura til baka: Hafa ekki heimild til þess - segir rekstrarstjóri Seðlabankans „Ég veit að bankastjórnin hefur vakið athygli viðskiptaráðherra á því að það sé engin þörf fyrir aura eða koparmynt í viðskiptum lengur og aö hún hafi ekki verið sett í um- ferð á vegum Seölabankans mörg undanfarin misseri. Þaö hafa hins vegar engar ákvarðanir verið tekn- ar um hvort leggja beri aurana nið- ur en þeir verða ekki felldir úr gildi nema með lagasetningu Alþingis," sagði Stefán Þórarinsson, rekstrar- stjóri Seðlabanka íslands. Lesandi DV hafði samband og var undrandi yfir því að þegar hann greiddi lán upp á 8.882,10 krónur fékk hann 90 aura til baka. Hann hélt að aurarnir hefðu verið felldir niður. „Þeir hafa ekki verið felldir niður en það hefur hins vegar engin áhrif á gjaldmiðilsútgáfuna vegna þess að hér hefur ekki verið nein eftirspum eftir aurum í langan tíma. Þótt nið- urfelling og innköllun aura hafi þannig engin áhrif á hagkvæmni myntútgáfunnar myndi hún vissu- lega auðvelda tölvuvinnslu og bók- hald, það er alveg ljóst,“ sagði Stef- án. Raunin er því sú að hvert bankaútibú fyrir sig tekur sjálf- stæða ákvörðun um hvort gefið sé til baka með aurum eða ekki. Sum útibúin taka það upp hjá sjálfu sér að hækka upphæðina upp eða lækka hana niður án þess að bera það undir viðskiptavininn. „Ég tel þau ekki hafa heimild til þess. Ef kvittun stendur á aurum þá ber þeim að greiða aurana tU baka,“ sagði Stefán. „Aurar urðu meira og meira óþarfir í viðskiptum eftir gjaldmið- ilsbreytinguna og ríkissjóður tók mjög fljótlega þá ákvörðun að niður- stöður reikninga skyldu standa á heilli krónu. Þetta hefur líka komið tU tals hér innan bankakerfisins en er að sjálfsögðu ákvörðun banka- kerfisins og Reiknistofu bankanna. Á meðan þessir aðUar koma sér ekki saman um að aUar kröfur verði innheimtar í heUum krónum verða gjaldkerar að hafa aurana i skúffunum og gefa viðskiptavinum til baka,“ sagði Stefán. Hann benti á að þetta væri mjög viðkvæmt mál því hugsanlega gæti verið litið á af- nám auranna sem visbendingu um verðhækkanir eða breytingar á verðlagi. -ingo Framhaldsskólinn á Húsavík: Óvenjumargir nýnemar í haust Framhaldsskólinn á Húsavík var settur við hátíðlega athöfn föstudag- inn 30. ágúst. í vetur verða 180 nemendur í skólanum, þar af 63 nýnemar sem er óvenjustór hópur. í ræðu Birkis Þorkelssonar skólameistara kom fram að á þessari önn yrðu engar sérgreinar iðnnáms kenndar við skólann vegna þess hve fáir nem- endur velja slíkt nám. Hann benti nemendum á þá miklu möguleika sem áfangaskólar bjóða tU að ljúka samhliða bæði starfsnámi og stúd- entsprófi af bóknámsbraut og hvatti þá eindregið til að fara þá braut í námi sínu við skólann. Það tæki ekki nema fimm ár að ljúka báðum brautum ef vel væri skipulagt í upp- hafi. í samtali við blaðamann lagði skólameistari þunga áherslu á að nú væri ekki hægt að ganga lengra i niðurskurði til menntamála og það væri valdhöfum tU skammar að ýja að þvi nú við fjárlagagerðina að enn ætti að höggva í sama knérunn og spara 200 mfiljónir í framlögum til framhaldsskólanna. „Þeir nýta sér samanburð við út- lönd þegar það hentar þeim en ef borið er saman hlutfall framlags tU menntamálá í fjárlögum hér á landi og í nálægum löndum þá sést best hvUíkur reginmunur er á afstöðu til menntunar okkur i óhag. Þessum árásum á 'menntunina í landinu verður að linna og það strax, hvað svo sem leiðinlegum og innihalds- lausum upphrópunum um haUalaus fjárlög líður, en þær hafa nú tekið við af baráttunni við verðbólguna og óhagstæðan viðskiptajöfnuð. Það er kominn tími til að stjórnmál fari að snúast um fólk en ekki hagfræði- hugtök,“ sagði skólameistari og lagði áherslu á orð sín. -AGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.