Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 15 Ósýnilegir strætisvagnar „Hreyfist strætó þá hraöar en Ijósiö eöa fer hann einfaldlega yfir á Ijós- um?“ spyr Haraldur í grein sinni. Það er gott að búa á eyju. Langt í burtu frá hávaða heimsins. Eigin- lega á bak við hann. Hér er allt á sinum stað, Al- þingishúsið eða Esjan, og óæski- legir aðskotahlutir sjást úr margra sjómílna íjarlægð. En stundum virðist eins og allt sé komið á fleygi- ferð og flestar við- miðanir séu horfh- ar fyrir fullt og fast. Þetta ástand grípur oftast um sig á haustin þegar vetrarstarfið er að bresta á. Það sem áður var kannski héma er núna komiö þangað. Eða öfugt. Jafnvel heilu manneskjum- ar breyta um heimilisfang, sima- númer eða hreinlega svæðisnúm- er. 101 í 110. Sumir láta sér þó nægja að flytja sig milli hvítu og gulu síðnanna i símaskránni. Þokan yfir oss Þokan sem hefur legið yfir okk- ur héma á SV-hominu undan- farna daga gerir ástandið enn óljósara. Enda býr margt í þokunni. Samt er yfirleitt betra að flytja sig um set heldur en að búa beint í henni. Þá sér eng- inn hvert þú ferð eða hvaðan þú komst. Sem er yfirleitt ekki svo auð- velt héma heima. Flestir geta nefnilega yfirleitt rakið æðar náungans endalaust, aftur fyrir ní- unda mánuð eða þess vegna níunda lið. En þokan, sem einkenn- ir gjarnan eyjasamfélög á milli hafstrauma, rugl- ar oft raunveruleika- tengsl okkar. Útlínur hverfa og við byrjum að trúa því sem við ímynd- um okkur. Maður fer til dæmis í göngutúr en er samt ekki með það á hreinu hvort hann sjálfur er á hreyfingu eða hvort það er nán- asta umhverfi sem færist úr stað. Þegar í óefni er komið ... Ástandið er sérstaklega slæmt nákvæmlega núna; sjálfir strætis- vagnarnir eru allt í einu byij- aðir að hreyfast og hringsnúast hraðar en venjulega. Þeir fylgja sem sagt ekki lengur eðli- legri tímaáætl- un. Þá breytast líka afstöðumar endanlega. Far- þegar mæta seinna á áfangastað eða koma of fljótt. Eðli málsins samkvæmt. Jafhvel skærgulur litur vagnanna virðist ekki gera þá ljósari fyrir al- menningsaugun. Fleiri en einn missa af ósýnilegum vagninum. Hreyfist strætó þá hraðar en ljósið eða fer hann einfaldlega yfir á ljósum? Eða hefur borgarlands- lagið kannski tekið stökkbreyting- um í allri þessari þoku? Skroppið saman eða þanist út? En þegar allt er komið í óefni tekur gamla fólkið sig til og lokar götunni með því að ganga yfir hana fram og til baka. Stöðvar þannig tímann. Og til að koma í veg fyrir frek- ari veruleikafirringu borgarbúans eiga núna að fara fram hámá- kvæmar mælingar á hraða og fjar- lægðum í Reykjavík. Til þess að maður viti nokkmm veginn hvar maður stendur. Á biðstöðinni eða annars staðar. Og hvað sé langt á næsta stað. í rauninni á að endur- skilgreina fjarlægðir og þar með stærð höfuðborgar landsins. Heimsmynd okkar mun örugglega taka grundvcillarbreytingum. - Á sama tima ætla Landmælingar ís- lands samt að flytja starfsemi sína upp á Skaga. Höfum alltaf veriö nægjusöm Meðan sumar aðrar þjóðir und- irbúa geimferðir til Mars látum við okkur nægja að færa stoppi- stöðvar strætisvagnanna okkar til í þokunni og endurmæla síðan hraðafjarlægðirnar á milli þeirra. Til að við týnum ekki hvert öðru héma í ómælinu og getum haldið áfram að hittast á réttum tíma. Eða svona næstum því. Haraldur Jónsson Kiallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaöur „í rauninni á að endurskilgreina fjarlægðir og þar með stærð höf- uðborgar landsins. Heimsmynd okkar mun örugglega taka grundvallarbreytingum. “ Samstaða með írak Stefna Bandarikjanna gagnvart írak,. ef stefhu skyldi kalla, er hrunin. Hún byggðist nær ein- göngu á formælingum gegn Saddam Hussein persónulega, sem George Bush beitti í áróðursskyni og bandarískir (og íslenskir) fjöl- miðlar hafa haldið dauðahaldi í síðan. írak var Þýskaland, Saddam v£ir Hitler, úrvalssveitir hans vom SS, Kúrdar voru gyð- ingar. - Þessi ímynd var barin inn í huga fólks og útilokaði alla gagn- rýna hugsun. í huga Bush var hann að koma í veg fyrir síðari heimsstyrjöldina og stöðva Hitler í Tékkóslóvakíu. Á þessum hugarórum hefúr af- staða Vesturlanda til íraks veriö byggð. Persaflóastríðið snerist ekki um olíu. Það snerist um að afmá Kúveit sem sjálfstætt ríki af kortinu. Samstaðan í Persaflóa- stríðinu myndaðist vegna þess að allir áttu hagsmuna að gæta í að varðveita óbreytt landamæri. Sú samstaða er nú brostin. Banda- rikjamenn hafa gengið of langt í að lítilsvirða landamæri og full- veldi íraks. Horfnar forsendur Flugbannsvæðið í Norður-írak var sett einhliða 1991 og ekki byggt alþjóðasamþykktum. Ekkert bannaði írökum að fara landleið- ina um Kúrdasvæðin eða suður- hlutann. Þegar Kúrdar snemst á sveif með Saddam og em nú að semja frið við hann, höfðu Bandaríkin eng- an siðferðislegan eða lagalegan rétt til íhlutun- ar. „Vemdin" var aldrei nema yfir- skin. CIA ætiaði að beita Kúrdum gegn Saddam eins og Kontraliöum gegn Sand- ínistum í Nikaragúa. Refsiaðgerð- ir Bahdaríkjanna, með SÞ sem lepp, hafa haft öfug áhrif. Þær hafa styrkt Saddam, fylkt lands- mönnum um hann sem aldrei fyrr og eflt þjóðarvitvmd íraka, líka þeirra Kúrda, sem líta á sig sem íraka. Með því að stækka einhliða flugbannsvæðið og skjóta stýriflaugum hefúr Clinton eyði- lagt það sem eftir var af stefnu Bush. Allar forsendur fyrri stefnu eru horfnar. Blekkingin um Sameinuðu þjóð- imar er að engu orðin, Kúrdar í norðri orðnir banda- menn Saddams. Samstaðan meðal arabaríkja um að vernda landamæri Kúveits hefur snúist upp í samstöðu um að vernda fúllveldi íraks fýrir vestræn- um stórveldum. Jafnvel Sádi-Arabar neita að styðja flugeldasýningu Clintons í írak, enda er hún ætiuð banda- rískum kjósendum. Kúveitar hafna 5000 manna bandarísku viðbótarherliði. Egypt- ar, Jórdanir, Sýrlendingar og Tyrkir eru fjandsamlegir. Enginn á þessum slóðum hefur minnsta áhuga á íröskum Kúrdum, og hef- ur aldrei haft. Saddam Hussein stendur með pálmann í höndun- um. Þetta verður Clinton að reyna að fela fram yfir kosningar med sýningu á hemaðar- mætti Bandarikjanna við Persaflóa. Ráöleysa Bandaríkjamenn hafa enga stefnu og engin skýr markmið með árásunum á írak, nema innantómt stagl um mannvonsku Sadd- ams. Arabaríkin sjá sem er, að allur hávað- inn og vopnaskakið út af Kúrdum er banda- rískt innanríkismál. Saddam Hussein nýtur sívaxandi aðdáunar meðal araba utan íraks fyrir að standa uppréttur gagnvart risaveldinu sem níðist á nauðstöddum al- menningi i írak. Vesturlönd eiga eftir að bíta úr nálinni með þær ógöngur sem Bush kom þeim í. Clinton getur ekki dregið í land núna. En sem raunsær pólitíkus verður hann fyrr eða seinna að horfast í augu við veruleikann, bjarga andlitinu meö því að lýsa yfir sigri gegn Saddam og taka upp eðlileg við- skipti og samskipti við Irak. Það mundi lækka olíuverð, sem er að minnsta kosti vitræn stefna. Gunnar Eyþórsson „Samstaðan meðal arabaríkja um að vernda landamæri Kúveits hefur snúist upp í samstöðu um að vernda fullveldi íraks fyrir vestrænum stórveldum Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaöur Með og á móti Á að jafna laun sjómanna og fiskvinnslufólks? Nauðsynlegt Á liðnum árum hefur hráefnisverð til vinnslunnar hækkað all- verulega vegna samkeppni um hráefnið sem hefur farið minnkandi frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess að landfiysting borg- ar sig ekki lengur. í raun ættu menn að leggja hana af eins og hún er í dag. Ég tel hins vegar aö okkur beri siðferðisleg skylda til þess að reyna að snúa vörn í sókn og vernda störfin í landi. Ég tel jafnframt að núna, þegar við erum að fá svigrúm með auknum kvóta, eigi að halda krónutöl- unni í launaumslögum sjómanna óbreyttri en lækka verð á hrá- efhi þannig að vinnslan í landi geti gengið og að við getum hald- ið störfum í frystingunni opnum. Ég held að flest fyrirtæki séu þessa dagana að reyna að snúa vöm í sókn og fara yfir í frekari vinnslu. Það er hins vegar ljóst að þau fyrirtæki sem hafa byggst upp sem eitt frystihús - einn tog- ari eru nánast dauðadæmd vegna þess að við verðum að framleiða aukið magn í sam- keppninni við ódýran fisk úti í heimi. Við eigum því engan ann- an kost ef við ætium að hugsa um verkafólkið en að lækka verð á hverju kílói af hráefni en halda óbreyttri krónutölu hjá sjómönn- um. Það er hægt vegna þess að nú hefur kvótinn verið aukinn um 20 prósent í þorski. Ef við lækkum kílóverðið á hráefninu um 15 til 20 prósent er hægt að halda óbreyttri krónutölu hjá sjómönnum en hækka laun land- verkafólks." Fráleitt „Ég vil í byrjun taka það fram að mér þykir hugmyndin fráleit. Sjó- menn eiga enga sök á háu hráefnis- verði. Það eiga útgerðar- menn og fisk- kaupendur með kvótabraskinu. Það er stóra vandamálið og höf- uðorsökin fyrir háu hráefnis- verði. Þeir sem halda því fram að hráefnisverð sé of hátt verða að taka kvótaleiguna inn í umræð- una. Þegar kvótaleigan er orðin jafnhá hráefhisverðinu eða jafn- vel hærri þá gengur dæmið ekki upp. Dæmi er til úr rækjunni þar sem verið er að greiða 80 krónur í leigu fyrir eitt kíló af rækju- kvóta en greiöa útgerð og sjó- mönnum 70 til 90 krónur fyrir kílóið. Alveg sama á sér stað í þorski. Allt árið í fyrra var kvótaleigan fyrir þorskkíólið 95 krónur - á sama tíma og verið er að greiða til bátanna sem veiða fiskinn allt niður í 20 til 30 krón- ur á kílóiö og mjög algengt verð var 60 krónur. Þetta er mergur- inn málsins og ástæðan fyrir þvi að frystingin barmar sér. Hvort fyrirtæki er vel rekið, með góða nýtingu í vinnslunni hjá sér, er orðið aukaatriði miðað við kvótabraskið. Það eru aðeins þau örfáu fyrirtæki sem eiga nægan kvóta sem standa sig. Hin sem verða að leigja hann ganga ekki og það þurfa flest þeirra að gera. Á fiskveiðiárinu 1994/1995 gengu 78 prósent af úthlutuðum veiði- heimildum á milli skipa. Þetta segir allt um kvótabraskið." -Sdór Sfghvatur Bjarna- son forstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.