Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 11 DV Fréttir Þurrkar korn og framleiðir grasköggla fyrir bændur í Eyjafirði: Kornið hugsanlega sölu- hæft með þurrkuninni - segir Stefán Þórðarson bóndi „Eitthvað þessu líkt er nauðsyn- legt til þess að þurrka kornið og með þurrkuninni má kannski segja að framleiðslan sé orðin söluhæf. Það gæti kannski gengið til fóð- urblöndunarstöðva og annarra slíkra ef einhver framtíð er í korn- axi, sem ég tel hljóta að vera,“ segir Stefán Þórðarson á Teigi í Eyjafirði sem keypt hefur og gert upp vél til þess að þurrka korn. Stefán segir bændur til þessa hafa notað kornið í fóður fyrir eigin skepnur og þannig verði það sjálf- sagt enn um sinn. Hann segir bænd- ur í Eyjafirði reikna með uppskeru upp á 200-300 tonn en vélin afkasti um einu tonni á klukkutíma. Hann segir að áður hafi kornið aðallega verið súrsað og lítill hluti þess þurrkaður. Það hafi verið sett í poka og þess gætt að loft kæmist ekki að því. Þá hafi það virkað eins og vothey í rúllum. „Menn hafa sýnt þessu áhuga og mér sýnist fjölmargir ætla að riýta sér þessa aðstöðu hjá mér. Ég keypti vélina upphaflega bara til þess að þurrka rúlluhey,“ segir Stefán og bætir við að síðan sé hann að mala heyið og köggla og blanda í það fóð- urefnum og búa til íblandaða fóður- köggla. Það hefur hann gert í ein tíu ár. Það eru svo kýrnar sem fá að gæða sér á kræsingunum. „Með breyttum heyskaparaóferð- um er nauðsynlegt að geta tekið rúllur lika og allt eykur þetta mögu- leika bænda á að standa á eigin fót- um í fóðuröfluninni. Með því að köggla heyið geta þeir nýtt meira af því. Viðbótarheyskapurinn hjá bóndanum er ódýr því tækin eru öll til staðar og með þvi að hafa meira af heimaöfluðu verður minna af að- keyptu. Það hlýtur að auka hag- kvæmnina að nýta það sem sprettur á jörðinni," segir Stefán Þórðarson. -sv Það var fjör hjá strákunum í Neskaupstað þegar DV átti leið um á dögunum. Karfan á skóialóðinni var óspart notuð; bæði til að spila heföbundinn körfu- boita og einnig til að klifra. DV-mynd ÞÖK Stefán Þórðarson þjónustar bændur meö þurrkað korn og framleiöslu á graskögglum sem hann býr til úr rúlluheyi. Hér er hann við þurrkunarvélina sem hann keypti fyrr í sumar og gerði upp. DV-mynd Jón Hrói Varnarliðið og Reykjanesbær gera forkönnun vegna skolpútrása DV, Suðurnesjum: Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti nýlega að gerð verði for- könnun og kostnaðaráætlun sam- eiginlegra skolpútrásamála fyrir Varnarliðið á Keflavikurflugvelli og Njarðvikurhverfi. Heildarkostnaður er áætlaður 400 þúsund Bandaríkja- dalir. Hlutur Reykjanesbæjar i for- könnuninni er 50 prósent eða 200 þúsund Bandaríkjadalir. Bæjarráð samþykkti að fjárveiting yrði veitt til verksins á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 1997 og verði greitt ef þess er óskað í byrjun nýs fjár- hagsárs, í janúar 1997. Verkefnisstjórn frárennslismála Reykjanesbæjar hefur átt langa og stranga fundi með samningamönn- um Vamarliðsins og virðist eitt- hvað vera að rofa til í þeim efnum. „Ég legg áherslu á að kostnaðar- skipting í forhönnuninni milli Reykjanesbæjar og Varnarliðsins sé ekki fordæmi fyrir kostnaðarskipt- ingu á heildarframkvæmdinni," sagði í bókun Önnu Margrétar Guð- mundsdóttur, fulltrúa Alþýðu- flokksins. Jóhann Geirdal, fulltrúi Alþýðubandalagsins, tók undir bók- un Önnu Margrétar. -ÆMK Leiðrétting í samtali við Önnu Óðinsdóttur, móður Marínar Hafsteinsdóttur sem á við hjartasjúkdóm að stríða, kom fram að Marín þyrfti að fara mánað- arlega í hjartaþræðingu. Hið rétta er að hún fer í hjartaþræðingu í nóv- ember nk. en þarf að fara mánaðar- lega til eftirlits. Beðist er velvirðing- ar á þessum misskilningi. j -rt Reykjavík: Hagkaup. Byggt og Búið Kringlunni, Magasín, Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði.Blómsturvellir Hellissandi. Vestfirðir:. Geirseyrarbúðin, Patreksfirði.Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA Hrísalundi, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaups- stað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfirði. Sparaðu peninga Sögum níður í eldhúsinnréttingar, klæðaskápa o.fl. Setjið sjálf saman og sparið STÓRFÉ Gerum hagstæð SMIÐSBUÐ tilboð Smiðsbúö8og 12, Garðabæ sfmi 565-6300 fax 565-6306

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.