Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1996, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 íþróttir Golf: Herborg og Leifur unnu Síðasta stigamót Golfsam- bands íslands á þessu ári var haldið í Grafarholti á sunnudag- inn. Leiknar voru 36 holur á einum degi. I kvennaflokki sigr- aði Herborg Arnarsdóttir, GR, á 147 höggum. Herborg lék mjög gott golf og jafnaði vallarmetið þegar hún lék seinni 18 holurn- ar á 72 höggum af aftari teigum kvenna. Ólöf María Jónsdóttir, GK, varð í öðru sæti á 154 högg- um og Þórdis Geirsdóttir, GK, þriðja á 155 höggum. Hjá körlunum var það ís- landsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson, GL, sem sigraði með glæsibrag. Birgir lék mjög vel og kom inn á 141 höggi. Þor- kell Snorri Sigurðsson, GR, kom næstur á 148 höggum og Eyja- maðurinn Þorsteinn Hallgríms- son varð þriðji á 149 höggum. Hola í höggi hjá Keili Um helgina var opið golfmót hjá Golfklúbbnum Keili í Hafn- arfirði. Án forgjafar sigraöi Ólafur Þór Ágústsson, GK, á 74 höggum. Tryggvi Traustason, GK, varð annar á 74 og Gunn- steinn Jónsson, GK, þriðji á 75 höggum. Gunnsteinn gerði sér lítið fyr- ir og fór holu í höggi á 4. braut með glæsilegu höggi, slegnu með áttu járni. í keppni með forgjöf sigraði Baldur Baldursson, GKG, með 67 högg, Guðlaugur M. Einars- son, GR, varð annar með 68 og Guðbrandur Sigurbergsson, GK, þriðji með 69 högg. Þá var keppt í flokki atvinnu- manna og þar sigraði Sigurður Péturssson á 70 höggum. Með sama höggafjölda í öðru sæti var Úlfar Jónsson og Magnús Birgisson varð þriðji með 80 högg. Skvass: Evrópukeppni smáþjóða íslenska landsliðið í skvassi tekur þátt í Evrópukeppni smá- þjóða sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi í þessari viku. ís- lendingar senda bæða karla- og kvennalið til keppni. í karlaliðinu eru Kim Magnús Nielsen, Magnús Helgason, Sig- urður G. Sveinsson og tveir ný- liðar, Hjálmar Björnsson 17 ára ísfirðingur og Jón Auðunn Sig- urbergsson. í kvennaliðinu eru Hrafnhildur Hreinsdóttir, Elín Blöndal, Ásta Ólafsdóttir og Rósmi'nda Baldursdóttir. Allir leikirnir klukkan 17.15 Það sem birtu er farið að *■ bregða hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að allir leikirnir í lokaumferð 2. deildar karla skuii hefjast klukkan 17.15 á föstudag í stað klukkan 18. -GH Evrópukeppni kvenna á Laugardalsvelli: Ekkert smeykar við Evrópumeistarana - segir Vanda Sigurgeirsdóttir fyrirliði „Það er engin spurning að þetta verður mjög erfiður leikur, enda er ekki við öðru að búast. Þjóðverjar eru núverandi Evrópumeistarar og léku til úrslita í heimsmeistara- keppninni svo við eigum á brattann að sækja,“ segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, en í kvöld kl. 20 mæta stúlkurnar Þjóð- verjum á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna um sæti í úrslitum Evrópu- keppninnar. íslenska liðið lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum í sumar og tapaði báðum, 8-0 og 3-0. „Við erum ekkert smeykar fyrir þennan leik. Við verðum að byggja leik okkar á sterkum vamarleik og reynum síðan að læða inn skyndi- sóknum. En við ætlum að leggja okkur allar fram í þessum leik og ég vona að áhorfendur komi til með að standa vel við bakið á okkur. Ég er ekki viss um að almenning- ur geri sér grein fyrir því hversu nálægt toppnum við erum. Við erum að berjast um að komast í hóp 8 bestu landsliða Evrópu og ég veit ekki um marga aðra íslenska íþróttamenn sem standa í þeim sporum í dag. KSÍ hefur staðið fyr- ir markvissri uppbyggingu í kvennaboltanum og ég vona að þeir sem stýra úthlutunum úr hinum ýmsu sjóðum fari að standa við bak- ið á hópíþróttum líkt og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum," sagði Vanda að lokum. Þýska landsliðið lék hér tvo leiki sumarið 1986 og vann, 4-1 og 5-0. Með í för nú eru þrír leikmenn sem skoruðu fimm þessarra marka, Hei- di Mohr og Martina Voss sem enn leika með liðinu og Silvia Neid sem nú er aðstoðarþjálfari. -ih Fjórir úr 1. deild verða í banni Fjórir leikmenn úr 1. deildinni í knattspyrnu verða í leikbanni í 17. og næstsíðustu umferðinni á laugar- daginn. Það eru Stefán Þórðarson, ÍA, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Gestur Gylfason, Keflavik, og Goran Kristófer Micic, Stjörnunni. Átta leikmenn úr 2. deild verða í banni í lokaumferðinni þar á föstu- daginn. Þar af eru þrír úr Völsungi, Arnar Bragason, Ásmundur Arn- arsson og Hallgrímur Guðmunds- son en Völsungar þurfa að vinna Skallagrím til að eiga möguleika á að forðast fall í 3. deild. Hinir eru Páll Pálsson og Þórir Áskelsson úr Þór, Heiðar Sigurjónsson úr Þrótti R., Alfreð Karlsson úr Skallagrímur og Axel Ingvarsson úr Leikni. Gróttumenn fengu þungar refsingar Gróttumenn fengu þungar refs- ingar en fjórum leikmönnum, þjálf- ara og varamanni var sýnt rauða spjaldið í leik liðsins gegn Dalvík í 3. deild um helgina. Félagið var dæmt í 25 þúsund króna sekt og þeir Björgvin Finnsson og Páll Líndal fengu 3ja leikja bann, Börkur Ed- valdsson, Kristján V. Björgvinsson og Sverrir Herbertsson þjálfari tveggja leikja bann og Haukur Bragason eins leiks bann. -VS - og átta úr 2. deildinni / kvöld Nissandeildin í handbolta: Stjaman-ÍR..............20.00 Fram-HK ................20.00 Haukar-KA...............20.00 Selfoss-Afturelding.....20.00 Valur-FH ...............20.00 ÍBV-Grótta .............20.00 Undankeppni EM í knattspymu: Ísland-Þýskaland .......20.00 Kenny Smith til Detroit Lið Detroit Pistons fékk góðan liðsstyrk í gær fyrir komandi keppnistímabil í NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið fékk þá Kenny Smith frá Houston Rockets. Smith er 31 árs gamall og hefur undanfarin sex ár leik- ið með Houston. í fyrra skoraði hann að jafnaði 8,5 stig í leik og átti 3,6 stoðsendingar. Smith hefur einnig leikið með Sacramento Kings og Atlanta Hawks en ferill hans í NBA spannar 9 ár. Á þessum 9 árum er Smith með 13,2 stig að meðal- tali í leik og 5,7 stoðsendingar. Bassett til City í gærkvöldi voru allar líkur á því að Dave Bassett yrði næsti framkvæmdastjóri hjá Manchester City. Bassett á að hafa náð samkomulagi um ráðn- inguna við Francis Lee stjómar- formann félagsins. Mönnum finnst orðið afar brýnt að ráða mann í brúna enda gengur ekki of vel hjá liðinu um þessar mundir. Royle fær milljarð Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton, fékk i gær einn milljarð til leikmannakaupa. Það var Pet- er Johnson, stjórnarformaður fé- lagsins, sem tilkynnti þetta eftir stjórnarfund. Royle mun fyrst bera víurnar í Dean Holdsworth hjá Wimbledon. -JKS Birkir Kristinsson hefur ekki veriö í náöinni hjá Brann síöan hann lék meö íslenska landsiiöinu gegn Tékkum á dögunum. Þjálfari Brann heldur landsliðsmarkverðinum úti í kuldanum: „Ég er mjög óánægður með þetta ástandM - segir Birkir Kristinsson sem ætlar að bíta á jaxlinn Birkir Kristinsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfara norska liðsins Brann síðan Birkir tók þá ákvörðun að taka landsleik- inn við Tékka fram yfir deildarleik fyrir um hálfum mánuði. Þjálfarinn sagði við Birki að hann tæki afleiðingunum ef hann spilaði með íslenska landsliðinu gegn Tékkum og sú hefur reyndin orðið. Birkir hefur síðan mátt gera sér að góðu að verma varamanna- bekk Brann-liðsins. ,,Eg er óánægður með þetta ástand. Að manni sé kippt út úr lið- inu fyrir það eitt að keppa fyrir hönd þjóðar sínnar er alls ekki nógu gott. Ég ræddi við þjálfarann áður en ég hélt til Tékklands til móts við íslenska landsliðið. Hann sagði það alfarið mína ákvörðun að spila um- ræddan leik og ég tæki þeim afleið- inum sem því fylgdu, jafnvel að ég myndi verma bekkinn það sem eftir væri tímabilsins. Ég gat ekkert sagt en ég hef mikinn metnað að spila með landsliðinu. Það réð ákvörðun minni og eins ræddi ég við Loga Ólafsson landsliðsþjáifara um þetta mál,“ sagði Birkir Kristinsson í samtali við DV í gærkvöid. Brann hefur vegnað ágætlega að undanförnu, unnið þrjá leiki í röð en hefur verið að fá sig mikið af mörkum. Þremur umferðum er ólokið í deildinni en liðið er enn þá með á Evrópumótinu. Ætlar að klára samninginn „Það er leiðinlegt að þurfa lenda í þessu. Það voru tveir leikir á sama tíma, deildarleikur hjá Brann og leikurinn við Tékka. Ég tók síðara kostinn og stend og fell með honum. Maður verður bara að bíta á jaxlinn og berjast áfram fyrir því að endur- heimta sæti sitt í markinu. Samn- ingur minn við Brann er til loka næsta keppnistímabils og ég ætla að klára hann, nema eitthvað óvænt komi upp á. Ég ætla að ræða um framhald þessa ástands við þjálfar- ann á næstu dögum,“ sagði Birkir. -JKS HANDBOLTINN A LENGJUNNI! Fram - HK Haukar - KA Setfoss - Afturetding Stjaman • ÍR Valur - FH ÍBV > Grótta 1,20 6,15 »1 n 1,65 4,90 1,95 2,55 5,85 1,30 M 1,20 6,15 3,00 1,65 4,90 1,95 1,15 6,25 3,30 1 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 17 íþróttir IBV ætlar \ meiðyrða mál við Lengjuna - brigsla okkur um óheiöarleika, segir Jóhannes Ólafsson Lítil klausa aftan á leikskrá Lengjunnar sem kom út í gær virð- ist ætla að draga mikinn dilk á eft- ir sér. Forráðamenn Lengjunnar ákváðu að leikur ÍBV og ÍA í 1. deildinni í knattspyrnu sem fram fer á laugardaginn yrði ekki á Lengjunni og útskýrðu það á þenn- an hátt: „Þar sem heyrst hefur að leikmenn ÍBV hafi sagt „best væri að tapa fyrir ÍA til að komast í Evrópu- keppni“ höfum við ákveðið að hafa þennan leik ekki á Lengjunni. Við þurfum að vera 100% öruggir um að úr- slit séu ekki ákveðin fyrir- fram og að leikur á Lengj- unni sé f alla staði heiðar- lega framkvæmdur." Förum í meiöyrðamál „Það er alveg ljóst að við förum lengra með þetta og í meiðyrðamál við Lengjuna. Það er með ólíkind- um að fyrirtæki sem vinnur fyrir íþróttahreyfinguna í landinu og veltir hundruðum milijóna skuli geta brigslað mönnum um óheiðar- leika á þennan hátt,“ sagði Jóhann- es Ólafsson, formaður knattspyrnu- ráðs ÍBV, í samtali við DV í gær. „Maður veit þess dæmi erlendis frá að menn velti sér upp úr svona hlutum eftir leiki en að tilkynna þetta fyrirfram og á þennan hátt er hreinn og beinn dónaskapur. Það er ekki bara verið aö væna leik- menn ÍBV um óheiðarleika heldur stjórnarmenn félagsins og Vest- mannaeyinga almennt. Það sýður svo sannarlega á okkur," sagði Jó- hannes. Of miklir hagsmunir í húfi „Við teljum að Eyjamenn haíi sjálfir kastað upp boltanum með sínum ummælum og nú erum við að varpa honum aftur til Eyja. Mál- ið er að Lengjan er dauöans alvara og við getum ekki tekið nokkurn séns á því spumingarmerki séu á leik á henni. í þessum leik eru ein- faldlega of miklir hagsmunir í húfi hjá báðum liðum tii að við getum haft hann á Lengjunni. Hms vegar trúi ég ekki öðru en Eyjamenn berj- ist af öllum kröftum i þessum leik, sem öðrum, eins og þeir eru frægir fyrir,“ sagði Sigurður Baldursson, framkvæmdastjóri íslenskra get- rauna og Lengjunnar, við DV. -VS Stockton áfram hjá Utah Jazz John Stockton, stoðsendingar- meistari og sá leikmaður sem stolið hefur flestum boltum í NBA, hefur ákveðið að gera nýj- an þriggja ára samning við félag sitt Utah Jazz. Það var blaðið Salt Lake Tribune sem skýrði frá þessu. Þessi nýi samningur mun gefa Stockton, sem er 34 ára, um einn milljarð króna. Larry Mill- er, eigandi félagsins, lýsti yfir mikilli ánægju með að Stockton yrði áfram í herbúðum liðsins. Hann á að baki 12 tímabil í NBA og aðeins misst úr fjóra leiki. -JKS Langferð fram undan hjá ÍA: Sextíu tíma ferð til Eyja Guðmundur til Hamborgar Guðmundur Bragason, úr Grindavík og landsliðsmaður í körfuknattleik, skrif- ar í dag undir eins árs samning við þýska 2. deildar liðið BCJ Hamburg. Guð- mundur hefur dvalið í Hamborg síðustu daga og æft með liðinu. Hann vonast til að leika með liðinu bikarleik strax í kvöld. „Mér líst vel á þetta lið og það er hug- ur í mönnum og stefnan er tekin á 1. deildina. Liðið var nálægt því að fara upp í vor en væntingar til liðsins í vetur eru talsverðar. Það er mikill áhugi á körfu- bolta hér og það er allt lagt í sölumar að liðinu megi vegna sem best í vetur og eru þrír útlendingar á mála hjá liðinu auk mín. Ég er ánægður með samninginn, sem ég skrifa undir í dag, og það verður spennandi að geta núna alfarið einbeitt sér að körfuboltanum," sagði Guðmundur Bragason í samtali við DV. -JKS Það blasir langt ferðalag við Skagamönnum sem eiga að leika við ÍBV í Vestmannaeyjum á laug- ardaginn í næstsíðustu umferð 1. deildarinnar i knattspyrnu. Samkvæmt reglum KSÍ má ekki treysta á flug á leikdegi í lokaum- ferðum deildarinnar og auk þess hefur verið meira og minna ófært með flugi til Eyja að undanförnu og lítið útlit fyrir að úr rætist. Síðasta skipsferð til Eyja fyrir leik er með Fagranesinu frá Þor- lákshöfn á hádegi á föstudag. Með þeirri ferð þurfa leikmenn ÍA og dómaratríóið að fara, svo framar- lega sem þeir komast ekki með flugi fyrr um morguninn. Leikurinn er klukkan 14 á laugar- dag. Fagranesið, sem leysir af Herj- ólf á meðan hann er í viðgerð, fer næst eftir það frá Eyjum eftir há- degi á sunnudag og er áætlaður komutími til Þorlákshafnar klukk- an 19 um kvöldið. Þá eiga Skaga- menn eftir tveggja tíma akstur heim. Það bendir því allt til þess að ferðin til Eyja taki þá í kringum 60 klukkutíma. Hún gæti styst eitthvað ef úr rætist með flug en horfumar á því eru ekki góðar. Sextíu tíma ferö hjá ÍBV vegna KR-leiksins Eyjamenn þurftu að takast á hendur svipað ferðalag þegar þeir léku við KR á sunnudaginn. Þá var ófært með flugi til Reykjavíkur, en þeim tókst þó að skjótast með ferju- flugi upp á Bakka í Landeyjum á laugardagsmorgninum og óku það- an til Reykjavíkur. Leikurinn var síðan klukkan 16 á sunnudag. Á há- degi á mánudag lögðu þeir af stað með Fagranesinu frá Þorlákshöfn um hádegi en komu ekki til Eyja fyrr en klukkan 19 um kvöldið eftir sjö tima siglingu í mótbyr og vit- lausu veðri. -VS ENGLAND Deildabikarinn 2. umferð - fyrri leikir Luton-Derby..................1-0 Preston-Tottenham............1-1 Scarborough-Leicester........0-2 Bamsley-Gillingham...........1-1 Brentford-Blackburn..........1-2 Bury-Crystal Palace .........1-3 Charlton-Burnley ............4-1 Fulham-Ipswich ..............1-1 Huddersfield-Colchester .....1-1 Lincoln-Man. City............4-1 Oldham-Tranmere..............2-2 Port Vale-Carlisle...........1-0 Stockport-Sheff. Utd ........2-1 Watford-Sunderland ..........0-2 m ÞÝSKALAND Karlsruhe-Stuttgart . . . .... 0-2 Berthold (11.), Elber (86.) Stuttgart 6 5 10 17-2 16 Bayern 6 4 2 0 13-5 14 Dortmund 6 4 11 14— 13 £*■ SKOTLAND Deildabikar - 8-liða úrslit Dundee-Aberdeen...............0-2 Dunfermline-Patrick...........2-0 Hearts-Celtic.................1-0 Handboltinn af staö í kvöld: Stórleikur í Firðinum - þegar Haukar fá bikarmeistara KA í heimsókn Handboltinn fer að rúlla fyrir al- vöru í kvöld en þá hefst keppni í 1. deild karla, Nissandeildinni, með heilli umferð. Stórleikur kvöldsins verður að telj- ast viðureign Hauka og bikarmeistara KA í Hafnarfirði. Báðum þessum lið- um er spáð velgengni í vetur. Hauk- arnir eru með nánast sama mannskap og í fyrra og KA menn mæta án efa sterkir til leiks. KA hefur reyndar misst Patrek Jóhannesson úr sinum herbúðum til Essen auk Helga Arason til Noregs og Atla Þór Samúelsson í Þór. Á móti hefur liðið fengið Rússann Serguei Ziza og Þorvaldur Þorvalds- son er kominn aftur frá Danmörku. Vinnur FH í fyrsta sinn á Hlíð- arenda? Islandsmeistarar Vals fá FH-inga í heimsókn á Hlíðarenda. Leikir þess- ara liða hafa ávallt verið jafnir og spennandi en FH-ingar eiga þó enn eft- ir að vinna sigur á heimavelli Vals. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson eru gengnir til liðs við Wúppertal og Sigfús Sigurðsson í Sel- foss og fróðlegt verður að sjá hvort Valsmenn koma enn og aftur með unga og efnilega leikmenn fram á sjónarsviðið. Einar Gunnar og Sigurjón á gamla heimavellinum Meistarakandídatarnir úr Mosfells- bæ, Afturelding, sækja Selfyssinga heim og þar leika Einar Gunnar Sig- urðsson og Sigurjón Bjarnason á sín- um gamla heimavelli en þeir komu til Aftureldingar frá Selfossi. Afturelding hefur fengið mestan liðsstyrk allra liða. Auk Einars og Sigurjóns hefur liðið fengið Sigurð Sveinsson frá FH. Selfossliðið er nokkuð breytt. Einar Gunnar og Sigurjón famir í Mosfells- bæinn og Erlingur Richardsson í ÍBV. Á móti hafa Selfyssingar fengið Sigfús Sigurðsson úr Val og Rússann Alexei Demidov. Nýliöaslagur í Fram-húsinu Nýliðaslagur verður í Fram-húsinu þar sem Fram og HK eigast við. Fram- arar eru til alls líklegir undir stjóm Guðmundar Guðmundssonar. Nokkrir góðir leikmenn hafa bæst í liðið og ber þar að nefna Daða Hafþórsson og Njörð Árnason sem koma frá ÍR, Guð- mund Pálsson og Reyni Reynisson sem koma frá Víkingi og Sigm-pál Að- alsteinsson frá Þór. Ef marka má spár forráðamanna félaganna í deildinni verður veturinn þungur fyrir HK. Litl- ar mannabreytingar em á liðinu en þjálfari liðsins og leikmaður er stór- skyttan Sigurður Valur Sveinsson. Haröur slagur í Eyjum I Eyjum taka heimamenn á móti Gróttunni. Þetta gæti orðið harður slagur en heimavöllur Eyjamanna er sterkur og það gæti vegið þungt. Eyja- menn sýndu og sönnuðu á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti að þeir eru til alls vísir. Liðið er ungt og metnaðarfullt og gæti gert góða hluti í vetur. Guð- finnur Kristmannsson og Erlingur Richardsson eru komnir „heim“ og Ungverjinn snjadli Zoltán Belánýi er kominn aftur til liðsins. Grótta kom skemmtilega á óvart í fyrra og spurn- ingin er hvort liðinu tekst að fylgja því eftir. Litlar sem engar breytingar hafa átt sér stað á Seltjamarnesliðinu. Pressulausir Stjörnumenn? I Garðabæ fær Stjarnan lið ÍR í heimsókn. Stjaman hefur misst Dmitri Filippov og Sigurð Bjarnason en fengið á móti leikmenn eins og Ein- ar B. Ámason og Hilmar Þórlindsson frá KR svo og þjálfarann, Valdimar Grímsson. Oft hafa verið gerðar mikl- ar kröfur á lið Stjörnunnar sem hafa ekki hafa gengið eftir og spumingin nú, þegar minni pressa er á liðinu, hvort gengið verður betra. ÍR-ingar era ekki til stórræðanna samkvæmt spánni góðu en Breiðhylt- ingar em vanir því að hnekkja öllum spádómum. Matthías Matthíasson stígur sín fyrstu spor sem þjálfari og hans bíður erfitt verkefni. ÍR-ingar hafa misst Guðfinn Kristmannsson, Daða Hafþórsson, Einar Einarsson, Magnús Sigmundsson og Njörð Árna- son en fengið Hans Guðmundsson frá FH, Hrafn Margeirsson frá KR auk þess Matthías þjálfari hyggst spila með sínum gömlu félögum. -GH 37. vika - 15.-16. sept. 1995 Nr. Leikur:_______________Röðin 1. Atalanta - Fiorentina -X - 2. Napoli - Reggiana 1 - - 3. Piacenza - Parma - X- 4. Sampdoria - Milan 1 - - 5. Verona - Bologna - -2 6. Vicenza-Roma --2 7. Degerfors - AIK -X - 8. Djurgárden - Halmstad -X - 9. Malmö FF - Göteborg --2 10. Trelleborg - Oddevold 1-- 11. Umeá - Norrköping 1 - - 12. Örgryte - Örebro -X - 13. Öster - Helsingborg - -2 Heildarvinningsupphæö: 12 milljónir 13 réttir 0 kr. 12 réttir 11 réttir 10 réttir 86.580 7.560 1.770 kr. kr. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.